Auka viðveru íslenskra stjórnarerindreka í Kænugarði Eiður Þór Árnason skrifar 2. ágúst 2023 08:25 Sendiráð Litáa í Kænugarði þar sem fulltrúar Íslands munu hafa aðstöðu. Stjórnarráðið Íslensk stjórnvöld stefna að því að auka viðveru sína í Úkraínu og hafa gert samkomulag við utanríkisráðuneyti Litáens um að íslenskir stjórnarerindrekar fái vinnuaðstöðu í sendiráði Litáens í Kænugarði. Þetta er sagt liður í þeirri stefnu íslenskra stjórnvalda að sýna úkraínsku þjóðinni samstöðu eftir innrás Rússa. Starfsemi í sendiráði Íslands í Rússlandi var lögð niður í gær. Sem hluti af samkomulaginu fá fulltrúar íslenska ríkisins tryggan aðgang að aðstöðu í höfuðborg Úkraínu til að sinna störfum í landinu. Þetta kemur fram í tilkynningu frá Stjórnarráðinu en engar fjárhagslegar skuldbindingar eru sagðar fylgja samkomulaginu. Hannes Heimisson sendiherra Íslands gagnvart Úkraínu afhenti Volodymyr Zelensky, forseta landsins, nýverið trúnaðarbréf sitt. Stefna ekki að opnun sendiráðs í Úkraínu „Litáen er ein nánasta vinaþjóð Íslands og samvinna landanna hefur dýpkað jafnt og þétt. Um leið gerum við ráð fyrir að samskipti okkar við Úkraínu eigi eftir að aukast enn frekar,“ segir Þórdís Kolbrún Reykfjörð Gylfadóttir utanríkisráðherra. Ekki standi til að opna sendiskrifstofu í Kænugarði eins og sakir standa en vonast ráðherrann með þessu að hægt verði að styrkja sambandið við úkraínsk stjórnvöld og sýna þjóðinni samstöðu. Á sama tíma geti fulltrúar Íslands sótt í þá þekkingu og reynslu sem Litáar og aðrar vinaþjóðir Íslands hafi varðandi svæðið. Úkraína er eitt af umdæmisríkjum sendiráðs Íslands í Varsjá í Póllandi þar sem Hannes Heimisson er sendiherra. Gabrielius Landsbergis, utanríkisráðherra Litáens, segir í tilkynningu að samstarf Norðurlandanna og Eystrasaltsríkjanna hafi eflst á undanförnum árum. „Á sameiginlegum fundi í Kænugarði kölluðum við, ásamt utanríkisráðherra Íslands og annarra norrænna þjóða, eftir auknum aðgerðum bandalagsþjóða við Atlantshafið, til að flýta fyrir sigri Úkraínumanna. Eins og staðan er núna er þétt samstaða Íslands og Litáen ekki aðeins táknræn heldur raunveruleg.“ Úkraína Innrás Rússa í Úkraínu Litháen Utanríkismál Ríkisstjórn Katrínar Jakobsdóttur Tengdar fréttir Starfsemi sendiráðsins lögð niður í dag Starfsemi sendiráðs Íslands í Moskvu verður lögð niður í dag. Verkefni ráðuneytisins, sem hefur einnig verið með fyrirsvar gagnvart Armeníu, Belarús, Kasakstan, Kirgistan, Moldóvu, Tadsíkistan, Túrkmenistan og Úsbekistan færast yfir á utanríkisráðuneytið. 1. ágúst 2023 11:32 Sendiherrann pakkar saman og kveður Moskvu Árni Þór Sigurðsson, sem gegnt hefur embætti sendiherra Íslands í Moskvu síðustu misserin, hefur tekið saman föggur sínar og kvatt rússnesku höfuðborgina. 28. júní 2023 13:58 Mest lesið „Erum að sjá allt niður í níu og ellefu ára stúlkur“ Innlent Gæsluvarðhaldskröfu yfir grunuðum barnaníðingi hafnað Innlent Miklar tafir á Hellisheiði vegna slyss Innlent Ráðast í úttekt á hljóðdempun á höfuðborgarsvæðinu Innlent „Ég veit ekkert hvað er í gangi“ Innlent Ákærður með hraði fyrir að nauðga dreng í Hafnarfirði Innlent Þessi sóttu um hjá Höllu Innlent Klappar fyrir ferðalöngunum í óveðrinu Innlent Kviknaði í ruslagámi í Keflavík Innlent Hjón skotin af alríkisútsendurum í Portland Erlent Fleiri fréttir Kviknaði í ruslagámi í Keflavík „Erum að sjá allt niður í níu og ellefu ára stúlkur“ Gæsluvarðhaldskröfu yfir grunuðum barnaníðingi hafnað Ráðast í úttekt á hljóðdempun á höfuðborgarsvæðinu Frír leikskóli í sex klukkutíma á dag í Hveragerði Ákærður með hraði fyrir að nauðga dreng í Hafnarfirði Miklar tafir á Hellisheiði vegna slyss Tíðindi af kynferðisbrotamáli í Hafnarfirði „Ég veit ekkert hvað er í gangi“ Jón Rúnar stefnir Hafnarfjarðarbæ Framsókn velur á lista í febrúar og Einar enn óskoraður oddviti Hvatt til að hvíla einkabílinn vegna mengunar Enn eitt burðardýrið á leið í steininn Klappar fyrir ferðalöngunum í óveðrinu Skortur á húsnæði fyrsta verkefnið Átta mánuðir fyrir ofbeldi gegn eigin föður: „Ég stúta honum. Ég stúta þér sko“ „Ég er sátt“ Uppstökkun hjá Flokki fólksins og ferðalangar í vanda Samningur í höfn á síðustu stundu Rúmur fjórðungur lést vegna blóðrásarsjúkdóma Ekki hægt að byggja hagvöxt áfram á fólksfjölgun „Hér er amma komin upp á dekk og ég ætla að leggja mig alla fram“ Breytt hlutverk hjá Flokki fólksins: „Það eru tímamót hjá ríkisstjórninni okkar“ Sósalistaflokkurinn ekki með í Vori til vinstri Hringvegurinn opinn á ný Inga ræðir ráðherrakapalinn í beinni klukkan átta Þrír með réttarstöðu sakbornings vegna hópsýkingarinnar á Mánagarði Brösug og stutt ráðherratíð Guðmundar Inga Atvinnulífið misnoti heilbrigðiskerfið Tvö hundruð manns bjargað af þjóðvegi 1 Sjá meira
Þetta er sagt liður í þeirri stefnu íslenskra stjórnvalda að sýna úkraínsku þjóðinni samstöðu eftir innrás Rússa. Starfsemi í sendiráði Íslands í Rússlandi var lögð niður í gær. Sem hluti af samkomulaginu fá fulltrúar íslenska ríkisins tryggan aðgang að aðstöðu í höfuðborg Úkraínu til að sinna störfum í landinu. Þetta kemur fram í tilkynningu frá Stjórnarráðinu en engar fjárhagslegar skuldbindingar eru sagðar fylgja samkomulaginu. Hannes Heimisson sendiherra Íslands gagnvart Úkraínu afhenti Volodymyr Zelensky, forseta landsins, nýverið trúnaðarbréf sitt. Stefna ekki að opnun sendiráðs í Úkraínu „Litáen er ein nánasta vinaþjóð Íslands og samvinna landanna hefur dýpkað jafnt og þétt. Um leið gerum við ráð fyrir að samskipti okkar við Úkraínu eigi eftir að aukast enn frekar,“ segir Þórdís Kolbrún Reykfjörð Gylfadóttir utanríkisráðherra. Ekki standi til að opna sendiskrifstofu í Kænugarði eins og sakir standa en vonast ráðherrann með þessu að hægt verði að styrkja sambandið við úkraínsk stjórnvöld og sýna þjóðinni samstöðu. Á sama tíma geti fulltrúar Íslands sótt í þá þekkingu og reynslu sem Litáar og aðrar vinaþjóðir Íslands hafi varðandi svæðið. Úkraína er eitt af umdæmisríkjum sendiráðs Íslands í Varsjá í Póllandi þar sem Hannes Heimisson er sendiherra. Gabrielius Landsbergis, utanríkisráðherra Litáens, segir í tilkynningu að samstarf Norðurlandanna og Eystrasaltsríkjanna hafi eflst á undanförnum árum. „Á sameiginlegum fundi í Kænugarði kölluðum við, ásamt utanríkisráðherra Íslands og annarra norrænna þjóða, eftir auknum aðgerðum bandalagsþjóða við Atlantshafið, til að flýta fyrir sigri Úkraínumanna. Eins og staðan er núna er þétt samstaða Íslands og Litáen ekki aðeins táknræn heldur raunveruleg.“
Úkraína Innrás Rússa í Úkraínu Litháen Utanríkismál Ríkisstjórn Katrínar Jakobsdóttur Tengdar fréttir Starfsemi sendiráðsins lögð niður í dag Starfsemi sendiráðs Íslands í Moskvu verður lögð niður í dag. Verkefni ráðuneytisins, sem hefur einnig verið með fyrirsvar gagnvart Armeníu, Belarús, Kasakstan, Kirgistan, Moldóvu, Tadsíkistan, Túrkmenistan og Úsbekistan færast yfir á utanríkisráðuneytið. 1. ágúst 2023 11:32 Sendiherrann pakkar saman og kveður Moskvu Árni Þór Sigurðsson, sem gegnt hefur embætti sendiherra Íslands í Moskvu síðustu misserin, hefur tekið saman föggur sínar og kvatt rússnesku höfuðborgina. 28. júní 2023 13:58 Mest lesið „Erum að sjá allt niður í níu og ellefu ára stúlkur“ Innlent Gæsluvarðhaldskröfu yfir grunuðum barnaníðingi hafnað Innlent Miklar tafir á Hellisheiði vegna slyss Innlent Ráðast í úttekt á hljóðdempun á höfuðborgarsvæðinu Innlent „Ég veit ekkert hvað er í gangi“ Innlent Ákærður með hraði fyrir að nauðga dreng í Hafnarfirði Innlent Þessi sóttu um hjá Höllu Innlent Klappar fyrir ferðalöngunum í óveðrinu Innlent Kviknaði í ruslagámi í Keflavík Innlent Hjón skotin af alríkisútsendurum í Portland Erlent Fleiri fréttir Kviknaði í ruslagámi í Keflavík „Erum að sjá allt niður í níu og ellefu ára stúlkur“ Gæsluvarðhaldskröfu yfir grunuðum barnaníðingi hafnað Ráðast í úttekt á hljóðdempun á höfuðborgarsvæðinu Frír leikskóli í sex klukkutíma á dag í Hveragerði Ákærður með hraði fyrir að nauðga dreng í Hafnarfirði Miklar tafir á Hellisheiði vegna slyss Tíðindi af kynferðisbrotamáli í Hafnarfirði „Ég veit ekkert hvað er í gangi“ Jón Rúnar stefnir Hafnarfjarðarbæ Framsókn velur á lista í febrúar og Einar enn óskoraður oddviti Hvatt til að hvíla einkabílinn vegna mengunar Enn eitt burðardýrið á leið í steininn Klappar fyrir ferðalöngunum í óveðrinu Skortur á húsnæði fyrsta verkefnið Átta mánuðir fyrir ofbeldi gegn eigin föður: „Ég stúta honum. Ég stúta þér sko“ „Ég er sátt“ Uppstökkun hjá Flokki fólksins og ferðalangar í vanda Samningur í höfn á síðustu stundu Rúmur fjórðungur lést vegna blóðrásarsjúkdóma Ekki hægt að byggja hagvöxt áfram á fólksfjölgun „Hér er amma komin upp á dekk og ég ætla að leggja mig alla fram“ Breytt hlutverk hjá Flokki fólksins: „Það eru tímamót hjá ríkisstjórninni okkar“ Sósalistaflokkurinn ekki með í Vori til vinstri Hringvegurinn opinn á ný Inga ræðir ráðherrakapalinn í beinni klukkan átta Þrír með réttarstöðu sakbornings vegna hópsýkingarinnar á Mánagarði Brösug og stutt ráðherratíð Guðmundar Inga Atvinnulífið misnoti heilbrigðiskerfið Tvö hundruð manns bjargað af þjóðvegi 1 Sjá meira
Starfsemi sendiráðsins lögð niður í dag Starfsemi sendiráðs Íslands í Moskvu verður lögð niður í dag. Verkefni ráðuneytisins, sem hefur einnig verið með fyrirsvar gagnvart Armeníu, Belarús, Kasakstan, Kirgistan, Moldóvu, Tadsíkistan, Túrkmenistan og Úsbekistan færast yfir á utanríkisráðuneytið. 1. ágúst 2023 11:32
Sendiherrann pakkar saman og kveður Moskvu Árni Þór Sigurðsson, sem gegnt hefur embætti sendiherra Íslands í Moskvu síðustu misserin, hefur tekið saman föggur sínar og kvatt rússnesku höfuðborgina. 28. júní 2023 13:58