Dramatísk fækkun ungs fólks á Íslandi sem fer í meðferð Oddur Ævar Gunnarsson skrifar 2. ágúst 2023 23:31 Valgerður Rúnarsdóttir forstjóri og framkvæmdastjóri lækninga á Vogi, segir jákvætt að færri í hópi ungs fólks leiti til Vogs þó að kanna þurfi ástæðurnar til hlýtar. Ungt fólk hefur mun síður leitað í meðferð á Vogi síðustu þrjú ár og er um að ræða gríðarlega fækkun frá því á fyrri árum. Forstjóri og framkvæmdastjóri lækninga á Vogi segir að skoða þurfi betur hvers vegna svo sé en ljóst sé að þarna séu á ferðinni jákvæðar fréttir. Ungt fólk í neyslu sé hinsvegar gjarnan í alvarlegri neyslu. Greint var frá því í hádegisfréttum Bylgjunnar í dag að innflutningur á kókaíni hefur aukist og neyslan þar með. Sex sitja nú í gæsluvarðhaldi vegna þriggja ólíkra mála sem tengjast innflutningi. Valgerður Rúnarsdóttir forstjóri og framkvæmdastjóri lækninga á Vogi, ræddi málið í Reykjavík síðdegis á Bylgjunni. Hún segir að stofnunin merki sömu aukningu í störfum sínum og lögregla. Verðkannanir á Vogi á fíkniefnum hér á landi bendi til þess að litlar sveiflur séu á verði. Kókaínneysla hafi aukist að undanförnu eftir að hafa fallið í heimsfaraldrinum. Margar ástæður fyrir breytingum „Það merkilegasta sem við sjáum í okkar tölum síðustu ár er þessi minni eftirspurn ungs fólks eftir meðferð, en það er dramatísk fækkun síðustu þrjú ár.“ Hvað segir það okkur? „Það þarf auðvitað að skoða það. Það eru margar ástæður fyrir því. Þetta er mjög gott, þetta eru mjög jákvæðar upplýsingar.“ Valgerður segir að aðgengi að meðferð fyrir 25 ára og yngri sé gríðarlega gott á Vogi, sem sinni öllum í hópnum sem óski eftir því. Það þýði að færri séu að neyta efnanna. Neyslan alvarlegri „Hinsvegar ef við tökum fólkið sem kemur til okkar á þessum aldri, að þá eru einstaklingarnir þar í mjög blandaðri og oft alvarlegri neyslu. Um það bil helmingur einstaklinga sem kemur er að nota kókaín og eins og hefur verið margumtalað, ópíóðana. Þeir eru í hæsta hlutfalli í þessum yngsta neytendahópi.“ Neytendahópurinn sé minni en áður og segir Valgerður að Covid hafi þar haft mikil áhrif. Þróunin sé hafi hinsvegar verið í þessa átt frá því um aldamótin. Áfengið stærsta vandamálið Þú talar um minna aðgengi í heimsfaraldrinum. Kom eitthvað í staðinn? „Já. Ásókn í áfengi hefur aukist og þá er það öðruvísi að ásókn í róandi lyf og þessi löglegu vímuefni líkt og áfengi og ópíóða, hún jókst á þessum tíma.“ Hefur hlutfall þeirra sem leita aðstoðar vegna áfengisneyslu minnkað á meðan hinn fjöldinn fer upp? „Nei, það hefur það ekki. Það er ennþá stærsta og alvarlegasta vandamálið, það er áfengið. Langflestir fá greiningu á áfengisfíkn þó þeir noti oft mikið önnur vímuefni. Talandi um kókaín, langflestir sem koma til okkar og eru með kókaínfíkn eru líka með áfengisfíkn. Sú neysla fer nú oft saman, áfengi og kókaín, eins og örvandi efni önnur.“ Hún segir blandaða neyslu mjög algenga, sérstaklega hjá yngri hópum. Þar séu neysla kókaíns, kannabis og áfengis mjög algeng. Miklu máli skipti að ná unga fólkinu með áfengisfíkn áður en það leiðist út í önnur efni. „Já ég held að það sé fyrst og fremst lærdómurinn. Að grípa snemma inn í af því að það er þess virði að vera með snemminngrip í meðferð eða einhverskonar inngrip og aðgerðir strax og skoða áhættuhegðun hjá ungu fólki. Það skilar mestum árangri.“ Fíkn Mest lesið Læknir í Kópavogi blekkti fjölskyldu sína með lygasögu um krabbamein Innlent Fjöldauppsagnir á Keflavíkurflugvelli Innlent Segir herforingjum að búa sig undir átök gegn innlendum „óvinum“ Erlent Tillögum Trumps lýst sem uppgjöf Erlent Fyrrum meðferðarheimili sett á sölu Innlent Kallar þjóðaröryggisráð saman Innlent Fossvogsbrúin álíka gáfuleg og að setja göngustíg í Reynisfjöru Innlent Sultuslakir strandaglópar eftir heilsuferð til Split Innlent Sendiherra fannst látinn í miðborg Parísar Erlent Tugir drengja fastir í rústum skóla sem hrundi til grunna Erlent Fleiri fréttir Fossvogsbrúin álíka gáfuleg og að setja göngustíg í Reynisfjöru Ísland land númer 197 Skiptastjóri þurfi að ákveða hvort hann geri kröfu í dótturfélag Play Fjöldauppsagnir á Keflavíkurflugvelli Gjaldþrotið leiðir til hópuppsagnar og afarkostir Bandaríkjaforseta Fyrrum meðferðarheimili sett á sölu Strandaglópar slaga í tuttugu þúsund Sultuslakir strandaglópar eftir heilsuferð til Split Kallar þjóðaröryggisráð saman Verulegt högg fyrir ferðaþjónustuna Eftirköstin af gjaldþroti Play og friðaráætlun á Gasa Læknir í Kópavogi blekkti fjölskyldu sína með lygasögu um krabbamein Áhyggjur landsmanna af útbreiðslu hernaðarátaka í Evrópu aukast Hættir sem þingflokksformaður Sundlaugar borgarinnar verði bættar fyrir ungbarnafjölskyldur Hópslagsmál og hundaárás Vonsviknir ferðamenn og reiði út í Icelandair vegna hækkunar fargjalda Arnarflug lifað lengst í samkeppni við Icelandair Fall Play frá öllum hliðum Tilkynnt um dróna yfir Keflavíkurflugvelli Þriggja ára fangelsi: Tók ekki mark á lygilegri frásögn Neyðast til að millilenda, tapaður peningur og rándýr flug heim Lítur svo á að hann njóti ekki trausts og hefur beðist lausnar Banaslys á Skagavegi 2024: Drukknaði eftir að hafa misst stjórn í beygju Sjokk, stress og særindi í Leifsstöð Bein útsending: Lýðheilsuvísar 2025 kynntir Ekki erfitt að vera föst í 25 gráðum en ástæðan sorgleg „Óvænt og líka mjög leiðinlegt“ Play hættir að fljúga, hundruð missa vinnuna og strandaglópar í Leifsstöð Föst í Portúgal: „Siðlaust“ að fljúga vélunum út í morgun Sjá meira
Greint var frá því í hádegisfréttum Bylgjunnar í dag að innflutningur á kókaíni hefur aukist og neyslan þar með. Sex sitja nú í gæsluvarðhaldi vegna þriggja ólíkra mála sem tengjast innflutningi. Valgerður Rúnarsdóttir forstjóri og framkvæmdastjóri lækninga á Vogi, ræddi málið í Reykjavík síðdegis á Bylgjunni. Hún segir að stofnunin merki sömu aukningu í störfum sínum og lögregla. Verðkannanir á Vogi á fíkniefnum hér á landi bendi til þess að litlar sveiflur séu á verði. Kókaínneysla hafi aukist að undanförnu eftir að hafa fallið í heimsfaraldrinum. Margar ástæður fyrir breytingum „Það merkilegasta sem við sjáum í okkar tölum síðustu ár er þessi minni eftirspurn ungs fólks eftir meðferð, en það er dramatísk fækkun síðustu þrjú ár.“ Hvað segir það okkur? „Það þarf auðvitað að skoða það. Það eru margar ástæður fyrir því. Þetta er mjög gott, þetta eru mjög jákvæðar upplýsingar.“ Valgerður segir að aðgengi að meðferð fyrir 25 ára og yngri sé gríðarlega gott á Vogi, sem sinni öllum í hópnum sem óski eftir því. Það þýði að færri séu að neyta efnanna. Neyslan alvarlegri „Hinsvegar ef við tökum fólkið sem kemur til okkar á þessum aldri, að þá eru einstaklingarnir þar í mjög blandaðri og oft alvarlegri neyslu. Um það bil helmingur einstaklinga sem kemur er að nota kókaín og eins og hefur verið margumtalað, ópíóðana. Þeir eru í hæsta hlutfalli í þessum yngsta neytendahópi.“ Neytendahópurinn sé minni en áður og segir Valgerður að Covid hafi þar haft mikil áhrif. Þróunin sé hafi hinsvegar verið í þessa átt frá því um aldamótin. Áfengið stærsta vandamálið Þú talar um minna aðgengi í heimsfaraldrinum. Kom eitthvað í staðinn? „Já. Ásókn í áfengi hefur aukist og þá er það öðruvísi að ásókn í róandi lyf og þessi löglegu vímuefni líkt og áfengi og ópíóða, hún jókst á þessum tíma.“ Hefur hlutfall þeirra sem leita aðstoðar vegna áfengisneyslu minnkað á meðan hinn fjöldinn fer upp? „Nei, það hefur það ekki. Það er ennþá stærsta og alvarlegasta vandamálið, það er áfengið. Langflestir fá greiningu á áfengisfíkn þó þeir noti oft mikið önnur vímuefni. Talandi um kókaín, langflestir sem koma til okkar og eru með kókaínfíkn eru líka með áfengisfíkn. Sú neysla fer nú oft saman, áfengi og kókaín, eins og örvandi efni önnur.“ Hún segir blandaða neyslu mjög algenga, sérstaklega hjá yngri hópum. Þar séu neysla kókaíns, kannabis og áfengis mjög algeng. Miklu máli skipti að ná unga fólkinu með áfengisfíkn áður en það leiðist út í önnur efni. „Já ég held að það sé fyrst og fremst lærdómurinn. Að grípa snemma inn í af því að það er þess virði að vera með snemminngrip í meðferð eða einhverskonar inngrip og aðgerðir strax og skoða áhættuhegðun hjá ungu fólki. Það skilar mestum árangri.“
Fíkn Mest lesið Læknir í Kópavogi blekkti fjölskyldu sína með lygasögu um krabbamein Innlent Fjöldauppsagnir á Keflavíkurflugvelli Innlent Segir herforingjum að búa sig undir átök gegn innlendum „óvinum“ Erlent Tillögum Trumps lýst sem uppgjöf Erlent Fyrrum meðferðarheimili sett á sölu Innlent Kallar þjóðaröryggisráð saman Innlent Fossvogsbrúin álíka gáfuleg og að setja göngustíg í Reynisfjöru Innlent Sultuslakir strandaglópar eftir heilsuferð til Split Innlent Sendiherra fannst látinn í miðborg Parísar Erlent Tugir drengja fastir í rústum skóla sem hrundi til grunna Erlent Fleiri fréttir Fossvogsbrúin álíka gáfuleg og að setja göngustíg í Reynisfjöru Ísland land númer 197 Skiptastjóri þurfi að ákveða hvort hann geri kröfu í dótturfélag Play Fjöldauppsagnir á Keflavíkurflugvelli Gjaldþrotið leiðir til hópuppsagnar og afarkostir Bandaríkjaforseta Fyrrum meðferðarheimili sett á sölu Strandaglópar slaga í tuttugu þúsund Sultuslakir strandaglópar eftir heilsuferð til Split Kallar þjóðaröryggisráð saman Verulegt högg fyrir ferðaþjónustuna Eftirköstin af gjaldþroti Play og friðaráætlun á Gasa Læknir í Kópavogi blekkti fjölskyldu sína með lygasögu um krabbamein Áhyggjur landsmanna af útbreiðslu hernaðarátaka í Evrópu aukast Hættir sem þingflokksformaður Sundlaugar borgarinnar verði bættar fyrir ungbarnafjölskyldur Hópslagsmál og hundaárás Vonsviknir ferðamenn og reiði út í Icelandair vegna hækkunar fargjalda Arnarflug lifað lengst í samkeppni við Icelandair Fall Play frá öllum hliðum Tilkynnt um dróna yfir Keflavíkurflugvelli Þriggja ára fangelsi: Tók ekki mark á lygilegri frásögn Neyðast til að millilenda, tapaður peningur og rándýr flug heim Lítur svo á að hann njóti ekki trausts og hefur beðist lausnar Banaslys á Skagavegi 2024: Drukknaði eftir að hafa misst stjórn í beygju Sjokk, stress og særindi í Leifsstöð Bein útsending: Lýðheilsuvísar 2025 kynntir Ekki erfitt að vera föst í 25 gráðum en ástæðan sorgleg „Óvænt og líka mjög leiðinlegt“ Play hættir að fljúga, hundruð missa vinnuna og strandaglópar í Leifsstöð Föst í Portúgal: „Siðlaust“ að fljúga vélunum út í morgun Sjá meira