Meintur öryggisbrestur í Íslendingabók reyndist ekki á rökum reistur Oddur Ævar Gunnarsson skrifar 28. júlí 2023 10:17 Þóra segir ættfræðiþyrsta Íslendinga nú geta tekið gleði sína á ný. Vísir/Vilhelm Íslendingabók var lokað í rúman sólarhring eftir að ábending barst til Íslenskrar erfðagreiningar um meintan öryggisbrest. Vefurinn hefur nú verið opnaður aftur eftir að ljóst var að öllu væri óhætt. Þóra Kristín Ásgeirsdóttir, samskiptafulltrúi Íslenskrar erfðagreiningar, segir í samtali við Vísi að öllum slíkum ábendingum sé tekið alvarlega, enda sé rekstur ættfræðigrunnsins Íslendingabókar háður ströngum skilyrðum. Gengið var úr skugga um að allt væri í lagi og opnaði vefurinn aftur í gærkvöldi. Þóra vill ekki svara því nánar um hvernig öryggisbrest hafi borist ábending um. Heimildin greindi fyrst frá málinu í gær og hafði miðillinn eftir Þóru að lokunin gæti varað fram á mánudag. Þóra segir að fyrirtækið leggi upp með að kanna til hlýtar allt sem viðkemur Íslendingabók, enda sé um einn vinsælasta vef landsins að ræða. Á endanum hafi lokunin varað í sólarhring. Margir urðu varir við lokunina að sögn Þóru, enda ljóst að stór hópur fólks noti Íslendingabókina daglega, þar á meðal eldri Íslendingar. Ljóst er að nú geta þeir tekið gleði sína á ný. Tæknimenn í sumarfríi Rætt var við Friðrik Skúlason, tölvuöryggissérfræðing hjá Íslenskri erfðagreiningu, í Reykjavík síðdegis á Bylgjunni í gær um lokun Íslendingabókar. Hann sagði aðal vandamálið við meintan öryggisbrest vera þann að tæknimenn væru í sumarfríi. „Það er lágmarksfjöldi starfsfólks sem vinnur að þessu og lágmarksþekking,“ segir Friðrik. Hann segir meintan öryggisbrest vera flókið mál. „Það þarf að leysa þetta og tryggja að þetta komi ekki aftur upp. Ég býst við að setja eitthvað á vefinn þegar þetta verður leyst.“ Hann segir helming þjóðarinnar hafa heimsótt vefinn. Þó nokkuð margar þúsundir heimsæki vefinn daglega og ljóst að hann sé á meðal vinsælustu vefsíðna landsins. Íslensk erfðagreining Reykjavík síðdegis Mest lesið Vinnuvélar, rútur, húsbílar og tjaldvagnar fari burt af bílastæðinu Innlent Ungt fólk í bílnum og annað alvarlega slasað Innlent Réðst á opinberan starfsmann Innlent Viðstaddir slökktu eldinn að mestu leyti sjálfir Innlent Ekki hægt að leggja mat á kostnað vegna kulnunar Innlent Bítur eins og lúsmý en er stærra og stingur dýpra Innlent Starfsleyfi skotvallar á Álfsnesi enn á ný fellt úr gildi Innlent „Það er aldrei hægt að kaupa barnið manns til baka“ Innlent Selja neyðargetnaðarvörn sem lausasölulyf í fyrsta skipti Erlent Mætti með kíló af kókaíni og sautján kíló af marijúana Innlent Fleiri fréttir Ungt fólk í bílnum og annað alvarlega slasað Mætti með kíló af kókaíni og sautján kíló af marijúana Fundað á ný í deilu flugumferðarstjóra Þriggja bíla aftanákeyrsla á Kringlumýrarbraut Bein útsending: Ásgeir situr fyrir svörum í þinginu Starfsleyfi skotvallar á Álfsnesi enn á ný fellt úr gildi Ekki hægt að leggja mat á kostnað vegna kulnunar Vinnuvélar, rútur, húsbílar og tjaldvagnar fari burt af bílastæðinu Réðst á opinberan starfsmann Bítur eins og lúsmý en er stærra og stingur dýpra Viðstaddir slökktu eldinn að mestu leyti sjálfir Kjalnesingar vilja sjá efndir á loforðinu um Sundabraut Fagfólk flýi skólana verði ekkert gert Kristrún til Grænlands „Það er aldrei hægt að kaupa barnið manns til baka“ Verkfalli flugumferðarstjóra aflýst Viðgerð á aðalvatnslögn Ísafjarðarbæjar lokið Útilokar ekki afskipti ríkisstjórnarinnar af verkfallinu Reyndi að greiða með fölsuðum seðli „Eins og líf skipti engu máli“ Öflugasti skjálfti í Mýrdalsjökli frá árinu 2023 Þrumuræða um börn með fíknivanda: „Eigum við að láta fleiri deyja á leiðinni?“ Fjórði starfsmaðurinn hættir en reynslubolti kemur inn Fellur frá kröfu um meirapróf bænda Þarf ekki lengur tilvísun til sjúkraþjálfara næsta vor Tegundin sé líklega komin til að vera Ofbeldismál gegn kennurum komi upp á öllum skólastigum Bjartsýnn á lausn í vikunni þótt ekki hafi verið boðað til fundar Moskítóflugan og verkfallsaðgerðir flugumferðarstjóra Götulokanir vegna kvennaverkfalls Sjá meira
Þóra Kristín Ásgeirsdóttir, samskiptafulltrúi Íslenskrar erfðagreiningar, segir í samtali við Vísi að öllum slíkum ábendingum sé tekið alvarlega, enda sé rekstur ættfræðigrunnsins Íslendingabókar háður ströngum skilyrðum. Gengið var úr skugga um að allt væri í lagi og opnaði vefurinn aftur í gærkvöldi. Þóra vill ekki svara því nánar um hvernig öryggisbrest hafi borist ábending um. Heimildin greindi fyrst frá málinu í gær og hafði miðillinn eftir Þóru að lokunin gæti varað fram á mánudag. Þóra segir að fyrirtækið leggi upp með að kanna til hlýtar allt sem viðkemur Íslendingabók, enda sé um einn vinsælasta vef landsins að ræða. Á endanum hafi lokunin varað í sólarhring. Margir urðu varir við lokunina að sögn Þóru, enda ljóst að stór hópur fólks noti Íslendingabókina daglega, þar á meðal eldri Íslendingar. Ljóst er að nú geta þeir tekið gleði sína á ný. Tæknimenn í sumarfríi Rætt var við Friðrik Skúlason, tölvuöryggissérfræðing hjá Íslenskri erfðagreiningu, í Reykjavík síðdegis á Bylgjunni í gær um lokun Íslendingabókar. Hann sagði aðal vandamálið við meintan öryggisbrest vera þann að tæknimenn væru í sumarfríi. „Það er lágmarksfjöldi starfsfólks sem vinnur að þessu og lágmarksþekking,“ segir Friðrik. Hann segir meintan öryggisbrest vera flókið mál. „Það þarf að leysa þetta og tryggja að þetta komi ekki aftur upp. Ég býst við að setja eitthvað á vefinn þegar þetta verður leyst.“ Hann segir helming þjóðarinnar hafa heimsótt vefinn. Þó nokkuð margar þúsundir heimsæki vefinn daglega og ljóst að hann sé á meðal vinsælustu vefsíðna landsins.
Íslensk erfðagreining Reykjavík síðdegis Mest lesið Vinnuvélar, rútur, húsbílar og tjaldvagnar fari burt af bílastæðinu Innlent Ungt fólk í bílnum og annað alvarlega slasað Innlent Réðst á opinberan starfsmann Innlent Viðstaddir slökktu eldinn að mestu leyti sjálfir Innlent Ekki hægt að leggja mat á kostnað vegna kulnunar Innlent Bítur eins og lúsmý en er stærra og stingur dýpra Innlent Starfsleyfi skotvallar á Álfsnesi enn á ný fellt úr gildi Innlent „Það er aldrei hægt að kaupa barnið manns til baka“ Innlent Selja neyðargetnaðarvörn sem lausasölulyf í fyrsta skipti Erlent Mætti með kíló af kókaíni og sautján kíló af marijúana Innlent Fleiri fréttir Ungt fólk í bílnum og annað alvarlega slasað Mætti með kíló af kókaíni og sautján kíló af marijúana Fundað á ný í deilu flugumferðarstjóra Þriggja bíla aftanákeyrsla á Kringlumýrarbraut Bein útsending: Ásgeir situr fyrir svörum í þinginu Starfsleyfi skotvallar á Álfsnesi enn á ný fellt úr gildi Ekki hægt að leggja mat á kostnað vegna kulnunar Vinnuvélar, rútur, húsbílar og tjaldvagnar fari burt af bílastæðinu Réðst á opinberan starfsmann Bítur eins og lúsmý en er stærra og stingur dýpra Viðstaddir slökktu eldinn að mestu leyti sjálfir Kjalnesingar vilja sjá efndir á loforðinu um Sundabraut Fagfólk flýi skólana verði ekkert gert Kristrún til Grænlands „Það er aldrei hægt að kaupa barnið manns til baka“ Verkfalli flugumferðarstjóra aflýst Viðgerð á aðalvatnslögn Ísafjarðarbæjar lokið Útilokar ekki afskipti ríkisstjórnarinnar af verkfallinu Reyndi að greiða með fölsuðum seðli „Eins og líf skipti engu máli“ Öflugasti skjálfti í Mýrdalsjökli frá árinu 2023 Þrumuræða um börn með fíknivanda: „Eigum við að láta fleiri deyja á leiðinni?“ Fjórði starfsmaðurinn hættir en reynslubolti kemur inn Fellur frá kröfu um meirapróf bænda Þarf ekki lengur tilvísun til sjúkraþjálfara næsta vor Tegundin sé líklega komin til að vera Ofbeldismál gegn kennurum komi upp á öllum skólastigum Bjartsýnn á lausn í vikunni þótt ekki hafi verið boðað til fundar Moskítóflugan og verkfallsaðgerðir flugumferðarstjóra Götulokanir vegna kvennaverkfalls Sjá meira