Hagnast mikið og dæla peningum í gervigreind Samúel Karl Ólason skrifar 26. júlí 2023 12:09 Virði hlutabréfa Microsoft og Alphabet, móðurfélags Google, hefur hækkað verulega á þessu ári. getty/smith collection/anadolu agency Bæði Alphabet (móðurfélag Google) og Microsoft birtu í gær góð ársfjórðungsuppgjör sem sýndu aukinn hagnað og aðrar jákvæðar vendingar í rekstri fyrirtækjanna. Fyrirtækin eru í samkeppni um innleiðingu gervigreindar í leitarvélar Google og Bing og annan hugbúnað þeirra. Fyrirtækin högnuðust bæði á kjarnarekstri þeirra. Microsoft hagnaðist um rúma tuttugu milljarða dala á öðrum ársfjórðungi þessa árs, sem samsvarar rúmum tveimur og hálfum billjónum króna. Það er aukning um tuttugu prósent á milli ára og fór fyrirtækið fram úr björtustu vonum fjárfesta og eigin áætlunum. Áhugasamir geta skoðað uppgjör Microsoft hér. Alphabet hagnaðist um 18,4 milljarða dala, eða um 2,4 billjónir króna. Tekjur Google af leitarvél fyrirtækisins jukust töluvert og það gerði tekjur af auglýsingasölu á YouTube einnig. Það er þrátt fyrir áhyggjur sérfræðinga af því að auglýsingamarkaðurinn hefði minnkað. Auglýsingatekjur Google í gegnum kerfi sem birtir auglýsingar á vefsíðum annarra drógust þó saman. Áhugasamir geta skoðað uppgjör Alphabet hér. Verja fúlgum fjár í gervigreind Þessi kjarnarekstur Microsoft og Alphabet gæti þó umturnast á næstu árum. Samkvæmt frétt Wall Street Journal eru bæði fyrirtækin að verja fúlgum fjár í þróun gervigreindar á sama tíma og gripið hefur verið til niðurskurðar á öðrum deildum. Bæði fyrirtæki hafa sagt upp þúsundum manna á undanförnum mánuðum. Þá er gefið í skyn í uppgjörunum að búist sé við því að þessar fjárfestingar muni aukast á næstu árum. Google hefur lengi verið með mun betri markaðsstöðu en Microsoft á sviðið leitarvéla en fyrirtækin eiga í þó nokkurri samkeppni í þróun gervigreindar. Microsoft hefur staðið framar á því sviði undanfarna mánuði með því að innleiða tæknina sem OpenAI notaði við gerð spjallþjarkans ChatGPT inn í hugbúnað fyrirtækisins og leitarvélina Bing. Sjá einnig: Setja gervigreind í farþegasætið á netinu Umrædd tækni er talin henta leitarvélum einstaklega vel þar sem hægt er að nota hana til að fá ítarleg svör við ítarlegum spurningum í stað þess að leita eftir nokkrum stikkorðum. Virði hlutabréfa Microsoft hefur aukist um nærri því helming á þessu ári og virði hlutabréfa Alphabet hefur aukist um 39 prósent. Aðgerðir starfsmanna Microsoft varðandi gervigreind eru sagðar hafa kveikt á viðvörunarbjöllum innan veggja Google en tæknin þykir líkleg til að leiða til sviptinga á sviði leitarvéla. Sjá einnig: Óðagot hjá Google þar sem unnið er að nýrri leitarvél Sundar Pichai, forstjóri Alphabet og Google, sagði í samtali við fjárfesta í gær að gervigreind muni leiða til mikilli breytinga á því hvernig leitavélar virka og á aðrar vörur fyrirtækisins, samkvæmt frétt New York Times. Microsoft Google Gervigreind Tækni Bandaríkin Tengdar fréttir Segja það taka verulega á að sía viðbjóðinn úr ChatGPT Lágt launaðir verktakar ChatGPT segja það reyna verulega á sálartetrið að sía viðbjóðinn úr tungumálalíkani spjallþjarkans ChatGPT. Starfsfólkið þarf ítrekað að lesa lýsingar á kynferðisofbeldi, barnaníð, sjálfsvíg og rasisma, svo eitthvað sé nefnt. 25. júlí 2023 12:31 „Við hættum að sjá hvers virði mannleg hæfni er“ Advania og Myndlistaskólann í Reykjavík fóru í samstarf þar sem nemendur skólans endurgerðu auglýsingar fyrirtækisins sem gervigreind hafði skapað. Halldór Baldursson, kennari við MíR, horfir óttablöndnum augum til gervigreindarframtíðar en nemendur hans eru bjartsýnni. 2. júlí 2023 07:31 Gervigreind komin til starfa hjá Heilsugæslunni Heilsugæsla höfuðborgarsvæðisins hefur samið við heilsutæknifyrirtækið Dicino um áframhaldandi þróun gervigreindarverkfæris sem nýtist í netspjalli Heilsuveru. Gervigreindin spyr sjúkling út sjúkdómseinkenni og áhættuþætti og ritar sjálfvirka læknaskýrslu á íslensku. 29. júní 2023 17:51 Mest lesið Þróaði app til að hjálpa fólki í meðferð þegar kerfið brást Neytendur Fólk eigi ekki að greiða fyrir að nota peninginn sinn Neytendur Forstjórinn sem saumar þjóðbúninginn öll mánudagskvöld Atvinnulíf Andlega uppsögnin: „Þetta er ekki sonur minn sko…“ Atvinnulíf Loðnubrestur hefur gríðarleg áhrif á samfélagið Viðskipti innlent Segja verðið betra en í Krónunni, Bónus og Costco Neytendur Innkalla brauð vegna brots úr peru Neytendur Bónus ódýrari en Prís í fjögur skipti af fimm hundruð Neytendur „Eins og stundum vanti hvatann hjá stofnunum til þess að vilja hagræða“ Atvinnulíf „Svarið er einfaldlega: Svona höfum við alltaf gert þetta“ Atvinnulíf Fleiri fréttir Enn deila Musk og Altman MrBeast gerir tilboð í TikTok Eftirmaður Norman yfir LIV-mótaröðinni fundinn Höfða mál gegn Musk vegna kaupanna á Twitter Vilja banna farþegum að fá sér þriðja drykkinn á flugvellinum Meta birtir óumbeðnar gervigreindarmyndir af notendum Instagram Biden stöðvar japanska yfirtöku á US Steel Næstum allir nýir bílar í Noregi rafmagnsbílar Sjónvarpskóngur allur Gervigreindin sögð „bjargvættur“ jarðgassiðnaðarins Bölvað basl á Bond Halda áfram bitcoin-braski þrátt fyrir samkomulag við AGS Draga úr rafmyntarvæðingu til að fá lán frá AGS TikTok fær síðasta séns fyrir Hæstarétti Ræða samruna Honda og Nissan Bitcoin nær nýjum hæðum vegna Trumps Enn þynnri og samanbrjótanlegur iPhone Vesen á Messenger, Facebook og Instagram Verð á kaffi sögulega hátt Loka á aðgengi Bandaríkjamanna að mikilvægum málmum Dómari fellir aftur úr gildi 56 milljarða dala launapakka Musk Danska ríkið kaupir Kastrup Sjá meira
Fyrirtækin högnuðust bæði á kjarnarekstri þeirra. Microsoft hagnaðist um rúma tuttugu milljarða dala á öðrum ársfjórðungi þessa árs, sem samsvarar rúmum tveimur og hálfum billjónum króna. Það er aukning um tuttugu prósent á milli ára og fór fyrirtækið fram úr björtustu vonum fjárfesta og eigin áætlunum. Áhugasamir geta skoðað uppgjör Microsoft hér. Alphabet hagnaðist um 18,4 milljarða dala, eða um 2,4 billjónir króna. Tekjur Google af leitarvél fyrirtækisins jukust töluvert og það gerði tekjur af auglýsingasölu á YouTube einnig. Það er þrátt fyrir áhyggjur sérfræðinga af því að auglýsingamarkaðurinn hefði minnkað. Auglýsingatekjur Google í gegnum kerfi sem birtir auglýsingar á vefsíðum annarra drógust þó saman. Áhugasamir geta skoðað uppgjör Alphabet hér. Verja fúlgum fjár í gervigreind Þessi kjarnarekstur Microsoft og Alphabet gæti þó umturnast á næstu árum. Samkvæmt frétt Wall Street Journal eru bæði fyrirtækin að verja fúlgum fjár í þróun gervigreindar á sama tíma og gripið hefur verið til niðurskurðar á öðrum deildum. Bæði fyrirtæki hafa sagt upp þúsundum manna á undanförnum mánuðum. Þá er gefið í skyn í uppgjörunum að búist sé við því að þessar fjárfestingar muni aukast á næstu árum. Google hefur lengi verið með mun betri markaðsstöðu en Microsoft á sviðið leitarvéla en fyrirtækin eiga í þó nokkurri samkeppni í þróun gervigreindar. Microsoft hefur staðið framar á því sviði undanfarna mánuði með því að innleiða tæknina sem OpenAI notaði við gerð spjallþjarkans ChatGPT inn í hugbúnað fyrirtækisins og leitarvélina Bing. Sjá einnig: Setja gervigreind í farþegasætið á netinu Umrædd tækni er talin henta leitarvélum einstaklega vel þar sem hægt er að nota hana til að fá ítarleg svör við ítarlegum spurningum í stað þess að leita eftir nokkrum stikkorðum. Virði hlutabréfa Microsoft hefur aukist um nærri því helming á þessu ári og virði hlutabréfa Alphabet hefur aukist um 39 prósent. Aðgerðir starfsmanna Microsoft varðandi gervigreind eru sagðar hafa kveikt á viðvörunarbjöllum innan veggja Google en tæknin þykir líkleg til að leiða til sviptinga á sviði leitarvéla. Sjá einnig: Óðagot hjá Google þar sem unnið er að nýrri leitarvél Sundar Pichai, forstjóri Alphabet og Google, sagði í samtali við fjárfesta í gær að gervigreind muni leiða til mikilli breytinga á því hvernig leitavélar virka og á aðrar vörur fyrirtækisins, samkvæmt frétt New York Times.
Microsoft Google Gervigreind Tækni Bandaríkin Tengdar fréttir Segja það taka verulega á að sía viðbjóðinn úr ChatGPT Lágt launaðir verktakar ChatGPT segja það reyna verulega á sálartetrið að sía viðbjóðinn úr tungumálalíkani spjallþjarkans ChatGPT. Starfsfólkið þarf ítrekað að lesa lýsingar á kynferðisofbeldi, barnaníð, sjálfsvíg og rasisma, svo eitthvað sé nefnt. 25. júlí 2023 12:31 „Við hættum að sjá hvers virði mannleg hæfni er“ Advania og Myndlistaskólann í Reykjavík fóru í samstarf þar sem nemendur skólans endurgerðu auglýsingar fyrirtækisins sem gervigreind hafði skapað. Halldór Baldursson, kennari við MíR, horfir óttablöndnum augum til gervigreindarframtíðar en nemendur hans eru bjartsýnni. 2. júlí 2023 07:31 Gervigreind komin til starfa hjá Heilsugæslunni Heilsugæsla höfuðborgarsvæðisins hefur samið við heilsutæknifyrirtækið Dicino um áframhaldandi þróun gervigreindarverkfæris sem nýtist í netspjalli Heilsuveru. Gervigreindin spyr sjúkling út sjúkdómseinkenni og áhættuþætti og ritar sjálfvirka læknaskýrslu á íslensku. 29. júní 2023 17:51 Mest lesið Þróaði app til að hjálpa fólki í meðferð þegar kerfið brást Neytendur Fólk eigi ekki að greiða fyrir að nota peninginn sinn Neytendur Forstjórinn sem saumar þjóðbúninginn öll mánudagskvöld Atvinnulíf Andlega uppsögnin: „Þetta er ekki sonur minn sko…“ Atvinnulíf Loðnubrestur hefur gríðarleg áhrif á samfélagið Viðskipti innlent Segja verðið betra en í Krónunni, Bónus og Costco Neytendur Innkalla brauð vegna brots úr peru Neytendur Bónus ódýrari en Prís í fjögur skipti af fimm hundruð Neytendur „Eins og stundum vanti hvatann hjá stofnunum til þess að vilja hagræða“ Atvinnulíf „Svarið er einfaldlega: Svona höfum við alltaf gert þetta“ Atvinnulíf Fleiri fréttir Enn deila Musk og Altman MrBeast gerir tilboð í TikTok Eftirmaður Norman yfir LIV-mótaröðinni fundinn Höfða mál gegn Musk vegna kaupanna á Twitter Vilja banna farþegum að fá sér þriðja drykkinn á flugvellinum Meta birtir óumbeðnar gervigreindarmyndir af notendum Instagram Biden stöðvar japanska yfirtöku á US Steel Næstum allir nýir bílar í Noregi rafmagnsbílar Sjónvarpskóngur allur Gervigreindin sögð „bjargvættur“ jarðgassiðnaðarins Bölvað basl á Bond Halda áfram bitcoin-braski þrátt fyrir samkomulag við AGS Draga úr rafmyntarvæðingu til að fá lán frá AGS TikTok fær síðasta séns fyrir Hæstarétti Ræða samruna Honda og Nissan Bitcoin nær nýjum hæðum vegna Trumps Enn þynnri og samanbrjótanlegur iPhone Vesen á Messenger, Facebook og Instagram Verð á kaffi sögulega hátt Loka á aðgengi Bandaríkjamanna að mikilvægum málmum Dómari fellir aftur úr gildi 56 milljarða dala launapakka Musk Danska ríkið kaupir Kastrup Sjá meira
Segja það taka verulega á að sía viðbjóðinn úr ChatGPT Lágt launaðir verktakar ChatGPT segja það reyna verulega á sálartetrið að sía viðbjóðinn úr tungumálalíkani spjallþjarkans ChatGPT. Starfsfólkið þarf ítrekað að lesa lýsingar á kynferðisofbeldi, barnaníð, sjálfsvíg og rasisma, svo eitthvað sé nefnt. 25. júlí 2023 12:31
„Við hættum að sjá hvers virði mannleg hæfni er“ Advania og Myndlistaskólann í Reykjavík fóru í samstarf þar sem nemendur skólans endurgerðu auglýsingar fyrirtækisins sem gervigreind hafði skapað. Halldór Baldursson, kennari við MíR, horfir óttablöndnum augum til gervigreindarframtíðar en nemendur hans eru bjartsýnni. 2. júlí 2023 07:31
Gervigreind komin til starfa hjá Heilsugæslunni Heilsugæsla höfuðborgarsvæðisins hefur samið við heilsutæknifyrirtækið Dicino um áframhaldandi þróun gervigreindarverkfæris sem nýtist í netspjalli Heilsuveru. Gervigreindin spyr sjúkling út sjúkdómseinkenni og áhættuþætti og ritar sjálfvirka læknaskýrslu á íslensku. 29. júní 2023 17:51