Svens kærir ákvörðun um ólögmætar auglýsingar Árni Sæberg skrifar 31. júlí 2023 09:38 Bannið lýtur bæði að auglýsingum á samfélagsmiðlum og á verslununum sjálfum. Stöð 2/Egill Forsvarsmenn nikótínpúðaverslunarkeðjunnar Svens hafa ákveðið að kæra ákvörðun Neytendastofu, þar sem komist var að þeirri niðurstöðu að auglýsingar Svens og merkingar á verslunum séu í andstöðu við ákvæði laga um nikótínvörur, til áfrýjunarnefndar neytendamála. Greint var frá því á dögunum að Neytendastofa hefði úrskurðað auglýsingar nikótínpúðaverslunarinnar Svens ólögmætar og veitt fyrirtækinu fjögurra vikna frest til að fjarlægja þær. Um er að ræða tvær auglýsingar sem hafa verið birtar á samfélagsmiðlum. Annars vegar er það auglýsing þar sem fígúran Sven dansar með nikótínpúða undir vörinni og heldur á púðadós í annarri hendinni. Yfirskriftin er „með 10.000 kodda í vasanum.“ Hins vegar er það auglýsing með yfirskriftinni „Meira en 150 tegundir og 11 búðir“ þar sem verið sé að vísa til vöruúrvals verslunarinnar á nikótínpúðum. Þá voru auglýsingamerki framan á verslunum, sem sýna stórar dósir, úrskurðaðar ólögmætar. En í örsmáu letri á þeim skiltum segir að dósirnar séu nikótínlausar. Far jafnvel fyrir dómstóla Í fréttatilkynningu frá Svens segir að ákveðið hafi verið að kæra ákvörðunina til áfrýjunarnefndar neytendamála. „Svens ehf. leggur ríka áherslu á að starfsemi félagsins sé í samræmi við lög. Svens ehf. telur að umræddar auglýsingar og merkingar verslana félagsins brjóti ekki gegn ákvæðum laganna um nikótínvörur. Að mati Svens er nauðsynlegt að fá efnislega niðurstöðu í málið hjá áfrýjunarnefndinni og eftir atvikum dómstóla í framhaldinu,“ segir í tilkynningu. Í samtali við Vísi segir Kristján Ra. Kristjánsson, einn eigenda Svens, að aðstandendur félagsins vilji að efnisleg niðurstaða fáist í málið þar sem greinilegt sé að munur er á lagatúlkun þeirra og yfirvalda. Því muni þeir alls ekki hika við að fara með málið fyrir dómstóla. Þá segir hann að umræddar auglýsingar hafi verið teknar úr birtingu fyrir löngu síðan en að það séu atriði í ákvörðun Neytendastofu sem Svens muni ekki breyta fyrr en lokaniðurstaða fæst. Nikótínpúðar Auglýsinga- og markaðsmál Neytendur Tengdar fréttir Auglýsingar Svens ólöglegar Neytendastofa hefur úrskurðað auglýsingar nikótínpúðaverslunarinnar Svens ólögmætar og veitt fyrirtækinu fjögurra vikna frest til að fjarlægja þær. 25. júlí 2023 15:32 Sven sem Jobs kom RÚV í klandur Ríkisútvarpið var talið hafa gerst brotlegt við nýbreytt fjölmiðlalög með því að birta auglýsingar verslunarkeðjunnar Svens, sem selur einungis nikótínpúða svokallaða. 1. júlí 2023 08:05 Mest lesið „Já veistu Gummi, þetta gæti verið eitthvað“ Atvinnulíf Átök auðkýfinganna: „Ekki farið fram hjá neinum að á milli okkar hefur andað köldu“ Viðskipti innlent Margföld umframáskrift en útboðið ekki stækkað í bili Viðskipti innlent Landsbankinn við Austurstræti falur Viðskipti innlent Bjarni nýr framkvæmdastjóri RVK Bruggfélags Viðskipti innlent Árni hættir sem forstjóri Húsasmiðjunnar Viðskipti innlent Spá sömuleiðis óbreyttum stýrivöxtum Viðskipti innlent Borgunarmálinu lokið og bankinn fær ekki krónu Viðskipti innlent Vikan sem vex og vex: „Magatilfinningin er jafnvel mikilvægust“ Atvinnulíf Bein útsending: Lokadagur Nýsköpunarviku Viðskipti innlent Fleiri fréttir Árni hættir sem forstjóri Húsasmiðjunnar Landsbankinn við Austurstræti falur Spá sömuleiðis óbreyttum stýrivöxtum Margföld umframáskrift en útboðið ekki stækkað í bili Átök auðkýfinganna: „Ekki farið fram hjá neinum að á milli okkar hefur andað köldu“ Bein útsending: Lokadagur Nýsköpunarviku Bjarni nýr framkvæmdastjóri RVK Bruggfélags Borgunarmálinu lokið og bankinn fær ekki krónu Bein útsending: Kynningarfundur um hlutafjárútboð í Íslandsbanka Skor aftur synjað um lengri opnunartíma vegna hávaða Segja Heinemann brjóta gegn stjórnarskrárvörðum rétti Íslendinga Spá óbreyttum stýrivöxtum Útboðið fari vel af stað og allar líkur á að magnið aukist Jákvætt að almenningur njóti forgangs við söluna Áskriftir borist í 20 prósenta hlut í Íslandsbanka Verslun Nettó í Glæsibæ opnar líklega á morgun Dregur úr tapi og notendum fjölgar um 66 prósent Vonar að almenningur nýti forganginn í bankasölunni Ráðinn forstöðumaður Öryggislausna OK Útboðið á ríkishlutum í Íslandsbanka hafið Síðasti dropinn á sögulegri stöð Ráðuneytið ræður fjögur íslensk fjármálafyrirtæki vegna sölunnar á Íslandsbanka Sjóvá fundaði með PPP en afþakkaði þjónustu Svandís tekur við Fastus lausnum Ráðinn framkvæmdastjóri Starbucks á Íslandi Tæknin geti komið í veg fyrir þjófnað Hafa þegar skilað nettóbindingu en tafir á stærri föngunarstöð „Umbreyting í átt að velsældarhagkerfi krefst hugrekkis“ Salan á Íslandsbanka: Samið við fjóra erlenda söluaðila Til IDS á Íslandi frá Íslenskri erfðagreiningu Sjá meira
Greint var frá því á dögunum að Neytendastofa hefði úrskurðað auglýsingar nikótínpúðaverslunarinnar Svens ólögmætar og veitt fyrirtækinu fjögurra vikna frest til að fjarlægja þær. Um er að ræða tvær auglýsingar sem hafa verið birtar á samfélagsmiðlum. Annars vegar er það auglýsing þar sem fígúran Sven dansar með nikótínpúða undir vörinni og heldur á púðadós í annarri hendinni. Yfirskriftin er „með 10.000 kodda í vasanum.“ Hins vegar er það auglýsing með yfirskriftinni „Meira en 150 tegundir og 11 búðir“ þar sem verið sé að vísa til vöruúrvals verslunarinnar á nikótínpúðum. Þá voru auglýsingamerki framan á verslunum, sem sýna stórar dósir, úrskurðaðar ólögmætar. En í örsmáu letri á þeim skiltum segir að dósirnar séu nikótínlausar. Far jafnvel fyrir dómstóla Í fréttatilkynningu frá Svens segir að ákveðið hafi verið að kæra ákvörðunina til áfrýjunarnefndar neytendamála. „Svens ehf. leggur ríka áherslu á að starfsemi félagsins sé í samræmi við lög. Svens ehf. telur að umræddar auglýsingar og merkingar verslana félagsins brjóti ekki gegn ákvæðum laganna um nikótínvörur. Að mati Svens er nauðsynlegt að fá efnislega niðurstöðu í málið hjá áfrýjunarnefndinni og eftir atvikum dómstóla í framhaldinu,“ segir í tilkynningu. Í samtali við Vísi segir Kristján Ra. Kristjánsson, einn eigenda Svens, að aðstandendur félagsins vilji að efnisleg niðurstaða fáist í málið þar sem greinilegt sé að munur er á lagatúlkun þeirra og yfirvalda. Því muni þeir alls ekki hika við að fara með málið fyrir dómstóla. Þá segir hann að umræddar auglýsingar hafi verið teknar úr birtingu fyrir löngu síðan en að það séu atriði í ákvörðun Neytendastofu sem Svens muni ekki breyta fyrr en lokaniðurstaða fæst.
Nikótínpúðar Auglýsinga- og markaðsmál Neytendur Tengdar fréttir Auglýsingar Svens ólöglegar Neytendastofa hefur úrskurðað auglýsingar nikótínpúðaverslunarinnar Svens ólögmætar og veitt fyrirtækinu fjögurra vikna frest til að fjarlægja þær. 25. júlí 2023 15:32 Sven sem Jobs kom RÚV í klandur Ríkisútvarpið var talið hafa gerst brotlegt við nýbreytt fjölmiðlalög með því að birta auglýsingar verslunarkeðjunnar Svens, sem selur einungis nikótínpúða svokallaða. 1. júlí 2023 08:05 Mest lesið „Já veistu Gummi, þetta gæti verið eitthvað“ Atvinnulíf Átök auðkýfinganna: „Ekki farið fram hjá neinum að á milli okkar hefur andað köldu“ Viðskipti innlent Margföld umframáskrift en útboðið ekki stækkað í bili Viðskipti innlent Landsbankinn við Austurstræti falur Viðskipti innlent Bjarni nýr framkvæmdastjóri RVK Bruggfélags Viðskipti innlent Árni hættir sem forstjóri Húsasmiðjunnar Viðskipti innlent Spá sömuleiðis óbreyttum stýrivöxtum Viðskipti innlent Borgunarmálinu lokið og bankinn fær ekki krónu Viðskipti innlent Vikan sem vex og vex: „Magatilfinningin er jafnvel mikilvægust“ Atvinnulíf Bein útsending: Lokadagur Nýsköpunarviku Viðskipti innlent Fleiri fréttir Árni hættir sem forstjóri Húsasmiðjunnar Landsbankinn við Austurstræti falur Spá sömuleiðis óbreyttum stýrivöxtum Margföld umframáskrift en útboðið ekki stækkað í bili Átök auðkýfinganna: „Ekki farið fram hjá neinum að á milli okkar hefur andað köldu“ Bein útsending: Lokadagur Nýsköpunarviku Bjarni nýr framkvæmdastjóri RVK Bruggfélags Borgunarmálinu lokið og bankinn fær ekki krónu Bein útsending: Kynningarfundur um hlutafjárútboð í Íslandsbanka Skor aftur synjað um lengri opnunartíma vegna hávaða Segja Heinemann brjóta gegn stjórnarskrárvörðum rétti Íslendinga Spá óbreyttum stýrivöxtum Útboðið fari vel af stað og allar líkur á að magnið aukist Jákvætt að almenningur njóti forgangs við söluna Áskriftir borist í 20 prósenta hlut í Íslandsbanka Verslun Nettó í Glæsibæ opnar líklega á morgun Dregur úr tapi og notendum fjölgar um 66 prósent Vonar að almenningur nýti forganginn í bankasölunni Ráðinn forstöðumaður Öryggislausna OK Útboðið á ríkishlutum í Íslandsbanka hafið Síðasti dropinn á sögulegri stöð Ráðuneytið ræður fjögur íslensk fjármálafyrirtæki vegna sölunnar á Íslandsbanka Sjóvá fundaði með PPP en afþakkaði þjónustu Svandís tekur við Fastus lausnum Ráðinn framkvæmdastjóri Starbucks á Íslandi Tæknin geti komið í veg fyrir þjófnað Hafa þegar skilað nettóbindingu en tafir á stærri föngunarstöð „Umbreyting í átt að velsældarhagkerfi krefst hugrekkis“ Salan á Íslandsbanka: Samið við fjóra erlenda söluaðila Til IDS á Íslandi frá Íslenskri erfðagreiningu Sjá meira
Auglýsingar Svens ólöglegar Neytendastofa hefur úrskurðað auglýsingar nikótínpúðaverslunarinnar Svens ólögmætar og veitt fyrirtækinu fjögurra vikna frest til að fjarlægja þær. 25. júlí 2023 15:32
Sven sem Jobs kom RÚV í klandur Ríkisútvarpið var talið hafa gerst brotlegt við nýbreytt fjölmiðlalög með því að birta auglýsingar verslunarkeðjunnar Svens, sem selur einungis nikótínpúða svokallaða. 1. júlí 2023 08:05
Átök auðkýfinganna: „Ekki farið fram hjá neinum að á milli okkar hefur andað köldu“ Viðskipti innlent
Átök auðkýfinganna: „Ekki farið fram hjá neinum að á milli okkar hefur andað köldu“ Viðskipti innlent