Ótækt að þyrlurnar séu nánast komnar ofan í kaffibolla íbúa Oddur Ævar Gunnarsson skrifar 1. ágúst 2023 21:55 Birgir Ómar Haraldsson, framkvæmdastjóri Norðurflugs, tekur vel í hugmyndir um að finna útsýnisflugi þyrlna nýtt heimili. Vísir/Vilhelm Framkvæmdastjóri Norðurflugs segir að sér lítist ekki illa á að flytja starfsemi fyrirtækisins á Hólmsheiði. Skiljanlegt sé að íbúar séu þreyttir á hávaðamengun af völdum þyrluumferðar en fyrirtækið lúti núverandi flugferlum og ráði ekki flugleiðum inn á og út af Reykjavíkurflugvelli. „Okkur finnst ekkert að því að skoða það. Við erum opnir fyrir öllum möguleikum,“ segir Birgir Ómar Haraldsson, framkvæmdastjóri Norðurflugs, spurður að því hvernig honum líst á hugmyndir Dags B. Eggertssonar um að finna þyrlum heimili á Hólmsheiði. Rætt var við Birgi í kvöldfréttum Stöðvar 2 í kvöld og í Reykjavík Síðdegis á Bylgjunni. Ráða ekki að og fráflugsstefnu Birgir segir að fyrsta skrefið gæti verið að reyna að finna nýja aðflugs og fráflugsferla sem hentað geti þyrlum á Reykjavíkurflugvelli. Það gæti minnkað hávaða af völdum þyrluumferðarinnar umtalsvert. „Og ef þú vilt taka flugvöllinn alveg út í öðru skrefi þá ferðu með fyrirtæki eins og okkar eitthvað hérna út fyrir bæjarmörkin,“ segir Birgir. Það sé á herðum Samgöngustofu og Isavia að sinna flugferlum á meðan Norðurflug lúti reglugerðum af þeirra hálfu. „Að sjálfsögðu heyrum við þessar gagnrýnisraddir og okkur þykir þetta bara leiðinlegt. Við getum voða lítið gert í þessu. Við ráðum ekki að og fráflugsstefnu eða aðflugi inn á Reykjavíkurflugvöll og erum háðir reglugerðarumhverfi sem við getum ekki breytt,“ segir Birgir í Reykjavík síðdegis. Hann segir að forsvarsmenn fyrirtækisins hafi ekki skoðað það af dýpt ennþá hvaða áhrif það hefði á reksturinn að færa það á Hólmsheiði. Ljóst sé að það muni hafa bæði neikvæð og jákvæð áhrif. „Þannig að við ætlum allavega ekkert að horfa á neikvæðu hlutina strax, við ætlum bara að sjá heildarmyndina þegar að því kemur,“ segir Birgir. Það sé þó flókið að útfæra það. „En það er náttúrulega ótækt þegar aðilar koma og kvarta undan því að þyrlurnar séu nánast komnar ofan í kaffibollann, þá er þetta orðið alvarlegt mál.“ Fréttir af flugi Reykjavík síðdegis Reykjavíkurflugvöllur Reykjavík Tengdar fréttir „Öllum að verða ljóst að þetta getur ekki verið svona“ Verið er að skoða að koma upp aðstöðu fyrir þyrluflug á Hólmsheiði. Borgarstjóri segir það sárgrætilegt að tíu ára gamalt samkomulag ríkisins og ISAVIA um nýjan flugvöll hafi aldrei verið efnt. Með þeim velli hefði verið hægt að koma í veg fyrir hávaðamengun vegna þyrluflugs. 1. ágúst 2023 11:54 Brýnt að finna þyrluflugi í Reykjavík nýjan stað Borgarstjóri segir brýnt að finna útsýnisflugi þyrlna nýjan stað og tryggja að flugleiðir í lágflugi séu almennt ekki yfir íbúabyggð. Borgaryfirvöld skoði nú Hólmsheiði sem mögulegan kost sem nýst gæti til útsýnisflugs, bæði tímabundið og til frambúðar. Stjórnir sveitarfélaga á höfuðborgarsvæðinu hafa ekki rætt málið á sínum vettvangi. 1. ágúst 2023 06:46 Mest lesið Seinni hálfleikur að hefjast eftir stutt hlé í nótt Innlent Pottur fyrrverandi þingmanns hvarf í óveðrinu Innlent Braut húsaleigulög með litavalinu Innlent Hundruðum kvenfanga nauðgað og þær brenndar lifandi Erlent Vaktin: Aftakaveður gengur yfir landið Veður Nýja hurðin sprakk upp Innlent Þúsundir yfirgefa Santorini vegna skjálfta Erlent Bannar trans konum að taka þátt í kvennaíþróttum Erlent Létu rauða viðvörun ekki stoppa sig Innlent Ekkert eðlilegt við tillögur Bandaríkjaforseta Erlent Fleiri fréttir Isavia fær tvo daga til að loka flugbrautinni Nýja hurðin sprakk upp Þrjár í framboði formanns Fíh Enginn Íslendingur í haldi ICE Ekki stætt utandyra segir lögreglan á Austurlandi Hefði ekki átt að ganga laus þegar morðin voru framin Braut húsaleigulög með litavalinu Stefnuræðu frestað til mánudags Seinni hálfleikur að hefjast eftir stutt hlé í nótt Létu rauða viðvörun ekki stoppa sig Bent á rangan mann eftir að lýst var eftir meintum kynferðisbrotamanni Pottur fyrrverandi þingmanns hvarf í óveðrinu Vill fá svör um hvað fór úrskeiðis um helgina Veðurofsi, þrumur og eldingar í beinni útsendingu Gengur vel á óvænta fundinum Enn bætist í verkföllin Stefnuræðu Kristrúnar frestað Með tvær „barnakynlífsdúkkur“ í barnarúmi í svefnherberginu Hátt í fimm milljónir fiska drápust í sjókvíaeldi í fyrra Verkföll boðuð í fimm framhaldsskólum Formaður BÍ æfur vegna ummæla Sigurjóns Ný Þjórsárbrú bíður í sömu óvissu og Hvammsvirkjun Lýsa yfir hættustigi almannavarna Hnýta í fullyrðingar RÚV um kolefnisbindingu skóga Halla sendir Svíakonungi samúðarkveðju Lýsa yfir óvissustigi Almannavarna vegna óveðursins Fyrrverandi ráðherra Viðreisnar fordæmir orð Sigurjóns Skellur á með látum, versnar hratt og hviður jafnvel yfir 50 m/s Óvænt boðaður til fundar hjá sáttasemjara Þórdís Kolbrún gætir úkraínskra barna Sjá meira
„Okkur finnst ekkert að því að skoða það. Við erum opnir fyrir öllum möguleikum,“ segir Birgir Ómar Haraldsson, framkvæmdastjóri Norðurflugs, spurður að því hvernig honum líst á hugmyndir Dags B. Eggertssonar um að finna þyrlum heimili á Hólmsheiði. Rætt var við Birgi í kvöldfréttum Stöðvar 2 í kvöld og í Reykjavík Síðdegis á Bylgjunni. Ráða ekki að og fráflugsstefnu Birgir segir að fyrsta skrefið gæti verið að reyna að finna nýja aðflugs og fráflugsferla sem hentað geti þyrlum á Reykjavíkurflugvelli. Það gæti minnkað hávaða af völdum þyrluumferðarinnar umtalsvert. „Og ef þú vilt taka flugvöllinn alveg út í öðru skrefi þá ferðu með fyrirtæki eins og okkar eitthvað hérna út fyrir bæjarmörkin,“ segir Birgir. Það sé á herðum Samgöngustofu og Isavia að sinna flugferlum á meðan Norðurflug lúti reglugerðum af þeirra hálfu. „Að sjálfsögðu heyrum við þessar gagnrýnisraddir og okkur þykir þetta bara leiðinlegt. Við getum voða lítið gert í þessu. Við ráðum ekki að og fráflugsstefnu eða aðflugi inn á Reykjavíkurflugvöll og erum háðir reglugerðarumhverfi sem við getum ekki breytt,“ segir Birgir í Reykjavík síðdegis. Hann segir að forsvarsmenn fyrirtækisins hafi ekki skoðað það af dýpt ennþá hvaða áhrif það hefði á reksturinn að færa það á Hólmsheiði. Ljóst sé að það muni hafa bæði neikvæð og jákvæð áhrif. „Þannig að við ætlum allavega ekkert að horfa á neikvæðu hlutina strax, við ætlum bara að sjá heildarmyndina þegar að því kemur,“ segir Birgir. Það sé þó flókið að útfæra það. „En það er náttúrulega ótækt þegar aðilar koma og kvarta undan því að þyrlurnar séu nánast komnar ofan í kaffibollann, þá er þetta orðið alvarlegt mál.“
Fréttir af flugi Reykjavík síðdegis Reykjavíkurflugvöllur Reykjavík Tengdar fréttir „Öllum að verða ljóst að þetta getur ekki verið svona“ Verið er að skoða að koma upp aðstöðu fyrir þyrluflug á Hólmsheiði. Borgarstjóri segir það sárgrætilegt að tíu ára gamalt samkomulag ríkisins og ISAVIA um nýjan flugvöll hafi aldrei verið efnt. Með þeim velli hefði verið hægt að koma í veg fyrir hávaðamengun vegna þyrluflugs. 1. ágúst 2023 11:54 Brýnt að finna þyrluflugi í Reykjavík nýjan stað Borgarstjóri segir brýnt að finna útsýnisflugi þyrlna nýjan stað og tryggja að flugleiðir í lágflugi séu almennt ekki yfir íbúabyggð. Borgaryfirvöld skoði nú Hólmsheiði sem mögulegan kost sem nýst gæti til útsýnisflugs, bæði tímabundið og til frambúðar. Stjórnir sveitarfélaga á höfuðborgarsvæðinu hafa ekki rætt málið á sínum vettvangi. 1. ágúst 2023 06:46 Mest lesið Seinni hálfleikur að hefjast eftir stutt hlé í nótt Innlent Pottur fyrrverandi þingmanns hvarf í óveðrinu Innlent Braut húsaleigulög með litavalinu Innlent Hundruðum kvenfanga nauðgað og þær brenndar lifandi Erlent Vaktin: Aftakaveður gengur yfir landið Veður Nýja hurðin sprakk upp Innlent Þúsundir yfirgefa Santorini vegna skjálfta Erlent Bannar trans konum að taka þátt í kvennaíþróttum Erlent Létu rauða viðvörun ekki stoppa sig Innlent Ekkert eðlilegt við tillögur Bandaríkjaforseta Erlent Fleiri fréttir Isavia fær tvo daga til að loka flugbrautinni Nýja hurðin sprakk upp Þrjár í framboði formanns Fíh Enginn Íslendingur í haldi ICE Ekki stætt utandyra segir lögreglan á Austurlandi Hefði ekki átt að ganga laus þegar morðin voru framin Braut húsaleigulög með litavalinu Stefnuræðu frestað til mánudags Seinni hálfleikur að hefjast eftir stutt hlé í nótt Létu rauða viðvörun ekki stoppa sig Bent á rangan mann eftir að lýst var eftir meintum kynferðisbrotamanni Pottur fyrrverandi þingmanns hvarf í óveðrinu Vill fá svör um hvað fór úrskeiðis um helgina Veðurofsi, þrumur og eldingar í beinni útsendingu Gengur vel á óvænta fundinum Enn bætist í verkföllin Stefnuræðu Kristrúnar frestað Með tvær „barnakynlífsdúkkur“ í barnarúmi í svefnherberginu Hátt í fimm milljónir fiska drápust í sjókvíaeldi í fyrra Verkföll boðuð í fimm framhaldsskólum Formaður BÍ æfur vegna ummæla Sigurjóns Ný Þjórsárbrú bíður í sömu óvissu og Hvammsvirkjun Lýsa yfir hættustigi almannavarna Hnýta í fullyrðingar RÚV um kolefnisbindingu skóga Halla sendir Svíakonungi samúðarkveðju Lýsa yfir óvissustigi Almannavarna vegna óveðursins Fyrrverandi ráðherra Viðreisnar fordæmir orð Sigurjóns Skellur á með látum, versnar hratt og hviður jafnvel yfir 50 m/s Óvænt boðaður til fundar hjá sáttasemjara Þórdís Kolbrún gætir úkraínskra barna Sjá meira
„Öllum að verða ljóst að þetta getur ekki verið svona“ Verið er að skoða að koma upp aðstöðu fyrir þyrluflug á Hólmsheiði. Borgarstjóri segir það sárgrætilegt að tíu ára gamalt samkomulag ríkisins og ISAVIA um nýjan flugvöll hafi aldrei verið efnt. Með þeim velli hefði verið hægt að koma í veg fyrir hávaðamengun vegna þyrluflugs. 1. ágúst 2023 11:54
Brýnt að finna þyrluflugi í Reykjavík nýjan stað Borgarstjóri segir brýnt að finna útsýnisflugi þyrlna nýjan stað og tryggja að flugleiðir í lágflugi séu almennt ekki yfir íbúabyggð. Borgaryfirvöld skoði nú Hólmsheiði sem mögulegan kost sem nýst gæti til útsýnisflugs, bæði tímabundið og til frambúðar. Stjórnir sveitarfélaga á höfuðborgarsvæðinu hafa ekki rætt málið á sínum vettvangi. 1. ágúst 2023 06:46