„Bless X“ Oddur Ævar Gunnarsson skrifar 31. júlí 2023 10:35 Björn Leví hefur bæst í hóp þeirra Íslendinga sem kvatt hafa samfélagsmiðilinn X eftir að Elon Musk tók þar til hendinni. Vísir/Vilhelm Björn Leví Gunnarsson, þingmaður Pírata, er hættur á samfélagsmiðlinum X, sem bar nafnið Twitter þar til nýlega. Hann segir að sér hafi ekki hugnast áform milljónamæringsins Elon Musk með miðilinn. „Já, bless X. Ég kunni ekki að meta þessar áætlanir hans að gera þetta að einhverjum viðskiptamiðli og finnst þær bara kjánalegar,“ segir Björn í samtali við Vísi. Breytingarnar á miðlinum hafa ekki farið framhjá mörgum en minna en ár er síðan Elon Musk eignaðist samfélagsmiðilinn. Síðan þá hefur Musk látið til sín taka, svo ekki sé fastara að orði kveðið. Hann tilkynnti í síðustu viku breytingar á nafni miðilsins og sagði að hann hygðist gera forritið að „ofurforriti“ þar sem hægt verður að nota það til að senda skilaboð, hlusta á tónlist, horfa á myndbönd en einnig til að greiða fyrir vörur og þjónustur. Björn Leví segist vera kominn á samfélagsmiðilinn Bluesky í stað X. Þar er nú töluverður fjöldi Íslendinga sem áður notuðu Twitter en miðillinn var stofnaður af Jack Dorsey, fyrrverandi framkvæmdastjóra Twitter og er keimlíkur miðlinum eins og hann var. Bluesky er nú á svokölluðu beta stigi, eða prufunarstigi og þarf sérstakt boð til að komast þangað inn. „Þetta er voðalega svipað og Twitter. Ég er enn að kynnast þessum miðli en útlitið er mjög svipað og Twitter á sínum tíma. Tæknin virðist vera aðeins öðruvísi og ekki alveg sama miðstýring,“ segir Björn Leví. Hefurðu einhverjar áhyggjur af því að ná ekki lengur til fólks sem er enn á Twitter/X? „Nei, ég var svo sem ekkert það virkur á Twitter, þannig þetta er ekki stór útganga upp á það að gera. Ég hef verið meira virkur á Facebook þar sem ég get skrifað lengri færslur. Það var aldrei pláss fyrir það á Twitter hvorteðer, nema í gegnum eitthvað þráðadrasl og er reyndar það sama uppi á teningnum á Bluesky, eitthvað um 300 orða takmark.“ Píratar Samfélagsmiðlar Twitter Alþingi Mest lesið Heillaði að læra hefðirnar í Húsó Lífið KK og Sinfó: Clint Eastwood mætti í Eldborg Gagnrýni Brad Pitt tjáir sig í fyrsta skipti um skilnaðinn Lífið „Þetta tekur svo svakalega á sálartetrið“ Lífið Hefur lést um níu kíló eftir hjartaáfallið: „Maður vaknar svolítið við þetta“ Lífið Steldu senunni í veislu sumarsins Lífið Sjarmerandi miðbæjaríbúð listapars Lífið Dreymir stanslaust kynlíf með öðru fólki en makanum Lífið Kolféll fyrir New York en sér íslenska náttúru í hillingum Lífið Tónlistarbransadrottning selur miðbæjarslotið Lífið Fleiri fréttir Brad Pitt tjáir sig í fyrsta skipti um skilnaðinn „Þetta tekur svo svakalega á sálartetrið“ Sjarmerandi miðbæjaríbúð listapars Heillaði að læra hefðirnar í Húsó Steldu senunni í veislu sumarsins Hefur lést um níu kíló eftir hjartaáfallið: „Maður vaknar svolítið við þetta“ Dreymir stanslaust kynlíf með öðru fólki en makanum Skvísurnar tóku yfir klúbbinn Tónlistarbransadrottning selur miðbæjarslotið Handlagin hjón selja tvær eignir í sögulegu farandshúsi Kjalar ástfanginn í tvö ár Diddú tíu þúsundasti gestur fótboltabullnanna Sú elsta í sögu Ungfrú Ísland glímdi við átröskun og varð minnst 39 kíló Alda Karen keppir í hermiakstri Var ekki að lifa lífinu heldur að þrauka það Eilish sópaði að sér verðlaunum á AMA-hátíðinni Kolféll fyrir New York en sér íslenska náttúru í hillingum Brauðtertu- og ostakökukeppni á Selfossi Sara Björk og Árni kaupa í Urriðaholti Senjórítur og Pálmi Gunnars stálu senunni á Rottweiler Eyjaherrar heiðruðu sjötugan Ásgeir í stjörnufans „Þessi þriggja daga hátíð er algjört konfekt” Þarf ekki stóra íbúð til að gera heimilið fallegt Ásta Kristrún og Valgeir biðla til vina í leit að húsnæði Óttar keypti 320 milljóna króna þakíbúð Segist hafa neyðst til að vera Laufey í beinni útsendingu Stjörnulífið: Fröllur í poka og franska rívíeran Ástir, losti, fíkn og svik – dauði Marilyn Monroe Flytur til Sydney Drake kom fram á tónleikum í 66°Norður Sjá meira
„Já, bless X. Ég kunni ekki að meta þessar áætlanir hans að gera þetta að einhverjum viðskiptamiðli og finnst þær bara kjánalegar,“ segir Björn í samtali við Vísi. Breytingarnar á miðlinum hafa ekki farið framhjá mörgum en minna en ár er síðan Elon Musk eignaðist samfélagsmiðilinn. Síðan þá hefur Musk látið til sín taka, svo ekki sé fastara að orði kveðið. Hann tilkynnti í síðustu viku breytingar á nafni miðilsins og sagði að hann hygðist gera forritið að „ofurforriti“ þar sem hægt verður að nota það til að senda skilaboð, hlusta á tónlist, horfa á myndbönd en einnig til að greiða fyrir vörur og þjónustur. Björn Leví segist vera kominn á samfélagsmiðilinn Bluesky í stað X. Þar er nú töluverður fjöldi Íslendinga sem áður notuðu Twitter en miðillinn var stofnaður af Jack Dorsey, fyrrverandi framkvæmdastjóra Twitter og er keimlíkur miðlinum eins og hann var. Bluesky er nú á svokölluðu beta stigi, eða prufunarstigi og þarf sérstakt boð til að komast þangað inn. „Þetta er voðalega svipað og Twitter. Ég er enn að kynnast þessum miðli en útlitið er mjög svipað og Twitter á sínum tíma. Tæknin virðist vera aðeins öðruvísi og ekki alveg sama miðstýring,“ segir Björn Leví. Hefurðu einhverjar áhyggjur af því að ná ekki lengur til fólks sem er enn á Twitter/X? „Nei, ég var svo sem ekkert það virkur á Twitter, þannig þetta er ekki stór útganga upp á það að gera. Ég hef verið meira virkur á Facebook þar sem ég get skrifað lengri færslur. Það var aldrei pláss fyrir það á Twitter hvorteðer, nema í gegnum eitthvað þráðadrasl og er reyndar það sama uppi á teningnum á Bluesky, eitthvað um 300 orða takmark.“
Píratar Samfélagsmiðlar Twitter Alþingi Mest lesið Heillaði að læra hefðirnar í Húsó Lífið KK og Sinfó: Clint Eastwood mætti í Eldborg Gagnrýni Brad Pitt tjáir sig í fyrsta skipti um skilnaðinn Lífið „Þetta tekur svo svakalega á sálartetrið“ Lífið Hefur lést um níu kíló eftir hjartaáfallið: „Maður vaknar svolítið við þetta“ Lífið Steldu senunni í veislu sumarsins Lífið Sjarmerandi miðbæjaríbúð listapars Lífið Dreymir stanslaust kynlíf með öðru fólki en makanum Lífið Kolféll fyrir New York en sér íslenska náttúru í hillingum Lífið Tónlistarbransadrottning selur miðbæjarslotið Lífið Fleiri fréttir Brad Pitt tjáir sig í fyrsta skipti um skilnaðinn „Þetta tekur svo svakalega á sálartetrið“ Sjarmerandi miðbæjaríbúð listapars Heillaði að læra hefðirnar í Húsó Steldu senunni í veislu sumarsins Hefur lést um níu kíló eftir hjartaáfallið: „Maður vaknar svolítið við þetta“ Dreymir stanslaust kynlíf með öðru fólki en makanum Skvísurnar tóku yfir klúbbinn Tónlistarbransadrottning selur miðbæjarslotið Handlagin hjón selja tvær eignir í sögulegu farandshúsi Kjalar ástfanginn í tvö ár Diddú tíu þúsundasti gestur fótboltabullnanna Sú elsta í sögu Ungfrú Ísland glímdi við átröskun og varð minnst 39 kíló Alda Karen keppir í hermiakstri Var ekki að lifa lífinu heldur að þrauka það Eilish sópaði að sér verðlaunum á AMA-hátíðinni Kolféll fyrir New York en sér íslenska náttúru í hillingum Brauðtertu- og ostakökukeppni á Selfossi Sara Björk og Árni kaupa í Urriðaholti Senjórítur og Pálmi Gunnars stálu senunni á Rottweiler Eyjaherrar heiðruðu sjötugan Ásgeir í stjörnufans „Þessi þriggja daga hátíð er algjört konfekt” Þarf ekki stóra íbúð til að gera heimilið fallegt Ásta Kristrún og Valgeir biðla til vina í leit að húsnæði Óttar keypti 320 milljóna króna þakíbúð Segist hafa neyðst til að vera Laufey í beinni útsendingu Stjörnulífið: Fröllur í poka og franska rívíeran Ástir, losti, fíkn og svik – dauði Marilyn Monroe Flytur til Sydney Drake kom fram á tónleikum í 66°Norður Sjá meira