Myndi núna leggja til að Íslendingar undir fimmtugu yrðu ekki bólusettir Kolbeinn Tumi Daðason skrifar 3. ágúst 2023 10:29 Kári Stefánsson, forstjóri Íslenskrar erfðagreiningar, lítur um öxl reynslunni ríkari eftir kórónuveirufaraldurinn. Vísir/Vilhelm Kári Stefánsson, forstjóri Íslenskrar erfðagreiningar, sem lék mikið hlutverk í íslensku samfélagi meðan á faraldri kórónuveirunnar stóð, segir að flestar ákvarðanir sem teknar hafi verið hafi reynst réttar miðað við þær upplýsingar sem lágu fyrir. Þrátt fyrir það segir hann að miðað við þær upplýsingar sem nú liggi fyrir myndi hann leggja til að Íslendingar undir fertugu eða fimmtugu yrðu ekki bólusettir með bóluefni við veirunni. Þetta segir Kári í viðtali í hlaðvarpinu Skoðanabræðrum, sem aðgengilegt er á Patreon. Kári hafði á sínum tíma hörð orð uppi um þá sem kusu að láta ekki bólusetja sig þegar kórónuveirufaraldurinn stóð sem hæst. „Mér finnst persónulega eins og það sé drullusokksháttur að láta ekki bólusetja sig. Ekki vegna hagsmuna okkar sem einstaklinga heldur vegna hagsmuna samfélagsins. Ég myndi ekki gráta það ef þess yrði krafist af fólki að það færi í bólusetningu. Ég veit að það er fullt af fólki þarna úti sem fyndist það mikill fasismi og ljótt að krefjast þess að fara í bólusetningu,“ sagði Kári í nóvember 2021. Áður hafði hann sagt réttlætanlegt að takmarka að einhverju leyti frelsi þeirra sem vildu ekki bólusetningu gegn Covid-19 til umgengni við annað fólk. Hann horfir á málið frá öðru sjónarhorni núna, reynslunni ríkari. „Núna hafa staðið upp hinir ýmsu vísindamenn úti í heimi og haldið því fram að það hafi ekki verið rétt að bólusetja alla. Benda á að það sé fjöldinn allur af tilfellum þar sem fólk fær bólgu í hjartavöðva og svo framvegis. Og jafnvel þegar það komi að pestinni þá hafi minni hundraðshluti þeirra sem fengu pestina fengið bólgu í hjartavöðva heldur en þeir sem voru bólusettir. Ég er ekki með þessar tölur í hausnum akkúrat núna, en sá möguleiki er fyrir hendi að sumt af þessu kunni að vera rétt. Ef við færum aftur af stað og við vissum það sem við vitum núna og þessi pest kæmi, þá held ég að ég myndi leggja til að fólk undir fimmtugu yrði ekki bólusett. Annaðhvort undir fertugu eða fimmtugu. Bara vegna þess að með öllum lyfjum, hvort sem það eru bóluefni eða annað, þá ertu alltaf að meta annars vegar akkinn af því og hins vegar áhættuna sem þú tekur. Læknisfræði í dag er ekkert annað en sífellt mat á líkum,“ segir Kári sem var nýskriðinn á áttræðisaldur þegar faraldurinn hófst. Eldra fólk og fólk með undirliggjandi sjúkdóma var bólusett fyrst og svo yngri hópum hleypt að. Kári var mjög þakklátur fyrir bólusetninguna sem hann fór í. Sakaður um að græða milljarða á lyfjasölu Kári segir aðila í íslensku samfélagi viðhalda alls konar bulli um faraldurinn, en að stjórnvöld hafi gert það besta sem þau gátu til að halda pestinni í skefjum og koma í veg fyrir að fólk meiddist. Ákvarðanir hafi verið teknar sem hafi reynst alveg réttar þegar litið er til baka og einnig sumar sem hafi reynst rangar. Allt sem menn hafi séu forsendurnar sem eru til staðar á tíma ákvörðunarinnar. „Þegar þessi faraldur varð raunveruleiki fyrir okkur hér uppi á Íslandi í mars árið 2020 þá leit þetta út fyrir að vera fyrsti kafli í sögunni um útrýmingu mannkyns. Þetta leit út fyrir að vera alveg gífurlega alvarlegt. Núna þegar við horfum til baka þremur árum seinna er enginn vandi að segja: Þetta var ekkert svona hættulegt. Og þar með fara þessar aðgerðir að hljóma eins og mikið ofríki. Ég held að vísu að það sé mjög gott að á meðan á þessu stóð hafi alls konar fólk í íslensku samfélagi verið að mótmæla þessum aðgerðum vegna þess að ef það hefði ekki verið þá byggjum við ekki við lýðræði,“ segir Kári. „Nú fæ ég ansi mikinn fjölda af alls konar póstum og beinlínis árásum á götum úti þar sem ég er ásakaður um að selja lyf á meðan á faraldrinum stóð. Ég hafi verið að sprauta fólk með bóluefnum og grætt milljarða á að flytja inn lyf og bóluefni og svo framvegis. Ég var til dæmis á Blönduósi með fjölskyldu minni þegar það stoppaði bíll og maður byrjaði að öskra á mig að fólk sé enn þá að deyja af lyfjum sem ég hafi gefið þeim í faraldrinum. Hann jós yfir mig þessum skömmum,“ segir Kári sem segist þó hafa tekið í höndina á manninum sem hafi verið með hlýtt handartak. Bull að beitt hafi verið ofríki og fasisma Kári telur að Íslendingar hafi staðið sig vel þegar kom að því að hleypa öðrum sjónarmiðum að en þeim sem stjórnvöld fóru fram með. Þá sé einnig heilbrigðismerki að það sé til fólk sem kokgleypir ekki við öllu á svipstundu. „En ég varð ekki var við neitt offors þegar það kom að fólki sem hafði aðra skoðun,“ segir Kári. „Að halda því fram að beitt hafi verið ofríki og fasisma og viljandi verið að taka af fólki borgararéttindi, þetta er bara svo alrangt. Að halda því fram að bóluefni séu voðalega vond og að það séu einhver fylgiefni í þessu sem hafi verið voðalega vond, það er bara bull,“ segir Kári. Bólusetningar Íslensk erfðagreining Faraldur kórónuveiru (COVID-19) Heilbrigðismál Tengdar fréttir Kári segir böðin og ræktina ekki það sem muni bjarga Nökkva Fjalari Kári Stefánsson, forstjóri Íslenskrar erfðagreiningar, telur ekki að líkamsrækt, dagbókarskrif og köld böð geti minnkað líkurnar á því að smitast af kórónuveirunni. 9. ágúst 2021 17:32 Vill takmarka frelsi þeirra sem vilja ekki bólusetningu Takmarka ætti að einhverju leyti frelsi þeirra sem vilja ekki bólusetningu gegn Covid-19 til umgengni við annað fólk, að mati Kára Stefánssonar, forstjóra Íslenskrar erfðagreiningar. Hann segir ekki hægt að grípa til sömu aðgerða og við upphaf faraldursins. 6. ágúst 2021 18:46 Mest lesið Mörg hundruð börn hittist og drekki sig full í sumarpartýum Innlent Hótar að svipta Rosie O'Donnell ríkisborgararétti Erlent Nafn mannsins sem lést í mótorhjólaslysinu Innlent Fjögur mál kláruð fyrir þingslit: „Skynsamleg lúkning sem forseti leggur til“ Innlent Ofbeldi í garð fangavarða eykst Innlent Dettifoss komið til hafnar Innlent Þungt haldinn eftir árekstur á Hafnarfjarðarvegi Innlent Þinglokasamningur í höfn Innlent „Kom hvergi nærri samræði hans við barnunga stúlkuna“ Innlent Indversk tenniskona skotin til bana af föður sínum við morgunverðarborðið Erlent Fleiri fréttir Dettifoss komið til hafnar Mörg hundruð börn hittist og drekki sig full í sumarpartýum Ofbeldi í garð fangavarða eykst Hnífstungumaður úrskurðaður í gæsluvarðhald Fjögur mál kláruð fyrir þingslit: „Skynsamleg lúkning sem forseti leggur til“ Þinglokasamningur í höfn Þingfundi slitið eftir ítrekaðar frestanir og snörp orðaskipti Eldfimt ástand á þingi, árásir á fangaverði og full ungmenni á víðavangi Segir enga sérstaka ástæðu fyrir áhuga á 71. greininni Minnisblað Flokks fólksins: „Við þurfum að fá svar við þessu“ Þingfundur hafinn eftir ítrekaðar frestanir Dettifoss nálgast endamarkið Þurfi að taka á þeim sem telji sig geta keypt líkama annarra Hríðskotabyssa í poka kom Íslendingi á lista CIA Nafn mannsins sem lést í mótorhjólaslysinu Vonar að minnihlutinn sýni ábyrgð svo ekki þurfi að beita ákvæðinu aftur Telja jákvæðu skrefin of fá Sjálfvirk bílaþvottastöð opnuð á Selfossi Alvarlega særður eftir hnífstunguárás Mennirnir enn í haldi lögreglu Staðan á Alþingi og refsilaus vændiskaup Leggja til að veiðigjaldið verði innleitt í skrefum Hvaðan kemur „kjarnorkuákvæðið“? Þungt haldinn eftir árekstur á Hafnarfjarðarvegi Einn handtekinn eftir stunguárás Fimm handteknir eftir að skoti var hleypt af „Kom hvergi nærri samræði hans við barnunga stúlkuna“ Maður leiddur út í járnum í lögregluaðgerð í Tryggvagötu Airbnb-íbúðir leigðar undir fölsku flaggi Opinberar gamalt ástarsamband við táningsstúlku Sjá meira
Þrátt fyrir það segir hann að miðað við þær upplýsingar sem nú liggi fyrir myndi hann leggja til að Íslendingar undir fertugu eða fimmtugu yrðu ekki bólusettir með bóluefni við veirunni. Þetta segir Kári í viðtali í hlaðvarpinu Skoðanabræðrum, sem aðgengilegt er á Patreon. Kári hafði á sínum tíma hörð orð uppi um þá sem kusu að láta ekki bólusetja sig þegar kórónuveirufaraldurinn stóð sem hæst. „Mér finnst persónulega eins og það sé drullusokksháttur að láta ekki bólusetja sig. Ekki vegna hagsmuna okkar sem einstaklinga heldur vegna hagsmuna samfélagsins. Ég myndi ekki gráta það ef þess yrði krafist af fólki að það færi í bólusetningu. Ég veit að það er fullt af fólki þarna úti sem fyndist það mikill fasismi og ljótt að krefjast þess að fara í bólusetningu,“ sagði Kári í nóvember 2021. Áður hafði hann sagt réttlætanlegt að takmarka að einhverju leyti frelsi þeirra sem vildu ekki bólusetningu gegn Covid-19 til umgengni við annað fólk. Hann horfir á málið frá öðru sjónarhorni núna, reynslunni ríkari. „Núna hafa staðið upp hinir ýmsu vísindamenn úti í heimi og haldið því fram að það hafi ekki verið rétt að bólusetja alla. Benda á að það sé fjöldinn allur af tilfellum þar sem fólk fær bólgu í hjartavöðva og svo framvegis. Og jafnvel þegar það komi að pestinni þá hafi minni hundraðshluti þeirra sem fengu pestina fengið bólgu í hjartavöðva heldur en þeir sem voru bólusettir. Ég er ekki með þessar tölur í hausnum akkúrat núna, en sá möguleiki er fyrir hendi að sumt af þessu kunni að vera rétt. Ef við færum aftur af stað og við vissum það sem við vitum núna og þessi pest kæmi, þá held ég að ég myndi leggja til að fólk undir fimmtugu yrði ekki bólusett. Annaðhvort undir fertugu eða fimmtugu. Bara vegna þess að með öllum lyfjum, hvort sem það eru bóluefni eða annað, þá ertu alltaf að meta annars vegar akkinn af því og hins vegar áhættuna sem þú tekur. Læknisfræði í dag er ekkert annað en sífellt mat á líkum,“ segir Kári sem var nýskriðinn á áttræðisaldur þegar faraldurinn hófst. Eldra fólk og fólk með undirliggjandi sjúkdóma var bólusett fyrst og svo yngri hópum hleypt að. Kári var mjög þakklátur fyrir bólusetninguna sem hann fór í. Sakaður um að græða milljarða á lyfjasölu Kári segir aðila í íslensku samfélagi viðhalda alls konar bulli um faraldurinn, en að stjórnvöld hafi gert það besta sem þau gátu til að halda pestinni í skefjum og koma í veg fyrir að fólk meiddist. Ákvarðanir hafi verið teknar sem hafi reynst alveg réttar þegar litið er til baka og einnig sumar sem hafi reynst rangar. Allt sem menn hafi séu forsendurnar sem eru til staðar á tíma ákvörðunarinnar. „Þegar þessi faraldur varð raunveruleiki fyrir okkur hér uppi á Íslandi í mars árið 2020 þá leit þetta út fyrir að vera fyrsti kafli í sögunni um útrýmingu mannkyns. Þetta leit út fyrir að vera alveg gífurlega alvarlegt. Núna þegar við horfum til baka þremur árum seinna er enginn vandi að segja: Þetta var ekkert svona hættulegt. Og þar með fara þessar aðgerðir að hljóma eins og mikið ofríki. Ég held að vísu að það sé mjög gott að á meðan á þessu stóð hafi alls konar fólk í íslensku samfélagi verið að mótmæla þessum aðgerðum vegna þess að ef það hefði ekki verið þá byggjum við ekki við lýðræði,“ segir Kári. „Nú fæ ég ansi mikinn fjölda af alls konar póstum og beinlínis árásum á götum úti þar sem ég er ásakaður um að selja lyf á meðan á faraldrinum stóð. Ég hafi verið að sprauta fólk með bóluefnum og grætt milljarða á að flytja inn lyf og bóluefni og svo framvegis. Ég var til dæmis á Blönduósi með fjölskyldu minni þegar það stoppaði bíll og maður byrjaði að öskra á mig að fólk sé enn þá að deyja af lyfjum sem ég hafi gefið þeim í faraldrinum. Hann jós yfir mig þessum skömmum,“ segir Kári sem segist þó hafa tekið í höndina á manninum sem hafi verið með hlýtt handartak. Bull að beitt hafi verið ofríki og fasisma Kári telur að Íslendingar hafi staðið sig vel þegar kom að því að hleypa öðrum sjónarmiðum að en þeim sem stjórnvöld fóru fram með. Þá sé einnig heilbrigðismerki að það sé til fólk sem kokgleypir ekki við öllu á svipstundu. „En ég varð ekki var við neitt offors þegar það kom að fólki sem hafði aðra skoðun,“ segir Kári. „Að halda því fram að beitt hafi verið ofríki og fasisma og viljandi verið að taka af fólki borgararéttindi, þetta er bara svo alrangt. Að halda því fram að bóluefni séu voðalega vond og að það séu einhver fylgiefni í þessu sem hafi verið voðalega vond, það er bara bull,“ segir Kári.
Bólusetningar Íslensk erfðagreining Faraldur kórónuveiru (COVID-19) Heilbrigðismál Tengdar fréttir Kári segir böðin og ræktina ekki það sem muni bjarga Nökkva Fjalari Kári Stefánsson, forstjóri Íslenskrar erfðagreiningar, telur ekki að líkamsrækt, dagbókarskrif og köld böð geti minnkað líkurnar á því að smitast af kórónuveirunni. 9. ágúst 2021 17:32 Vill takmarka frelsi þeirra sem vilja ekki bólusetningu Takmarka ætti að einhverju leyti frelsi þeirra sem vilja ekki bólusetningu gegn Covid-19 til umgengni við annað fólk, að mati Kára Stefánssonar, forstjóra Íslenskrar erfðagreiningar. Hann segir ekki hægt að grípa til sömu aðgerða og við upphaf faraldursins. 6. ágúst 2021 18:46 Mest lesið Mörg hundruð börn hittist og drekki sig full í sumarpartýum Innlent Hótar að svipta Rosie O'Donnell ríkisborgararétti Erlent Nafn mannsins sem lést í mótorhjólaslysinu Innlent Fjögur mál kláruð fyrir þingslit: „Skynsamleg lúkning sem forseti leggur til“ Innlent Ofbeldi í garð fangavarða eykst Innlent Dettifoss komið til hafnar Innlent Þungt haldinn eftir árekstur á Hafnarfjarðarvegi Innlent Þinglokasamningur í höfn Innlent „Kom hvergi nærri samræði hans við barnunga stúlkuna“ Innlent Indversk tenniskona skotin til bana af föður sínum við morgunverðarborðið Erlent Fleiri fréttir Dettifoss komið til hafnar Mörg hundruð börn hittist og drekki sig full í sumarpartýum Ofbeldi í garð fangavarða eykst Hnífstungumaður úrskurðaður í gæsluvarðhald Fjögur mál kláruð fyrir þingslit: „Skynsamleg lúkning sem forseti leggur til“ Þinglokasamningur í höfn Þingfundi slitið eftir ítrekaðar frestanir og snörp orðaskipti Eldfimt ástand á þingi, árásir á fangaverði og full ungmenni á víðavangi Segir enga sérstaka ástæðu fyrir áhuga á 71. greininni Minnisblað Flokks fólksins: „Við þurfum að fá svar við þessu“ Þingfundur hafinn eftir ítrekaðar frestanir Dettifoss nálgast endamarkið Þurfi að taka á þeim sem telji sig geta keypt líkama annarra Hríðskotabyssa í poka kom Íslendingi á lista CIA Nafn mannsins sem lést í mótorhjólaslysinu Vonar að minnihlutinn sýni ábyrgð svo ekki þurfi að beita ákvæðinu aftur Telja jákvæðu skrefin of fá Sjálfvirk bílaþvottastöð opnuð á Selfossi Alvarlega særður eftir hnífstunguárás Mennirnir enn í haldi lögreglu Staðan á Alþingi og refsilaus vændiskaup Leggja til að veiðigjaldið verði innleitt í skrefum Hvaðan kemur „kjarnorkuákvæðið“? Þungt haldinn eftir árekstur á Hafnarfjarðarvegi Einn handtekinn eftir stunguárás Fimm handteknir eftir að skoti var hleypt af „Kom hvergi nærri samræði hans við barnunga stúlkuna“ Maður leiddur út í járnum í lögregluaðgerð í Tryggvagötu Airbnb-íbúðir leigðar undir fölsku flaggi Opinberar gamalt ástarsamband við táningsstúlku Sjá meira
Kári segir böðin og ræktina ekki það sem muni bjarga Nökkva Fjalari Kári Stefánsson, forstjóri Íslenskrar erfðagreiningar, telur ekki að líkamsrækt, dagbókarskrif og köld böð geti minnkað líkurnar á því að smitast af kórónuveirunni. 9. ágúst 2021 17:32
Vill takmarka frelsi þeirra sem vilja ekki bólusetningu Takmarka ætti að einhverju leyti frelsi þeirra sem vilja ekki bólusetningu gegn Covid-19 til umgengni við annað fólk, að mati Kára Stefánssonar, forstjóra Íslenskrar erfðagreiningar. Hann segir ekki hægt að grípa til sömu aðgerða og við upphaf faraldursins. 6. ágúst 2021 18:46