Vill að borgin sekti eða rifti samningi við Terra Hallgerður Kolbrún E. Jónsdóttir skrifar 26. júlí 2023 22:51 Miklar umræður hafa verið um sorphirðu í Reykjavík undanfarið. Teitur Atlason Íbúi í Vesturbæ segir það hafa verið vandamál svo árum skipti að grenndargámar fyllist á augabragði og rusl safnast við þá í marga daga. Hann hvetur borgina til að segja upp samningi við Terra um tæmingu gámanna og beita dagsektum þegar sorp safnast við þá. Margir borgarbúar hafa tekið eftir stútfullum grenndargámum undanfarið, meira en oft áður. Skýringar Terra, sem sinnir tæmingu gámanna fyrir borgina, hafa verið þær að bilun hafi komið upp í búnaði og að aukið álag hafi verið á grenndargámum vegna tunnuskipta í borginni. „Þeir hefðu átt að vera betur undirbúnir ef þeir sáu þetta fyrir. En þetta er ekki nýtt vandamál, þetta er búið að vera svona lengi. Þetta sést kannski betur núna því þeir hafa aldeilis ekki staðið sig í stykkinu,“ segir Teitur Atlason, íbúi í vesturbæ Reykjavíkur. „Það er ekki hægt að benda á einhverja bilaða vél eða einhverja skrúfu sem vantar þegar sorpmál höfuðborgar Íslands eru í algjörum ólestri. Það verður bara að redda þessu einhvern vegin. Það má troða þessu bara inn í einhvern gám á meðan er verið að bíða eftir einhverri skrúfu frá Þýskalandi.“ Fyllist á þremur dögum en tæmdir á sjö daga fresti Þegar fréttastofa leit við á grenndargámanna við Vesturbæjarlaug rétt eftir hádegi í dag var búið að tæma gler- og pappagáma en plastgámurinn var enn stútfullur. „Þetta er frekar léleg lausn. Þetta verður að vera í lagi, ekki sumt heldur allt,“ segir Teitur. Þá sé óeðlilegt að þeir sem hirði sorp úr gámunum geti ekki tekið upp það sem safnast hefur við þá vegna sinnuleysis. Yfirleitt séu gámarnir tæmdir einu sinni í viku en fyllist á þremur dögum. „Eftir því sem mér skilst neita starfsmenn Terra að þrífa upp þetta dót,“ segir Teitur og bendir á haug af plastrusli sem liggur við gámanna. „Hvers konar þjónn er það sem neitar að taka til og segir að þetta sé ekki hans vandamál? Þá á bara að taka fram í samningum við þetta fyrirtæki að þeir eigi að hafa þetta snyrtilegt.“ Sektir eða riftun samnings Leita eigi nýrra lausna. „Það á að segja upp þessum samningum við Terra, fá einhverja aðra til að sinna þessu vegna þess að Terra er ekki að gera þetta. Ég sé fyrir mér að láta kapítalismann virka eins og hann á að virka og fá bara fólk sem á vörubíla með kló til að gera tilboð í verkið. Fá kannski einn mann til að sjá um þessa stöð og kannski eina í viðbót og fá greitt fyrir það, vegna þess að þetta er ekki ódýr þjónusta,“ segir Teitur. Terra fái háar greiðslur í hverjum mánuði fyrir þjónustu sem það sinni ekki. Taka eigi nágrannalöndin til fyrirmyndar þar sem þjónustuaðilar yrðu sektaðir ef rusl myndi hlaðast upp við grenndarstöð. „Ef þetta væri svona í Svíþjóð, þar sem ég bjó um langa hríð, væri fyrirtækið sektað hressilega ef þetta gerðist. Stöðin á ekki að vera full af drasli.“ Fáránlegt að fara á Land Cruiser í Sorpu til að henda nokkrum pappakössum Biðlað hefur verið til fólks að fara með rusl á endurvinnslustöðvar Sorpu ef grenndargámar eru fullir. Teitur segir það fáránlega kröfu á íbúa. „Fullt af íbúum Reykjavíkur eru ekki á bíl. Það er fáránlegt að ef til þess að taka þátt í endurvinnslu og endurnýtingu þurfi maður að eiga bíl. Mér finnst fáránleg sjón, svolítið dæmigert kannski fyrir ástandið, þegar maður sér Land Cruiser fara í Sorpu og henda nokkrum pappakössum. Það er bara rugl. Fólk á að geta ferðast um borgina og sinnt sínum skyldum án þess að taka með sér tvö og hálft tonn af stáli hvert sem það fer.“ Reykjavík Sorphirða Mest lesið Tilkynnt um dróna yfir Keflavíkurflugvelli Innlent Föst í Portúgal: „Siðlaust“ að fljúga vélunum út í morgun Innlent Bílstjórinn þrettán ára Innlent Lítur svo á að hann njóti ekki trausts og hefur beðist lausnar Innlent Sjokk, stress og særindi í Leifsstöð Innlent Ekki erfitt að vera föst í 25 gráðum en ástæðan sorgleg Innlent Ísraelar samþykkja friðaráætlun Trumps Erlent Þriggja ára fangelsi: Tók ekki mark á lygilegri frásögn Innlent Orrustuþotur yfir Borgundarhólmi og drónar trufla flug í Noregi Erlent Fyrrverandi landgönguliði drap að minnsta kosti fjóra í Michigan Erlent Fleiri fréttir Vonsviknir ferðamenn og reiði út í Icelandair vegna hækkunar fargjalda Arnarflug lifað lengst í samkeppni við Icelandair Fall Play frá öllum hliðum Tilkynnt um dróna yfir Keflavíkurflugvelli Þriggja ára fangelsi: Tók ekki mark á lygilegri frásögn Neyðast til að millilenda, tapaður peningur og rándýr flug heim Lítur svo á að hann njóti ekki trausts og hefur beðist lausnar Banaslys á Skagavegi 2024: Drukknaði eftir að hafa misst stjórn í beygju Sjokk, stress og særindi í Leifsstöð Bein útsending: Lýðheilsuvísar 2025 kynntir Ekki erfitt að vera föst í 25 gráðum en ástæðan sorgleg „Óvænt og líka mjög leiðinlegt“ Play hættir að fljúga, hundruð missa vinnuna og strandaglópar í Leifsstöð Föst í Portúgal: „Siðlaust“ að fljúga vélunum út í morgun Fara yfir stöðuna vegna Play og skipuleggja sig Bílstjórinn þrettán ára Vísað burtu af hóteli og svo handtekinn í sameign 29 prósent heimila skipuð einstæðingum: „Meðvituð ákvörðun til að njóta frelsis“ Aldrei neinn afsláttur gefinn í flugprófunum Allt niður í þriggja mánaða fiðluleikara „Virðist bitna á saklausum ferðamönnum“ „Ákveðinn miski“ að geta ekki treyst vatninu Flúði próflaus undan lögreglu með einum of marga farþega þegar bíllinn valt Umfangsmiklar árásir og símengað neysluvatn Báturinn áður sokkið í sömu höfn og án skýringar Drukkinn ökumaður keyrði á þrjá bíla og reyndi að stinga af Um 200 nemendur eru í lögreglunámi á Akureyri Skora á Snorra að gefa kost á sér Bíll valt eftir flótta undan lögreglu og þrír slösuðust Reiknað með afskiptum af öllum samkomum Vítisengla Sjá meira
Margir borgarbúar hafa tekið eftir stútfullum grenndargámum undanfarið, meira en oft áður. Skýringar Terra, sem sinnir tæmingu gámanna fyrir borgina, hafa verið þær að bilun hafi komið upp í búnaði og að aukið álag hafi verið á grenndargámum vegna tunnuskipta í borginni. „Þeir hefðu átt að vera betur undirbúnir ef þeir sáu þetta fyrir. En þetta er ekki nýtt vandamál, þetta er búið að vera svona lengi. Þetta sést kannski betur núna því þeir hafa aldeilis ekki staðið sig í stykkinu,“ segir Teitur Atlason, íbúi í vesturbæ Reykjavíkur. „Það er ekki hægt að benda á einhverja bilaða vél eða einhverja skrúfu sem vantar þegar sorpmál höfuðborgar Íslands eru í algjörum ólestri. Það verður bara að redda þessu einhvern vegin. Það má troða þessu bara inn í einhvern gám á meðan er verið að bíða eftir einhverri skrúfu frá Þýskalandi.“ Fyllist á þremur dögum en tæmdir á sjö daga fresti Þegar fréttastofa leit við á grenndargámanna við Vesturbæjarlaug rétt eftir hádegi í dag var búið að tæma gler- og pappagáma en plastgámurinn var enn stútfullur. „Þetta er frekar léleg lausn. Þetta verður að vera í lagi, ekki sumt heldur allt,“ segir Teitur. Þá sé óeðlilegt að þeir sem hirði sorp úr gámunum geti ekki tekið upp það sem safnast hefur við þá vegna sinnuleysis. Yfirleitt séu gámarnir tæmdir einu sinni í viku en fyllist á þremur dögum. „Eftir því sem mér skilst neita starfsmenn Terra að þrífa upp þetta dót,“ segir Teitur og bendir á haug af plastrusli sem liggur við gámanna. „Hvers konar þjónn er það sem neitar að taka til og segir að þetta sé ekki hans vandamál? Þá á bara að taka fram í samningum við þetta fyrirtæki að þeir eigi að hafa þetta snyrtilegt.“ Sektir eða riftun samnings Leita eigi nýrra lausna. „Það á að segja upp þessum samningum við Terra, fá einhverja aðra til að sinna þessu vegna þess að Terra er ekki að gera þetta. Ég sé fyrir mér að láta kapítalismann virka eins og hann á að virka og fá bara fólk sem á vörubíla með kló til að gera tilboð í verkið. Fá kannski einn mann til að sjá um þessa stöð og kannski eina í viðbót og fá greitt fyrir það, vegna þess að þetta er ekki ódýr þjónusta,“ segir Teitur. Terra fái háar greiðslur í hverjum mánuði fyrir þjónustu sem það sinni ekki. Taka eigi nágrannalöndin til fyrirmyndar þar sem þjónustuaðilar yrðu sektaðir ef rusl myndi hlaðast upp við grenndarstöð. „Ef þetta væri svona í Svíþjóð, þar sem ég bjó um langa hríð, væri fyrirtækið sektað hressilega ef þetta gerðist. Stöðin á ekki að vera full af drasli.“ Fáránlegt að fara á Land Cruiser í Sorpu til að henda nokkrum pappakössum Biðlað hefur verið til fólks að fara með rusl á endurvinnslustöðvar Sorpu ef grenndargámar eru fullir. Teitur segir það fáránlega kröfu á íbúa. „Fullt af íbúum Reykjavíkur eru ekki á bíl. Það er fáránlegt að ef til þess að taka þátt í endurvinnslu og endurnýtingu þurfi maður að eiga bíl. Mér finnst fáránleg sjón, svolítið dæmigert kannski fyrir ástandið, þegar maður sér Land Cruiser fara í Sorpu og henda nokkrum pappakössum. Það er bara rugl. Fólk á að geta ferðast um borgina og sinnt sínum skyldum án þess að taka með sér tvö og hálft tonn af stáli hvert sem það fer.“
Reykjavík Sorphirða Mest lesið Tilkynnt um dróna yfir Keflavíkurflugvelli Innlent Föst í Portúgal: „Siðlaust“ að fljúga vélunum út í morgun Innlent Bílstjórinn þrettán ára Innlent Lítur svo á að hann njóti ekki trausts og hefur beðist lausnar Innlent Sjokk, stress og særindi í Leifsstöð Innlent Ekki erfitt að vera föst í 25 gráðum en ástæðan sorgleg Innlent Ísraelar samþykkja friðaráætlun Trumps Erlent Þriggja ára fangelsi: Tók ekki mark á lygilegri frásögn Innlent Orrustuþotur yfir Borgundarhólmi og drónar trufla flug í Noregi Erlent Fyrrverandi landgönguliði drap að minnsta kosti fjóra í Michigan Erlent Fleiri fréttir Vonsviknir ferðamenn og reiði út í Icelandair vegna hækkunar fargjalda Arnarflug lifað lengst í samkeppni við Icelandair Fall Play frá öllum hliðum Tilkynnt um dróna yfir Keflavíkurflugvelli Þriggja ára fangelsi: Tók ekki mark á lygilegri frásögn Neyðast til að millilenda, tapaður peningur og rándýr flug heim Lítur svo á að hann njóti ekki trausts og hefur beðist lausnar Banaslys á Skagavegi 2024: Drukknaði eftir að hafa misst stjórn í beygju Sjokk, stress og særindi í Leifsstöð Bein útsending: Lýðheilsuvísar 2025 kynntir Ekki erfitt að vera föst í 25 gráðum en ástæðan sorgleg „Óvænt og líka mjög leiðinlegt“ Play hættir að fljúga, hundruð missa vinnuna og strandaglópar í Leifsstöð Föst í Portúgal: „Siðlaust“ að fljúga vélunum út í morgun Fara yfir stöðuna vegna Play og skipuleggja sig Bílstjórinn þrettán ára Vísað burtu af hóteli og svo handtekinn í sameign 29 prósent heimila skipuð einstæðingum: „Meðvituð ákvörðun til að njóta frelsis“ Aldrei neinn afsláttur gefinn í flugprófunum Allt niður í þriggja mánaða fiðluleikara „Virðist bitna á saklausum ferðamönnum“ „Ákveðinn miski“ að geta ekki treyst vatninu Flúði próflaus undan lögreglu með einum of marga farþega þegar bíllinn valt Umfangsmiklar árásir og símengað neysluvatn Báturinn áður sokkið í sömu höfn og án skýringar Drukkinn ökumaður keyrði á þrjá bíla og reyndi að stinga af Um 200 nemendur eru í lögreglunámi á Akureyri Skora á Snorra að gefa kost á sér Bíll valt eftir flótta undan lögreglu og þrír slösuðust Reiknað með afskiptum af öllum samkomum Vítisengla Sjá meira