Gildi bað Helgu Hlín um að bjóða sig fram í stjórn Íslandsbanka
![Helga Hlín Hákonardóttir, meðeigandi hjá ráðgjafastofunni Strategíu, segir að henni hafi verið tjáð af starfsmanni og formanni tilnefningarnefndar Íslandsbanka að framboð hennar hafi ekki fengið nánari skoðun þegar fyrir lá Bankasýslan hafi tilnefnt lögmann.](https://www.visir.is/i/E673C78A50B332590ED210C69F4E076CFF82894FDE189C8B09F1F56731FB75A0_713x0.jpg)
Helga Hlín Hákonardóttir, ráðgjafi hjá Strategíu, segir að lífeyrissjóðurinn Gildi sem sé næststærsti hluthafi Íslandsbanka hafi óskað eftir því að hún myndi bjóða sig fram í stjórn bankans. Helga Hlín er ekki á lista sem tilnefningarnefnd mælir með að taki í sæti í stjórn Íslandsbanka. „Það er um að gera að rödd næststærsta hluthafans fái að heyrast,“ segir hún um framboð sitt og nefnir að ábendingar um nafn hennar hafi borist til tilnefningarnefndar frá fleirum en Gildi.