Vaxtalækkanir geti snúist upp í verðhækkanir Vésteinn Örn Pétursson skrifar 29. júlí 2023 21:00 Páll Pálsson fasteignasali. Vísir/Vilhelm Fasteignamarkaðurinn er nokkuð stöðugur þó vísitala íbúðaverðs rokki upp og niður milli mánaða. Þetta segir fasteignasali sem hefur mun meiri áhyggjur af því sem gerist þegar vextir taka að lækka, en hann segir ekki nóg byggt til að koma í veg fyrir miklar hækkanir þegar þar að kemur. Í síðustu viku gaf Húsnæðis- og mannvirkjastofnun út að vísitala íbúðaverðs á höfuðborgarsvæðinu hefði lækkað um 1,1 prósent milli mánaða. Fasteignasali sem fréttastofa hefur rætt við segir markaðin í heildina fremur stabílan. „Hann hefur hækkað um 2,7 prósent á síðustu 12 mánuðum og við erum að búast við því að það eru að seljast 400-500 eignir á mánuði að meðaltali á höfuðborgarsvæðinu,“ segir Páll Pálsson fasteignasali. Markaðurinn sé að færast nær því að verða kaupendamarkaður, en á fyrri helmingi þessa árs voru gerðir 4.838 kaupsamningar á landinu. Á sama tíma á síðasta ári voru þeir 6.485. „Það eru klárlega meiri tækifæri og meira framboð fyrir kaupendur núna. Það eru kannski auglýstar í kringum 2.000 eignir inni á markaðnum, sem voru á tímabili kannski 3-500. Þar af leiðandi er verðið kannski ekki að hækka eins mikið og þau gerðu á sínum tíma, þegar framboðið var ekkert.“ Vaxtalækkanir og verðhækkanir Útlit sé fyrir að markaðurinn haldist í svipuðu horfi út næsta ár. „Ég hef svona meiri áhyggjur af því hvað gerist 25/26, þegar flestir greiningaraðilar spá því að vextir muni lækka fyrir þann tíma,“ segir Páll. Á móti vaxtalækkunum þurfi að byggja mun fleiri íbúðir en nú, til að koma í veg fyrir miklar hækkanir á markaðnum. Heldurðu að það sé raunhæft, að framboðið verði orðið nóg? „Því miður, ég er ekki mjög bjartsýnn á það. Maður sér það er verið að byggja uum 2.800 íbúðir núna, sem verða afhentar á þessu ári. Það er bara ekki nóg miðað við þá fólksfjölgun sem er að eiga sér stað undanfarna eitt og hálft ár, og það sem fram undan er.“ Fasteignamarkaður Mest lesið Leist ekki á hagtölur og rak yfirmann stofnunarinnar Viðskipti erlent Tímabundin dreifing á sjónvarpsefni Sýnar hjá Símanum Viðskipti innlent Ferðum Play til London, Parísar og Berlínar „sjálfhætt“ Viðskipti innlent Hækkun tolla eins og þruma úr heiðskíru lofti Viðskipti innlent Forstjóraskipti hjá Ice-Group Viðskipti innlent Hvalur hf. stefnir íslenska ríkinu Viðskipti innlent Stærsti olíufundur Evrópu í áratug í Póllandi Viðskipti erlent Gáfust upp á Facebook og opna verslun fyrir notaðar íþróttavörur Viðskipti innlent Vara við eggjum í kleinuhringjum Neytendur „Verið að auglýsa öryggi sem er falsöryggi“ Neytendur Fleiri fréttir „Verið að auglýsa öryggi sem er falsöryggi“ Fékk ekki að lækka afborganir því hún komst ekki í gegnum greiðslumat Vara við eggjum í kleinuhringjum Rukkuð vegna þegar greiddra bílastæða og fá engin svör „Ekki mistök“ að brauð með engu kostaði tvö þúsund krónur Svona verður hægt að horfa á enska boltann í vetur „Þær eru bara of dýrar“ Skamma og banna Play að blekkja neytendur Isavia braut lög á Keflavíkurflugvelli Gleymdi að skrá sig úr stæðinu og því rukkuð um 48 þúsund Kaffi heldur áfram að hækka í verði Vilja „ósýnilegar“ stöðumælasektir burt Svona mikið kostar kaffið á Starbucks hér á landi Oft slegist um innstungurnar á tjaldsvæðunum Sjá meira
Í síðustu viku gaf Húsnæðis- og mannvirkjastofnun út að vísitala íbúðaverðs á höfuðborgarsvæðinu hefði lækkað um 1,1 prósent milli mánaða. Fasteignasali sem fréttastofa hefur rætt við segir markaðin í heildina fremur stabílan. „Hann hefur hækkað um 2,7 prósent á síðustu 12 mánuðum og við erum að búast við því að það eru að seljast 400-500 eignir á mánuði að meðaltali á höfuðborgarsvæðinu,“ segir Páll Pálsson fasteignasali. Markaðurinn sé að færast nær því að verða kaupendamarkaður, en á fyrri helmingi þessa árs voru gerðir 4.838 kaupsamningar á landinu. Á sama tíma á síðasta ári voru þeir 6.485. „Það eru klárlega meiri tækifæri og meira framboð fyrir kaupendur núna. Það eru kannski auglýstar í kringum 2.000 eignir inni á markaðnum, sem voru á tímabili kannski 3-500. Þar af leiðandi er verðið kannski ekki að hækka eins mikið og þau gerðu á sínum tíma, þegar framboðið var ekkert.“ Vaxtalækkanir og verðhækkanir Útlit sé fyrir að markaðurinn haldist í svipuðu horfi út næsta ár. „Ég hef svona meiri áhyggjur af því hvað gerist 25/26, þegar flestir greiningaraðilar spá því að vextir muni lækka fyrir þann tíma,“ segir Páll. Á móti vaxtalækkunum þurfi að byggja mun fleiri íbúðir en nú, til að koma í veg fyrir miklar hækkanir á markaðnum. Heldurðu að það sé raunhæft, að framboðið verði orðið nóg? „Því miður, ég er ekki mjög bjartsýnn á það. Maður sér það er verið að byggja uum 2.800 íbúðir núna, sem verða afhentar á þessu ári. Það er bara ekki nóg miðað við þá fólksfjölgun sem er að eiga sér stað undanfarna eitt og hálft ár, og það sem fram undan er.“
Fasteignamarkaður Mest lesið Leist ekki á hagtölur og rak yfirmann stofnunarinnar Viðskipti erlent Tímabundin dreifing á sjónvarpsefni Sýnar hjá Símanum Viðskipti innlent Ferðum Play til London, Parísar og Berlínar „sjálfhætt“ Viðskipti innlent Hækkun tolla eins og þruma úr heiðskíru lofti Viðskipti innlent Forstjóraskipti hjá Ice-Group Viðskipti innlent Hvalur hf. stefnir íslenska ríkinu Viðskipti innlent Stærsti olíufundur Evrópu í áratug í Póllandi Viðskipti erlent Gáfust upp á Facebook og opna verslun fyrir notaðar íþróttavörur Viðskipti innlent Vara við eggjum í kleinuhringjum Neytendur „Verið að auglýsa öryggi sem er falsöryggi“ Neytendur Fleiri fréttir „Verið að auglýsa öryggi sem er falsöryggi“ Fékk ekki að lækka afborganir því hún komst ekki í gegnum greiðslumat Vara við eggjum í kleinuhringjum Rukkuð vegna þegar greiddra bílastæða og fá engin svör „Ekki mistök“ að brauð með engu kostaði tvö þúsund krónur Svona verður hægt að horfa á enska boltann í vetur „Þær eru bara of dýrar“ Skamma og banna Play að blekkja neytendur Isavia braut lög á Keflavíkurflugvelli Gleymdi að skrá sig úr stæðinu og því rukkuð um 48 þúsund Kaffi heldur áfram að hækka í verði Vilja „ósýnilegar“ stöðumælasektir burt Svona mikið kostar kaffið á Starbucks hér á landi Oft slegist um innstungurnar á tjaldsvæðunum Sjá meira