Aðeins tíu íbúar eftir í Selvogi en þeir voru um hundrað þegar mest var Magnús Hlynur Hreiðarsson skrifar 5. ágúst 2023 14:01 Þórarinn Snorrason, bóndi á Vogsósum í Selvogi, sem er enn með fjárbúskap á Vogsósum en hann verður 92 ár 8. ágúst næstkomandi. Magnús Hlynur Hreiðarsson Það hefur margt breyst í Selvogi frá því að rúmlega níræður bóndi var að alast þar upp en þá áttu um hundrað manns heima í þorpinu en í dag eru íbúarnir aðeins tíu. Strandarkirkja er þekktast kennileiti Selvogsins. Selvogur tilheyrir Sveitarfélaginu Ölfus en hér erum við að tala um lítið samfélag samhliða Suðurstrandavegi á milli Þorlákshafnar og Grindavíkur. Þórarinn Snorrason, bóndi á Vogsósum, sem tilheyrir Selvognum og verður 92 ára næsta þriðjudag, segir margt hafa breyst í Selvogi frá því að hann var að alast þar upp. „Þetta er allt komið í eyði núna. Þegar ég var að alast upp þá voru hérna um hundrað manns í Selvoginum en nú er það komið alveg niður undir tíu. Þetta er bara orðin eyðimörk miðað við það sem það var hvað fólkið varðar,“ segir Þórarinn. Í dag eru íbúar í Selvogi aðeins 10 talsins en voru 100 þegar Þórarinn var að alast upp.Magnús Hlynur Hreiðarsson Þórarinn segir að sumarið hafi verið mjög sérstakt í Selvogi hvað veðrið varðar. „Já, sumarið er búið að vera dálítið óvenjulegt. Vorið var mjög kalt og leiðinlegt veður og svo þegar það fór að líða á þá komu þessir þurrkar, sem eru búnir að vera mikið á annan mánuð og það hefur nánast ekki komið dropi úr lofti hérna í júlí.“ Þórarinn segir að túnin hjá sér séu víða brunninn og líti illa út vegna rigningarleysis, allt sé orðið svo þurrt, ekki bara í Selvogi, heldur víða á Suðurlandi. „Maður heyrir talað um hérna á Suðurlandi að heyskapur sé mjög víða 30% minni en í meðalári,“ segir Þórarinn. Túnin eru illa farin í Selvogi vegna mikilla þurrka.Magnús Hlynur Hreiðarsson Og Þórarinn segir umferða um Suðurstrandarveg mikla en hún fer öll fram hjá bænum hans. „Það er nú mælir hérna, sem mælir umferðina hérna fyrir neðan túnið hjá mér. Þetta eru um 1500 bílar, sem fara hér um á hverjum degi, sem er ansi mikið,“ segir Þórarinn bóndi í Vogsósum. Strandarkirkja er sennilega þekktasta kennileiti Selvogsins. Ölfus Landbúnaður Mest lesið Útkoman mikill skellur eftir að vonarneisti kviknaði Innlent Banaslys í Rangárþingi Innlent Átti í útistöðum við Frú Ragnheiði Innlent Bróðir Dags B „orðlaus“ yfir Kristrúnu Innlent Inga vill skóla með aðgreiningu Innlent Sviminn hvarf eftir aðgerðina og hækjan horfin Innlent Bein útsending: Ráðherraskipti á ríkisráðsfundi Innlent „Klikkuð“ norðurljós fyrir utan Selfoss Innlent Gular veðurviðvaranir framundan Veður Sérsveitaraðgerð á Selfossi Innlent Fleiri fréttir Sérsveitaraðgerð á Selfossi Fleiri stelpur týndar en áður Húsnæðismálin „helsti drifkraftur verðbólgu síðasta áratuginn“ „Evrópusambandið hefur haft sömu viðskiptastefnu og Trump“ Sviminn hvarf eftir aðgerðina og hækjan horfin Banaslys í Rangárþingi Útkoman mikill skellur eftir að vonarneisti kviknaði Bein útsending: Ráðherraskipti á ríkisráðsfundi Fyrsta ár Náttúruverndarstofnunar gekk glimrandi vel Inga vill skóla með aðgreiningu Átti í útistöðum við Frú Ragnheiði Meirihluti hlynntur aðildarviðræðum: „Margt breyst á stuttum tíma“ Meirihluti vill viðræður við ESB og mikið mannfall í Íran Grunaðir um íkveikju í eigin húsnæði Jóhanna Lilja, kartöflubóndi í Þykkvabæ, heiðruð Engin merki um gosóróa í skjálftahrinu á Reykjaneshrygg Inga um nýtt embætti og staða Íslands í alþjóðamálum Barn flutt á slysadeild með áverka eftir flugelda Þrír handteknir vegna gruns um íkveikju Bróðir Dags B „orðlaus“ yfir Kristrúnu „Klikkuð“ norðurljós fyrir utan Selfoss Stofna ný samtök gegn ESB aðild Miklar tafir vegna áreksturs í Vesturbæ Náið fylgst með stöðu mála í Venesúela hjá Útlendingastofnun Utanríkisráðherra Þýskalands fundar með Þorgerði Hryðjuverkamálið komið á dagskrá Hæstaréttar Seinka læknisskoðun fyrir endurnýjun ökuskírteina Íranir mótmæltu við stjórnarráðið Blendnar tilfinningar við upphaf niðurrifs í Grindavík Hefja átak í bólusetningu drengja gegn HPV veirunni Sjá meira
Selvogur tilheyrir Sveitarfélaginu Ölfus en hér erum við að tala um lítið samfélag samhliða Suðurstrandavegi á milli Þorlákshafnar og Grindavíkur. Þórarinn Snorrason, bóndi á Vogsósum, sem tilheyrir Selvognum og verður 92 ára næsta þriðjudag, segir margt hafa breyst í Selvogi frá því að hann var að alast þar upp. „Þetta er allt komið í eyði núna. Þegar ég var að alast upp þá voru hérna um hundrað manns í Selvoginum en nú er það komið alveg niður undir tíu. Þetta er bara orðin eyðimörk miðað við það sem það var hvað fólkið varðar,“ segir Þórarinn. Í dag eru íbúar í Selvogi aðeins 10 talsins en voru 100 þegar Þórarinn var að alast upp.Magnús Hlynur Hreiðarsson Þórarinn segir að sumarið hafi verið mjög sérstakt í Selvogi hvað veðrið varðar. „Já, sumarið er búið að vera dálítið óvenjulegt. Vorið var mjög kalt og leiðinlegt veður og svo þegar það fór að líða á þá komu þessir þurrkar, sem eru búnir að vera mikið á annan mánuð og það hefur nánast ekki komið dropi úr lofti hérna í júlí.“ Þórarinn segir að túnin hjá sér séu víða brunninn og líti illa út vegna rigningarleysis, allt sé orðið svo þurrt, ekki bara í Selvogi, heldur víða á Suðurlandi. „Maður heyrir talað um hérna á Suðurlandi að heyskapur sé mjög víða 30% minni en í meðalári,“ segir Þórarinn. Túnin eru illa farin í Selvogi vegna mikilla þurrka.Magnús Hlynur Hreiðarsson Og Þórarinn segir umferða um Suðurstrandarveg mikla en hún fer öll fram hjá bænum hans. „Það er nú mælir hérna, sem mælir umferðina hérna fyrir neðan túnið hjá mér. Þetta eru um 1500 bílar, sem fara hér um á hverjum degi, sem er ansi mikið,“ segir Þórarinn bóndi í Vogsósum. Strandarkirkja er sennilega þekktasta kennileiti Selvogsins.
Ölfus Landbúnaður Mest lesið Útkoman mikill skellur eftir að vonarneisti kviknaði Innlent Banaslys í Rangárþingi Innlent Átti í útistöðum við Frú Ragnheiði Innlent Bróðir Dags B „orðlaus“ yfir Kristrúnu Innlent Inga vill skóla með aðgreiningu Innlent Sviminn hvarf eftir aðgerðina og hækjan horfin Innlent Bein útsending: Ráðherraskipti á ríkisráðsfundi Innlent „Klikkuð“ norðurljós fyrir utan Selfoss Innlent Gular veðurviðvaranir framundan Veður Sérsveitaraðgerð á Selfossi Innlent Fleiri fréttir Sérsveitaraðgerð á Selfossi Fleiri stelpur týndar en áður Húsnæðismálin „helsti drifkraftur verðbólgu síðasta áratuginn“ „Evrópusambandið hefur haft sömu viðskiptastefnu og Trump“ Sviminn hvarf eftir aðgerðina og hækjan horfin Banaslys í Rangárþingi Útkoman mikill skellur eftir að vonarneisti kviknaði Bein útsending: Ráðherraskipti á ríkisráðsfundi Fyrsta ár Náttúruverndarstofnunar gekk glimrandi vel Inga vill skóla með aðgreiningu Átti í útistöðum við Frú Ragnheiði Meirihluti hlynntur aðildarviðræðum: „Margt breyst á stuttum tíma“ Meirihluti vill viðræður við ESB og mikið mannfall í Íran Grunaðir um íkveikju í eigin húsnæði Jóhanna Lilja, kartöflubóndi í Þykkvabæ, heiðruð Engin merki um gosóróa í skjálftahrinu á Reykjaneshrygg Inga um nýtt embætti og staða Íslands í alþjóðamálum Barn flutt á slysadeild með áverka eftir flugelda Þrír handteknir vegna gruns um íkveikju Bróðir Dags B „orðlaus“ yfir Kristrúnu „Klikkuð“ norðurljós fyrir utan Selfoss Stofna ný samtök gegn ESB aðild Miklar tafir vegna áreksturs í Vesturbæ Náið fylgst með stöðu mála í Venesúela hjá Útlendingastofnun Utanríkisráðherra Þýskalands fundar með Þorgerði Hryðjuverkamálið komið á dagskrá Hæstaréttar Seinka læknisskoðun fyrir endurnýjun ökuskírteina Íranir mótmæltu við stjórnarráðið Blendnar tilfinningar við upphaf niðurrifs í Grindavík Hefja átak í bólusetningu drengja gegn HPV veirunni Sjá meira