„Ábyrgð ríkisins og Bankasýslunnar rík“ Hallgerður Kolbrún E. Jónsdóttir skrifar 28. júlí 2023 18:31 Helga Hlín var kjörin í stjórn Íslandsbanka í dag. Hún segir bankann ekki einan ábyrgan fyrir mistökum sem gerð voru við útboðsferli á hlutum ríkisins. Vísir/Vilhelm Nýkjörinn stjórnarmaður í Íslandsbanka segir ábyrgð ríkisins og Bankasýslunnar á mistökum sem gerð voru við Íslandsbankasöluna svokölluðu ríka. Fráfarandi stjórnarformaður segir skýrt að lög hafi verið brotin við söluna. „Óumdeilt var að bankinn hafði brotið gegn lögum við framkvæmd útboðsins. Fyrir hönd stjórn Íslandsbanka bið ég alla hlutaðeigandi afsökunar á slakri framkvæmd bankans á þessu verkefni.“ Þetta sagði Finnur Árnason, fráfarandi stjórnarformaður Íslandsbanka, á hluthafafundi sem fór fram á Grand hóteli í Reykjavík í morgun. Fundurinn hófst á því að farið var yfir sátt Íslandsbanka við fjármálaeftirlit Seðlabanka Íslands vegna annars útboðs á hlut ríkisins í bankanum. Áhættumenning heilt yfir mjög sterk í bankanum Jón Guðni Ómarsson, sem tók við starfi bankastjóra eftir að Birna Einarsdóttir lét af störfum, tók undir afsökunarbeiðni Finns í ræðu sinni áður en hann kynnti aðgerðaáætlun til að bregðast við ábendingum fjármálaeftirlitsins. Áætlunin felst meðal annars í upptöku símtala, áhættumati og flokkun á fjárfestum. „Og almennt að styrkja áhættumenningu þvert yfir bankann,“ sagði Jón Guðni í samtali við fréttastofu að loknum fundinum. Hann sagðist mjög sáttur með nýkjörna stjórn, sem sé öflug og breið. Einhverjir hafa líkt útboðsferlinu við þau vinnubrögð sem viðhöfðust í íslenskum bönkum á fyrirhrunsárunum. Jón Guðni segir það rétt að mjög litlu leiti. „Heilt yfir er áhættumenningin mjög sterk í bankanum. Þarna voru vissir veikleikar sem komu fram í henni og við þurfum bara að tækla það. Það hafa orðið gríðarlega miklar breytingar frá hruni á öllu kerfi í kringum bankann og regluverki. Heilt yfir stendur bankinn og bankar á Íslandi sterkum fótum,“ segir Jón Guðni. Verkið hafi verið sérstakt og mistökin ekki merki um það að bankinn sé ófær um útboð almennt í fyrirtækjum. „Við þurfum að tryggja varðandi svona verkefni og önnur flóknari verkefni að við séum með ferla og utanumhald til að tryggja að við getum sinnt svona verkefnum.“ Þurfi að hafa jafnvægi milli innanbúðarfólks og nýliða Jón hefur starfað hjá bankanum í rúma tvo áratugi og einhverjir hluthafar veltu fyrir sér hvort innanbúðarfólk væri besti valkosturinn til að leiða bankann inn í nýtt tímabil. „Til að skapa traust, ekki bara meðal hluthafa heldur almennings, hefði ég talið að farsælast hefði verið að ráða utanaðkomandi aðila til að koma inn,“ sagði Ólafur Hannesson, hluthafi í bankanum, og beindi því til nýrrar stjórnar að íhuga þá afstöðu. „Ég held að það sé mikilvægt að það sé ákveðið jafnvægi milli fólks sem vinnur inni í bankanum og stígur upp og einnig að fá nýja vinda inn í fyrirtæki. Það er eitthvað sem á endanum þarf að skoða. Eitt af því sem við þurfum að tryggja er að það sé vel mannað,“ segir Linda Jónsdóttir, nýr stjórnarformaður, í samtali við fréttastofu við þessu. Linda var sjálfkjörin stjórnarformaður á fundinum en hún bauð sig fram til stjórnar auk ellefu annarra. Fjórir þeirra sátu þegar í stjórn bankans og hlutu þrjú þeirra kjör að nýju. Auk þeirra voru Haukur Örn Birgisson hæstaréttarlögmaður, Helga Hlín Hákonardóttir ráðgjafi hjá Strategíu, Stefán Pétursson fjármálastjóri EpiEndo Pharmaceuticals og Linda, framkvæmdastjóri rekstrar hjá Marel, kjörin. Óákveðið hvort starfslokakjör verði endurskoðuð Háar gagnrýnisraddir hafa heyrst vegna starfslokasamninga þriggja yfirmanna sem létu af störfum vegna málsins. Birna er til að mynda með tólf mánaða uppsagnarfrest sem hljóðar upp á 56,6 milljónir. Eru starfslokasamningar og kjör eitthvað sem mun koma til endurskoðunar? „Ég myndi segja að stjórnin er búin að skipta með sér verkum og meðal þeirra málefna sem koma inn á borð stjórnar eru starfslokamál er það eitthvað sem við munum skoða. Ég vil ekki svara því í smáatriðum á þessari stundu,“ segir Linda. Ábyrgð liggi hjá fleirum en Íslandsbanka Nýkjörinn stjórnarmaður segir bankann ekki einan ábyrgan í málinu. „Það á eftir að klára rannsóknir á því frá upphafi til enda. Ég kem með þekkingu á stjórnarháttum fyrirtækja í opinberri eigu. Ábyrgð ríkisins sem eiganda og Bankasýslunnar sem handhafa stærsta hluthafarins í bankanum er rík,“ segir Helga Hlín Hákonardóttir, nýkjörinn stjórnarmaður í Íslandsbanka. Jón Gunnar Jónsson, forstjóri Bankasýslu ríkisins, var viðstaddur fundinn en vildi ekki veita viðtal. Hann sagði afstöðu bankasýslunnar liggja skýrt fyrir en nýlega sagði hann útboðið farsælasta hlutafjárútboð Íslandssögunnar. „Það fer eftir því hvernig á það er litið. Ef þú vilt líta á fjármálalega niðurstöðu fyrir ríkið þá kann það að vera en ég held að við sjáum að afleiðingar og umræða hafi verið skaðleg og hefði verið betra að vera laus við það og gera söluna enn farsælli.“ Salan á Íslandsbanka Íslandsbanki Íslenskir bankar Tengdar fréttir Virðisbreyting hífði upp afkomu Íslandsbanka en tekjur undir væntingum Umtalsverð jákvæð virðisbreyting á lánasafni Íslandsbanka – sem hlutabréfagreinendur sáu ekki fyrir – gerði það að verkum að hagnaður bankans fyrir skatta á öðrum ársfjórðungi var níu prósentum hærri en meðalspá fimm greinenda. Virðisbreytingin gerði það að verkum að arðsemi eiginfjár var í takt við meðaltalsspá greiningardeilda eða 11,5 prósent. Hlutabréf Íslandsbanka hafa lækkað um 1,2 prósent það sem af er degi. 28. júlí 2023 13:15 Haukur Örn hlaut flest atkvæði og Helga Hlín komst að Helga Hlín Hákonardóttir hlaut brautargengi í stjórn Íslandsbanka þrátt fyrir að hafa ekki hlotið tilnefningu til stjórnarsetu. Haukur Örn Birgisson hlaut flest atkvæði í stjórnarkjörinu. Linda Jónsdóttir var ein í framboði til formanns stjórnar og fékk brautargengi í stjórnina. Hún var því sjálfkjörinn stjórnarformaður. 28. júlí 2023 12:40 Segist hafa fengið skýra heimild til þátttöku Ari Daníelsson, fráfarandi stjórnarmaður í Íslandsbanka, segist hafa fengið skýra og afdráttarlausa heimild til þátttöku í útboði á hlut ríkisins í bankanum. Hann keypti fyrir 55 milljónir króna í útboðinu. 28. júlí 2023 11:52 Mest lesið Úrelt kerfi: „Jafnvel vitað fyrirfram að ráðningin verði kærð“ Atvinnulíf Seldu hugvitið og ríkissjóður stórgræðir Viðskipti innlent Mayoral til Íslands Viðskipti innlent „Held þeir vilji hafa þetta á Samfylkingarpóstinum“ Viðskipti innlent Stór hópur komist nú í gegnum greiðslumat eftir 50 punkta lækkun Viðskipti innlent Íslandsbanki tilkynnir vaxtabreytingu Viðskipti innlent Indó ríður á vaðið Neytendur Rafn Heiðar ráðinn veitingastjóri Olís Viðskipti innlent Fetar í fótspor Herra hnetusmjörs Viðskipti innlent Arion tilkynnir um lækkun vaxta Viðskipti innlent Fleiri fréttir Fetar í fótspor Herra hnetusmjörs „Held þeir vilji hafa þetta á Samfylkingarpóstinum“ Öllum skerðingum aflétt Arion tilkynnir um lækkun vaxta Mayoral til Íslands Rafn Heiðar ráðinn veitingastjóri Olís Seldu hugvitið og ríkissjóður stórgræðir Íslandsbanki tilkynnir vaxtabreytingu Stór hópur komist nú í gegnum greiðslumat eftir 50 punkta lækkun Tollastríðið gæti haft gríðarleg áhrif á íslenskan efnahag Skagi skráð sem formlegt nafn samstæðunnar Bein útsending: Rökstyðja ákvörðun peningastefnunefndar Seðlabankinn lækkar vextina um 50 punkta Anna nýr sjóðstjóri hjá SIV eignastýringu Tugmilljarða hagsmunir í húfi Eyrir skuldlaus og með 62 milljarða hlut í JBT Marel Kjarninn farinn úr Heimildinni Frá Sjálfstæðisflokknum til Viðskiptaráðs Gísli Rafn til Rauða krossins Eiga von á um 10 þúsund gestum Fara í steininn ef þeir punga ekki út tveimur milljörðum innan mánaðar Jarðefnaeldsneytisbílar um fimmtungur nýskráðra fólksbíla Ráðin til fyrirtækjaráðgjafar Íslandsbanka Rafrettukóngur og Drekaeigandi sektaðir um 1,1 milljarð hvor 22 sagt upp í einu hópuppsögn janúarmánaðar Heimsfræg bangsaverksmiðja opnuð í Smáralind 40 prósent ódýrara að leigja af óhagnaðardrifnum félögum Vænta þess að eigendur hússins leysi málið Milla ráðin rekstrarstjóri hjá Ólafi Darra og félögum Leggja til lagabreytingu sem leysir af penna og pappír Sjá meira
„Óumdeilt var að bankinn hafði brotið gegn lögum við framkvæmd útboðsins. Fyrir hönd stjórn Íslandsbanka bið ég alla hlutaðeigandi afsökunar á slakri framkvæmd bankans á þessu verkefni.“ Þetta sagði Finnur Árnason, fráfarandi stjórnarformaður Íslandsbanka, á hluthafafundi sem fór fram á Grand hóteli í Reykjavík í morgun. Fundurinn hófst á því að farið var yfir sátt Íslandsbanka við fjármálaeftirlit Seðlabanka Íslands vegna annars útboðs á hlut ríkisins í bankanum. Áhættumenning heilt yfir mjög sterk í bankanum Jón Guðni Ómarsson, sem tók við starfi bankastjóra eftir að Birna Einarsdóttir lét af störfum, tók undir afsökunarbeiðni Finns í ræðu sinni áður en hann kynnti aðgerðaáætlun til að bregðast við ábendingum fjármálaeftirlitsins. Áætlunin felst meðal annars í upptöku símtala, áhættumati og flokkun á fjárfestum. „Og almennt að styrkja áhættumenningu þvert yfir bankann,“ sagði Jón Guðni í samtali við fréttastofu að loknum fundinum. Hann sagðist mjög sáttur með nýkjörna stjórn, sem sé öflug og breið. Einhverjir hafa líkt útboðsferlinu við þau vinnubrögð sem viðhöfðust í íslenskum bönkum á fyrirhrunsárunum. Jón Guðni segir það rétt að mjög litlu leiti. „Heilt yfir er áhættumenningin mjög sterk í bankanum. Þarna voru vissir veikleikar sem komu fram í henni og við þurfum bara að tækla það. Það hafa orðið gríðarlega miklar breytingar frá hruni á öllu kerfi í kringum bankann og regluverki. Heilt yfir stendur bankinn og bankar á Íslandi sterkum fótum,“ segir Jón Guðni. Verkið hafi verið sérstakt og mistökin ekki merki um það að bankinn sé ófær um útboð almennt í fyrirtækjum. „Við þurfum að tryggja varðandi svona verkefni og önnur flóknari verkefni að við séum með ferla og utanumhald til að tryggja að við getum sinnt svona verkefnum.“ Þurfi að hafa jafnvægi milli innanbúðarfólks og nýliða Jón hefur starfað hjá bankanum í rúma tvo áratugi og einhverjir hluthafar veltu fyrir sér hvort innanbúðarfólk væri besti valkosturinn til að leiða bankann inn í nýtt tímabil. „Til að skapa traust, ekki bara meðal hluthafa heldur almennings, hefði ég talið að farsælast hefði verið að ráða utanaðkomandi aðila til að koma inn,“ sagði Ólafur Hannesson, hluthafi í bankanum, og beindi því til nýrrar stjórnar að íhuga þá afstöðu. „Ég held að það sé mikilvægt að það sé ákveðið jafnvægi milli fólks sem vinnur inni í bankanum og stígur upp og einnig að fá nýja vinda inn í fyrirtæki. Það er eitthvað sem á endanum þarf að skoða. Eitt af því sem við þurfum að tryggja er að það sé vel mannað,“ segir Linda Jónsdóttir, nýr stjórnarformaður, í samtali við fréttastofu við þessu. Linda var sjálfkjörin stjórnarformaður á fundinum en hún bauð sig fram til stjórnar auk ellefu annarra. Fjórir þeirra sátu þegar í stjórn bankans og hlutu þrjú þeirra kjör að nýju. Auk þeirra voru Haukur Örn Birgisson hæstaréttarlögmaður, Helga Hlín Hákonardóttir ráðgjafi hjá Strategíu, Stefán Pétursson fjármálastjóri EpiEndo Pharmaceuticals og Linda, framkvæmdastjóri rekstrar hjá Marel, kjörin. Óákveðið hvort starfslokakjör verði endurskoðuð Háar gagnrýnisraddir hafa heyrst vegna starfslokasamninga þriggja yfirmanna sem létu af störfum vegna málsins. Birna er til að mynda með tólf mánaða uppsagnarfrest sem hljóðar upp á 56,6 milljónir. Eru starfslokasamningar og kjör eitthvað sem mun koma til endurskoðunar? „Ég myndi segja að stjórnin er búin að skipta með sér verkum og meðal þeirra málefna sem koma inn á borð stjórnar eru starfslokamál er það eitthvað sem við munum skoða. Ég vil ekki svara því í smáatriðum á þessari stundu,“ segir Linda. Ábyrgð liggi hjá fleirum en Íslandsbanka Nýkjörinn stjórnarmaður segir bankann ekki einan ábyrgan í málinu. „Það á eftir að klára rannsóknir á því frá upphafi til enda. Ég kem með þekkingu á stjórnarháttum fyrirtækja í opinberri eigu. Ábyrgð ríkisins sem eiganda og Bankasýslunnar sem handhafa stærsta hluthafarins í bankanum er rík,“ segir Helga Hlín Hákonardóttir, nýkjörinn stjórnarmaður í Íslandsbanka. Jón Gunnar Jónsson, forstjóri Bankasýslu ríkisins, var viðstaddur fundinn en vildi ekki veita viðtal. Hann sagði afstöðu bankasýslunnar liggja skýrt fyrir en nýlega sagði hann útboðið farsælasta hlutafjárútboð Íslandssögunnar. „Það fer eftir því hvernig á það er litið. Ef þú vilt líta á fjármálalega niðurstöðu fyrir ríkið þá kann það að vera en ég held að við sjáum að afleiðingar og umræða hafi verið skaðleg og hefði verið betra að vera laus við það og gera söluna enn farsælli.“
Salan á Íslandsbanka Íslandsbanki Íslenskir bankar Tengdar fréttir Virðisbreyting hífði upp afkomu Íslandsbanka en tekjur undir væntingum Umtalsverð jákvæð virðisbreyting á lánasafni Íslandsbanka – sem hlutabréfagreinendur sáu ekki fyrir – gerði það að verkum að hagnaður bankans fyrir skatta á öðrum ársfjórðungi var níu prósentum hærri en meðalspá fimm greinenda. Virðisbreytingin gerði það að verkum að arðsemi eiginfjár var í takt við meðaltalsspá greiningardeilda eða 11,5 prósent. Hlutabréf Íslandsbanka hafa lækkað um 1,2 prósent það sem af er degi. 28. júlí 2023 13:15 Haukur Örn hlaut flest atkvæði og Helga Hlín komst að Helga Hlín Hákonardóttir hlaut brautargengi í stjórn Íslandsbanka þrátt fyrir að hafa ekki hlotið tilnefningu til stjórnarsetu. Haukur Örn Birgisson hlaut flest atkvæði í stjórnarkjörinu. Linda Jónsdóttir var ein í framboði til formanns stjórnar og fékk brautargengi í stjórnina. Hún var því sjálfkjörinn stjórnarformaður. 28. júlí 2023 12:40 Segist hafa fengið skýra heimild til þátttöku Ari Daníelsson, fráfarandi stjórnarmaður í Íslandsbanka, segist hafa fengið skýra og afdráttarlausa heimild til þátttöku í útboði á hlut ríkisins í bankanum. Hann keypti fyrir 55 milljónir króna í útboðinu. 28. júlí 2023 11:52 Mest lesið Úrelt kerfi: „Jafnvel vitað fyrirfram að ráðningin verði kærð“ Atvinnulíf Seldu hugvitið og ríkissjóður stórgræðir Viðskipti innlent Mayoral til Íslands Viðskipti innlent „Held þeir vilji hafa þetta á Samfylkingarpóstinum“ Viðskipti innlent Stór hópur komist nú í gegnum greiðslumat eftir 50 punkta lækkun Viðskipti innlent Íslandsbanki tilkynnir vaxtabreytingu Viðskipti innlent Indó ríður á vaðið Neytendur Rafn Heiðar ráðinn veitingastjóri Olís Viðskipti innlent Fetar í fótspor Herra hnetusmjörs Viðskipti innlent Arion tilkynnir um lækkun vaxta Viðskipti innlent Fleiri fréttir Fetar í fótspor Herra hnetusmjörs „Held þeir vilji hafa þetta á Samfylkingarpóstinum“ Öllum skerðingum aflétt Arion tilkynnir um lækkun vaxta Mayoral til Íslands Rafn Heiðar ráðinn veitingastjóri Olís Seldu hugvitið og ríkissjóður stórgræðir Íslandsbanki tilkynnir vaxtabreytingu Stór hópur komist nú í gegnum greiðslumat eftir 50 punkta lækkun Tollastríðið gæti haft gríðarleg áhrif á íslenskan efnahag Skagi skráð sem formlegt nafn samstæðunnar Bein útsending: Rökstyðja ákvörðun peningastefnunefndar Seðlabankinn lækkar vextina um 50 punkta Anna nýr sjóðstjóri hjá SIV eignastýringu Tugmilljarða hagsmunir í húfi Eyrir skuldlaus og með 62 milljarða hlut í JBT Marel Kjarninn farinn úr Heimildinni Frá Sjálfstæðisflokknum til Viðskiptaráðs Gísli Rafn til Rauða krossins Eiga von á um 10 þúsund gestum Fara í steininn ef þeir punga ekki út tveimur milljörðum innan mánaðar Jarðefnaeldsneytisbílar um fimmtungur nýskráðra fólksbíla Ráðin til fyrirtækjaráðgjafar Íslandsbanka Rafrettukóngur og Drekaeigandi sektaðir um 1,1 milljarð hvor 22 sagt upp í einu hópuppsögn janúarmánaðar Heimsfræg bangsaverksmiðja opnuð í Smáralind 40 prósent ódýrara að leigja af óhagnaðardrifnum félögum Vænta þess að eigendur hússins leysi málið Milla ráðin rekstrarstjóri hjá Ólafi Darra og félögum Leggja til lagabreytingu sem leysir af penna og pappír Sjá meira
Virðisbreyting hífði upp afkomu Íslandsbanka en tekjur undir væntingum Umtalsverð jákvæð virðisbreyting á lánasafni Íslandsbanka – sem hlutabréfagreinendur sáu ekki fyrir – gerði það að verkum að hagnaður bankans fyrir skatta á öðrum ársfjórðungi var níu prósentum hærri en meðalspá fimm greinenda. Virðisbreytingin gerði það að verkum að arðsemi eiginfjár var í takt við meðaltalsspá greiningardeilda eða 11,5 prósent. Hlutabréf Íslandsbanka hafa lækkað um 1,2 prósent það sem af er degi. 28. júlí 2023 13:15
Haukur Örn hlaut flest atkvæði og Helga Hlín komst að Helga Hlín Hákonardóttir hlaut brautargengi í stjórn Íslandsbanka þrátt fyrir að hafa ekki hlotið tilnefningu til stjórnarsetu. Haukur Örn Birgisson hlaut flest atkvæði í stjórnarkjörinu. Linda Jónsdóttir var ein í framboði til formanns stjórnar og fékk brautargengi í stjórnina. Hún var því sjálfkjörinn stjórnarformaður. 28. júlí 2023 12:40
Segist hafa fengið skýra heimild til þátttöku Ari Daníelsson, fráfarandi stjórnarmaður í Íslandsbanka, segist hafa fengið skýra og afdráttarlausa heimild til þátttöku í útboði á hlut ríkisins í bankanum. Hann keypti fyrir 55 milljónir króna í útboðinu. 28. júlí 2023 11:52