Allt í steik hjá Noregi og stjarnan brjáluð: „Verið traðkað á mér í heilt ár“ Ingvi Þór Sæmundsson skrifar 26. júlí 2023 09:00 Caroline Graham Hansen er í fýlu. getty/Ulrik Pedersen Þrátt fyrir að hafa á að skipa öflugu liði er Noregur enn án sigurs á HM. Það sem meira er virðist allt vera í steik í herbúðum liðsins. Noregur gerði markalaust jafntefli við Sviss í A-riðli heimsmeistaramótsins. Norðmenn eru með eitt stig á botni riðilsins og eiga á hættu að komast ekki í sextán liða úrslit HM. Caroline Graham Hansen, sem leikur með Evrópumeisturum Barcelona og þykir einn besti leikmaður heims, byrjaði á varamannabekknum í gær, henni til lítillar gleði. Og á blaðamannafundi eftir leikinn lét hún allt flakka. „Þetta er erfitt. Ég veit ekki hvað ég get sagt. Það er ekki margt. Það er eins og ég standi hér með hendur bundnar fyrir aftan bak,“ sagði Hansen. „Það hefur verið traðkað á mér í heilt ár. Allir segja að við þurfum að standa saman sem lið og þjóð en ég hef ekki fengið sanngjarna meðferð.“ Hansen er ekki mikill aðdáandi Hege Riise, þjálfara norska landsliðsins. Eftir að hún var ráðin sem landsliðsþjálfari tók Hansen sér frí frá landsliðinu. Hún sneri hins vegar aftur í það fyrir HM. Hansen var í byrjunarliðinu þegar Noregur tapaði fyrir Nýja-Sjálandi, 1-0, í fyrsta leik sínum á HM en var svo sett á bekkinn ásamt samherja sínum hjá Barcelona, Ingrid Syrstad Engen, og Manchester City-konunni Julie Blakstad. Noregur mætir Filippseyjum í lokaumferð riðlakeppninnar á HM og verður að vinna til að eiga möguleika á að komast áfram í sextán liða úrslit. HM 2023 í Ástralíu og Nýja-Sjálandi Norski boltinn Tengdar fréttir Töldu sig þurfa á öllum að halda til að stöðva Hegerberg sem enn hefur ekki skorað mark á HM Endurkomu Ödu Hegerberg á stórmót með norska landsliðinu var beðið með nokkurri eftirvæntingu en hún hefur þó ekki enn náð að setja mark sitt á heimsmeistaramótið. Hún fór meidd útaf áður en flautað var til leiks í viðureign liðsins gegn Sviss í morgun. 25. júlí 2023 23:30 Mest lesið Shearer ósáttur við Isak: „Þú getur ekki gert þetta“ Enski boltinn Nýja stjarnan í þungavigtinni rotaði Whyte á innan við tveimur mínútum Sport Í beinni: Manchester United - Arsenal | Stórleikur í Leikhúsi draumanna Enski boltinn Sjáðu hjólhestaspyrnu Richarlisons, markasúpu City og öll hin Fótbolti Leik lokið: ÍBV - Valur 4-1 | Eyjamenn rúlluðu yfir toppliðið Íslenski boltinn Hetjan Arnór stýrði fjöldasöng eftir leik Fótbolti Umdeildur VAR-dómur á Brúnni Enski boltinn Forest kaupir tvo úr Evrópumeistaraliði Englands Enski boltinn Leik lokið: Stjarnan - Vestri 2-1 | Andri Rúnar gerði gömlu félögunum grikk Íslenski boltinn Mögulegt áfall fyrir Slóvena í aðdraganda EM Körfubolti Fleiri fréttir Hákon skoraði í fyrsta leiknum í treyju númer tíu Í beinni: Manchester United - Arsenal | Stórleikur í Leikhúsi draumanna Forest gekk frá Brentford í fyrri hálfleik Umdeildur VAR-dómur á Brúnni Sævar skoraði eftir undirbúnings Eggerts í útisigri Í beinni: ÍBV - Valur | Toppliðið í Eyjum Í beinni: Stjarnan - Vestri | Ný andlit og hörkuslagur Eze og Guehi byrja hjá Palace þrátt fyrir óvissuna Shearer ósáttur við Isak: „Þú getur ekki gert þetta“ Forest kaupir tvo úr Evrópumeistaraliði Englands Aðlögunar krafist eftir U-beygju Sjáðu hjólhestaspyrnu Richarlisons, markasúpu City og öll hin Eze hafi nú þegar náð samkomulagi við Tottenham Hetjan Arnór stýrði fjöldasöng eftir leik Brynjólfur tryggði dramatískan sigur Kane og Diaz tryggðu Bayern Ofurbikarinn „Hörku barátta tveggja góðra liða“ „Þakklát fyrir að vera uppalin í þessum klúbbi“ „Ætluðum ekki heim án sigurs“ „Loksins, tilfinningin er geggjuð“ Allt jafnt í fyrsta leik Orra og félaga Arnór og Ari skoruðu er Norrköping hafði betur í Íslendingaslag Öruggur sigur Börsunga gegn níu heimamönnum Úlfarnir steinlágu gegn City Draumabyrjun nýliðanna úr norðri | Muniz bjargaði Fulham Uppgjörið: FH - Breiðablik 2-3 | Blikar bikarmeistarar eftir framlengingu Daníel Tristan skoraði í stórsigri Ísak skoraði enn eitt markið fyrir Lyngby Richarlison sýndi nýliðunum enga miskun Markalaust á Villa Park Sjá meira
Noregur gerði markalaust jafntefli við Sviss í A-riðli heimsmeistaramótsins. Norðmenn eru með eitt stig á botni riðilsins og eiga á hættu að komast ekki í sextán liða úrslit HM. Caroline Graham Hansen, sem leikur með Evrópumeisturum Barcelona og þykir einn besti leikmaður heims, byrjaði á varamannabekknum í gær, henni til lítillar gleði. Og á blaðamannafundi eftir leikinn lét hún allt flakka. „Þetta er erfitt. Ég veit ekki hvað ég get sagt. Það er ekki margt. Það er eins og ég standi hér með hendur bundnar fyrir aftan bak,“ sagði Hansen. „Það hefur verið traðkað á mér í heilt ár. Allir segja að við þurfum að standa saman sem lið og þjóð en ég hef ekki fengið sanngjarna meðferð.“ Hansen er ekki mikill aðdáandi Hege Riise, þjálfara norska landsliðsins. Eftir að hún var ráðin sem landsliðsþjálfari tók Hansen sér frí frá landsliðinu. Hún sneri hins vegar aftur í það fyrir HM. Hansen var í byrjunarliðinu þegar Noregur tapaði fyrir Nýja-Sjálandi, 1-0, í fyrsta leik sínum á HM en var svo sett á bekkinn ásamt samherja sínum hjá Barcelona, Ingrid Syrstad Engen, og Manchester City-konunni Julie Blakstad. Noregur mætir Filippseyjum í lokaumferð riðlakeppninnar á HM og verður að vinna til að eiga möguleika á að komast áfram í sextán liða úrslit.
HM 2023 í Ástralíu og Nýja-Sjálandi Norski boltinn Tengdar fréttir Töldu sig þurfa á öllum að halda til að stöðva Hegerberg sem enn hefur ekki skorað mark á HM Endurkomu Ödu Hegerberg á stórmót með norska landsliðinu var beðið með nokkurri eftirvæntingu en hún hefur þó ekki enn náð að setja mark sitt á heimsmeistaramótið. Hún fór meidd útaf áður en flautað var til leiks í viðureign liðsins gegn Sviss í morgun. 25. júlí 2023 23:30 Mest lesið Shearer ósáttur við Isak: „Þú getur ekki gert þetta“ Enski boltinn Nýja stjarnan í þungavigtinni rotaði Whyte á innan við tveimur mínútum Sport Í beinni: Manchester United - Arsenal | Stórleikur í Leikhúsi draumanna Enski boltinn Sjáðu hjólhestaspyrnu Richarlisons, markasúpu City og öll hin Fótbolti Leik lokið: ÍBV - Valur 4-1 | Eyjamenn rúlluðu yfir toppliðið Íslenski boltinn Hetjan Arnór stýrði fjöldasöng eftir leik Fótbolti Umdeildur VAR-dómur á Brúnni Enski boltinn Forest kaupir tvo úr Evrópumeistaraliði Englands Enski boltinn Leik lokið: Stjarnan - Vestri 2-1 | Andri Rúnar gerði gömlu félögunum grikk Íslenski boltinn Mögulegt áfall fyrir Slóvena í aðdraganda EM Körfubolti Fleiri fréttir Hákon skoraði í fyrsta leiknum í treyju númer tíu Í beinni: Manchester United - Arsenal | Stórleikur í Leikhúsi draumanna Forest gekk frá Brentford í fyrri hálfleik Umdeildur VAR-dómur á Brúnni Sævar skoraði eftir undirbúnings Eggerts í útisigri Í beinni: ÍBV - Valur | Toppliðið í Eyjum Í beinni: Stjarnan - Vestri | Ný andlit og hörkuslagur Eze og Guehi byrja hjá Palace þrátt fyrir óvissuna Shearer ósáttur við Isak: „Þú getur ekki gert þetta“ Forest kaupir tvo úr Evrópumeistaraliði Englands Aðlögunar krafist eftir U-beygju Sjáðu hjólhestaspyrnu Richarlisons, markasúpu City og öll hin Eze hafi nú þegar náð samkomulagi við Tottenham Hetjan Arnór stýrði fjöldasöng eftir leik Brynjólfur tryggði dramatískan sigur Kane og Diaz tryggðu Bayern Ofurbikarinn „Hörku barátta tveggja góðra liða“ „Þakklát fyrir að vera uppalin í þessum klúbbi“ „Ætluðum ekki heim án sigurs“ „Loksins, tilfinningin er geggjuð“ Allt jafnt í fyrsta leik Orra og félaga Arnór og Ari skoruðu er Norrköping hafði betur í Íslendingaslag Öruggur sigur Börsunga gegn níu heimamönnum Úlfarnir steinlágu gegn City Draumabyrjun nýliðanna úr norðri | Muniz bjargaði Fulham Uppgjörið: FH - Breiðablik 2-3 | Blikar bikarmeistarar eftir framlengingu Daníel Tristan skoraði í stórsigri Ísak skoraði enn eitt markið fyrir Lyngby Richarlison sýndi nýliðunum enga miskun Markalaust á Villa Park Sjá meira
Töldu sig þurfa á öllum að halda til að stöðva Hegerberg sem enn hefur ekki skorað mark á HM Endurkomu Ödu Hegerberg á stórmót með norska landsliðinu var beðið með nokkurri eftirvæntingu en hún hefur þó ekki enn náð að setja mark sitt á heimsmeistaramótið. Hún fór meidd útaf áður en flautað var til leiks í viðureign liðsins gegn Sviss í morgun. 25. júlí 2023 23:30