Stórbruni í atvinnuhúsnæði í Reykjanesbæ Kristinn Haukur Guðnason og Ólafur Björn Sverrisson skrifa 26. júlí 2023 12:45 Bruninn kom upp við Víkurbraut í Reykjanesbæ. Eldsvoði kom upp í atvinnuhúsnæði á horninu á Víkurbraut og Hrannargötu í Reykjanesbæ laust eftir hádegi í dag. Tjónið er mikið, bæði á húsinu sjálfu og munum sem eru þar inni. Samkvæmt upplýsingum frá Brunavörnum Suðurnesja voru allir bílar kallaðir til á staðinn og unnið hefur verið að slökkvistarfi fram eftir degi. Slökkviliðið hefur náð góðum tökum á eldinum. Eldurinn er í húsnæði við Víkurbraut 4. Er þetta iðnaðaðarhúsnæði með timburgrind og bárujárnsklæðningu byggt árið 1973. Að því sem Vísir kemst næst er engin starfsemi í húsnæðinu en það hýsti áður geymslur fyrir Icelandair. Uppfært klukkan 16:45: Jón Guðlaugsson, slökkviliðsstjóri hjá Brunavörnum Suðurnesja, segir að búið sé að slökkva eldinn. Nú sé unnið að því að drepa allar glæður og tryggja vettvang. Ljóst sé að tjónið sé töluvert þó of snemmt sé að segja til um það í krónum talið. Inni í húsinu voru bílar meðal annars geymdir, auk hjólhýsa og búslóða. Óvíst með tjón á húsinu Jón segir að eldurinn sé bundinn við þetta hús og að enginn hafi verið í því. „Þetta gengur hægt og bítandi. Það er búið að slá verulega á hann,“ segir Jón um hvernig gangi að ráða niðurlögum eldsins. Jóhann Ragnarsson náði myndbandinu að neðan á vettvangi. Engin starfsemi hefur verið í húsnæðinu heldur hafi það verið notað sem geymslur. „Það hefur enginn verið þarna dagsdaglega í einhvern tíma. En þarna voru geymdir bílar, fellihýsi, búslóðir og slíkt. Ég geri frekar ráð fyrir því að þessir munir sem þarna voru inni séu ónýtir, annað hvort að eldi eða reyk og vatni,“ segir Jón. Óvíst með tjón á húsinu sjálfu fyrr en slökkvistarfi er lokið. „Þakið er farið að falla að hluta til. Það er ein grunnbygging og svo hafa verið settar viðbyggingar utan á þetta. Þær eru að sleppa að mestu leyti,“ segir Jón. Fólk búi í húsinu Tónlistarmaðurinn Guðmundur Örn Björnsson var einn af þeim sem dreif sig af stað til að athuga með eldsvoðann. En hljómsveitin hans, þungarokkssveitin MIB (Masters in Bloom), hefur æfingaaðstöðu í húsinu. Guðmundur býst við því að hljóðfærin sleppi. Guðmundur Örn óttaðist um fólkið sem býr í viðbyggingunni. „Eldurinn er akkúrat í hinum endanum á húsinu,“ segir Guðmundur Örn. En honum var ekki aðeins umhugað um gítarana, trommusettið og magnarana því að í húsinu búi fólk. „Mér skilst að það séu geymslur í þeim hluta sem eldurinn er í. Síðan kemur millibilið sem ég er búinn að vera fylgjast svolítið með því þar býr fólk,“ segir hann. „Það er græna einingin sem er næst þeirri hvítu sem er að brenna. Þar er opinn gluggi og enginn reykur búinn að stíga út.“ Gámaíbúðir fyrir heimilislausa Velferðarsvið Reykjanesbæjar rekur þrjú smáhýsi á lóðinni við Víkurbraut 6, nálægt eldsvoðanum. Er þetta húsnæði fyrir heimilislausa einstaklinga, byggt árið 2018. „Við erum ekki með íbúðir í húsinu sem brann. Við erum með frístandandi hús þarna á bak við. Ég veit ekkert um ástand þeirra,“ segir Kjartan Már Kjartansson bæjarstjóri Reykjanesbæjar. Þetta séu sérsmíðaðar og samþykktar gámaíbúðir. Kjartan Már segist ekkert vita um ástand gámanna.Reykjanesbær Núna búi einn eða tveir einstaklingar í húsunum. Kjartan Már segist ekki vilja trufla slökkviliðið en fái skýrslu þegar slökkvistarfinu sé lokið. Kjartan segist ekki vita hvort fólk búi í grænmálaða hluta hússins sem brann. „Ég veit ekkert um það en það kæmi mér ekkert á óvart,“ segir Kjartan Már. Veistu meira um málið? Vísir tekur við öllum ábendingum á ritstjorn@visir.is. Fullum trúnaði er heitið. Þingmaðurinn Ásmundur Friðriksson birti þessa mynd úr fjarlægð.Ásmundur Friðriksson Reykjanesbær Slökkvilið Mest lesið Vilja að ríkisstarfsmenn starfi til 73 ára aldurs Innlent Indland gerir árás á Pakistan Erlent Moskítóflugur muni koma til Íslands Innlent Alþingi hafi mistekist að tryggja þjóðinni eðlilegan hlut Innlent Borin út úr Bríetartúni: „Það er búið að ræna mig öllu“ Innlent „Hún gat ekki gefið neinar skýringar á þessu, hvorki mér né lögreglunni“ Innlent Konan í Bríetartúni komin á götuna Innlent Boða sprengingar við Hvammsvirkjun í allt sumar Innlent Trump um kaupin á Kanada: „Aldrei segja aldrei“ Erlent Ekki inni í myndinni að fyrirkomulag hvalveiða haldist óbreytt Innlent Fleiri fréttir Vilja að ríkisstarfsmenn starfi til 73 ára aldurs Alþingi hafi mistekist að tryggja þjóðinni eðlilegan hlut Boða sprengingar við Hvammsvirkjun í allt sumar Moskítóflugur muni koma til Íslands Áberandi ráðamenn „keppist við að hnykla vöðva sína, beita hótunum og þvingunum“ Ekki inni í myndinni að fyrirkomulag hvalveiða haldist óbreytt Fékk rætin skilaboð vegna veðmála eftir að hafa klikkað á vítum Borin út úr Bríetartúni: „Það er búið að ræna mig öllu“ Álfurinn í landsliðsbúningi í ár Líflátshótanir í kjölfar veðmála og óttaslegin eftir útburð Þrír fluttir á sjúkrahús eftir umferðarslys við Smáralind Ekki talin yfirvofandi hætta en maðurinn geti orðið hættulegur Núverandi fyrirkomulag „virðist hylma yfir ábyrgð og gagnsæi“ Ítarleg skýrsla á borði ráðherra Inga skipar konu í stað karls í stjórn HMS Óboðlegt að vera „friðardúfur“ í kosningabaráttu og horfa síðan þögul á „hryllingsmynd í beinni“ Líkur á nýju gosi munu aukast þegar líða fer á haustið „Því miður er þetta þrautalending“ Reikningum Flokks fólksins lokað um stund „Hún gat ekki gefið neinar skýringar á þessu, hvorki mér né lögreglunni“ Konan í Bríetartúni komin á götuna Hækkandi matarverð hringir bjöllum hjá ráðherra Viðvörunarbjöllur óma vegna verðhækkana Lítur það grafalvarlegum augum ef ráðherra fari ekki að lögum Treystir Ingu til að leggja mat á hæfi stjórnarmanna og að lögum sé fylgt Konungshjónin tóku á móti Höllu og Birni Hasar við Bríetartún 20: Verið að bera konuna út „Þetta er salami-leiðin“ Gunnlaugur Claessen er látinn Bætir í vind og úrkomu í kvöld Sjá meira
Samkvæmt upplýsingum frá Brunavörnum Suðurnesja voru allir bílar kallaðir til á staðinn og unnið hefur verið að slökkvistarfi fram eftir degi. Slökkviliðið hefur náð góðum tökum á eldinum. Eldurinn er í húsnæði við Víkurbraut 4. Er þetta iðnaðaðarhúsnæði með timburgrind og bárujárnsklæðningu byggt árið 1973. Að því sem Vísir kemst næst er engin starfsemi í húsnæðinu en það hýsti áður geymslur fyrir Icelandair. Uppfært klukkan 16:45: Jón Guðlaugsson, slökkviliðsstjóri hjá Brunavörnum Suðurnesja, segir að búið sé að slökkva eldinn. Nú sé unnið að því að drepa allar glæður og tryggja vettvang. Ljóst sé að tjónið sé töluvert þó of snemmt sé að segja til um það í krónum talið. Inni í húsinu voru bílar meðal annars geymdir, auk hjólhýsa og búslóða. Óvíst með tjón á húsinu Jón segir að eldurinn sé bundinn við þetta hús og að enginn hafi verið í því. „Þetta gengur hægt og bítandi. Það er búið að slá verulega á hann,“ segir Jón um hvernig gangi að ráða niðurlögum eldsins. Jóhann Ragnarsson náði myndbandinu að neðan á vettvangi. Engin starfsemi hefur verið í húsnæðinu heldur hafi það verið notað sem geymslur. „Það hefur enginn verið þarna dagsdaglega í einhvern tíma. En þarna voru geymdir bílar, fellihýsi, búslóðir og slíkt. Ég geri frekar ráð fyrir því að þessir munir sem þarna voru inni séu ónýtir, annað hvort að eldi eða reyk og vatni,“ segir Jón. Óvíst með tjón á húsinu sjálfu fyrr en slökkvistarfi er lokið. „Þakið er farið að falla að hluta til. Það er ein grunnbygging og svo hafa verið settar viðbyggingar utan á þetta. Þær eru að sleppa að mestu leyti,“ segir Jón. Fólk búi í húsinu Tónlistarmaðurinn Guðmundur Örn Björnsson var einn af þeim sem dreif sig af stað til að athuga með eldsvoðann. En hljómsveitin hans, þungarokkssveitin MIB (Masters in Bloom), hefur æfingaaðstöðu í húsinu. Guðmundur býst við því að hljóðfærin sleppi. Guðmundur Örn óttaðist um fólkið sem býr í viðbyggingunni. „Eldurinn er akkúrat í hinum endanum á húsinu,“ segir Guðmundur Örn. En honum var ekki aðeins umhugað um gítarana, trommusettið og magnarana því að í húsinu búi fólk. „Mér skilst að það séu geymslur í þeim hluta sem eldurinn er í. Síðan kemur millibilið sem ég er búinn að vera fylgjast svolítið með því þar býr fólk,“ segir hann. „Það er græna einingin sem er næst þeirri hvítu sem er að brenna. Þar er opinn gluggi og enginn reykur búinn að stíga út.“ Gámaíbúðir fyrir heimilislausa Velferðarsvið Reykjanesbæjar rekur þrjú smáhýsi á lóðinni við Víkurbraut 6, nálægt eldsvoðanum. Er þetta húsnæði fyrir heimilislausa einstaklinga, byggt árið 2018. „Við erum ekki með íbúðir í húsinu sem brann. Við erum með frístandandi hús þarna á bak við. Ég veit ekkert um ástand þeirra,“ segir Kjartan Már Kjartansson bæjarstjóri Reykjanesbæjar. Þetta séu sérsmíðaðar og samþykktar gámaíbúðir. Kjartan Már segist ekkert vita um ástand gámanna.Reykjanesbær Núna búi einn eða tveir einstaklingar í húsunum. Kjartan Már segist ekki vilja trufla slökkviliðið en fái skýrslu þegar slökkvistarfinu sé lokið. Kjartan segist ekki vita hvort fólk búi í grænmálaða hluta hússins sem brann. „Ég veit ekkert um það en það kæmi mér ekkert á óvart,“ segir Kjartan Már. Veistu meira um málið? Vísir tekur við öllum ábendingum á ritstjorn@visir.is. Fullum trúnaði er heitið. Þingmaðurinn Ásmundur Friðriksson birti þessa mynd úr fjarlægð.Ásmundur Friðriksson
Veistu meira um málið? Vísir tekur við öllum ábendingum á ritstjorn@visir.is. Fullum trúnaði er heitið.
Reykjanesbær Slökkvilið Mest lesið Vilja að ríkisstarfsmenn starfi til 73 ára aldurs Innlent Indland gerir árás á Pakistan Erlent Moskítóflugur muni koma til Íslands Innlent Alþingi hafi mistekist að tryggja þjóðinni eðlilegan hlut Innlent Borin út úr Bríetartúni: „Það er búið að ræna mig öllu“ Innlent „Hún gat ekki gefið neinar skýringar á þessu, hvorki mér né lögreglunni“ Innlent Konan í Bríetartúni komin á götuna Innlent Boða sprengingar við Hvammsvirkjun í allt sumar Innlent Trump um kaupin á Kanada: „Aldrei segja aldrei“ Erlent Ekki inni í myndinni að fyrirkomulag hvalveiða haldist óbreytt Innlent Fleiri fréttir Vilja að ríkisstarfsmenn starfi til 73 ára aldurs Alþingi hafi mistekist að tryggja þjóðinni eðlilegan hlut Boða sprengingar við Hvammsvirkjun í allt sumar Moskítóflugur muni koma til Íslands Áberandi ráðamenn „keppist við að hnykla vöðva sína, beita hótunum og þvingunum“ Ekki inni í myndinni að fyrirkomulag hvalveiða haldist óbreytt Fékk rætin skilaboð vegna veðmála eftir að hafa klikkað á vítum Borin út úr Bríetartúni: „Það er búið að ræna mig öllu“ Álfurinn í landsliðsbúningi í ár Líflátshótanir í kjölfar veðmála og óttaslegin eftir útburð Þrír fluttir á sjúkrahús eftir umferðarslys við Smáralind Ekki talin yfirvofandi hætta en maðurinn geti orðið hættulegur Núverandi fyrirkomulag „virðist hylma yfir ábyrgð og gagnsæi“ Ítarleg skýrsla á borði ráðherra Inga skipar konu í stað karls í stjórn HMS Óboðlegt að vera „friðardúfur“ í kosningabaráttu og horfa síðan þögul á „hryllingsmynd í beinni“ Líkur á nýju gosi munu aukast þegar líða fer á haustið „Því miður er þetta þrautalending“ Reikningum Flokks fólksins lokað um stund „Hún gat ekki gefið neinar skýringar á þessu, hvorki mér né lögreglunni“ Konan í Bríetartúni komin á götuna Hækkandi matarverð hringir bjöllum hjá ráðherra Viðvörunarbjöllur óma vegna verðhækkana Lítur það grafalvarlegum augum ef ráðherra fari ekki að lögum Treystir Ingu til að leggja mat á hæfi stjórnarmanna og að lögum sé fylgt Konungshjónin tóku á móti Höllu og Birni Hasar við Bríetartún 20: Verið að bera konuna út „Þetta er salami-leiðin“ Gunnlaugur Claessen er látinn Bætir í vind og úrkomu í kvöld Sjá meira