„Fram að fyrsta markinu fannst mér þetta nokkuð jafnt“ Ágúst Orri Arnarson skrifar 31. júlí 2023 23:01 Rúnar Kristinsson á hliðarlínunni í leik kvöldsins Vísir/Hulda Margrét „Við töpuðum bara fyrir mjög góðu Valsliði sem spilaði góðan leik hér eftir að þeir komust yfir en fram að fyrsta markinu fannst mér þetta nokkuð jafnt.“ sagði Rúnar Kristinsson, þjálfari KR, eftir 0-4 tap liðsins gegn Val fyrr í kvöld. Leikurinn var jafn og spennandi á upphafsmínútum en Valsmenn tóku fljótlega stjórnina og komust tveimur mörkum yfir áður en flautað var til hálfleiks. Rúnar segist heilt yfir ánægður með frammistöðu sinna manna, en játar sig sigraðan gegn betri andstæðing. „Mér fannst við ná að pressa þá vel og koma þeim í vandræði í uppspilinu þeirra úr öftustu línu. Svo skora þeir, 1-0 og svo í kjölfarið 2-0 rétt fyrir hálfleik sem var slæmt að fá, eftir það var þetta bara mjög erfitt. Ég er samt ánægður að strákarnir, þeir héldu áfram fram á síðustu mínútu að reyna og lögðu á sig vinnu en við töpuðum bara fyrir betra liði, einfalt.“ Eftir að hafa lent tveimur mörkum undir á lokamínútu fyrri hálfleiks færði KR liðið sig ofar á völlinn til að freista þess að minnka muninn. En pressa liðsins var heldur máttlaus og það reyndist Valsmönnum auðvelt að spila sig í gegnum hana. „Við reynum að breyta einhverju og prófa eitthvað nýtt. Sjá hvort við getum ekki haldið áfram að pressa eins og við gerðum í byrjun leiks og koma þeim í smá vandræði. En Valsmenn eru bara með ofboðslega marga góða einstaklega í sínu liði sem geta brotið upp leiki. Þegar við lyftum miðjunni okkur í hápressu í upphafi síðari hálfleiks þá náðu þeir hörkuspili í gegnum miðjuna okkar og upp úr því þriðja markið, þá er þetta náttúrulega bara orðið spurning um að minnka skaðann og gefast ekki alveg upp.“ Rúnar var svo spurður hvort styrkja þyrfti liðið og ef búast mætti við einhverjum sviptingum í leikmannahópi liðsins. „Ég veit það ekki, það er ekkert í kortunum og við erum búnir að vera ánægðir með þennan hóp. Það er ágætis gengi hjá okkur þrátt fyrir að tapa síðustu leikjum gegn efstu liðum deildarinnar. Það sýnir bara muninn, það eru þrjú lið sem eru töluvert betri en flest öll önnur lið í deildinni.“ Hann segir þrjú lið standa öllum ofar í Bestu deildinni, það eru að sjálfsögðu toppliðin; Víkingur, Valur og Breiðablik. KR hefur nú spilað gegn tveimur þeirra og tapað báðum leikjum, næst mæta þeir þriðja liðinu, Breiðablik á Kópavogsvelli. Sá leikur var færður yfir á sunnudag verslunarmannahelgarinnar vegna Evrópuævintýra Breiðabliks en vanalega hafa engir leikir farið fram á þessum degi. „Þessir strákar eru bara á samning, eru í vinnu við að spila fótbolta og þeir verða bara að sætta sig við það. Vonandi verður bara hægt að færa leikinn yfir á laugardag, ef að Blikar og KSÍ eru til í það myndum við frekar vilja spila á laugardag. En við erum ánægðir að íslensk lið séu að standa sig vel í Evrópu“ sagði Rúnar að lokum. KR Besta deild karla Mest lesið Bruno til bjargar Enski boltinn Jón Daði lagði upp mark í sínum fyrsta byrjunarliðsleik Enski boltinn „Áran yfir Meistaravöllum er ólýsanleg“ Íslenski boltinn Markvörðurinn Mary fyrst á Madame Tussauds Fótbolti Guðný á leið í aðgerð og missir af næsta verkefni landsliðsins Fótbolti Fyrirliðinn Glódís Perla og Bayern enn með fullt hús stiga Fótbolti Ten Hag gæti farið strax til Ítalíu Fótbolti Höttur hlaut aftur langhæsta styrkinn: „Virkilega góð lyftistöng“ Íslenski boltinn Blaðamannafundur HSÍ blásinn af á elleftu stundu Handbolti Arsenal í bílstjórasætið eftir stórsigur á Juventus Fótbolti Fleiri fréttir Markvörðurinn Mary fyrst á Madame Tussauds Guðný á leið í aðgerð og missir af næsta verkefni landsliðsins Jón Daði lagði upp mark í sínum fyrsta byrjunarliðsleik Fyrirliðinn Glódís Perla og Bayern enn með fullt hús stiga „Áran yfir Meistaravöllum er ólýsanleg“ Bruno til bjargar Arsenal í bílstjórasætið eftir stórsigur á Juventus Kristófer áfram í Kópavogi Murphy um Coote: „Hann er búinn“ Ten Hag gæti farið strax til Ítalíu Höttur hlaut aftur langhæsta styrkinn: „Virkilega góð lyftistöng“ Ósigraður Kolbeinn kominn með næsta andstæðing Ödegaard strax aftur heim Lampard sótti um starfið hjá Coventry Damir á leið til Asíu Blaðamannafundur HSÍ blásinn af á elleftu stundu Martin missir af landsleikjunum, Bjarni kemur inn og Viðar í stað Pavels Vill vera áfram í Kópavogi en útilokar ekkert Angulo látinn aðeins tuttugu og tveggja ára að aldri „Viðurkennt að svona gerum við ekki“ Liverpool langlíklegast til að verða meistari samkvæmt ofurtölvunni „Eitthvað sem maður mun muna eftir alla ævi“ Hlín fór á kostum og finnur fyrir áhuga: „Hef ekki tekið ákvörðun“ Hattarmenn senda Kanann heim Ísak hættur með ÍR Hareide segir Ødegaard milli steins og sleggju Stuðningsmenn Liverpool rifja upp gamlar syndir Coote Lá nánast við skilnaði fyrir úrslitaleikinn Lineker hættir með Match of the Day eftir tímabilið Elanga ekki í landsliðshóp Svía og neitar að svara þjálfaranum Sjá meira
Leikurinn var jafn og spennandi á upphafsmínútum en Valsmenn tóku fljótlega stjórnina og komust tveimur mörkum yfir áður en flautað var til hálfleiks. Rúnar segist heilt yfir ánægður með frammistöðu sinna manna, en játar sig sigraðan gegn betri andstæðing. „Mér fannst við ná að pressa þá vel og koma þeim í vandræði í uppspilinu þeirra úr öftustu línu. Svo skora þeir, 1-0 og svo í kjölfarið 2-0 rétt fyrir hálfleik sem var slæmt að fá, eftir það var þetta bara mjög erfitt. Ég er samt ánægður að strákarnir, þeir héldu áfram fram á síðustu mínútu að reyna og lögðu á sig vinnu en við töpuðum bara fyrir betra liði, einfalt.“ Eftir að hafa lent tveimur mörkum undir á lokamínútu fyrri hálfleiks færði KR liðið sig ofar á völlinn til að freista þess að minnka muninn. En pressa liðsins var heldur máttlaus og það reyndist Valsmönnum auðvelt að spila sig í gegnum hana. „Við reynum að breyta einhverju og prófa eitthvað nýtt. Sjá hvort við getum ekki haldið áfram að pressa eins og við gerðum í byrjun leiks og koma þeim í smá vandræði. En Valsmenn eru bara með ofboðslega marga góða einstaklega í sínu liði sem geta brotið upp leiki. Þegar við lyftum miðjunni okkur í hápressu í upphafi síðari hálfleiks þá náðu þeir hörkuspili í gegnum miðjuna okkar og upp úr því þriðja markið, þá er þetta náttúrulega bara orðið spurning um að minnka skaðann og gefast ekki alveg upp.“ Rúnar var svo spurður hvort styrkja þyrfti liðið og ef búast mætti við einhverjum sviptingum í leikmannahópi liðsins. „Ég veit það ekki, það er ekkert í kortunum og við erum búnir að vera ánægðir með þennan hóp. Það er ágætis gengi hjá okkur þrátt fyrir að tapa síðustu leikjum gegn efstu liðum deildarinnar. Það sýnir bara muninn, það eru þrjú lið sem eru töluvert betri en flest öll önnur lið í deildinni.“ Hann segir þrjú lið standa öllum ofar í Bestu deildinni, það eru að sjálfsögðu toppliðin; Víkingur, Valur og Breiðablik. KR hefur nú spilað gegn tveimur þeirra og tapað báðum leikjum, næst mæta þeir þriðja liðinu, Breiðablik á Kópavogsvelli. Sá leikur var færður yfir á sunnudag verslunarmannahelgarinnar vegna Evrópuævintýra Breiðabliks en vanalega hafa engir leikir farið fram á þessum degi. „Þessir strákar eru bara á samning, eru í vinnu við að spila fótbolta og þeir verða bara að sætta sig við það. Vonandi verður bara hægt að færa leikinn yfir á laugardag, ef að Blikar og KSÍ eru til í það myndum við frekar vilja spila á laugardag. En við erum ánægðir að íslensk lið séu að standa sig vel í Evrópu“ sagði Rúnar að lokum.
KR Besta deild karla Mest lesið Bruno til bjargar Enski boltinn Jón Daði lagði upp mark í sínum fyrsta byrjunarliðsleik Enski boltinn „Áran yfir Meistaravöllum er ólýsanleg“ Íslenski boltinn Markvörðurinn Mary fyrst á Madame Tussauds Fótbolti Guðný á leið í aðgerð og missir af næsta verkefni landsliðsins Fótbolti Fyrirliðinn Glódís Perla og Bayern enn með fullt hús stiga Fótbolti Ten Hag gæti farið strax til Ítalíu Fótbolti Höttur hlaut aftur langhæsta styrkinn: „Virkilega góð lyftistöng“ Íslenski boltinn Blaðamannafundur HSÍ blásinn af á elleftu stundu Handbolti Arsenal í bílstjórasætið eftir stórsigur á Juventus Fótbolti Fleiri fréttir Markvörðurinn Mary fyrst á Madame Tussauds Guðný á leið í aðgerð og missir af næsta verkefni landsliðsins Jón Daði lagði upp mark í sínum fyrsta byrjunarliðsleik Fyrirliðinn Glódís Perla og Bayern enn með fullt hús stiga „Áran yfir Meistaravöllum er ólýsanleg“ Bruno til bjargar Arsenal í bílstjórasætið eftir stórsigur á Juventus Kristófer áfram í Kópavogi Murphy um Coote: „Hann er búinn“ Ten Hag gæti farið strax til Ítalíu Höttur hlaut aftur langhæsta styrkinn: „Virkilega góð lyftistöng“ Ósigraður Kolbeinn kominn með næsta andstæðing Ödegaard strax aftur heim Lampard sótti um starfið hjá Coventry Damir á leið til Asíu Blaðamannafundur HSÍ blásinn af á elleftu stundu Martin missir af landsleikjunum, Bjarni kemur inn og Viðar í stað Pavels Vill vera áfram í Kópavogi en útilokar ekkert Angulo látinn aðeins tuttugu og tveggja ára að aldri „Viðurkennt að svona gerum við ekki“ Liverpool langlíklegast til að verða meistari samkvæmt ofurtölvunni „Eitthvað sem maður mun muna eftir alla ævi“ Hlín fór á kostum og finnur fyrir áhuga: „Hef ekki tekið ákvörðun“ Hattarmenn senda Kanann heim Ísak hættur með ÍR Hareide segir Ødegaard milli steins og sleggju Stuðningsmenn Liverpool rifja upp gamlar syndir Coote Lá nánast við skilnaði fyrir úrslitaleikinn Lineker hættir með Match of the Day eftir tímabilið Elanga ekki í landsliðshóp Svía og neitar að svara þjálfaranum Sjá meira