Fær að heyra það eftir atvik næturinnar: „Best fyrir hann að halda sig fjarri“ Aron Guðmundsson skrifar 26. júlí 2023 16:31 Samstuð Mullin og Bishop í leik Wrexham og Manchester United í nótt Vísir/Getty Phil Parkinson, knattspyrnustjóri Wrexham, lét Nathan Bishop, sem stóð í marki Manchester United í æfingarleik liðsins gegn Wrexham í nótt, heyra það í viðtali eftir leik og sakaði hann um glæfralega tilburði. Paul Mullin, stjörnuleikmaður og helsti markaskorari velska knattspyrnufélagsins Wrexham, er á batavegi eftir harkalegt samstuð við markmann Manchester United í æfingarleik liðanna í nótt. „Ég er brjálaður yfir þessu í fullri hreinskilni sagt,“ sagði Parkinson eftir leik. „Þetta var klaufa- og glæfralegt athæfi markvarðarins og það í leik á undirbúningstímabili. Ég er alls ekki ánægður með þetta.“ Atvikið átti sér stað snemma leiks, nánar tiltekið á 12. mínútu og var fljótt ljóst að eitthvað alvarlegt amaði að Mullin, sem er jafnan fljótur á fætur aftur eftir að hafa verið felldur til jarðar. Í ljós hefur komið að Mullin hlaut samfallið lunga, meiðsli sem munu halda honum frá knattspyrnuvellinum í einhverjar vikur. Sjálfur hefur Bishop beðist afsökunar í færslu sem hann birti á samfélagsmiðlum og þá reyndi hann að ná til Mullin eftir að hafa sjálfur verið tekinn af velli í hálfleik. Parkinson ráðlagði markmanninum unga þó að halda sig fjarri. „Ég hef ekki séð markmanninn en það er líklega best fyrir hann að halda sig fjarri vegna þess að við erum alls ekki ánægðir. Athæfi hans verðskuldaði beint rautt spjald.“ Wrexham manager Phil Parkinson was not a happy man after Paul Mullin suffered a punctured lung during their pre-season game with Manchester United @BeanymanSportspic.twitter.com/HNaVAHtJpR— 101 Great Goals (@101greatgoals) July 26, 2023 Daily Mail hefur eftir heimildarmönnum sínum að forráðamenn Manchester United séu allt annað en sáttir með framgöngu Phil Parkinson, knattspyrnustjóra Wrexham í þessu máli. Stjórinn hafi orðið til þess að æsingurinn í málinu hafi stigmagnast og orðið til þess að Bishop hafi fengið margvísleg ógeðfelld skilaboð á samfélagsmiðlum. Enski boltinn Mest lesið Cristiano Ronaldo óttast að tími hans sé að renna út Fótbolti Coote dómari í enn verri málum Enski boltinn Sjáðu allt sem Rúben Amorim gerði á móti Man. Utd í Meistaradeildinni Enski boltinn Gerði aðeins betur en mamma sín og jafnaði met landsliðsins Körfubolti Martröð fyrir markakónginn í lokaumferðinni Fótbolti Skuldar engum neitt vegna Guðjohnsen nafnsins Fótbolti Popovich fékk heilablóðfall Körfubolti Viðurkennir mistök sem bitnuðu illa á Man Utd í lokaleik Ten Hag Enski boltinn „Vinsamlegast látið hann í friði“ Fótbolti Dagskráin: Gaz-leikur allra Gaz-leikja og Þjóðadeildin af stað á ný Sport Fleiri fréttir Sjáðu allt sem Rúben Amorim gerði á móti Man. Utd í Meistaradeildinni Coote dómari í enn verri málum Viðurkennir mistök sem bitnuðu illa á Man Utd í lokaleik Ten Hag Vildi ekki deila Match of the Day með konu og hafnaði tilboði BBC Jón Daði lagði upp mark í sínum fyrsta byrjunarliðsleik Bruno til bjargar Murphy um Coote: „Hann er búinn“ Ödegaard strax aftur heim Lampard sótti um starfið hjá Coventry Liverpool langlíklegast til að verða meistari samkvæmt ofurtölvunni Hareide segir Ødegaard milli steins og sleggju Stuðningsmenn Liverpool rifja upp gamlar syndir Coote Lineker hættir með Match of the Day eftir tímabilið Nkunku til sölu þrátt fyrir að vera markahæstur Nistelrooy yfirgefur Man United með tilkomu Amorim Fékk símtal frá Arteta en bætti Ödegaard í hópinn Myndband sýnir dómara urða yfir Liverpool og kalla Klopp kuntu Fundað um framtíð Guardiola í vikunni Amorim getur ekki byrjað alveg strax í nýju vinnunni Arteta svekktur eftir jafntefli á Brúnni: „Snýst um að vinna“ „Frammistaðan var góð“ Nistelrooy þakklátur en veit ekki hvað tekur nú við Jafntefli sem gerir lítið fyrir bæði lið Nýliðarnir sóttu þrjú stig til Tottenham og Newcastle skellti Forest United menn á allt öðrum og betri stað eftir inngrip Van Nistelrooy Liverpool hefur áhyggjur af meiðslunum hjá Trent Á bara eftir að skora á Anfield og heimavelli Brentford „Því miður gefur sigur á Man City aðeins þrjú stig“ „Kemur alltaf að því að eitthvað gerist í fyrsta skipti á ævinni“ Gestirnir réðu ekki við hraðann í strákunum hans Slot Sjá meira
Paul Mullin, stjörnuleikmaður og helsti markaskorari velska knattspyrnufélagsins Wrexham, er á batavegi eftir harkalegt samstuð við markmann Manchester United í æfingarleik liðanna í nótt. „Ég er brjálaður yfir þessu í fullri hreinskilni sagt,“ sagði Parkinson eftir leik. „Þetta var klaufa- og glæfralegt athæfi markvarðarins og það í leik á undirbúningstímabili. Ég er alls ekki ánægður með þetta.“ Atvikið átti sér stað snemma leiks, nánar tiltekið á 12. mínútu og var fljótt ljóst að eitthvað alvarlegt amaði að Mullin, sem er jafnan fljótur á fætur aftur eftir að hafa verið felldur til jarðar. Í ljós hefur komið að Mullin hlaut samfallið lunga, meiðsli sem munu halda honum frá knattspyrnuvellinum í einhverjar vikur. Sjálfur hefur Bishop beðist afsökunar í færslu sem hann birti á samfélagsmiðlum og þá reyndi hann að ná til Mullin eftir að hafa sjálfur verið tekinn af velli í hálfleik. Parkinson ráðlagði markmanninum unga þó að halda sig fjarri. „Ég hef ekki séð markmanninn en það er líklega best fyrir hann að halda sig fjarri vegna þess að við erum alls ekki ánægðir. Athæfi hans verðskuldaði beint rautt spjald.“ Wrexham manager Phil Parkinson was not a happy man after Paul Mullin suffered a punctured lung during their pre-season game with Manchester United @BeanymanSportspic.twitter.com/HNaVAHtJpR— 101 Great Goals (@101greatgoals) July 26, 2023 Daily Mail hefur eftir heimildarmönnum sínum að forráðamenn Manchester United séu allt annað en sáttir með framgöngu Phil Parkinson, knattspyrnustjóra Wrexham í þessu máli. Stjórinn hafi orðið til þess að æsingurinn í málinu hafi stigmagnast og orðið til þess að Bishop hafi fengið margvísleg ógeðfelld skilaboð á samfélagsmiðlum.
Enski boltinn Mest lesið Cristiano Ronaldo óttast að tími hans sé að renna út Fótbolti Coote dómari í enn verri málum Enski boltinn Sjáðu allt sem Rúben Amorim gerði á móti Man. Utd í Meistaradeildinni Enski boltinn Gerði aðeins betur en mamma sín og jafnaði met landsliðsins Körfubolti Martröð fyrir markakónginn í lokaumferðinni Fótbolti Skuldar engum neitt vegna Guðjohnsen nafnsins Fótbolti Popovich fékk heilablóðfall Körfubolti Viðurkennir mistök sem bitnuðu illa á Man Utd í lokaleik Ten Hag Enski boltinn „Vinsamlegast látið hann í friði“ Fótbolti Dagskráin: Gaz-leikur allra Gaz-leikja og Þjóðadeildin af stað á ný Sport Fleiri fréttir Sjáðu allt sem Rúben Amorim gerði á móti Man. Utd í Meistaradeildinni Coote dómari í enn verri málum Viðurkennir mistök sem bitnuðu illa á Man Utd í lokaleik Ten Hag Vildi ekki deila Match of the Day með konu og hafnaði tilboði BBC Jón Daði lagði upp mark í sínum fyrsta byrjunarliðsleik Bruno til bjargar Murphy um Coote: „Hann er búinn“ Ödegaard strax aftur heim Lampard sótti um starfið hjá Coventry Liverpool langlíklegast til að verða meistari samkvæmt ofurtölvunni Hareide segir Ødegaard milli steins og sleggju Stuðningsmenn Liverpool rifja upp gamlar syndir Coote Lineker hættir með Match of the Day eftir tímabilið Nkunku til sölu þrátt fyrir að vera markahæstur Nistelrooy yfirgefur Man United með tilkomu Amorim Fékk símtal frá Arteta en bætti Ödegaard í hópinn Myndband sýnir dómara urða yfir Liverpool og kalla Klopp kuntu Fundað um framtíð Guardiola í vikunni Amorim getur ekki byrjað alveg strax í nýju vinnunni Arteta svekktur eftir jafntefli á Brúnni: „Snýst um að vinna“ „Frammistaðan var góð“ Nistelrooy þakklátur en veit ekki hvað tekur nú við Jafntefli sem gerir lítið fyrir bæði lið Nýliðarnir sóttu þrjú stig til Tottenham og Newcastle skellti Forest United menn á allt öðrum og betri stað eftir inngrip Van Nistelrooy Liverpool hefur áhyggjur af meiðslunum hjá Trent Á bara eftir að skora á Anfield og heimavelli Brentford „Því miður gefur sigur á Man City aðeins þrjú stig“ „Kemur alltaf að því að eitthvað gerist í fyrsta skipti á ævinni“ Gestirnir réðu ekki við hraðann í strákunum hans Slot Sjá meira