„Þurfum greinilega að gera betur“ Ólafur Björn Sverrisson skrifar 30. júlí 2023 20:48 Bryndís Haraldsdóttir þingmaður Sjálfstæðisflokksins. Vísir/Vilhelm „Ég þarf engar ráðleggingar frá Sigmundi Davíð þó það sé alltaf gaman að hlusta á hann. Hann er svolítill spéfugl og hefur gaman af því að tala.“ Þetta segir Bryndís Haraldsdóttir þingmaður Sjálfstæðisflokksins innt eftir viðbrögðum við ummælum formanns Miðflokksins, sem segir Sjálfstæðisflokkinn orðinn að „umbúðaflokki“. Í kvöldfréttum Stöðvar 2 var fjallað um óánægju áhrifamanna innan Sjálfstæðisflokksins með stjórnarsamstarfið og málamiðlanir í ríkisstjórninni. Sigmundur Davíð Gunnlaugsson formaður Miðflokksins sagði fýlupúkafélag Sjálfstæðisflokksins vera mætt aftur, það er félagið sem kvartar og kvartar en geri aldrei neitt. Bryndís Haraldsdóttir ræddi ólgu innan flokks síns í beinni útsendingu í kvöldfréttum Stöðvar 2. „Það eru áhrifamenn innan flokksins sem hafa stigið fram og viljað sjá okkur gera betur og ég bara tek það til mín sem þingmaður flokksins. Við þurfum greinilega að gera betur,“ segir Bryndís. „Því er ekki að leyna að við erum í sérstöku stjórnarsamstarfi þar sem við fáum ekki öll okkar mál í gegn. Við verðum samt að mun að ná mikilvægum málum í gegn, bara á síðustu árum. Meðal annars útlendingamálið margumrædda sem fór of seint í gegn. Við eigum eftir að sjá áhrif þess koma fram í stjórnkerfinu.“ Hún nefnir einnig rammaáætlun sem hafi verið samþykkt. Hún segir vit í stjórnarsamstarfinu en vill að flokkurinn standi sig betur til að tryggja „sjálfstæðisstefnuna“. Hvernig er hægt að lægja öldurnar? „Ég veit ekki hvort við þurfum að nota orðin „lægja öldurnar“. Við þurfum að tala saman og tala skýrt. Gera samstarfsflokkum okkar það ljóst að það eru nokkur mál sem við verðum að ná í gegn og verðum að sameinast um. Talandi um fýlupúkafélag þá er ég nú meira í bjartsýnisfélaginu og ég hef bara fulla trú á því að við í meirihlutanum getum náð utan um þessi verkefni,“ segir Bryndís að lokum. Sjálfstæðisflokkurinn Alþingi Ríkisstjórn Katrínar Jakobsdóttur Miðflokkurinn Mest lesið Þrír menn leiddir frá borði Play-flugvélar Innlent Maðurinn er Íslendingur á fimmtugsaldri Innlent Kristrún leitar ekki langt yfir skammt að hægri hönd Innlent Talinn hafa drepið hjónin í Neskaupstað með hamri Innlent Greiða atkvæði um tillögu Kristrúnar um „flottan einstakling“ Innlent Kristrún auglýsir eftir sparnaðarráðum Innlent Fálkaorðuhafi um ferilinn: „Ég er bara ekki stolt af neinu“ Innlent Jakob Birgisson og Þórólfur Heiðar aðstoðarmenn Þorbjargar Innlent Flutningur á rússnesku gasi um Úkraínu til Evrópu stöðvast að fullu Erlent Ingileif aðstoðarmaður í utanríkisráðuneytinu Innlent Fleiri fréttir Metfjöldi sparnaðarráða til nýrrar ríkisstjórnar Ísstífla og flóð í Hvítá Sparnaðarleit, flugeldarusl og kuldaþjálfun í beinni Með Loga þegar hann skreið inn á þing og núna í ráðuneytinu Hugtakið þjóðarmorð sé lagatæknileg skilgreining Hraunbreiðan enn heit og hættuleg göngufólki Þrír menn leiddir frá borði Play-flugvélar Kristrún leitar ekki langt yfir skammt að hægri hönd Harður árekstur á Fífuhvammsvegi Valdimar tekinn við af Rósu sem bæjarstjóri Jakob Birgisson og Þórólfur Heiðar aðstoðarmenn Þorbjargar Kristrún auglýsir eftir sparnaðarráðum Ingileif aðstoðarmaður í utanríkisráðuneytinu Talinn hafa drepið hjónin í Neskaupstað með hamri Sundabraut forgangsmál, fjármögnuð með veggjöldum Greiða atkvæði um tillögu Kristrúnar um „flottan einstakling“ Tungumálaörðugleikar tefji fyrir rannsókn Hlíðarfjall opnað í fyrsta sinn í vetur Ríkisstjórnin ætlar á vinnufund á Þingvöllum Stefanía aðstoðar Hönnu Katrínu Sveitarfélög geti sparað milljónir með breyttri götulýsingu Maðurinn er Íslendingur á fimmtugsaldri Prófa rýmingarflautur í Grindavík í dag Reykur barst inn í Háteigsskóla Tóku tvo billjardkjuða af manni í annarlegu ástandi Fálkaorðuhafi um ferilinn: „Ég er bara ekki stolt af neinu“ „Alltof mikið að gera“ hjá Dýrfinnu yfir áramótin Hlaut stungusár í brjósthol en ekki lengur á gjörgæslu Stunguárás, fálkaorður og ískalt nýársbað Ísþoka hrímaði trjágróður á kaldasta stað landsins í dag Sjá meira
Í kvöldfréttum Stöðvar 2 var fjallað um óánægju áhrifamanna innan Sjálfstæðisflokksins með stjórnarsamstarfið og málamiðlanir í ríkisstjórninni. Sigmundur Davíð Gunnlaugsson formaður Miðflokksins sagði fýlupúkafélag Sjálfstæðisflokksins vera mætt aftur, það er félagið sem kvartar og kvartar en geri aldrei neitt. Bryndís Haraldsdóttir ræddi ólgu innan flokks síns í beinni útsendingu í kvöldfréttum Stöðvar 2. „Það eru áhrifamenn innan flokksins sem hafa stigið fram og viljað sjá okkur gera betur og ég bara tek það til mín sem þingmaður flokksins. Við þurfum greinilega að gera betur,“ segir Bryndís. „Því er ekki að leyna að við erum í sérstöku stjórnarsamstarfi þar sem við fáum ekki öll okkar mál í gegn. Við verðum samt að mun að ná mikilvægum málum í gegn, bara á síðustu árum. Meðal annars útlendingamálið margumrædda sem fór of seint í gegn. Við eigum eftir að sjá áhrif þess koma fram í stjórnkerfinu.“ Hún nefnir einnig rammaáætlun sem hafi verið samþykkt. Hún segir vit í stjórnarsamstarfinu en vill að flokkurinn standi sig betur til að tryggja „sjálfstæðisstefnuna“. Hvernig er hægt að lægja öldurnar? „Ég veit ekki hvort við þurfum að nota orðin „lægja öldurnar“. Við þurfum að tala saman og tala skýrt. Gera samstarfsflokkum okkar það ljóst að það eru nokkur mál sem við verðum að ná í gegn og verðum að sameinast um. Talandi um fýlupúkafélag þá er ég nú meira í bjartsýnisfélaginu og ég hef bara fulla trú á því að við í meirihlutanum getum náð utan um þessi verkefni,“ segir Bryndís að lokum.
Sjálfstæðisflokkurinn Alþingi Ríkisstjórn Katrínar Jakobsdóttur Miðflokkurinn Mest lesið Þrír menn leiddir frá borði Play-flugvélar Innlent Maðurinn er Íslendingur á fimmtugsaldri Innlent Kristrún leitar ekki langt yfir skammt að hægri hönd Innlent Talinn hafa drepið hjónin í Neskaupstað með hamri Innlent Greiða atkvæði um tillögu Kristrúnar um „flottan einstakling“ Innlent Kristrún auglýsir eftir sparnaðarráðum Innlent Fálkaorðuhafi um ferilinn: „Ég er bara ekki stolt af neinu“ Innlent Jakob Birgisson og Þórólfur Heiðar aðstoðarmenn Þorbjargar Innlent Flutningur á rússnesku gasi um Úkraínu til Evrópu stöðvast að fullu Erlent Ingileif aðstoðarmaður í utanríkisráðuneytinu Innlent Fleiri fréttir Metfjöldi sparnaðarráða til nýrrar ríkisstjórnar Ísstífla og flóð í Hvítá Sparnaðarleit, flugeldarusl og kuldaþjálfun í beinni Með Loga þegar hann skreið inn á þing og núna í ráðuneytinu Hugtakið þjóðarmorð sé lagatæknileg skilgreining Hraunbreiðan enn heit og hættuleg göngufólki Þrír menn leiddir frá borði Play-flugvélar Kristrún leitar ekki langt yfir skammt að hægri hönd Harður árekstur á Fífuhvammsvegi Valdimar tekinn við af Rósu sem bæjarstjóri Jakob Birgisson og Þórólfur Heiðar aðstoðarmenn Þorbjargar Kristrún auglýsir eftir sparnaðarráðum Ingileif aðstoðarmaður í utanríkisráðuneytinu Talinn hafa drepið hjónin í Neskaupstað með hamri Sundabraut forgangsmál, fjármögnuð með veggjöldum Greiða atkvæði um tillögu Kristrúnar um „flottan einstakling“ Tungumálaörðugleikar tefji fyrir rannsókn Hlíðarfjall opnað í fyrsta sinn í vetur Ríkisstjórnin ætlar á vinnufund á Þingvöllum Stefanía aðstoðar Hönnu Katrínu Sveitarfélög geti sparað milljónir með breyttri götulýsingu Maðurinn er Íslendingur á fimmtugsaldri Prófa rýmingarflautur í Grindavík í dag Reykur barst inn í Háteigsskóla Tóku tvo billjardkjuða af manni í annarlegu ástandi Fálkaorðuhafi um ferilinn: „Ég er bara ekki stolt af neinu“ „Alltof mikið að gera“ hjá Dýrfinnu yfir áramótin Hlaut stungusár í brjósthol en ekki lengur á gjörgæslu Stunguárás, fálkaorður og ískalt nýársbað Ísþoka hrímaði trjágróður á kaldasta stað landsins í dag Sjá meira