Spáir stjórnarslitum á aðventunni Árni Sæberg skrifar 6. ágúst 2023 14:36 Oddný Harðardóttir telur Samfylkinguna græða á ríkisstjórnarsamstarfinu. Stöð 2/Egill Oddný Harðardóttir, þingmaður Samfylkingarinnar, segir að fylgi Vinstri grænna muni fara í skrúfuna haldi flokkurinn ríkisstjórnarsamstarfi við Sjálfstæðisflokk og Framsókn til streitu. Þá spáir hún því að stjórnin springi á næstu aðventu. Þetta kom fram í máli Oddnýar á Sprengisandi í morgun. Þar mætti hún Diljá Mist Einarsdóttur, þingmanni Sjálfstæðisflokks. Umræðuefnið var eins og gefur að skilja pólitíkin í dag og þá sérstaklega dræmt fylgi Sjálfstæðisflokksins í skoðanakönnunum og ríkisstjórnarsamstarfið. Ósammála um stöðu Bjarna Svo virðist sem mikil óánægja kraumi undir niðri innan Sjálfstæðisflokksins með flokksforystuna. Framámenn í flokknum hafa hver á fætur öðrum lýst yfir óánægju sinni og fylgi flokksins mælist undir tuttugu prósentum, en það hefur ekki gerst lengi. Diljá Mist segist þó telja stöðu Bjarna Benediktssonar sterka og að eðlilegt sé að flokksfélagar geri kröfu um betra samtal við forystuna. Kjörnir fulltrúar flokksins taki það einnig til sín. Oddný segist hins vegar halda að það sé ekki rétt mat. „Ég held að hann standi veikur fyrir og til dæmis er bankasölumálið ekki útkljáð enn þá. Enn er umboðsmaður Alþingis að skoða hvernig hann gætti að hæfi sínu.“ Mikill vandi hjá Vinstri grænum Oddný segir að það sé ekki Sjálfstæðisflokkurinn sem er í vanda staddur heldur Vinstri græn líka. Þar telur hún að samstarf við Sjálfstæðisflokkinn dragi verulega úr fylgi þeirra og sömuleiðis stuðningi grasrótarinnar, sem sé óþekkari en grasrót Sjálfstæðisflokksins. „Mér sem jafnaðarmanneskju, sem er vinstri sinnuð, finnst það ekki gott fyrir vinstri pólitík í landinu ef VG fer alveg í skrúfuna sem, því miður, ég held að gerist ef þau halda áfram í þessu stjórnarsamstarfi.“ Þó segir hún að það gagnist jafnaðarmönnum að ríkisstjórnarsamstarfið haldi sem lengst. Það muni sjást í skoðanakönnunum þegar fram líður. Að lokum spurði Kristján Kristjánsson þáttastjórnandi samstarfskonurnar hverjar þeirra spár um ríkisstjórnina væru og hvort hún muni lifa út árið. Diljá sagðist ekki sjá neitt sem benti til annars en að sama ríkisstjórn yrði eftir áramót en samstarfsflokkarnir þyrftu að vanda sig. „Nú ætla ég að spá. Ég spái því að á aðventunni muni þessi ríkisstjórn springa,“ sagði Oddný. Samfylkingin Sjálfstæðisflokkurinn Vinstri græn Ríkisstjórn Katrínar Jakobsdóttur Alþingi Tengdar fréttir „Við í Framsókn erum sultuslök“ Ferðamála-, viðskipta- og menningarmálaráðherra virðist ekki kippa sér mikið upp við yfirlýsingar um titring innan ríkisstjórnarinnar. Þau í Framsóknarflokknum séu róleg og ánægð með samstarfið í ríkisstjórninni. 3. ágúst 2023 16:39 Tal um óánægju „jafnvægislist“ nú þegar styttist í kosningar Ummæli áhrifamanna innan stjórnarflokkanna um óánægju með ríkisstjórnarsamstarfið lýsir mikilli gremju en er líka tilraun til að senda skilaboð til sinna kjósenda þar sem hnykkt er á eigin sérstöðu. Þetta segir prófessor í stjórnmálafræði. 3. ágúst 2023 12:32 Þriðjungur segist styðja ríkisstjórnina Stuðningur við ríkisstjórn Katrínar Jakobsdóttur hefur dregist lítillega saman, samkvæmt nýjasta Þjóðarpúls Gallup. Litlar breytingar hafa þó orðið á fylgi flokka undanfarinn mánuð. 2. ágúst 2023 11:57 Mest lesið Mexíkó og Kanada svara tollum Trump með sínum eigin Erlent Sakar Helgu um „helvítis lygar“ Innlent Hviður yfir 40 metra á sekúndu á morgun Veður Segir ljóst að Sigurjón skorti hæfi Innlent Þung staða og „ekki hægt að útiloka“ verkföll í fyrramálið Innlent Grænlendingar í sókn frekar en vörn þökk sé Trump Innlent Kennarar með viðbótarkröfur og fundi frestað Innlent Hættir sem formaður Siðmenntar Innlent Ók á móti umferð á flótta frá lögreglunni Innlent Óbreytt staða í Karphúsinu Innlent Fleiri fréttir Óbreytt staða í Karphúsinu Hættir sem formaður Siðmenntar Sakar Helgu um „helvítis lygar“ Um 500 nýjar íbúðir byggðar í Árnesi í Skeiða- og Gnúpverjahreppi Grænlendingar í sókn frekar en vörn þökk sé Trump Þung staða og „ekki hægt að útiloka“ verkföll í fyrramálið Hvað þýðir tollastríð Trumps fyrir Ísland? Hagræðingartillögur, styrkir til flokkanna og Grænland á Sprengisandi Ók á móti umferð á flótta frá lögreglunni Segir ljóst að Sigurjón skorti hæfi Ógnaði fólki með barefli í bænum Pálína 84 ára stendur vaktina alla daga á Landvegamótum Kennarar með viðbótarkröfur og fundi frestað Klakastykki stórskemmdi bíl Áfram óvissustig á Austfjörðum en aflétt á Vesturlandi Ærandi þögn í Karphúsinu, fangaskipti og biðlistar sem lengjast Íslendingar fá leiðbeiningar um viðbrögð við stríði Viðræður á viðkvæmu stigi og fjölmiðlafólki hent út Loðnuleitin skilaði enn lægri mælingu og engar veiðar ráðlagðar Annasamt hjá björgunarsveitum vegna ofsaveðurs Landsvirkjun leitar að gistingu á Suðurlandi Óskandi að hægt væri að ljúka deilunni í dag Nokkur krapaflóð fallið yfir vegi og óvissustig vegna flóðahættu Baráttukonur minnast Ólafar Töru Bæjarskrifstofur og heimili rýmd „Búið að vera mjög mikið að gera síðasta sólarhringinn“ Vatnsleki, fjúkandi þakplötur og ófærir ökumenn Óttast að Evrópuför ríkisstjórnarinnar endi sem bjölluat Stórir pollar leika bílstjóra grátt Hellisheiði opin á ný Sjá meira
Þetta kom fram í máli Oddnýar á Sprengisandi í morgun. Þar mætti hún Diljá Mist Einarsdóttur, þingmanni Sjálfstæðisflokks. Umræðuefnið var eins og gefur að skilja pólitíkin í dag og þá sérstaklega dræmt fylgi Sjálfstæðisflokksins í skoðanakönnunum og ríkisstjórnarsamstarfið. Ósammála um stöðu Bjarna Svo virðist sem mikil óánægja kraumi undir niðri innan Sjálfstæðisflokksins með flokksforystuna. Framámenn í flokknum hafa hver á fætur öðrum lýst yfir óánægju sinni og fylgi flokksins mælist undir tuttugu prósentum, en það hefur ekki gerst lengi. Diljá Mist segist þó telja stöðu Bjarna Benediktssonar sterka og að eðlilegt sé að flokksfélagar geri kröfu um betra samtal við forystuna. Kjörnir fulltrúar flokksins taki það einnig til sín. Oddný segist hins vegar halda að það sé ekki rétt mat. „Ég held að hann standi veikur fyrir og til dæmis er bankasölumálið ekki útkljáð enn þá. Enn er umboðsmaður Alþingis að skoða hvernig hann gætti að hæfi sínu.“ Mikill vandi hjá Vinstri grænum Oddný segir að það sé ekki Sjálfstæðisflokkurinn sem er í vanda staddur heldur Vinstri græn líka. Þar telur hún að samstarf við Sjálfstæðisflokkinn dragi verulega úr fylgi þeirra og sömuleiðis stuðningi grasrótarinnar, sem sé óþekkari en grasrót Sjálfstæðisflokksins. „Mér sem jafnaðarmanneskju, sem er vinstri sinnuð, finnst það ekki gott fyrir vinstri pólitík í landinu ef VG fer alveg í skrúfuna sem, því miður, ég held að gerist ef þau halda áfram í þessu stjórnarsamstarfi.“ Þó segir hún að það gagnist jafnaðarmönnum að ríkisstjórnarsamstarfið haldi sem lengst. Það muni sjást í skoðanakönnunum þegar fram líður. Að lokum spurði Kristján Kristjánsson þáttastjórnandi samstarfskonurnar hverjar þeirra spár um ríkisstjórnina væru og hvort hún muni lifa út árið. Diljá sagðist ekki sjá neitt sem benti til annars en að sama ríkisstjórn yrði eftir áramót en samstarfsflokkarnir þyrftu að vanda sig. „Nú ætla ég að spá. Ég spái því að á aðventunni muni þessi ríkisstjórn springa,“ sagði Oddný.
Samfylkingin Sjálfstæðisflokkurinn Vinstri græn Ríkisstjórn Katrínar Jakobsdóttur Alþingi Tengdar fréttir „Við í Framsókn erum sultuslök“ Ferðamála-, viðskipta- og menningarmálaráðherra virðist ekki kippa sér mikið upp við yfirlýsingar um titring innan ríkisstjórnarinnar. Þau í Framsóknarflokknum séu róleg og ánægð með samstarfið í ríkisstjórninni. 3. ágúst 2023 16:39 Tal um óánægju „jafnvægislist“ nú þegar styttist í kosningar Ummæli áhrifamanna innan stjórnarflokkanna um óánægju með ríkisstjórnarsamstarfið lýsir mikilli gremju en er líka tilraun til að senda skilaboð til sinna kjósenda þar sem hnykkt er á eigin sérstöðu. Þetta segir prófessor í stjórnmálafræði. 3. ágúst 2023 12:32 Þriðjungur segist styðja ríkisstjórnina Stuðningur við ríkisstjórn Katrínar Jakobsdóttur hefur dregist lítillega saman, samkvæmt nýjasta Þjóðarpúls Gallup. Litlar breytingar hafa þó orðið á fylgi flokka undanfarinn mánuð. 2. ágúst 2023 11:57 Mest lesið Mexíkó og Kanada svara tollum Trump með sínum eigin Erlent Sakar Helgu um „helvítis lygar“ Innlent Hviður yfir 40 metra á sekúndu á morgun Veður Segir ljóst að Sigurjón skorti hæfi Innlent Þung staða og „ekki hægt að útiloka“ verkföll í fyrramálið Innlent Grænlendingar í sókn frekar en vörn þökk sé Trump Innlent Kennarar með viðbótarkröfur og fundi frestað Innlent Hættir sem formaður Siðmenntar Innlent Ók á móti umferð á flótta frá lögreglunni Innlent Óbreytt staða í Karphúsinu Innlent Fleiri fréttir Óbreytt staða í Karphúsinu Hættir sem formaður Siðmenntar Sakar Helgu um „helvítis lygar“ Um 500 nýjar íbúðir byggðar í Árnesi í Skeiða- og Gnúpverjahreppi Grænlendingar í sókn frekar en vörn þökk sé Trump Þung staða og „ekki hægt að útiloka“ verkföll í fyrramálið Hvað þýðir tollastríð Trumps fyrir Ísland? Hagræðingartillögur, styrkir til flokkanna og Grænland á Sprengisandi Ók á móti umferð á flótta frá lögreglunni Segir ljóst að Sigurjón skorti hæfi Ógnaði fólki með barefli í bænum Pálína 84 ára stendur vaktina alla daga á Landvegamótum Kennarar með viðbótarkröfur og fundi frestað Klakastykki stórskemmdi bíl Áfram óvissustig á Austfjörðum en aflétt á Vesturlandi Ærandi þögn í Karphúsinu, fangaskipti og biðlistar sem lengjast Íslendingar fá leiðbeiningar um viðbrögð við stríði Viðræður á viðkvæmu stigi og fjölmiðlafólki hent út Loðnuleitin skilaði enn lægri mælingu og engar veiðar ráðlagðar Annasamt hjá björgunarsveitum vegna ofsaveðurs Landsvirkjun leitar að gistingu á Suðurlandi Óskandi að hægt væri að ljúka deilunni í dag Nokkur krapaflóð fallið yfir vegi og óvissustig vegna flóðahættu Baráttukonur minnast Ólafar Töru Bæjarskrifstofur og heimili rýmd „Búið að vera mjög mikið að gera síðasta sólarhringinn“ Vatnsleki, fjúkandi þakplötur og ófærir ökumenn Óttast að Evrópuför ríkisstjórnarinnar endi sem bjölluat Stórir pollar leika bílstjóra grátt Hellisheiði opin á ný Sjá meira
„Við í Framsókn erum sultuslök“ Ferðamála-, viðskipta- og menningarmálaráðherra virðist ekki kippa sér mikið upp við yfirlýsingar um titring innan ríkisstjórnarinnar. Þau í Framsóknarflokknum séu róleg og ánægð með samstarfið í ríkisstjórninni. 3. ágúst 2023 16:39
Tal um óánægju „jafnvægislist“ nú þegar styttist í kosningar Ummæli áhrifamanna innan stjórnarflokkanna um óánægju með ríkisstjórnarsamstarfið lýsir mikilli gremju en er líka tilraun til að senda skilaboð til sinna kjósenda þar sem hnykkt er á eigin sérstöðu. Þetta segir prófessor í stjórnmálafræði. 3. ágúst 2023 12:32
Þriðjungur segist styðja ríkisstjórnina Stuðningur við ríkisstjórn Katrínar Jakobsdóttur hefur dregist lítillega saman, samkvæmt nýjasta Þjóðarpúls Gallup. Litlar breytingar hafa þó orðið á fylgi flokka undanfarinn mánuð. 2. ágúst 2023 11:57