Dúfur ná 100 kílómetra meðalhraða í keppnum Magnús Hlynur Hreiðarsson skrifar 5. ágúst 2023 21:05 Bréfdúfur eru mjög gáfaðar og rata alltaf heim til sín þó þeim sé sleppt á stöðum, sem þeir hafa aldrei verið á. Magnús Hlynur Hreiðarsson Það er æði misjafn hvernig fólk eyðir verslunarmannahelginni en bréfdúfnabændur voru löngu búnir að ákveða hvað þeir ætluðu að gera um helgina en það var kappflug með dúfurnar sínar, sem fór fram í dag. Í keppninni ná dúfurnar allt að hundrað kílómetra meðalhraða á klukkustund. Bréfdúfnafélag Íslands er merkilegur félagsskapur með um fjörutíu félagsmönnum, körlum og konum. Tilgangur félagsins er að rækta dúfur og ekki síst keppnisdúfur, þar sem markmiðið er að dúfan sé sem fljótust að fljúga frá upphafsstaða viðkomandi keppni og heim til sín. Í gærkvöldi hittust keppendur með fugla sína hjá félagsmanni í Hveragerði þar sem tekið var á móti keppnisdúfunum og þær skráðar til leiks í gegnum tölvukerfi þar sem hver dúfa var skönnuð með sitt merki svo það sjáist í keppninni hver á viðkomandi dúfu. Keppni dagsins var frá Botnum í Meðallandi, um 200 kílómetra leið. Sumar þurftu að fljúga í Grindavík, aðrar á höfuðborgarsvæðið og einhverjar í Flóann svo dæmi séu nefnd. „Þetta eru karlar og konur í þessu sporti, sem hafa mikinn áhuga á ræktun. Það er engin þjóðhátíð í ár”, segir Ragnar Sigurjónsson, ræktandi og félagi í Bréfdúfnafélag Íslands. Það var meira en nóg að gera í Hveragerði í gærkvöldi þegar keppnisdúfurnar voru skráðar til leiks í keppni dagsins.Magnús Hlynur Hreiðarsson „Um leið og fuglinn kemur heim þá labbar hann yfir bretti, sem skráir þá niður tímann á þessum tiltekna fugl. Það er nú ekkert amalegt að byrja á einni bréfdúfukeppni, starta helginni þannig, bæði skemmtilegt og spennandi,” segir Vilhelm Ragnar Sigurjónsson, formaður Bréfdúfnafélags Íslands Vilhelm segir að hraðinn á dúfunum í keppnum fari mjög mikið eftir vindáttum. „Þegar það er meðvindur þá geta þær verið á yfir 100 kílómetra meðalhraða á klukkustund en þegar það er mótvindur þá fara þær niður í 60 kílómetra á klukkustund.” Bréfdúfur eru mjög gáfaðar en hvernig í ósköpunum rata þær alltaf heim til sín. „Þær klárlega nota sólina og svo nota þær segulsvið jarðar líka og minni,” segir Vilhelm. En eru dúfur bara dúfur eða eru þetta persónuleikar? „Þetta eru miklir karakterar og þær eru jafn ólíkar og þær eru margar, bæði í útlit og sem einstaklingar. Þær eru misgáfaðar og þær líta mismunandi út en við þekkjum þær allar náttúrulega í sundur eins og góðum ræktanda ber að gera,” segir formaður Bréfdúfnafélags Íslands. Heimasíða Bréfdúfnafélags Íslands Hveragerði Fuglar Mest lesið Ökumaður bifhjólsins látinn Innlent Ógeðsleg aðkoma að íbúðinni eftir Airbnb-gesti Innlent Ísland leggur til fólk í finnskar herstöðvar Innlent „Við ætlum að upplifa stóra drauminn hans Kristians Helga” Innlent Keyptu ónýtt hús og fá ekki áheyrn Innlent Lögreglumaður á sjúkrahúsi eftir alvarlega árás á Goslokahátíð Innlent Enn að jafna sig eftir stunguárás: „Þeir eru miklu yngri en réðu samt ekkert við 43 ára mann“ Innlent Alvarlegt mótorhjólaslys og Miklubraut lokað Innlent Pilturinn er fundinn Innlent Gufunesmálið: Hringdu um miðja nótt og sögðu hinn látna vera kynferðisafbrotamann Innlent Fleiri fréttir Fundu jöklafýlu í Þórsmörk vegna hlaupsins Metnaðarfullar malbikunarauglýsingar hluti af væb-kúltúrnum Mátti ekki lána sér pening úr eigin fyrirtæki Pilturinn er fundinn „Skýr vísbending um að gera þurfi betur í málefnum erlendra barna“ Sjúklingar óttist dómhörku vegna þyngdarstjórnunarlyfja „Það er engin ástæða til að gefast upp“ Reiðarslag fyrir Landsvirkjun, kjarnorkukafbátur og heimsfræg íslensk kisa „Í næstu umferð fara hlutirnir í gegn“ Tilkynnt um buxnalausan mann og stolinn pizzaofn „Það er enginn svartur listi hjá okkur“ Davíð hafi lagt Golíat Hlaup er hafið úr Mýrdalsjökli Ökumaður bifhjólsins látinn Dettifoss vélarvana úti á ballarhafi Flugvél snúið við vegna bilunar „Enn ein viðurkenning að það má brjóta á fötluðu fólki“ Ógeðsleg aðkoma að íbúðinni eftir Airbnb-gesti Óska eftir vitnum: Missti stjórn og hafnaði á vegriði Bíða niðurstaðna um magakveisuna á Laugarvatni Dómurinn vonbrigði en virkjunin ekki út úr myndinni Kona á fimmtugsaldri í haldi vegna hnífstunguárásar „Nú verður að hafa hraðar hendur“ Hvammsvirkjun í uppnámi og ókyrrð hjá Play Hæstiréttur hafnar Hvammsvirkjun Inga Sæland með galsa á þingi í nótt „Orðaskiftismetið tikið“ Bifhjólamaðurinn „mikið slasaður“ Alvarlegt mótorhjólaslys og Miklubraut lokað Ungt fólk notar frekar samfélagsmiðla en hefðbundna fréttamiðla Sjá meira
Bréfdúfnafélag Íslands er merkilegur félagsskapur með um fjörutíu félagsmönnum, körlum og konum. Tilgangur félagsins er að rækta dúfur og ekki síst keppnisdúfur, þar sem markmiðið er að dúfan sé sem fljótust að fljúga frá upphafsstaða viðkomandi keppni og heim til sín. Í gærkvöldi hittust keppendur með fugla sína hjá félagsmanni í Hveragerði þar sem tekið var á móti keppnisdúfunum og þær skráðar til leiks í gegnum tölvukerfi þar sem hver dúfa var skönnuð með sitt merki svo það sjáist í keppninni hver á viðkomandi dúfu. Keppni dagsins var frá Botnum í Meðallandi, um 200 kílómetra leið. Sumar þurftu að fljúga í Grindavík, aðrar á höfuðborgarsvæðið og einhverjar í Flóann svo dæmi séu nefnd. „Þetta eru karlar og konur í þessu sporti, sem hafa mikinn áhuga á ræktun. Það er engin þjóðhátíð í ár”, segir Ragnar Sigurjónsson, ræktandi og félagi í Bréfdúfnafélag Íslands. Það var meira en nóg að gera í Hveragerði í gærkvöldi þegar keppnisdúfurnar voru skráðar til leiks í keppni dagsins.Magnús Hlynur Hreiðarsson „Um leið og fuglinn kemur heim þá labbar hann yfir bretti, sem skráir þá niður tímann á þessum tiltekna fugl. Það er nú ekkert amalegt að byrja á einni bréfdúfukeppni, starta helginni þannig, bæði skemmtilegt og spennandi,” segir Vilhelm Ragnar Sigurjónsson, formaður Bréfdúfnafélags Íslands Vilhelm segir að hraðinn á dúfunum í keppnum fari mjög mikið eftir vindáttum. „Þegar það er meðvindur þá geta þær verið á yfir 100 kílómetra meðalhraða á klukkustund en þegar það er mótvindur þá fara þær niður í 60 kílómetra á klukkustund.” Bréfdúfur eru mjög gáfaðar en hvernig í ósköpunum rata þær alltaf heim til sín. „Þær klárlega nota sólina og svo nota þær segulsvið jarðar líka og minni,” segir Vilhelm. En eru dúfur bara dúfur eða eru þetta persónuleikar? „Þetta eru miklir karakterar og þær eru jafn ólíkar og þær eru margar, bæði í útlit og sem einstaklingar. Þær eru misgáfaðar og þær líta mismunandi út en við þekkjum þær allar náttúrulega í sundur eins og góðum ræktanda ber að gera,” segir formaður Bréfdúfnafélags Íslands. Heimasíða Bréfdúfnafélags Íslands
Hveragerði Fuglar Mest lesið Ökumaður bifhjólsins látinn Innlent Ógeðsleg aðkoma að íbúðinni eftir Airbnb-gesti Innlent Ísland leggur til fólk í finnskar herstöðvar Innlent „Við ætlum að upplifa stóra drauminn hans Kristians Helga” Innlent Keyptu ónýtt hús og fá ekki áheyrn Innlent Lögreglumaður á sjúkrahúsi eftir alvarlega árás á Goslokahátíð Innlent Enn að jafna sig eftir stunguárás: „Þeir eru miklu yngri en réðu samt ekkert við 43 ára mann“ Innlent Alvarlegt mótorhjólaslys og Miklubraut lokað Innlent Pilturinn er fundinn Innlent Gufunesmálið: Hringdu um miðja nótt og sögðu hinn látna vera kynferðisafbrotamann Innlent Fleiri fréttir Fundu jöklafýlu í Þórsmörk vegna hlaupsins Metnaðarfullar malbikunarauglýsingar hluti af væb-kúltúrnum Mátti ekki lána sér pening úr eigin fyrirtæki Pilturinn er fundinn „Skýr vísbending um að gera þurfi betur í málefnum erlendra barna“ Sjúklingar óttist dómhörku vegna þyngdarstjórnunarlyfja „Það er engin ástæða til að gefast upp“ Reiðarslag fyrir Landsvirkjun, kjarnorkukafbátur og heimsfræg íslensk kisa „Í næstu umferð fara hlutirnir í gegn“ Tilkynnt um buxnalausan mann og stolinn pizzaofn „Það er enginn svartur listi hjá okkur“ Davíð hafi lagt Golíat Hlaup er hafið úr Mýrdalsjökli Ökumaður bifhjólsins látinn Dettifoss vélarvana úti á ballarhafi Flugvél snúið við vegna bilunar „Enn ein viðurkenning að það má brjóta á fötluðu fólki“ Ógeðsleg aðkoma að íbúðinni eftir Airbnb-gesti Óska eftir vitnum: Missti stjórn og hafnaði á vegriði Bíða niðurstaðna um magakveisuna á Laugarvatni Dómurinn vonbrigði en virkjunin ekki út úr myndinni Kona á fimmtugsaldri í haldi vegna hnífstunguárásar „Nú verður að hafa hraðar hendur“ Hvammsvirkjun í uppnámi og ókyrrð hjá Play Hæstiréttur hafnar Hvammsvirkjun Inga Sæland með galsa á þingi í nótt „Orðaskiftismetið tikið“ Bifhjólamaðurinn „mikið slasaður“ Alvarlegt mótorhjólaslys og Miklubraut lokað Ungt fólk notar frekar samfélagsmiðla en hefðbundna fréttamiðla Sjá meira
Enn að jafna sig eftir stunguárás: „Þeir eru miklu yngri en réðu samt ekkert við 43 ára mann“ Innlent
Enn að jafna sig eftir stunguárás: „Þeir eru miklu yngri en réðu samt ekkert við 43 ára mann“ Innlent