Eigendur Öskju kaupa Dekkjahöllina Eiður Þór Árnason skrifar 2. ágúst 2023 09:54 Elín Dögg Gunnars Väljaots, Jón Trausti Ólafsson og Kristdór Gunnarsson. aðsend Eignarhaldsfélagið Vekra hefur gengið frá samningi um kaup á öllu hlutafé í Dekkjahöllinni. Vekra á meðal annars bílaumboðið Öskju, þjónustuverkstæðið Sleggjuna og Lotus bílaleigu. Kaupin eru háð samþykki Samkeppniseftirlitsins. Dekkjahöllin er rúmlega 40 ára gamalt fjölskyldufyrirtæki með höfuðstöðvar á Akureyri auk starfstöðva á Egilsstöðum og í Skútuvogi og Skeifunni í Reykjavík. Fram kemur í tilkynningu að um 30 til 40 manns starfi hjá fyrirtækinu að jafnaði sem flytur inn hjólbarða frá Yokohama, Falken, Sonar og Triangle. Bílaumboðið Askja er umboðsaðili Mercedes-Benz, Kia, Honda og Smart hér á landi en starfsmenn þess og systurfélaga undir hatti Vekru voru ríflega 200 talsins í fyrra. Þá er ársvelta Vekru sögð nema um 25 milljörðum króna árið 2022. Stofnað í bílskúr föður þeirra „Það eru stór tímamót hjá okkur í fjölskyldunni að selja rekstur Dekkjahallarinnar sem pabbi okkar, Gunnar Kristdórsson, stofnaði í bílskúrnum heima hjá okkur árið 1982. Það er þó mjög ánægjulegt að horfa til baka og sjá hve öflugt fyrirtæki honum og fjölskyldu hans hefur tekist að skapa. Nú er þó komið að tímamótum og við sjáum félagið verða samstarfsaðili öflugra fyrirtækja og við erum viss um að Dekkjahöllin verður í góðum höndum til framtíðar hjá Vekru sem hefur byggt upp afar farsæl fyrirtæki á undanförnum árum og þá horfum við sérstaklega til Öskju sem er þekkt fyrir góða þjónustu,“ segir Elín Dögg Gunnars Väljaots, fjármálastjóri Dekkjahallarinnar, í tilkynningu. Hún og Kristdór bróðir hennar muni áfram starfa með nýjum eigendum Dekkjahallarinnar. Elín verði á Akureyri og Kristdór áfram stýra starfseminni á Egilsstöðum. Vægi hjólbarðaþjónustu að aukast „Hlutverk okkar í Vekru er að standa vel að baki okkar rekstrarfélögum og ná fram samlegð í rekstri þeirra og um leið að byggja upp góða þjónustu við viðskiptavini með öflugum vörumerkjum. Dekkjahöllin fellur vel að okkar framtíðarsýn,“ segir Jón Trausti Ólafsson, forstjóri Vekru og framkvæmdastjóri Öskju. Hjólbarðaþjónusta sé órjúfanlegur hluti af bílaviðskiptum og þjónustu og svo verði enn frekar þegar rafbílar verða ráðandi. Hann bætir við að stjórnendur Vekra horfi björtum augum til framtíðar og Dekkjahöllin verði áfram með höfuðstöðvar á Akureyri þar sem félagið hafi sína stærstu starfsstöð. „Stjórnendur þess, sem eru alin upp í Dekkjahöllinni, munu starfa með okkur áfram og við vonumst til að geta lagt þeim lið í að gera gott fyrirtæki enn betra,“ segir Jón í tilkynningu. Kaup og sala fyrirtækja Bílar Reykjavík Mest lesið Í tjaldútilegu í 53 mánuði samfleytt og tekur fjöllin með í fundarherbergið Atvinnulíf Himinháar kröfur í galtóm bú veitingamanna á Akureyri Viðskipti innlent Rukkað því fólk hékk í rennunni Neytendur Fyrrverandi aðstoðarmaður skellir sér aftur í auglýsingarnar Viðskipti innlent Engin bráð hætta á „bíólausu Íslandi“ Viðskipti innlent Ekkert verður af frekari loðnuvertíð Viðskipti innlent Skype heyrir brátt sögunni til Viðskipti erlent Fyrsti kaffibollinn minnir hann á að þrjú börn eru á heimilinu Atvinnulíf Lemon stígur skrefið frá París til Akureyrar Viðskipti innlent Góa tekur yfir framleiðslu á Omnom Viðskipti innlent Fleiri fréttir Himinháar kröfur í galtóm bú veitingamanna á Akureyri Fyrrverandi aðstoðarmaður skellir sér aftur í auglýsingarnar Ekkert verður af frekari loðnuvertíð Engin bráð hætta á „bíólausu Íslandi“ Skattar á áfengi hæstir á Íslandi Stefna á Coda stöð við Húsavík Góa tekur yfir framleiðslu á Omnom Önnur Airbus-þotan væntanleg á morgun Kaupin á TM gengin í gegn fyrir ríflega þrjátíu milljarða króna Tveir af hverjum þremur andvígir sameiningu bankanna Skella sér í sósur og ís fyrir fjóra milljarða Virða niðurstöðu Íslandsbanka „Við sem neytendur eigum ekki að sætta okkur við þetta“ Íslandsbanki afþakkar boð Arion um samrunaviðræður Forstjóri ÁTVR lætur af störfum Mátti greiða himinháan reikning korter í þrot eftir allt saman Misstu þrjá dróna í gosið við tökur á sýningunni Nýjar verðbólgutölur gefa von um hraðari lækkun vaxta Björn hvergi af baki dottinn í milljarðadeilu Verðbólga 4,2 prósent og ekki minni í fjögur ár Gefa út afkomuviðvörun vegna dómsins Síminn þarf að greiða 400 milljónir króna Segir allar ásakanir fullkomlega tilhæfulausar Bein útsending: „Landbúnaður er almannahagsmunir“ Strákar og stálp fá styrk Umdeild viðskipti fá ekki áheyrn Hæstaréttar Hildur ráðin forstjóri Advania Atvinnuleysi eykst Skipti í brúnni hjá Indó Smári Rúnar ráðinn fjármálastjóri Sjá meira
Dekkjahöllin er rúmlega 40 ára gamalt fjölskyldufyrirtæki með höfuðstöðvar á Akureyri auk starfstöðva á Egilsstöðum og í Skútuvogi og Skeifunni í Reykjavík. Fram kemur í tilkynningu að um 30 til 40 manns starfi hjá fyrirtækinu að jafnaði sem flytur inn hjólbarða frá Yokohama, Falken, Sonar og Triangle. Bílaumboðið Askja er umboðsaðili Mercedes-Benz, Kia, Honda og Smart hér á landi en starfsmenn þess og systurfélaga undir hatti Vekru voru ríflega 200 talsins í fyrra. Þá er ársvelta Vekru sögð nema um 25 milljörðum króna árið 2022. Stofnað í bílskúr föður þeirra „Það eru stór tímamót hjá okkur í fjölskyldunni að selja rekstur Dekkjahallarinnar sem pabbi okkar, Gunnar Kristdórsson, stofnaði í bílskúrnum heima hjá okkur árið 1982. Það er þó mjög ánægjulegt að horfa til baka og sjá hve öflugt fyrirtæki honum og fjölskyldu hans hefur tekist að skapa. Nú er þó komið að tímamótum og við sjáum félagið verða samstarfsaðili öflugra fyrirtækja og við erum viss um að Dekkjahöllin verður í góðum höndum til framtíðar hjá Vekru sem hefur byggt upp afar farsæl fyrirtæki á undanförnum árum og þá horfum við sérstaklega til Öskju sem er þekkt fyrir góða þjónustu,“ segir Elín Dögg Gunnars Väljaots, fjármálastjóri Dekkjahallarinnar, í tilkynningu. Hún og Kristdór bróðir hennar muni áfram starfa með nýjum eigendum Dekkjahallarinnar. Elín verði á Akureyri og Kristdór áfram stýra starfseminni á Egilsstöðum. Vægi hjólbarðaþjónustu að aukast „Hlutverk okkar í Vekru er að standa vel að baki okkar rekstrarfélögum og ná fram samlegð í rekstri þeirra og um leið að byggja upp góða þjónustu við viðskiptavini með öflugum vörumerkjum. Dekkjahöllin fellur vel að okkar framtíðarsýn,“ segir Jón Trausti Ólafsson, forstjóri Vekru og framkvæmdastjóri Öskju. Hjólbarðaþjónusta sé órjúfanlegur hluti af bílaviðskiptum og þjónustu og svo verði enn frekar þegar rafbílar verða ráðandi. Hann bætir við að stjórnendur Vekra horfi björtum augum til framtíðar og Dekkjahöllin verði áfram með höfuðstöðvar á Akureyri þar sem félagið hafi sína stærstu starfsstöð. „Stjórnendur þess, sem eru alin upp í Dekkjahöllinni, munu starfa með okkur áfram og við vonumst til að geta lagt þeim lið í að gera gott fyrirtæki enn betra,“ segir Jón í tilkynningu.
Kaup og sala fyrirtækja Bílar Reykjavík Mest lesið Í tjaldútilegu í 53 mánuði samfleytt og tekur fjöllin með í fundarherbergið Atvinnulíf Himinháar kröfur í galtóm bú veitingamanna á Akureyri Viðskipti innlent Rukkað því fólk hékk í rennunni Neytendur Fyrrverandi aðstoðarmaður skellir sér aftur í auglýsingarnar Viðskipti innlent Engin bráð hætta á „bíólausu Íslandi“ Viðskipti innlent Ekkert verður af frekari loðnuvertíð Viðskipti innlent Skype heyrir brátt sögunni til Viðskipti erlent Fyrsti kaffibollinn minnir hann á að þrjú börn eru á heimilinu Atvinnulíf Lemon stígur skrefið frá París til Akureyrar Viðskipti innlent Góa tekur yfir framleiðslu á Omnom Viðskipti innlent Fleiri fréttir Himinháar kröfur í galtóm bú veitingamanna á Akureyri Fyrrverandi aðstoðarmaður skellir sér aftur í auglýsingarnar Ekkert verður af frekari loðnuvertíð Engin bráð hætta á „bíólausu Íslandi“ Skattar á áfengi hæstir á Íslandi Stefna á Coda stöð við Húsavík Góa tekur yfir framleiðslu á Omnom Önnur Airbus-þotan væntanleg á morgun Kaupin á TM gengin í gegn fyrir ríflega þrjátíu milljarða króna Tveir af hverjum þremur andvígir sameiningu bankanna Skella sér í sósur og ís fyrir fjóra milljarða Virða niðurstöðu Íslandsbanka „Við sem neytendur eigum ekki að sætta okkur við þetta“ Íslandsbanki afþakkar boð Arion um samrunaviðræður Forstjóri ÁTVR lætur af störfum Mátti greiða himinháan reikning korter í þrot eftir allt saman Misstu þrjá dróna í gosið við tökur á sýningunni Nýjar verðbólgutölur gefa von um hraðari lækkun vaxta Björn hvergi af baki dottinn í milljarðadeilu Verðbólga 4,2 prósent og ekki minni í fjögur ár Gefa út afkomuviðvörun vegna dómsins Síminn þarf að greiða 400 milljónir króna Segir allar ásakanir fullkomlega tilhæfulausar Bein útsending: „Landbúnaður er almannahagsmunir“ Strákar og stálp fá styrk Umdeild viðskipti fá ekki áheyrn Hæstaréttar Hildur ráðin forstjóri Advania Atvinnuleysi eykst Skipti í brúnni hjá Indó Smári Rúnar ráðinn fjármálastjóri Sjá meira