Nýtti orð stjóra Man. Utd til sigurs á liðinu Sindri Sverrisson skrifar 4. ágúst 2023 08:30 Newcastle-menn fagna seinna marki sínu gegn Manchester United í sigrinum mikilvæga í apríl. Getty/Stu Forster Í broti úr nýrri heimildaþáttaröð Amazon um enska knattspyrnufélagið Newcastle má sjá þegar stjóri liðsins, Eddie Howe, nýtti ummæli kollega síns hjá Manchester United, Eriks ten Hag, til að hvetja sína leikmenn til dáða. Newcastle hafði orðið að sætta sig við 2-0 tap gegn Manchester United á Wembley í úrslitaleik deildabikarsins á síðustu leiktíð, en fagnaði svo sigri í deildarleik liðanna á St James‘ Park í apríl. Sá sigur hjálpaði Newcastle að enda í 4. sæti ensku úrvalsdeildarinnar og tryggja sér sæti í Meistaradeild Evrópu í fyrsta sinn í tvo áratugi. Fyrir leikinn í Newcastle breytti Howe út af vananum í ræðu sinni í búningsklefanum og vitnaði í Ten Hag sem hafði gagnrýnt Newcastle og sagt liðið vera pirrandi andstæðing sem reyndi allt til að hægja á leiknum. „Af hverju er ég að segja ykkur þetta? Ef þeir vilja hraðan leik, komandi hingað, þá skulum við f***ing gefa þeim hann. Við skulum vera ákafir í öllu sem við gerum, og gera þetta að hröðum leik. Áfram nú!“ sagði Howe eins og sjá má í klippunni hér að neðan. EXCLUSIVE CLIP Eddie Howe found extra motivation for his players when @NUFC faced Man Utd 5 weeks after their cup final clash We Are Newcastle United, coming to Prime Video from 11 August pic.twitter.com/QvHLcfX9PK— Amazon Prime Video Sport (@primevideosport) August 3, 2023 Ræðan virðist hafa borið árangur því Newcastle vann 2-0 eftir mörk frá Joe Willock og Callum Wilson. Eftir leikinn nýtti svo samfélagsmiðladeild Newcastle tækifærið til að skjóta á Ten Hag, með skrifum um að ekki hefði nú þurft að tefja neitt í þessum leik og að sumum gæti þótt „pirrandi“ að mæta Allan Saint-Maximin sem átti frábæran leik. Ummæli Ten Hag féllu í aðdraganda úrslitaleiks deildabikarsins en þá var boltinn að meðaltali aðeins búinn að vera í leik í 51 mínútu og 47 sekúndur í leikjum Newcastle. Það var næstminnsti tími hjá liði í ensku úrvalsdeildinni, á eftir Leeds, og höfðu stjórar Liverpool og Arsenal einnig lýst óánægju sinni með leikaðferð Newcastle-liðsins, eftir því sem fram kemur í grein Daily Mail. Þættirnir um Newcastle koma út á Amazon Prime 11. ágúst, degi áður en liðið mætir Aston Villa í fyrstu umferð ensku úrvalsdeildarinnar. United mætir hins vegar Wolves í fyrsta leik, 14. ágúst. Enski boltinn Mest lesið „Ætla ekki að segja hvað gerðist í þriðja hring“ Sport Guðjón Ingi fagnaði í nótt á nýju brautarmeti Sport „Ömurleg frammistaða hjá gæjunum í gulu búningunum“ Íslenski boltinn Reyna allt til að stöðva að UEFA setji Ísrael í bann Fótbolti Göfuglyndur Guardiola: „Heilt yfir var Arsenal betri aðilinn“ Enski boltinn Björn Borg tók of stóran skammt af eiturlyfjum Sport Braut lítt notaða reglu: „Þetta er mjög áhugavert“ Enski boltinn „Verðum að passa okkur að fara ekki í fórnarlambsgír“ Íslenski boltinn Sjáðu allt helsta úr stórleiknum og fimmtu umferð Enski boltinn Frestaður stórleikur skarast á við afhendingu Gullknattarins Fótbolti Fleiri fréttir Braut lítt notaða reglu: „Þetta er mjög áhugavert“ Sjáðu allt helsta úr stórleiknum og fimmtu umferð Arteta fyrstur í fimm deildarleiki í röð án taps gegn Guardiola Göfuglyndur Guardiola: „Heilt yfir var Arsenal betri aðilinn“ Vildi vinna sem og byrja leikinn Stórmeistarajafntefli í Lundúnum Hvort liðið ætlar að halda í við Liverpool? Elskar að spila fyrir Moyes sem hefur endurvakið feril hans „Hugmyndin var að verjast með fimm menn“ Fyrrverandi þjálfari Liverpool látinn „Auðvelt að gleðja stuðningsfólk okkar“ Gagnrýndi leikjaálagið eftir sigurinn gegn Everton Úlfarnir stigalausir í botnsætinu | Palace í Meistaradeildarsæti Amorim lifir þökk sé rauða spjaldi Sánchez Sjálfsmark bjargaði jafntefli í hús fyrir Tottenham Liverpool með fullt hús stiga Framlengir um fimm ár og snýr aftur á morgun Lítil hvíld hjá Man. City | Við ætlum í fjallgöngu Man. Utd fær tvo til baka: Amorim grínaðist með fundinn með Ratcliffe Gylfi skoraði í eina sigri Everton á Anfield á þessari öld Segir að United hafi keypt rangan markvörð: „Aldrei heyrt um hann“ Óttast að Amorim verði rekinn ef illa fer gegn Chelsea Potter undir mikilli pressu Wildcard hugleiðingar Fantasýn: Haaland inn, Salah út og bíða með Isak Fær nýjan þriggja ára samning þrátt fjögur töp í fyrstu fjórum leikjunum Fimm sigurmörk á síðustu sjö mínútunum Swansea gafst ekki upp og skaut Forest úr leik Slot skýtur á þá sem gagnrýna eyðslu Liverpool Ragnar við toppinn í Fantasy: „Er þetta ekki rólegasti tíminn fyrir rithöfunda?“ Brot af því besta úr DocZone: „Er þetta ekki hættulegt?“ Sjá meira
Newcastle hafði orðið að sætta sig við 2-0 tap gegn Manchester United á Wembley í úrslitaleik deildabikarsins á síðustu leiktíð, en fagnaði svo sigri í deildarleik liðanna á St James‘ Park í apríl. Sá sigur hjálpaði Newcastle að enda í 4. sæti ensku úrvalsdeildarinnar og tryggja sér sæti í Meistaradeild Evrópu í fyrsta sinn í tvo áratugi. Fyrir leikinn í Newcastle breytti Howe út af vananum í ræðu sinni í búningsklefanum og vitnaði í Ten Hag sem hafði gagnrýnt Newcastle og sagt liðið vera pirrandi andstæðing sem reyndi allt til að hægja á leiknum. „Af hverju er ég að segja ykkur þetta? Ef þeir vilja hraðan leik, komandi hingað, þá skulum við f***ing gefa þeim hann. Við skulum vera ákafir í öllu sem við gerum, og gera þetta að hröðum leik. Áfram nú!“ sagði Howe eins og sjá má í klippunni hér að neðan. EXCLUSIVE CLIP Eddie Howe found extra motivation for his players when @NUFC faced Man Utd 5 weeks after their cup final clash We Are Newcastle United, coming to Prime Video from 11 August pic.twitter.com/QvHLcfX9PK— Amazon Prime Video Sport (@primevideosport) August 3, 2023 Ræðan virðist hafa borið árangur því Newcastle vann 2-0 eftir mörk frá Joe Willock og Callum Wilson. Eftir leikinn nýtti svo samfélagsmiðladeild Newcastle tækifærið til að skjóta á Ten Hag, með skrifum um að ekki hefði nú þurft að tefja neitt í þessum leik og að sumum gæti þótt „pirrandi“ að mæta Allan Saint-Maximin sem átti frábæran leik. Ummæli Ten Hag féllu í aðdraganda úrslitaleiks deildabikarsins en þá var boltinn að meðaltali aðeins búinn að vera í leik í 51 mínútu og 47 sekúndur í leikjum Newcastle. Það var næstminnsti tími hjá liði í ensku úrvalsdeildinni, á eftir Leeds, og höfðu stjórar Liverpool og Arsenal einnig lýst óánægju sinni með leikaðferð Newcastle-liðsins, eftir því sem fram kemur í grein Daily Mail. Þættirnir um Newcastle koma út á Amazon Prime 11. ágúst, degi áður en liðið mætir Aston Villa í fyrstu umferð ensku úrvalsdeildarinnar. United mætir hins vegar Wolves í fyrsta leik, 14. ágúst.
Enski boltinn Mest lesið „Ætla ekki að segja hvað gerðist í þriðja hring“ Sport Guðjón Ingi fagnaði í nótt á nýju brautarmeti Sport „Ömurleg frammistaða hjá gæjunum í gulu búningunum“ Íslenski boltinn Reyna allt til að stöðva að UEFA setji Ísrael í bann Fótbolti Göfuglyndur Guardiola: „Heilt yfir var Arsenal betri aðilinn“ Enski boltinn Björn Borg tók of stóran skammt af eiturlyfjum Sport Braut lítt notaða reglu: „Þetta er mjög áhugavert“ Enski boltinn „Verðum að passa okkur að fara ekki í fórnarlambsgír“ Íslenski boltinn Sjáðu allt helsta úr stórleiknum og fimmtu umferð Enski boltinn Frestaður stórleikur skarast á við afhendingu Gullknattarins Fótbolti Fleiri fréttir Braut lítt notaða reglu: „Þetta er mjög áhugavert“ Sjáðu allt helsta úr stórleiknum og fimmtu umferð Arteta fyrstur í fimm deildarleiki í röð án taps gegn Guardiola Göfuglyndur Guardiola: „Heilt yfir var Arsenal betri aðilinn“ Vildi vinna sem og byrja leikinn Stórmeistarajafntefli í Lundúnum Hvort liðið ætlar að halda í við Liverpool? Elskar að spila fyrir Moyes sem hefur endurvakið feril hans „Hugmyndin var að verjast með fimm menn“ Fyrrverandi þjálfari Liverpool látinn „Auðvelt að gleðja stuðningsfólk okkar“ Gagnrýndi leikjaálagið eftir sigurinn gegn Everton Úlfarnir stigalausir í botnsætinu | Palace í Meistaradeildarsæti Amorim lifir þökk sé rauða spjaldi Sánchez Sjálfsmark bjargaði jafntefli í hús fyrir Tottenham Liverpool með fullt hús stiga Framlengir um fimm ár og snýr aftur á morgun Lítil hvíld hjá Man. City | Við ætlum í fjallgöngu Man. Utd fær tvo til baka: Amorim grínaðist með fundinn með Ratcliffe Gylfi skoraði í eina sigri Everton á Anfield á þessari öld Segir að United hafi keypt rangan markvörð: „Aldrei heyrt um hann“ Óttast að Amorim verði rekinn ef illa fer gegn Chelsea Potter undir mikilli pressu Wildcard hugleiðingar Fantasýn: Haaland inn, Salah út og bíða með Isak Fær nýjan þriggja ára samning þrátt fjögur töp í fyrstu fjórum leikjunum Fimm sigurmörk á síðustu sjö mínútunum Swansea gafst ekki upp og skaut Forest úr leik Slot skýtur á þá sem gagnrýna eyðslu Liverpool Ragnar við toppinn í Fantasy: „Er þetta ekki rólegasti tíminn fyrir rithöfunda?“ Brot af því besta úr DocZone: „Er þetta ekki hættulegt?“ Sjá meira