Segist alls ekki hafa skipt um skoðun á bólusetningum Oddur Ævar Gunnarsson skrifar 3. ágúst 2023 19:06 Kári Stefánsson segir að hann hefði ekki breytt neinu í ákvarðanatöku stjórnvalda í heimsfaraldrinum, sem hafi brugðist hárrétt við miðað við þær forsendur sem lágu fyrir á sínum tíma. Vísir/Ívar Kári Stefánsson, forstjóri Íslenskrar erfðagreiningar, segist alls ekki hafa skipt um skoðun á bólusetningum. Hann segir stjórnvöld hafa brugðist hárrétt við í heimsfaraldri Covid-19 miðað við forsendur á sínum tíma. Andstæðingar bóluefna eigi rétt á því að hafa rangt fyrir sér. Tilefnið eru ummæli Kára í hlaðvarpsþætti Skoðanabræðra um bólusetningar ungs fólks í faraldrinum gegn veirunni. Þar sagði hann að miðað við núverandi upplýsingar myndi hann leggja til að Íslendingar undir fertugu eða fimmtugu yrðu ekki bólusettir fyrir veirunni. Kári ræddi málið í Reykjavík síðdegis á Bylgjunni í dag. Hann segist ekki hafa skipt um skoðun á bólusetningum. „Alls ekki. Ég held að þegar komi að bólusetningum höfum við gert nákvæmlega það sem skynsamlegast var gefnar þær forsendur sem voru á þeim tíma. Miðað við það sem við vissum bæði um pestina og bóluefnin. Ef upp kæmi ný pest, jafn óþekkt og ófyrirsjáanleg og Covid-19 var á þessum tíma þá held ég að við myndum bregðast við á sama hátt og ættum að bregðast við á sama hátt.“ Hann segir að staðreyndin sé sú að þegar litið sé til baka núna og reynt að meta annars vegar áhættuna sem var tekin og hinsvegar þann akk sem hlaust af bólusetningunni þá sé Kári ekki viss um að mikið hefði glatast ef fólk undir fertugu, jafnvel fimmtugu, hefði ekki verið bólusett. Bóluefnin hafi bjargað milljónum Hvað er það helst sem gerir það að verkum að þú myndir ekki bólusetja yngra fólk í dag? „Alltaf þegar þú ert að gefa fólki lyf og alltaf þegar þú ert að bólusetja fólk þá verður að eiga sér stað ákveðið mat annars vegar á áhættunni sem er tekin og hinsvegar ávinningnum af því að gefa lyfið til hinna bólusettu. Þegar við vorum að bólusetja fólk á sínum tíma þá vissum við mjög lítið um þessi bóluefni sem voru notuð vegna þess að þau voru þróuð á mettíma. Ég held því fram að þróun þessara bóluefna og notkun þessara bóluefna hafi bjargað lífi margra milljóna manna og jafnvel tugi milljóna manna. Þannig að það er enginn vafi á því að þessi bóluefni gerðu mjög mikið gagn en til þess að bjarga lífi þessa stóra fjölda var tekin ákveðin áhætta vegna þess að pínulítill hundraðshluti af þeim sem eru bólusettir þeir fá aukaverkanir eins og bólgu í hjartavöðva og svo framvegis.“ Ljóst sé að bóluefnin hafi ekki komið eins mikið í veg fyrir sýkingu eins og þau koma í veg fyrir alvarleg einkenni ef menn sýkjast. Margt sé vitað í dag sem ekki hafi verið vitað þá. „En þið megið ekki gleyma því að þegar þessi pest skýtur upp kollinum í Kína, berst til okkar í byrjun mars mánaðar, þá lítur þetta býsna illa út. Þetta lítur voða mikið út eins og veirupest sem gæti útrýmt okkar dýrategund. Þannig að menn brugðust við þessu afð fullri hörku og eins miklum dugnaði og útsjónarsemi og tækifæri gáfust til.“ Andstæðingar bóluefna þurfi að hafa sína rödd Kári segir að skoðanir andstæðinga bólusetninga skipti sig máli. Hann segist ekki ætla að geta sér til um það að þeir hrósi nú happi vegna ummæla hans um bólusetningar meðal ungs fólks en segist ekki vera hissa ef að svo er. „En þeirra skoðanir í mínum huga skipta töluverðu máli. Mér finnst mjög mikilvægt að í þessu samfélagi eins og okkar, þá sé fólk sem hafi mismunandi skoðanir og tjái þær og hafi heimild til þess,“ segir Kári og bætir því við að honum hafi fundist það hafa tekist vel til í heimsfaraldrinum, andstæðingar bóluefna hafi haft pláss í fjölmiðlum til að viðra sínar skoðanir. „Ég held hinsvegar að þetta fólk hafi haft algjörlega rangt fyrir sér. Það er engin spurning um það að besta aðferðin við að koma í veg fyrir útbreiðslu smitsjúkdóma eru bólusetningar. Við höfum mýmörg dæmi þess að hættulegum smitsjúkdómum hafi verið útrýmt með bólusetningum. Eins og lömunarveiki, mislingum, kíghósta og svo framvegis.“ Bólusetningin gegn Sars-Cov-2 veirunni hafi verið afar áhrifamikil aðgerð. „Ég held að ein af ástæðunum fyrir því að þessi sýking er nú í láginni er að þessar bólusetningar gerðu sitt gagn.“ Bólusetningar Íslensk erfðagreining Faraldur kórónuveiru (COVID-19) Heilbrigðismál Reykjavík síðdegis Mest lesið Vaktin: Robert Francis Prevost er nýr páfi Erlent Lá alblóðugur á gangstétt eftir að hafa komist undan árás æskuvinarins Innlent Þungt hugsi og í áfalli Innlent Hafi verið rangkynjuð oftar en hún geti talið og segir transfóbíu bitna á öllum Innlent Samþykktu Trump-samninginn einróma Erlent Vantraust á framkvæmdastjóra Félagsbústaða talið alvarlegt Innlent „Rotnir starfshættir og ríkisrekið ofbeldi gegn borgurunum“ Innlent Norðmenn undirbúi sig undir möguleg stríðsátök Erlent Hafdís hafi bara umlað „hann reyndi að drepa mig“ Innlent Reyndi til hins síðasta að koma skikki á fjármál Vatíkansins Erlent Fleiri fréttir Skólaþorpið í Laugardal: Syðri innkeyrslunni lokað og 256 bílastæði fjarlægð „Gott að eldast“ í tuttugu og tveimur sveitarfélögum Uppsagnir á Þjóðminjasafninu Lítil Björg dró stóra Hildi í land Nýr páfi, svik við almenning og loðnasti starfsmaður Rimaskóla Lá alblóðugur á gangstétt eftir að hafa komist undan árás æskuvinarins Þungt hugsi og í áfalli Telja Jón Þór hafa tryllst af afbrýðissemi Viðsnúningur eftir krappan dans Vantraust á framkvæmdastjóra Félagsbústaða talið alvarlegt Rúmir níu milljarðar runnið úr ríkissjóði til flokkanna Ólafur Þór undrandi og dómsmálaráðherra talar um svik við þjóðina Heilsa, vellíðan, friður, réttlæti og jöfnuður mikilvægustu markmiðin Svik við almenning, kerfið og samstarfsfólk Ein breyting á stjórn sem leggja á niður „Rotnir starfshættir og ríkisrekið ofbeldi gegn borgurunum“ Miklum meirihluta finnst auglýsingar SFS slæmar Hafdís hafi bara umlað „hann reyndi að drepa mig“ Annar snarpur skjálfti í Ljósufjallakerfi Hafi verið rangkynjuð oftar en hún geti talið og segir transfóbíu bitna á öllum „Þetta er mál sem varðar ekki einungis kaþólsku kirkjuna“ „Íslenskir bankar eru með belti, axlabönd, sikrisnælur og hjálma“ „Þetta er svona eitraður kokteill” Til skoðunar hvort hægt sé að innheimta leigu beint af tekjum Hefur áhyggjur af því að Amgen „gleypi Íslenska erfðagreiningu og spýti því út“ Efla eftirlit með áfengissölu á íþróttaleikjum Páfaspenna, drykkjulæti og umdeildur útburður „Hann var með háðslegt glott, þetta var svo lítið mál“ Skora á stjórnvöld að skoða áhrifin af hærra veiðigjaldi á Vestfirði Konan í gæsluvarðhaldi í mánuð til viðbótar Sjá meira
Tilefnið eru ummæli Kára í hlaðvarpsþætti Skoðanabræðra um bólusetningar ungs fólks í faraldrinum gegn veirunni. Þar sagði hann að miðað við núverandi upplýsingar myndi hann leggja til að Íslendingar undir fertugu eða fimmtugu yrðu ekki bólusettir fyrir veirunni. Kári ræddi málið í Reykjavík síðdegis á Bylgjunni í dag. Hann segist ekki hafa skipt um skoðun á bólusetningum. „Alls ekki. Ég held að þegar komi að bólusetningum höfum við gert nákvæmlega það sem skynsamlegast var gefnar þær forsendur sem voru á þeim tíma. Miðað við það sem við vissum bæði um pestina og bóluefnin. Ef upp kæmi ný pest, jafn óþekkt og ófyrirsjáanleg og Covid-19 var á þessum tíma þá held ég að við myndum bregðast við á sama hátt og ættum að bregðast við á sama hátt.“ Hann segir að staðreyndin sé sú að þegar litið sé til baka núna og reynt að meta annars vegar áhættuna sem var tekin og hinsvegar þann akk sem hlaust af bólusetningunni þá sé Kári ekki viss um að mikið hefði glatast ef fólk undir fertugu, jafnvel fimmtugu, hefði ekki verið bólusett. Bóluefnin hafi bjargað milljónum Hvað er það helst sem gerir það að verkum að þú myndir ekki bólusetja yngra fólk í dag? „Alltaf þegar þú ert að gefa fólki lyf og alltaf þegar þú ert að bólusetja fólk þá verður að eiga sér stað ákveðið mat annars vegar á áhættunni sem er tekin og hinsvegar ávinningnum af því að gefa lyfið til hinna bólusettu. Þegar við vorum að bólusetja fólk á sínum tíma þá vissum við mjög lítið um þessi bóluefni sem voru notuð vegna þess að þau voru þróuð á mettíma. Ég held því fram að þróun þessara bóluefna og notkun þessara bóluefna hafi bjargað lífi margra milljóna manna og jafnvel tugi milljóna manna. Þannig að það er enginn vafi á því að þessi bóluefni gerðu mjög mikið gagn en til þess að bjarga lífi þessa stóra fjölda var tekin ákveðin áhætta vegna þess að pínulítill hundraðshluti af þeim sem eru bólusettir þeir fá aukaverkanir eins og bólgu í hjartavöðva og svo framvegis.“ Ljóst sé að bóluefnin hafi ekki komið eins mikið í veg fyrir sýkingu eins og þau koma í veg fyrir alvarleg einkenni ef menn sýkjast. Margt sé vitað í dag sem ekki hafi verið vitað þá. „En þið megið ekki gleyma því að þegar þessi pest skýtur upp kollinum í Kína, berst til okkar í byrjun mars mánaðar, þá lítur þetta býsna illa út. Þetta lítur voða mikið út eins og veirupest sem gæti útrýmt okkar dýrategund. Þannig að menn brugðust við þessu afð fullri hörku og eins miklum dugnaði og útsjónarsemi og tækifæri gáfust til.“ Andstæðingar bóluefna þurfi að hafa sína rödd Kári segir að skoðanir andstæðinga bólusetninga skipti sig máli. Hann segist ekki ætla að geta sér til um það að þeir hrósi nú happi vegna ummæla hans um bólusetningar meðal ungs fólks en segist ekki vera hissa ef að svo er. „En þeirra skoðanir í mínum huga skipta töluverðu máli. Mér finnst mjög mikilvægt að í þessu samfélagi eins og okkar, þá sé fólk sem hafi mismunandi skoðanir og tjái þær og hafi heimild til þess,“ segir Kári og bætir því við að honum hafi fundist það hafa tekist vel til í heimsfaraldrinum, andstæðingar bóluefna hafi haft pláss í fjölmiðlum til að viðra sínar skoðanir. „Ég held hinsvegar að þetta fólk hafi haft algjörlega rangt fyrir sér. Það er engin spurning um það að besta aðferðin við að koma í veg fyrir útbreiðslu smitsjúkdóma eru bólusetningar. Við höfum mýmörg dæmi þess að hættulegum smitsjúkdómum hafi verið útrýmt með bólusetningum. Eins og lömunarveiki, mislingum, kíghósta og svo framvegis.“ Bólusetningin gegn Sars-Cov-2 veirunni hafi verið afar áhrifamikil aðgerð. „Ég held að ein af ástæðunum fyrir því að þessi sýking er nú í láginni er að þessar bólusetningar gerðu sitt gagn.“
Bólusetningar Íslensk erfðagreining Faraldur kórónuveiru (COVID-19) Heilbrigðismál Reykjavík síðdegis Mest lesið Vaktin: Robert Francis Prevost er nýr páfi Erlent Lá alblóðugur á gangstétt eftir að hafa komist undan árás æskuvinarins Innlent Þungt hugsi og í áfalli Innlent Hafi verið rangkynjuð oftar en hún geti talið og segir transfóbíu bitna á öllum Innlent Samþykktu Trump-samninginn einróma Erlent Vantraust á framkvæmdastjóra Félagsbústaða talið alvarlegt Innlent „Rotnir starfshættir og ríkisrekið ofbeldi gegn borgurunum“ Innlent Norðmenn undirbúi sig undir möguleg stríðsátök Erlent Hafdís hafi bara umlað „hann reyndi að drepa mig“ Innlent Reyndi til hins síðasta að koma skikki á fjármál Vatíkansins Erlent Fleiri fréttir Skólaþorpið í Laugardal: Syðri innkeyrslunni lokað og 256 bílastæði fjarlægð „Gott að eldast“ í tuttugu og tveimur sveitarfélögum Uppsagnir á Þjóðminjasafninu Lítil Björg dró stóra Hildi í land Nýr páfi, svik við almenning og loðnasti starfsmaður Rimaskóla Lá alblóðugur á gangstétt eftir að hafa komist undan árás æskuvinarins Þungt hugsi og í áfalli Telja Jón Þór hafa tryllst af afbrýðissemi Viðsnúningur eftir krappan dans Vantraust á framkvæmdastjóra Félagsbústaða talið alvarlegt Rúmir níu milljarðar runnið úr ríkissjóði til flokkanna Ólafur Þór undrandi og dómsmálaráðherra talar um svik við þjóðina Heilsa, vellíðan, friður, réttlæti og jöfnuður mikilvægustu markmiðin Svik við almenning, kerfið og samstarfsfólk Ein breyting á stjórn sem leggja á niður „Rotnir starfshættir og ríkisrekið ofbeldi gegn borgurunum“ Miklum meirihluta finnst auglýsingar SFS slæmar Hafdís hafi bara umlað „hann reyndi að drepa mig“ Annar snarpur skjálfti í Ljósufjallakerfi Hafi verið rangkynjuð oftar en hún geti talið og segir transfóbíu bitna á öllum „Þetta er mál sem varðar ekki einungis kaþólsku kirkjuna“ „Íslenskir bankar eru með belti, axlabönd, sikrisnælur og hjálma“ „Þetta er svona eitraður kokteill” Til skoðunar hvort hægt sé að innheimta leigu beint af tekjum Hefur áhyggjur af því að Amgen „gleypi Íslenska erfðagreiningu og spýti því út“ Efla eftirlit með áfengissölu á íþróttaleikjum Páfaspenna, drykkjulæti og umdeildur útburður „Hann var með háðslegt glott, þetta var svo lítið mál“ Skora á stjórnvöld að skoða áhrifin af hærra veiðigjaldi á Vestfirði Konan í gæsluvarðhaldi í mánuð til viðbótar Sjá meira