„Sagan endalausa“ í baráttunni við gróðureldana Sólrún Dögg Jósefsdóttir skrifar 27. júlí 2023 22:36 Viðbragðsaðilar hafa barist við gróðurelda frá upphafi eldgossins við Litla-Hrút. Vísir/Vilhelm/Arnar Enn standa slökkviliðsmenn í stríði við gróðurelda sem kviknað hafa í kringum gosstöðvarnar við litla Hrút. Slökkviliðsstjóri segist hræddur um að ástandið verði eins þar til það tekur að rigna, mikilvægt sé að eldunum sé haldið niðri á meðan þurrt er. Einar Sveinn Jónsson, slökkviliðsstjóri í Grindavík segir að ágætlega hafi gengið að kljást við gróðureldana við eldstöðvarnar í dag, slökkviðið hafi fengið aukinn búnað og mannskap. „Ég er búinn að segja síðustu sjö daga að ég sé að klára þetta í dag, en þetta er að verða eins og sagan endalausa. Þið sjáið hérna fyrir aftan okkur að það er farið að loga aftur í því sem er búið að brenna síðustu daga,“ sagði Einar í Kvöldfréttum Stöðvar 2. „Þannig að þetta kviknar alltaf aftur og aftur, en við erum samt að ná tökum á þessu.“ Þið hafið talað mikið um hvað að það sé þurrt og vanti rigningu, verður þetta svona áfram þangað til rignir? „Ég er ansi hræddur um það, það þarf náttúrlega að vakta þetta mjög vel til að halda þessu niðri, við megum ekki missa þetta upp í. Við erum búin að ná þessu einu sinni niður en misstum þetta svo aftur vel af stað,“ segir Einar. Hann segir slökkviliðið þurfa að einbeita sér að því að ná eldunum niður og halda þeim niðri. Sófasérfræðingar með ráðleggingar Aðspurður hvort umferð ferðamanna á svæðinu hafi orðið slökkviliðsmönnum til trafala neitar Einar. „Við keyrum bara hægar og það reyna allir að bera tillit til hvors annars og þá gengur þetta upp. Svo er líka gaman þegar það eru sófasérfræðingar að ráðleggja manni, af hverju við gerum þetta ekki svona og hinsegin, til dæmis af hverju ekki sé löngu búið að rjúfa hringinn með jarðýtu og vinnuvélum. Við erum að sjálfsögðu að gera það en við höfum líka lent í því að eldurinn fer yfir tveggja metra beltið sem við höfum búið til af því að jarðvegurinn er það þurr.“ Hoppuðu af kæti þegar þær sáu eldgosið „Það var erfitt en það var þess virði,“ sagði ferðalangurinn Marion í kvöldfréttunum um gönguna að eldstöðvunum. Með henni var Homm sem tók í sama streng. „Þetta var magnað. Þetta er einstök reynsla og fallegt að sjá. Við erum heppin því við erum í sumarleyfi hér og í sumarleyfinu upplifum við eldgos í virku eldfjalli. Þetta er óreúlegt og magnað,“ sagði Homm. „Þetta er síðasti dagur frísins og við tókum það með trompi,“ bætti Marion við. Hollensku ferðamennirnir Marion og Homm létu sig ekki vanta við gosið. Vísir/Steingrímur Dúi „Þetta er í fyrsta skiptið sem við sjáum eldgos í návígi,“ sagði ítalski ferðamaðurinn Danielle þegar Hallgerður náði tali af honum og Jakobi, ferðafélaga hans. „Já, það er tilfinningaríkt augnablik fyrir okkur að sjá eldgos. Þetta er annar dagurinn okkar á landinu. Gangan var mjög löng,“ sagði Jakob. „Leiðin var styttri en við héldum því við héldum að þetta tæki 6-8 tíma, en það var ekki rétt,“ sagði hin þýska Charlie um gönguna að gosstöðvunum. „Við nutum þess að horfa á eldgosið,“ sagði Lea, sem var með henni í för. „En svo urðum við að ganga alla leiðina til baka,“ sagði Charlie og hló. „Þegar við sáum gosið hoppuðum við af kæti. Við sáum hraun í fyrsta sinn á ævinni.“ Þjóðverjarnir Charlie og Lea hoppupu af kæti þegar þær komu auga á gosið.Vísir/Steingrímur Dúi Eldgos og jarðhræringar Eldgos á Reykjanesskaga Gróðureldar á Íslandi Gróðureldar Ferðamennska á Íslandi Mest lesið Sérsveitin kölluð út: Fjöldi handtekinn eftir húsleit í Gnoðarvogi Innlent „Stærsti höfundaréttarþjófnaður sögunnar“: Skora á íslensk stjórnvöld að feta í fótspor Dana Innlent „Hefði ég ekki verið kominn af stað væri ég ekki að tala við þig núna“ Innlent „Ég hef engar vísbendingar fengið um að þetta sé að gerast“ Innlent Stoltur faðir fegurðardrottningar gekk frá Gleðigöngunni með óbragð í munni Innlent Ósköp venjuleg kona ráðin sem leigumorðingi eftir kynni á stefnumótaforriti Erlent Ámálaða merkið þótti ekki nógu flott Innlent Stálu myndavélum fyrir þrjár milljónir: „Grunar að þessu hafi verið stolið eftir pöntun“ Innlent Óprúttnir aðilar hóta rofinni rafmagnstengingu berist greiðsla ekki strax Innlent Líkamsræktarstöð World Class í Laugum rýmd vegna vatnsleka Innlent Fleiri fréttir Sérsveitin kölluð út: Fjöldi handtekinn eftir húsleit í Gnoðarvogi Erlendir hópar komi til Íslands í skamman tíma til að hnupla úr verslunum Líkamsræktarstöðin í Laugum rýmd: Reykurinn reyndist vera gufa Tilkynnt um sjónskerðingu og sjálfsvígshugsanir eftir inntöku þyngdarstjórnunarlyfja Gagnrýni á fegurðarsamkeppnir sé ekki niðurlæging í garð kvenna Líkamsræktarstöð World Class í Laugum rýmd vegna vatnsleka Skuggahliðar þyngdarstjórnunarlyfja og útskúfun vegna BDSM Ámálaða merkið þótti ekki nógu flott Slasaður eftir að tveir bílar skullu saman á hættulegum gatnamótum við Skógafoss Vísað úr landi eftir ólöglega dvöl: Togaði í hár konunnar, sparkaði í hana og mölvaði síma hennar Guðbjörg ráðin skólastjóri í tólfta grunnskóla Hafnarfjarðar Skyldleiki við lögregluþjón þvældist fyrir Stærðar borgarísjaki sást vestur af Látrabjargi „Hefði ég ekki verið kominn af stað væri ég ekki að tala við þig núna“ Kærumál seinkar verklokum við brúagerð í Gufudalssveit Bjóða þeim sem skera niður regnbogafána í heimsókn Valdar strætóleiðir ganga oftar og lengur Hafi ekki forsendur til að efast um ákvörðun Sjúkratrygginga Rannsókn á „bíræfnum“ þjófnaði á viðkvæmu stigi Niðurgreiðsla sálfræðiþjónustu verði tryggð Niðurgreidd sálfræðiþjónusta, tollar á lyf og hitamet Óprúttnir aðilar hóta rofinni rafmagnstengingu berist greiðsla ekki strax „Ég hef engar vísbendingar fengið um að þetta sé að gerast“ Allir gangi hamingjusamir úr nýjustu sundlaug landsins Ástandið á Gasa: 42 prósent telja að Íslendingar ættu að beita sér meira „Stærsti höfundaréttarþjófnaður sögunnar“: Skora á íslensk stjórnvöld að feta í fótspor Dana Teiknaði hakakross á hurðina hjá nágrannanum Stálu myndavélum fyrir þrjár milljónir: „Grunar að þessu hafi verið stolið eftir pöntun“ Skrefi nær draumnum um þjónustuíbúð með vinningnum Minkurinn stakk sér á kaf eftir fiski í Elliðaám Sjá meira
Einar Sveinn Jónsson, slökkviliðsstjóri í Grindavík segir að ágætlega hafi gengið að kljást við gróðureldana við eldstöðvarnar í dag, slökkviðið hafi fengið aukinn búnað og mannskap. „Ég er búinn að segja síðustu sjö daga að ég sé að klára þetta í dag, en þetta er að verða eins og sagan endalausa. Þið sjáið hérna fyrir aftan okkur að það er farið að loga aftur í því sem er búið að brenna síðustu daga,“ sagði Einar í Kvöldfréttum Stöðvar 2. „Þannig að þetta kviknar alltaf aftur og aftur, en við erum samt að ná tökum á þessu.“ Þið hafið talað mikið um hvað að það sé þurrt og vanti rigningu, verður þetta svona áfram þangað til rignir? „Ég er ansi hræddur um það, það þarf náttúrlega að vakta þetta mjög vel til að halda þessu niðri, við megum ekki missa þetta upp í. Við erum búin að ná þessu einu sinni niður en misstum þetta svo aftur vel af stað,“ segir Einar. Hann segir slökkviliðið þurfa að einbeita sér að því að ná eldunum niður og halda þeim niðri. Sófasérfræðingar með ráðleggingar Aðspurður hvort umferð ferðamanna á svæðinu hafi orðið slökkviliðsmönnum til trafala neitar Einar. „Við keyrum bara hægar og það reyna allir að bera tillit til hvors annars og þá gengur þetta upp. Svo er líka gaman þegar það eru sófasérfræðingar að ráðleggja manni, af hverju við gerum þetta ekki svona og hinsegin, til dæmis af hverju ekki sé löngu búið að rjúfa hringinn með jarðýtu og vinnuvélum. Við erum að sjálfsögðu að gera það en við höfum líka lent í því að eldurinn fer yfir tveggja metra beltið sem við höfum búið til af því að jarðvegurinn er það þurr.“ Hoppuðu af kæti þegar þær sáu eldgosið „Það var erfitt en það var þess virði,“ sagði ferðalangurinn Marion í kvöldfréttunum um gönguna að eldstöðvunum. Með henni var Homm sem tók í sama streng. „Þetta var magnað. Þetta er einstök reynsla og fallegt að sjá. Við erum heppin því við erum í sumarleyfi hér og í sumarleyfinu upplifum við eldgos í virku eldfjalli. Þetta er óreúlegt og magnað,“ sagði Homm. „Þetta er síðasti dagur frísins og við tókum það með trompi,“ bætti Marion við. Hollensku ferðamennirnir Marion og Homm létu sig ekki vanta við gosið. Vísir/Steingrímur Dúi „Þetta er í fyrsta skiptið sem við sjáum eldgos í návígi,“ sagði ítalski ferðamaðurinn Danielle þegar Hallgerður náði tali af honum og Jakobi, ferðafélaga hans. „Já, það er tilfinningaríkt augnablik fyrir okkur að sjá eldgos. Þetta er annar dagurinn okkar á landinu. Gangan var mjög löng,“ sagði Jakob. „Leiðin var styttri en við héldum því við héldum að þetta tæki 6-8 tíma, en það var ekki rétt,“ sagði hin þýska Charlie um gönguna að gosstöðvunum. „Við nutum þess að horfa á eldgosið,“ sagði Lea, sem var með henni í för. „En svo urðum við að ganga alla leiðina til baka,“ sagði Charlie og hló. „Þegar við sáum gosið hoppuðum við af kæti. Við sáum hraun í fyrsta sinn á ævinni.“ Þjóðverjarnir Charlie og Lea hoppupu af kæti þegar þær komu auga á gosið.Vísir/Steingrímur Dúi
Eldgos og jarðhræringar Eldgos á Reykjanesskaga Gróðureldar á Íslandi Gróðureldar Ferðamennska á Íslandi Mest lesið Sérsveitin kölluð út: Fjöldi handtekinn eftir húsleit í Gnoðarvogi Innlent „Stærsti höfundaréttarþjófnaður sögunnar“: Skora á íslensk stjórnvöld að feta í fótspor Dana Innlent „Hefði ég ekki verið kominn af stað væri ég ekki að tala við þig núna“ Innlent „Ég hef engar vísbendingar fengið um að þetta sé að gerast“ Innlent Stoltur faðir fegurðardrottningar gekk frá Gleðigöngunni með óbragð í munni Innlent Ósköp venjuleg kona ráðin sem leigumorðingi eftir kynni á stefnumótaforriti Erlent Ámálaða merkið þótti ekki nógu flott Innlent Stálu myndavélum fyrir þrjár milljónir: „Grunar að þessu hafi verið stolið eftir pöntun“ Innlent Óprúttnir aðilar hóta rofinni rafmagnstengingu berist greiðsla ekki strax Innlent Líkamsræktarstöð World Class í Laugum rýmd vegna vatnsleka Innlent Fleiri fréttir Sérsveitin kölluð út: Fjöldi handtekinn eftir húsleit í Gnoðarvogi Erlendir hópar komi til Íslands í skamman tíma til að hnupla úr verslunum Líkamsræktarstöðin í Laugum rýmd: Reykurinn reyndist vera gufa Tilkynnt um sjónskerðingu og sjálfsvígshugsanir eftir inntöku þyngdarstjórnunarlyfja Gagnrýni á fegurðarsamkeppnir sé ekki niðurlæging í garð kvenna Líkamsræktarstöð World Class í Laugum rýmd vegna vatnsleka Skuggahliðar þyngdarstjórnunarlyfja og útskúfun vegna BDSM Ámálaða merkið þótti ekki nógu flott Slasaður eftir að tveir bílar skullu saman á hættulegum gatnamótum við Skógafoss Vísað úr landi eftir ólöglega dvöl: Togaði í hár konunnar, sparkaði í hana og mölvaði síma hennar Guðbjörg ráðin skólastjóri í tólfta grunnskóla Hafnarfjarðar Skyldleiki við lögregluþjón þvældist fyrir Stærðar borgarísjaki sást vestur af Látrabjargi „Hefði ég ekki verið kominn af stað væri ég ekki að tala við þig núna“ Kærumál seinkar verklokum við brúagerð í Gufudalssveit Bjóða þeim sem skera niður regnbogafána í heimsókn Valdar strætóleiðir ganga oftar og lengur Hafi ekki forsendur til að efast um ákvörðun Sjúkratrygginga Rannsókn á „bíræfnum“ þjófnaði á viðkvæmu stigi Niðurgreiðsla sálfræðiþjónustu verði tryggð Niðurgreidd sálfræðiþjónusta, tollar á lyf og hitamet Óprúttnir aðilar hóta rofinni rafmagnstengingu berist greiðsla ekki strax „Ég hef engar vísbendingar fengið um að þetta sé að gerast“ Allir gangi hamingjusamir úr nýjustu sundlaug landsins Ástandið á Gasa: 42 prósent telja að Íslendingar ættu að beita sér meira „Stærsti höfundaréttarþjófnaður sögunnar“: Skora á íslensk stjórnvöld að feta í fótspor Dana Teiknaði hakakross á hurðina hjá nágrannanum Stálu myndavélum fyrir þrjár milljónir: „Grunar að þessu hafi verið stolið eftir pöntun“ Skrefi nær draumnum um þjónustuíbúð með vinningnum Minkurinn stakk sér á kaf eftir fiski í Elliðaám Sjá meira
„Stærsti höfundaréttarþjófnaður sögunnar“: Skora á íslensk stjórnvöld að feta í fótspor Dana Innlent
„Stærsti höfundaréttarþjófnaður sögunnar“: Skora á íslensk stjórnvöld að feta í fótspor Dana Innlent