Bankarnir geti lækkað vexti miðað við hagnaðinn Máni Snær Þorláksson skrifar 29. júlí 2023 12:10 Breki Karlsson er formaður Neytendasamtakanna. Vísir/Ívar Formaður Neytendasamtakanna segir ljóst að stóru viðskiptabankarnir geti lækkað vexti sína miðað við hve mikið þeir hafa hagnast á fyrri hluta ársins. Bankarnir eigi ekki að vera undanskildir þegar kallað er eftir aðhaldi. Stóru viðskiptabankarnir þrír skiluðu allir milljarða hagnaði á fyrri helmingi þessa árs. Íslandsbanki hagnaðist um 12,4 milljarða, Arion banki hagnaðist um 13,4 milljarða og Landsbankinn hagnaðist um 14,5 milljarða. Breki Karlsson, formaður Neytendasamtakanna segir að þessi hagnaður bankanna komi honum því miður ekki á óvart. „Þegar vextir Seðlabankans hækkuðu þá hækkuðu allir bankarnir sína vexti og það endar náttúrulega bara sem hagnaður hjá bönkunum,“ segir Breki í samtali við fréttastofu. Meginvextir Seðlabanka Íslands eru nú í 8,75 prósentum en þeir hafa hækkað þrettán sinnum í röð. Verðbólga hefur lækkað á undanförnum mánuðum og er nú komin niður í 7,6 prósent. „Með lækkandi verðbólgu þá vonum við að Seðlabankinn lækki vexti og líka að bankarnir lækki sína vexti. Við sjáum að það er ekkert í vegi fyrir því að bankarnir lækki álögur á viðskiptavini sína, núna þegar þeir skila þessum methagnaði.“ Borð fyrir báru hjá bönkunum Breki bendir á að kallað hefur verið eftir aðhaldi til að stemma stigu við verðbólgunni. Hann segir að bankarnir séu ekki undanskildir því. „Í árferðinu eins og það er, þegar neytendur eru að greiða himinháa vexti þá verðum við að kalla eftir aðhaldi hjá öllum, ekki bara hjá neytendum og sumum fyrirtækjum heldur öllum fyrirtækjum.“ Hagnaður bankanna sýni að það sé svigrúm til lækkana hjá þeim. „Það er augljóslega borð fyrir báru hjá bönkunum að lækka vexti miðað við þessar hagnaðartölur og við bara höldum áfram að hvetja þá til þess að lækka þá.“ Verðlag Neytendur Fjármál heimilisins Íslandsbanki Arion banki Landsbankinn Íslenskir bankar Mest lesið „Þau samtöl eru oft mjög erfið og jafnvel særandi fyrir umsækjanda“ Atvinnulíf „Í eitt skipti hringdum við í fréttaskot DV því fyrir það fengum við pening!“ Atvinnulíf Fara í steininn ef þeir punga ekki út tveimur milljörðum innan mánaðar Viðskipti innlent Neytendastofa hjólar í hlaupara Neytendur Prakkarastrik loks opinberað: „Það leiðréttist hér með!“ Atvinnulíf Tugmilljarða hagsmunir í húfi Viðskipti innlent Tollastríð hafið: „Ekki gott fyrir Ísland og lífskjör Íslendinga“ Viðskipti erlent „Alltaf hægt að sjá tækifæri og fleira gott í stöðunni“ Atvinnulíf Kjarninn farinn úr Heimildinni Viðskipti innlent Eyrir skuldlaus og með 62 milljarða hlut í JBT Marel Viðskipti innlent Fleiri fréttir Neytendastofa hjólar í hlaupara Um fimmtíu verið sektuð fyrir að greiða ekki rétt fargjald Fólk muni eiga meira eftir í buddunni um mánaðamótin Fékk milljón til baka vegna bílaleigubíls sem varð fyrir eldingu Þróaði app til að hjálpa fólki í meðferð þegar kerfið brást Fólk eigi ekki að greiða fyrir að nota peninginn sinn Segja verðið betra en í Krónunni, Bónus og Costco Innkalla brauð vegna brots úr peru Bónus ódýrari en Prís í fjögur skipti af fimm hundruð Íslandsbanki og VÍS skrifa undir samstarfssamning Enn bólar ekkert á skiptastjóra fyrir Novis Innlend greiðslumiðlun nauðsynleg til að tryggja þjóðaröryggi Sorpa endurskoðar verðskrá vegna losunar hrossataðs Mælir ekki með „TikTok-sparnaðarleiðunum“ Olíufélögin hafi hætt við að elta Costco Strætómiðinn dýrari Sorpa undirbýr sig fyrir þjónustufall Sjá meira
Stóru viðskiptabankarnir þrír skiluðu allir milljarða hagnaði á fyrri helmingi þessa árs. Íslandsbanki hagnaðist um 12,4 milljarða, Arion banki hagnaðist um 13,4 milljarða og Landsbankinn hagnaðist um 14,5 milljarða. Breki Karlsson, formaður Neytendasamtakanna segir að þessi hagnaður bankanna komi honum því miður ekki á óvart. „Þegar vextir Seðlabankans hækkuðu þá hækkuðu allir bankarnir sína vexti og það endar náttúrulega bara sem hagnaður hjá bönkunum,“ segir Breki í samtali við fréttastofu. Meginvextir Seðlabanka Íslands eru nú í 8,75 prósentum en þeir hafa hækkað þrettán sinnum í röð. Verðbólga hefur lækkað á undanförnum mánuðum og er nú komin niður í 7,6 prósent. „Með lækkandi verðbólgu þá vonum við að Seðlabankinn lækki vexti og líka að bankarnir lækki sína vexti. Við sjáum að það er ekkert í vegi fyrir því að bankarnir lækki álögur á viðskiptavini sína, núna þegar þeir skila þessum methagnaði.“ Borð fyrir báru hjá bönkunum Breki bendir á að kallað hefur verið eftir aðhaldi til að stemma stigu við verðbólgunni. Hann segir að bankarnir séu ekki undanskildir því. „Í árferðinu eins og það er, þegar neytendur eru að greiða himinháa vexti þá verðum við að kalla eftir aðhaldi hjá öllum, ekki bara hjá neytendum og sumum fyrirtækjum heldur öllum fyrirtækjum.“ Hagnaður bankanna sýni að það sé svigrúm til lækkana hjá þeim. „Það er augljóslega borð fyrir báru hjá bönkunum að lækka vexti miðað við þessar hagnaðartölur og við bara höldum áfram að hvetja þá til þess að lækka þá.“
Verðlag Neytendur Fjármál heimilisins Íslandsbanki Arion banki Landsbankinn Íslenskir bankar Mest lesið „Þau samtöl eru oft mjög erfið og jafnvel særandi fyrir umsækjanda“ Atvinnulíf „Í eitt skipti hringdum við í fréttaskot DV því fyrir það fengum við pening!“ Atvinnulíf Fara í steininn ef þeir punga ekki út tveimur milljörðum innan mánaðar Viðskipti innlent Neytendastofa hjólar í hlaupara Neytendur Prakkarastrik loks opinberað: „Það leiðréttist hér með!“ Atvinnulíf Tugmilljarða hagsmunir í húfi Viðskipti innlent Tollastríð hafið: „Ekki gott fyrir Ísland og lífskjör Íslendinga“ Viðskipti erlent „Alltaf hægt að sjá tækifæri og fleira gott í stöðunni“ Atvinnulíf Kjarninn farinn úr Heimildinni Viðskipti innlent Eyrir skuldlaus og með 62 milljarða hlut í JBT Marel Viðskipti innlent Fleiri fréttir Neytendastofa hjólar í hlaupara Um fimmtíu verið sektuð fyrir að greiða ekki rétt fargjald Fólk muni eiga meira eftir í buddunni um mánaðamótin Fékk milljón til baka vegna bílaleigubíls sem varð fyrir eldingu Þróaði app til að hjálpa fólki í meðferð þegar kerfið brást Fólk eigi ekki að greiða fyrir að nota peninginn sinn Segja verðið betra en í Krónunni, Bónus og Costco Innkalla brauð vegna brots úr peru Bónus ódýrari en Prís í fjögur skipti af fimm hundruð Íslandsbanki og VÍS skrifa undir samstarfssamning Enn bólar ekkert á skiptastjóra fyrir Novis Innlend greiðslumiðlun nauðsynleg til að tryggja þjóðaröryggi Sorpa endurskoðar verðskrá vegna losunar hrossataðs Mælir ekki með „TikTok-sparnaðarleiðunum“ Olíufélögin hafi hætt við að elta Costco Strætómiðinn dýrari Sorpa undirbýr sig fyrir þjónustufall Sjá meira