„Öllum að verða ljóst að þetta getur ekki verið svona“ Bjarki Sigurðsson skrifar 1. ágúst 2023 11:54 Þyrlur frá ýmsum flugfélögum fara margar útsýnisferðir á dag yfir eldgosið við Litla-Hrút. Vísir/Vilhelm Verið er að skoða að koma upp aðstöðu fyrir þyrluflug á Hólmsheiði. Borgarstjóri segir það sárgrætilegt að tíu ára gamalt samkomulag ríkisins og ISAVIA um nýjan flugvöll hafi aldrei verið efnt. Með þeim velli hefði verið hægt að koma í veg fyrir hávaðamengun vegna þyrluflugs. Síðan eldgosið við Litla-Hrút hófst hafa borgarbúar og íbúar Kársness margir hverjir þurft að þola mikinn hávaða frá þyrlum á leið í útsýnisflug yfir gosið. Þyrlurnar fara margar ferðir á dag og hefur borginni borist fjölmargar kvartanir vegna hávaðans. Dagur B. Eggertsson borgarstjóri segir borgaryfirvöld nú skoða hvort flugvöllur á Hólmsheiði sé mögulegur kostur sem gæti nýst útsýnisfluginu til frambúðar. „Það er í skoðun, það er flugvöllur á Hólmsheiði sem fisflugfélagið notar. Þannig þetta er býsna stórt svæði sem við köllum þessu nafni og það er alls ekki sama hvar svoleiðis er sett niður en það gæti verið tækifæri þarna á ákveðnum stöðum þar sem þegar hefur verið skilgreindur flugvöllur að prjóna yfir það og koma þar upp aðstöðu. Það er auðvitað ekki hægt að slá því föstu,“ segir Dagur í samtali við fréttastofu. Hann segir flugvöll sem ISAVIA og ríkið lofuðu árið 2013 að byggja hefði getað bjargað málunum. „Í stóra samhenginu er sárgrætilegt að það eru tíu ár síðan skrifað var undir samkomulag þar sem ríkið og borgin skuldbundu sig til að gera nýjan völl fyrir æfingar og kennslu á einkaflugi sem færi þá úr Vatnsmýrinni. Það hefði verið mjög auðvelt aðkoma allri þyrluaðstöðu fyrir á þeim velli en hann hefur enn ekki litið dagsins ljós,“ segir Dagur. Hann bendir á að fólk eigi að kvarta til heilbrigðiseftirlitsins vegna hljóðmengunar en ekki til ISAVIA. „Þetta er töluvert stór hluti af höfuðborgarsvæðinu sem verður var við þessa aukna þyrluferð. Ég held að það sé öllum að verða ljóst að þetta getur ekki verið svona,“ segir Dagur. Ferðamennska á Íslandi Reykjavík Fréttir af flugi Eldgos og jarðhræringar Eldgos á Reykjanesskaga Borgarstjórn Reykjavíkurflugvöllur Mest lesið „Snarklikkað fólk“ sem hafi fengið smá lexíu Innlent Freistar Bandaríkjanna með gulli og grænum skógum Erlent „Inga gripið til orðfæris í garð blaðamanna sem engum stjórnmálamanni er sæmandi“ Innlent Milljónirnar fari í neyðarsjóð fjölskyldunnar Innlent Valdi dauða með aftökusveit Erlent Ofbýður hvað Reykjavík er ljót Innlent Staða Sinaloa slæm eftir blóðug átök Erlent VR greiddi Ragnari Þór rúmar tíu milljónir við starfslokin Innlent Kennarar mótmæla við bæjarráðsfund Innlent Þingflokksformaðurinn styður Áslaugu Örnu Innlent Fleiri fréttir Diljá Mist boðar til fundar Neyðarsjóður Ragnars Þórs og kennarar kallaðir í Karphúsið Samningur felldur: „Vissum að þetta stæði tæpt“ Sýknuð af ákæru fyrir að láta umskera son sinn Milljónirnar fari í neyðarsjóð fjölskyldunnar Hæstiréttur fellst á að taka Hvammsvirkjunarmálið fyrir Kæru Brimbrettafélagsins vegna framkvæmdaleyfis vísað frá Þingflokksformaðurinn styður Áslaugu Örnu „Inga gripið til orðfæris í garð blaðamanna sem engum stjórnmálamanni er sæmandi“ Kom ekki nálægt innanhússtillögu sáttasemjara Fundað á ný í kennaradeilu Kennarar mótmæla við bæjarráðsfund VR greiddi Ragnari Þór rúmar tíu milljónir við starfslokin „Snarklikkað fólk“ sem hafi fengið smá lexíu Frambjóðendur spurðu hvor annan: „Ég ætla að hlusta á þá“ Macron vinsamlegur en ákveðinn á fundi með Trump Drónaframleiðsla, sprengjuleit og innviðauppbygging meðal þess sem Ísland styrkir Slökkviliðsmenn felldu samninginn Kristrún í Kænugarði: „Mjög tilfinningaþrungið ástand hérna“ Ofbýður hvað Reykjavík er ljót „Ekki sitja í störukeppni á meðan molnar undan unga fólkinu“ Myndband af ránstilrauninni: Ýtti ræningja með byssu burt og ýtti á neyðarhnappinn Þriggja ára stríð, myndband af ráni og ljót borg Husky réðst á hreindýr, sem þurfti að aflífa Guðrún nýtur meiri stuðnings hjá almenningi Sjálfstæðis- og Framsóknarmenn haldi skólakerfinu í gíslingu „Stjórnmálamenn í Lazy Boy bíði þess að skattgreiðendur sendi þeim peninga“ Grasrót kennara lætur til sín taka á samfélagsmiðlum Óttast afleiðingarnar ef kennarar fá mun meiri hækkun en aðrir Kynnti tveggja milljarða viðbótarstuðning við Úkraínu í Kænugarði Sjá meira
Síðan eldgosið við Litla-Hrút hófst hafa borgarbúar og íbúar Kársness margir hverjir þurft að þola mikinn hávaða frá þyrlum á leið í útsýnisflug yfir gosið. Þyrlurnar fara margar ferðir á dag og hefur borginni borist fjölmargar kvartanir vegna hávaðans. Dagur B. Eggertsson borgarstjóri segir borgaryfirvöld nú skoða hvort flugvöllur á Hólmsheiði sé mögulegur kostur sem gæti nýst útsýnisfluginu til frambúðar. „Það er í skoðun, það er flugvöllur á Hólmsheiði sem fisflugfélagið notar. Þannig þetta er býsna stórt svæði sem við köllum þessu nafni og það er alls ekki sama hvar svoleiðis er sett niður en það gæti verið tækifæri þarna á ákveðnum stöðum þar sem þegar hefur verið skilgreindur flugvöllur að prjóna yfir það og koma þar upp aðstöðu. Það er auðvitað ekki hægt að slá því föstu,“ segir Dagur í samtali við fréttastofu. Hann segir flugvöll sem ISAVIA og ríkið lofuðu árið 2013 að byggja hefði getað bjargað málunum. „Í stóra samhenginu er sárgrætilegt að það eru tíu ár síðan skrifað var undir samkomulag þar sem ríkið og borgin skuldbundu sig til að gera nýjan völl fyrir æfingar og kennslu á einkaflugi sem færi þá úr Vatnsmýrinni. Það hefði verið mjög auðvelt aðkoma allri þyrluaðstöðu fyrir á þeim velli en hann hefur enn ekki litið dagsins ljós,“ segir Dagur. Hann bendir á að fólk eigi að kvarta til heilbrigðiseftirlitsins vegna hljóðmengunar en ekki til ISAVIA. „Þetta er töluvert stór hluti af höfuðborgarsvæðinu sem verður var við þessa aukna þyrluferð. Ég held að það sé öllum að verða ljóst að þetta getur ekki verið svona,“ segir Dagur.
Ferðamennska á Íslandi Reykjavík Fréttir af flugi Eldgos og jarðhræringar Eldgos á Reykjanesskaga Borgarstjórn Reykjavíkurflugvöllur Mest lesið „Snarklikkað fólk“ sem hafi fengið smá lexíu Innlent Freistar Bandaríkjanna með gulli og grænum skógum Erlent „Inga gripið til orðfæris í garð blaðamanna sem engum stjórnmálamanni er sæmandi“ Innlent Milljónirnar fari í neyðarsjóð fjölskyldunnar Innlent Valdi dauða með aftökusveit Erlent Ofbýður hvað Reykjavík er ljót Innlent Staða Sinaloa slæm eftir blóðug átök Erlent VR greiddi Ragnari Þór rúmar tíu milljónir við starfslokin Innlent Kennarar mótmæla við bæjarráðsfund Innlent Þingflokksformaðurinn styður Áslaugu Örnu Innlent Fleiri fréttir Diljá Mist boðar til fundar Neyðarsjóður Ragnars Þórs og kennarar kallaðir í Karphúsið Samningur felldur: „Vissum að þetta stæði tæpt“ Sýknuð af ákæru fyrir að láta umskera son sinn Milljónirnar fari í neyðarsjóð fjölskyldunnar Hæstiréttur fellst á að taka Hvammsvirkjunarmálið fyrir Kæru Brimbrettafélagsins vegna framkvæmdaleyfis vísað frá Þingflokksformaðurinn styður Áslaugu Örnu „Inga gripið til orðfæris í garð blaðamanna sem engum stjórnmálamanni er sæmandi“ Kom ekki nálægt innanhússtillögu sáttasemjara Fundað á ný í kennaradeilu Kennarar mótmæla við bæjarráðsfund VR greiddi Ragnari Þór rúmar tíu milljónir við starfslokin „Snarklikkað fólk“ sem hafi fengið smá lexíu Frambjóðendur spurðu hvor annan: „Ég ætla að hlusta á þá“ Macron vinsamlegur en ákveðinn á fundi með Trump Drónaframleiðsla, sprengjuleit og innviðauppbygging meðal þess sem Ísland styrkir Slökkviliðsmenn felldu samninginn Kristrún í Kænugarði: „Mjög tilfinningaþrungið ástand hérna“ Ofbýður hvað Reykjavík er ljót „Ekki sitja í störukeppni á meðan molnar undan unga fólkinu“ Myndband af ránstilrauninni: Ýtti ræningja með byssu burt og ýtti á neyðarhnappinn Þriggja ára stríð, myndband af ráni og ljót borg Husky réðst á hreindýr, sem þurfti að aflífa Guðrún nýtur meiri stuðnings hjá almenningi Sjálfstæðis- og Framsóknarmenn haldi skólakerfinu í gíslingu „Stjórnmálamenn í Lazy Boy bíði þess að skattgreiðendur sendi þeim peninga“ Grasrót kennara lætur til sín taka á samfélagsmiðlum Óttast afleiðingarnar ef kennarar fá mun meiri hækkun en aðrir Kynnti tveggja milljarða viðbótarstuðning við Úkraínu í Kænugarði Sjá meira