Ekki sama hitabylgja í sjónum við Ísland Lovísa Arnardóttir skrifar 4. ágúst 2023 13:00 Rannsóknarskipið Bjarni Sæmundsson heldur í rannsóknarleiðangur í næstu viku þar sem ástand sjávar við Ísland verður metið. Farið er í slíkan leiðangur á hverri árstíð. Vísir/Vilhelm Ekki er sama hitabylgja í sjónum við Ísland og til dæmis í Miðjarðarhafi. Nýtt met var slegið í vikunni þegar meðalhiti sjávar mældist 20,9 gráður. Samkvæmt nýrri tilkynningu Kópernikusaáætlunar Evrópusambandsins var nýtt með slegið í vikunni þegar meðalhiti sjávar mældist 20,9 gráður og sló síðasta met á sama svæði sem var frá árinu 2016. Í umfjöllun BBC um málið kemur fram að höf heimsins skipi lykilhlutverki þegar kemur að því að stjórna loftslaginu. Þau dragi í sig hita og framleiði stóran hluta súrefnisins sem sé á jörðinni. Auk þess keyri þau, og ástand þeirra, áfram veðurfar í heiminum. Þá er bent á í umfjölluninni að hlýrra vatn hafi minni möguleika á að draga í sig koltvísýring sem þýði að stærra hlutfall gasa sem hiti jörðina haldist í andrúmsloftinu. Það getur hlýtt bráðnum jökla sem leiðir til hærra sjávarmáls. Hlýrri höf geta einnig haft afdrifarík áhrif á lífríki sjávar en fiskar og hvalir hafa sést leita í kaldari heimkynni en þeir hafa áður dvalið í. „Metið frá 2016 var í mars þannig það er rosalega fréttnæmt að metið núna mælist í ágúst, sem er ekki sá mánuður ársins, sem þú átt von á því að fá hæsta meðalhita fyrir þetta svæði á jörðinni sem þarna er undir,“ segir Sólveig Rósa Ólafsdóttir hafefnafræðingur hjá Hafrannsóknarstofnun. Hún segir ekki ljóst hvað veldur en að það sé til rannsóknar. En vísindamenn hafa iðulega í því samhengi nefnt loftslagsvánna og hlýnun jarðar. Hún segir að hér á Íslandi séu reglulega gerðar mælingar á sjávarhita og að ekki sé sama hitabylgja við Ísland samkvæmt þeim mælingum en fjallað er til dæmis um málið á vef BBC þar sem birt er kort af hitastigi hafsins víða um heim. Sólveig Rósa bendir á að ekki sama hitabylgja. „Þú sérð þar að það er í rauninni ekki hitabylgja í hafinu við Ísland og það sem við höfum verið að mæla í ár, við fórum í febrúar og maí, er að við höfum verið að mæla háan hita í hlýsjónum fyrir sunnan og vestan land, en hann er ekki óvenjuhár,“ segir hún og að hafi, samkvæmt mælingum, verið hlýtt síðustu 20 árin samkvæmt þeirra mælingum en viðmiðunartími þeirra mælinga eru 1970 til 2020. Farið verður í næsta leiðangur í næstu viku en þá verður mældur sjávarhiti og selta í sjónum í föstum mælipunktum við landið, en alls eru stöðvarnar 70 og er mælt frá yfirborði og að botni. Reynt er að mæla ástandið á hverri árstíð. „Þetta er sá árstími þar sem hiti er hæstur á okkar breiddargráðu þannig við erum að fylgjast með hámarkshitastigi sjávar við Ísland,“ segir Sólveig Rósa og að ástandið hafi verið nokkuð stöðugt síðustu ár. Það hafi komið tímabil þar sem seltan lækkaði mjög hratt en að það sé aftur að jafnast út og sé við meðallag. „Það er heitt í hlýsjónum en ekkert rosalega fjarri meðaltalinu,“ segir Sólveig Rósa en leiðangurinn varir í þrjár vikur og eru því niðurstöður væntanlegar nær haustinu um ástand sjávar við Íslandsstrendur. Sjávarútvegur Loftslagsmál Náttúruhamfarir Evrópusambandið Hafið Tengdar fréttir Heimshöfin heitari en nokkru sinni fyrr Hiti sjávar hefur aldrei verið hærri en meðalhiti sjávar á allri jörðinni náði 20.9 stigum í vikunni sem er að líða. 4. ágúst 2023 08:54 Júlí gæti orðið heitasti mánuðurinn í 120 þúsund ár Sérfræðingar frá Alþjóðaveðurfræðistofnuninni og Loftslagsstofnun Evrópusambandsins spá því að júlímánuður verði sá heitasti síðan mælingar hófust. Hitabylgjur hafa riðið yfir víða um heiminn og gróðuredar hafa logað á allnokkrum stöðum í júlímánuði. 27. júlí 2023 20:57 Heitasti staki dagurinn frá upphafi mælinga Bráðabirgðatölur benda til þess að mánudaginn 3. júlí hafi verið heitasti einstaki dagur á jörðinni frá því að mælingar hófust. Meðalhiti jarðar fór þá í fyrsta skipti yfir sautján gráður. Hlýindin eru að hluta til knúin af sterkum El niño-atburði í Kyrrahafinu. 5. júlí 2023 09:50 Mest lesið Stóra tjaldið fellt og hætt við brennuna vegna óveðurs Innlent „Það var töluvert verra veður en spáin sagði“ Innlent Klíndu límmiðum á Ormsson sem versla ekki einu sinni við Rapyd Innlent „Manneskja sem er komin á þetta plan hlýtur að vera rökþrota“ Innlent Læti í miðbænum og í veðrinu Innlent Þjóðhátíðargestum hleypt inn í Herjólfshöll meðan veðrið gengur yfir Innlent Breyti engu á jörðu niðri að viðurkenna sjálfstæði Palestínu Erlent Hávaðarok á Snæfellsnesi og Faxaflóa Innlent „Fordæmalaus hitabylgja“ leikur Skandínava grátt Erlent Fjölskyldufaðir stunginn meðan sonurinn horfði á Innlent Fleiri fréttir Mannmergð vildi sjá fyrsta konunglega breska gestinn Óveður í Eyjum og verbúðarstemning á Hjalteyri Hnífurinn reyndist grilltangir „Það var töluvert verra veður en spáin sagði“ Hávaðarok á Snæfellsnesi og Faxaflóa Læti í miðbænum og í veðrinu Stóra tjaldið fellt og hætt við brennuna vegna óveðurs Þjóðhátíðargestum hleypt inn í Herjólfshöll meðan veðrið gengur yfir Klíndu límmiðum á Ormsson sem versla ekki einu sinni við Rapyd Opnun Samverks á Hellu fagnað „Manneskja sem er komin á þetta plan hlýtur að vera rökþrota“ Þjóðarpúls Gallups: Kristrún og Þorgerður gætu myndað meirihluta án Flokks fólksins „Ég upplifi þetta sem mikinn yfirgang og ofbeldi“ Íbúar við Þjórsá æfir og þrumuveður um Versló Handtekinn með reipi um hálsinn eftir ofsaakstur á flugbraut undir áhrifum fíkniefna Búast við þrumuveðri og vatnavöxtum Ný verðskrá kindakjöts vonbrigði fyrir sauðfjárbændur Sagði foreldrana líklega hafa dottið í aðdraganda andlátsins Fjölskyldufaðir stunginn meðan sonurinn horfði á Fundu engan hvítabjörn Hraunbreiðan þykknar og líkur á framhlaupum aukast „Hann skilar algjörlega auðu í náttúruverndarmálum“ Þjóðhátíð í Eyjum: Farþegafjöldi í Herjólfi komi á óvart Skýrara hvar besta veðrið verður um helgina Vann skemmdir á golfvelli og skildi eftir smokk Trump hækkar tolla á Ísland og viðbúnaður á Þjóðhátíð Þyrlan farin vestur í hvítabjarnareftirlit Fékk sex milljónum of há laun og neitaði að endurgreiða þau Annasamt ár á Bessastöðum: Kóngafólk, keisari, umtöluð undirskrift og brúnir skór Áhrifin af stöðvunarkröfunni óveruleg Sjá meira
Samkvæmt nýrri tilkynningu Kópernikusaáætlunar Evrópusambandsins var nýtt með slegið í vikunni þegar meðalhiti sjávar mældist 20,9 gráður og sló síðasta met á sama svæði sem var frá árinu 2016. Í umfjöllun BBC um málið kemur fram að höf heimsins skipi lykilhlutverki þegar kemur að því að stjórna loftslaginu. Þau dragi í sig hita og framleiði stóran hluta súrefnisins sem sé á jörðinni. Auk þess keyri þau, og ástand þeirra, áfram veðurfar í heiminum. Þá er bent á í umfjölluninni að hlýrra vatn hafi minni möguleika á að draga í sig koltvísýring sem þýði að stærra hlutfall gasa sem hiti jörðina haldist í andrúmsloftinu. Það getur hlýtt bráðnum jökla sem leiðir til hærra sjávarmáls. Hlýrri höf geta einnig haft afdrifarík áhrif á lífríki sjávar en fiskar og hvalir hafa sést leita í kaldari heimkynni en þeir hafa áður dvalið í. „Metið frá 2016 var í mars þannig það er rosalega fréttnæmt að metið núna mælist í ágúst, sem er ekki sá mánuður ársins, sem þú átt von á því að fá hæsta meðalhita fyrir þetta svæði á jörðinni sem þarna er undir,“ segir Sólveig Rósa Ólafsdóttir hafefnafræðingur hjá Hafrannsóknarstofnun. Hún segir ekki ljóst hvað veldur en að það sé til rannsóknar. En vísindamenn hafa iðulega í því samhengi nefnt loftslagsvánna og hlýnun jarðar. Hún segir að hér á Íslandi séu reglulega gerðar mælingar á sjávarhita og að ekki sé sama hitabylgja við Ísland samkvæmt þeim mælingum en fjallað er til dæmis um málið á vef BBC þar sem birt er kort af hitastigi hafsins víða um heim. Sólveig Rósa bendir á að ekki sama hitabylgja. „Þú sérð þar að það er í rauninni ekki hitabylgja í hafinu við Ísland og það sem við höfum verið að mæla í ár, við fórum í febrúar og maí, er að við höfum verið að mæla háan hita í hlýsjónum fyrir sunnan og vestan land, en hann er ekki óvenjuhár,“ segir hún og að hafi, samkvæmt mælingum, verið hlýtt síðustu 20 árin samkvæmt þeirra mælingum en viðmiðunartími þeirra mælinga eru 1970 til 2020. Farið verður í næsta leiðangur í næstu viku en þá verður mældur sjávarhiti og selta í sjónum í föstum mælipunktum við landið, en alls eru stöðvarnar 70 og er mælt frá yfirborði og að botni. Reynt er að mæla ástandið á hverri árstíð. „Þetta er sá árstími þar sem hiti er hæstur á okkar breiddargráðu þannig við erum að fylgjast með hámarkshitastigi sjávar við Ísland,“ segir Sólveig Rósa og að ástandið hafi verið nokkuð stöðugt síðustu ár. Það hafi komið tímabil þar sem seltan lækkaði mjög hratt en að það sé aftur að jafnast út og sé við meðallag. „Það er heitt í hlýsjónum en ekkert rosalega fjarri meðaltalinu,“ segir Sólveig Rósa en leiðangurinn varir í þrjár vikur og eru því niðurstöður væntanlegar nær haustinu um ástand sjávar við Íslandsstrendur.
Sjávarútvegur Loftslagsmál Náttúruhamfarir Evrópusambandið Hafið Tengdar fréttir Heimshöfin heitari en nokkru sinni fyrr Hiti sjávar hefur aldrei verið hærri en meðalhiti sjávar á allri jörðinni náði 20.9 stigum í vikunni sem er að líða. 4. ágúst 2023 08:54 Júlí gæti orðið heitasti mánuðurinn í 120 þúsund ár Sérfræðingar frá Alþjóðaveðurfræðistofnuninni og Loftslagsstofnun Evrópusambandsins spá því að júlímánuður verði sá heitasti síðan mælingar hófust. Hitabylgjur hafa riðið yfir víða um heiminn og gróðuredar hafa logað á allnokkrum stöðum í júlímánuði. 27. júlí 2023 20:57 Heitasti staki dagurinn frá upphafi mælinga Bráðabirgðatölur benda til þess að mánudaginn 3. júlí hafi verið heitasti einstaki dagur á jörðinni frá því að mælingar hófust. Meðalhiti jarðar fór þá í fyrsta skipti yfir sautján gráður. Hlýindin eru að hluta til knúin af sterkum El niño-atburði í Kyrrahafinu. 5. júlí 2023 09:50 Mest lesið Stóra tjaldið fellt og hætt við brennuna vegna óveðurs Innlent „Það var töluvert verra veður en spáin sagði“ Innlent Klíndu límmiðum á Ormsson sem versla ekki einu sinni við Rapyd Innlent „Manneskja sem er komin á þetta plan hlýtur að vera rökþrota“ Innlent Læti í miðbænum og í veðrinu Innlent Þjóðhátíðargestum hleypt inn í Herjólfshöll meðan veðrið gengur yfir Innlent Breyti engu á jörðu niðri að viðurkenna sjálfstæði Palestínu Erlent Hávaðarok á Snæfellsnesi og Faxaflóa Innlent „Fordæmalaus hitabylgja“ leikur Skandínava grátt Erlent Fjölskyldufaðir stunginn meðan sonurinn horfði á Innlent Fleiri fréttir Mannmergð vildi sjá fyrsta konunglega breska gestinn Óveður í Eyjum og verbúðarstemning á Hjalteyri Hnífurinn reyndist grilltangir „Það var töluvert verra veður en spáin sagði“ Hávaðarok á Snæfellsnesi og Faxaflóa Læti í miðbænum og í veðrinu Stóra tjaldið fellt og hætt við brennuna vegna óveðurs Þjóðhátíðargestum hleypt inn í Herjólfshöll meðan veðrið gengur yfir Klíndu límmiðum á Ormsson sem versla ekki einu sinni við Rapyd Opnun Samverks á Hellu fagnað „Manneskja sem er komin á þetta plan hlýtur að vera rökþrota“ Þjóðarpúls Gallups: Kristrún og Þorgerður gætu myndað meirihluta án Flokks fólksins „Ég upplifi þetta sem mikinn yfirgang og ofbeldi“ Íbúar við Þjórsá æfir og þrumuveður um Versló Handtekinn með reipi um hálsinn eftir ofsaakstur á flugbraut undir áhrifum fíkniefna Búast við þrumuveðri og vatnavöxtum Ný verðskrá kindakjöts vonbrigði fyrir sauðfjárbændur Sagði foreldrana líklega hafa dottið í aðdraganda andlátsins Fjölskyldufaðir stunginn meðan sonurinn horfði á Fundu engan hvítabjörn Hraunbreiðan þykknar og líkur á framhlaupum aukast „Hann skilar algjörlega auðu í náttúruverndarmálum“ Þjóðhátíð í Eyjum: Farþegafjöldi í Herjólfi komi á óvart Skýrara hvar besta veðrið verður um helgina Vann skemmdir á golfvelli og skildi eftir smokk Trump hækkar tolla á Ísland og viðbúnaður á Þjóðhátíð Þyrlan farin vestur í hvítabjarnareftirlit Fékk sex milljónum of há laun og neitaði að endurgreiða þau Annasamt ár á Bessastöðum: Kóngafólk, keisari, umtöluð undirskrift og brúnir skór Áhrifin af stöðvunarkröfunni óveruleg Sjá meira
Heimshöfin heitari en nokkru sinni fyrr Hiti sjávar hefur aldrei verið hærri en meðalhiti sjávar á allri jörðinni náði 20.9 stigum í vikunni sem er að líða. 4. ágúst 2023 08:54
Júlí gæti orðið heitasti mánuðurinn í 120 þúsund ár Sérfræðingar frá Alþjóðaveðurfræðistofnuninni og Loftslagsstofnun Evrópusambandsins spá því að júlímánuður verði sá heitasti síðan mælingar hófust. Hitabylgjur hafa riðið yfir víða um heiminn og gróðuredar hafa logað á allnokkrum stöðum í júlímánuði. 27. júlí 2023 20:57
Heitasti staki dagurinn frá upphafi mælinga Bráðabirgðatölur benda til þess að mánudaginn 3. júlí hafi verið heitasti einstaki dagur á jörðinni frá því að mælingar hófust. Meðalhiti jarðar fór þá í fyrsta skipti yfir sautján gráður. Hlýindin eru að hluta til knúin af sterkum El niño-atburði í Kyrrahafinu. 5. júlí 2023 09:50