Mikið um líkamsárásir og ölvunarakstur Magnús Jochum Pálsson skrifar 30. júlí 2023 07:46 Lögreglu barst þó nokkur fjöldi tilkynninga um líkamsárásir. Þá var fjöldi ökumanna handtekinn vegna gruns um akstur undir áhrifum. Vísir/Vilhelm Lögreglu barst töluverður fjöldi tilkynninga um líkamsárásir í nótt. Þá var fjöldi fólks handtekinn vegna gruns um akstur undir áhrifum áfengis eða fíkniefna. Þetta kemur fram í dagbók lögreglunnar á höfuðborgarsvæðinu. Þar segir að lögreglu hafi borist þrjár tilkynningar um líkamsárásir í hverfi 101 í miðborginni. Ein þeirra átti sér stað á skemmtistað og var gerandi vistaður í fangaklefa í þágu rannsóknar málsins. Þá áttu tvær líkamsárásir sér stað í íbúðahverfi í 101. Einnig var maður handtekinn vegna ofbeldis gagnvart opinberum starfsmanni við skyldustörf. Þá átti sér stað líkamsárás í Múlunum og var gerandi vistaður í fangaklefa vegna rannsóknar málsins. Í sama hverfi barst tilkynning um að einhver hefði brotið rúðu á húsnæði. Lögreglu bárust einnig tilkynningar um þjófnað og innbrot. Brotist var inn í bíl í miðborginni og bárust tilkynningar um þjófnað úr verslun í hverfi 103 og skemmtistað í miðborginni. Grunsamlegar mannaferðir og partýhávaði Lögreglan setti upp ölvunarpóst í miðbæ Hafnarfjarðar (hverfi 220) þar sem 120 ökumenn voru látnir blása í áfengismæli. Af 120 ökumönnum voru tveir ökumenn undir refsimörkum, aðrir reyndust ekki undir áhrifum. Þessum tveim einstaklingum var gert að stöðva akstur. Í Kópavogi og Breiðholti barst fjöldi tilkynninga um hávaða í heimahúsum og mikið af tilkynningum um grunsamlegar mannaferðir. Lögreglu barst tilkynning um tvær brotnar rúður í húsnæði eftir grjótkast í Árbænum. Þá barst henni einnig tilkynning um innbrot í heimahúsi í hverfi 113. Lögreglumál Reykjavík Mest lesið Viðbragð lögreglu og sjúkraflutningamanna í nágrenni Selfoss Innlent Vance átti í skoðanaskiptum við hægri hönd páfans Erlent Segjast hafa uppgötvað nýjan lit sem ekki hefur sést áður Erlent Átti ekki von á að ríkisstjórnin myndi halda kjöri Innlent Gagnrýnir brattar hækkanir: „Þetta er bara dapurlegt“ Innlent Ökumaður undir aldri í bílaeltingarleik við lögreglu Innlent Á fjórða hundrað stórskotaliðsárása á fyrstu nótt vopnahlés Erlent Vestfjarðaleiðin verði Hringvegur númer tvö Innlent Ferill fyrrum forsætisráðherra og verðlaunaður sagnfræðingur í Sprengisandi Innlent Einn í haldi lögreglu vegna konu með skerta meðvitund Innlent Fleiri fréttir „Við megum mótmæla því að verið sé að drepa saklaust fólk“ Falla frá bröttum gjaldskrárhækkunum eftir ábendingar foreldra Einn í haldi lögreglu vegna konu með skerta meðvitund Falla frá gjaldskrárhækkunum og árásir á tímum vopnahlés Átti ekki von á að ríkisstjórnin myndi halda kjöri Viðbragð lögreglu og sjúkraflutningamanna í nágrenni Selfoss Vestfjarðaleiðin verði Hringvegur númer tvö Ferill fyrrum forsætisráðherra og verðlaunaður sagnfræðingur í Sprengisandi Rólegheitaveður á páskadag Ökumaður undir aldri í bílaeltingarleik við lögreglu Mótmæla brottvísun Oscars Gagnrýnir brattar hækkanir: „Þetta er bara dapurlegt“ Eitthvað búi að baki „meira en þrá hans eftir friði“ Engin tengsl milli þolenda og gerenda Tortryggni í garð Rússa og ungmennaráð sem fékk ekkert að segja Móðirin hafi þurft að sárbæna hann til að hitta barnið á spítala Handtekinn á Húsavík með tölvert magn fíkniefna Bora tilraunaholu til að framleiða heitt vatn á höfuðborgarsvæðinu „Það er eitthvað við það að vera hérna“ Koma strandaglópunum heim í kvöld Áhyggjuefni að brotaþolar treysti ekki dómstólum Unglingur stakk óboðinn gest í bakið til að verja fjölskyldumeðlim Fólskuleg líkamsárás og strandaglópar í suðri „Þeir liggja hérna eins og hráviði út um allt“ Tveir handteknir vegna líkamsárásar Við Íslendingar fórum bara á vertíð og drifum þetta af Náðist á upptöku þegar skipulagðir þjófar tóku sjóðsvél „Rosalega erfitt“ að keppa við innflutt grænmeti Stígvél og tækniframfarir Hótanir gegn háskólum og krossfestingar Sjá meira
Þetta kemur fram í dagbók lögreglunnar á höfuðborgarsvæðinu. Þar segir að lögreglu hafi borist þrjár tilkynningar um líkamsárásir í hverfi 101 í miðborginni. Ein þeirra átti sér stað á skemmtistað og var gerandi vistaður í fangaklefa í þágu rannsóknar málsins. Þá áttu tvær líkamsárásir sér stað í íbúðahverfi í 101. Einnig var maður handtekinn vegna ofbeldis gagnvart opinberum starfsmanni við skyldustörf. Þá átti sér stað líkamsárás í Múlunum og var gerandi vistaður í fangaklefa vegna rannsóknar málsins. Í sama hverfi barst tilkynning um að einhver hefði brotið rúðu á húsnæði. Lögreglu bárust einnig tilkynningar um þjófnað og innbrot. Brotist var inn í bíl í miðborginni og bárust tilkynningar um þjófnað úr verslun í hverfi 103 og skemmtistað í miðborginni. Grunsamlegar mannaferðir og partýhávaði Lögreglan setti upp ölvunarpóst í miðbæ Hafnarfjarðar (hverfi 220) þar sem 120 ökumenn voru látnir blása í áfengismæli. Af 120 ökumönnum voru tveir ökumenn undir refsimörkum, aðrir reyndust ekki undir áhrifum. Þessum tveim einstaklingum var gert að stöðva akstur. Í Kópavogi og Breiðholti barst fjöldi tilkynninga um hávaða í heimahúsum og mikið af tilkynningum um grunsamlegar mannaferðir. Lögreglu barst tilkynning um tvær brotnar rúður í húsnæði eftir grjótkast í Árbænum. Þá barst henni einnig tilkynning um innbrot í heimahúsi í hverfi 113.
Lögreglumál Reykjavík Mest lesið Viðbragð lögreglu og sjúkraflutningamanna í nágrenni Selfoss Innlent Vance átti í skoðanaskiptum við hægri hönd páfans Erlent Segjast hafa uppgötvað nýjan lit sem ekki hefur sést áður Erlent Átti ekki von á að ríkisstjórnin myndi halda kjöri Innlent Gagnrýnir brattar hækkanir: „Þetta er bara dapurlegt“ Innlent Ökumaður undir aldri í bílaeltingarleik við lögreglu Innlent Á fjórða hundrað stórskotaliðsárása á fyrstu nótt vopnahlés Erlent Vestfjarðaleiðin verði Hringvegur númer tvö Innlent Ferill fyrrum forsætisráðherra og verðlaunaður sagnfræðingur í Sprengisandi Innlent Einn í haldi lögreglu vegna konu með skerta meðvitund Innlent Fleiri fréttir „Við megum mótmæla því að verið sé að drepa saklaust fólk“ Falla frá bröttum gjaldskrárhækkunum eftir ábendingar foreldra Einn í haldi lögreglu vegna konu með skerta meðvitund Falla frá gjaldskrárhækkunum og árásir á tímum vopnahlés Átti ekki von á að ríkisstjórnin myndi halda kjöri Viðbragð lögreglu og sjúkraflutningamanna í nágrenni Selfoss Vestfjarðaleiðin verði Hringvegur númer tvö Ferill fyrrum forsætisráðherra og verðlaunaður sagnfræðingur í Sprengisandi Rólegheitaveður á páskadag Ökumaður undir aldri í bílaeltingarleik við lögreglu Mótmæla brottvísun Oscars Gagnrýnir brattar hækkanir: „Þetta er bara dapurlegt“ Eitthvað búi að baki „meira en þrá hans eftir friði“ Engin tengsl milli þolenda og gerenda Tortryggni í garð Rússa og ungmennaráð sem fékk ekkert að segja Móðirin hafi þurft að sárbæna hann til að hitta barnið á spítala Handtekinn á Húsavík með tölvert magn fíkniefna Bora tilraunaholu til að framleiða heitt vatn á höfuðborgarsvæðinu „Það er eitthvað við það að vera hérna“ Koma strandaglópunum heim í kvöld Áhyggjuefni að brotaþolar treysti ekki dómstólum Unglingur stakk óboðinn gest í bakið til að verja fjölskyldumeðlim Fólskuleg líkamsárás og strandaglópar í suðri „Þeir liggja hérna eins og hráviði út um allt“ Tveir handteknir vegna líkamsárásar Við Íslendingar fórum bara á vertíð og drifum þetta af Náðist á upptöku þegar skipulagðir þjófar tóku sjóðsvél „Rosalega erfitt“ að keppa við innflutt grænmeti Stígvél og tækniframfarir Hótanir gegn háskólum og krossfestingar Sjá meira