Opnar sig um líkamsskynjunarröskun og lýtaaðgerðir Magnús Jochum Pálsson skrifar 7. ágúst 2023 15:00 Robbie Williams opnaði sig nýlega um glímu sína við líkamsskynjunarröskun og sjálfshatur. EPA/Guillaume Horcajuelo Söngvarinn Robbie Williams opnaði sig í síðasta mánuði um glímu sína við líkamsskynjunarröskun og sjálfshatur vegna slæmrar líkamsímyndar. Í gær greindi hann frá því að hann hygðist fara í lýtaaðgerðir til að laga sokkin augu sín. Hinn 49 ára gamli Williams greindi frá áralangri glímu sinni við líkamsskynjunarröskun (e. body dysmorphia) á Instagram-síðu sinni í síðasta mánuði. Líkamsskynjunarröskun er geðröskun sem einkennist af áleitnum hugsunum um útlitsgalla sem er þó ekki til staðar. Nú á sunnudag greindi hann frá fyrirhuguðum lýtaaðgerðum sínum í leit að hinum fullkomna líkama. „Allir horfa á lýtaaðgerðir og segja Guð nei, ekki gera það. En enginn sér góðar lýtaagerðir af því maður tekur ekki eftir þeim. Flestir í mínum bransa hafa farið í mjög góðar lýtaaðgerðir,“ sagði hann við The Sun. „Ég vil smá fyllingu í augun af því ég lít út fyrir að vera með sokkin augu. Það er fullt af hlutum sem við þurfum ekki sem við fáum okkur samt,“ sagði hann. Þá greindi hann einnig frá því að hann vildi halda hárinu sínu eins lengi og hann gæti. Hann hefði tvisvar reynt að fara í hárígræðslu en fengið neitun í bæði skiptin. Átakanleg barátta við slæma líkamsímynd Williams birti 17. júlí síðastliðinn færslu á Instagram. Á myndinni mátti sjá tvær teiknaðar fígurar þar sem önnur segir „Þetta hefur gengið of langt“ á meðan hin segir „Æjj, guð blessi þig“. Fyrir ofan fígúrurnar stóð „Fyrirmyndarlíkamsþyngd mín er að fólk hafi áhyggjur af mér“. Við færsluna skrifaði William langan texta um líkamsímynd sína í gegnum tíðina og sagðist vera með líkamsskynjunarröskun. Myndin sem Williams birti á Instagram-síðu sinni.Instagram „Ég gæti skrifað bók um sjálfshatur hvað varðar líkamsímynd mína. Algjört sjálfshatur, ljótleikinn við að líða ljótum,“ sagði Williams meðal annars í færslunni. „Þið getið ímyndað ykkur hvað hugur minn sér. Eða þið getið það kannski ekki, hvort sem er þá er þetta fokking hörmung. Þessa stundina er ég mjór... En verandi ég, hugsar heilinn Fokking frábært Rob, þér tókst að verða mjór og núna ertu orðinn gamall, til hamingju, golf-klapp.“ „Baráttan er raunveruleg, sorgin átakanleg. Ég hef haft þetta allt mitt líf. Og þetta mun ekki minnka,“ sagði hann einnig. Hér fyrir neðan má sjá færsluna í heild sinni. View this post on Instagram A post shared by Robbie Williams (@robbiewilliams) Bretland Lýtalækningar Hollywood Tengdar fréttir Robbie Williams fór ekki út úr húsi vegna víðáttufælni Breski söngvarinn Robbie Williams opnaði sig á dögunum um víðáttufælni sem hann barðist við á árum áður í viðtali við SunOnline. 15. júlí 2019 13:50 Mest lesið „Svona getur þetta reynst smásálarlegt hérna“ Lífið Gelluorkan í hæstu hæðum á Gugguvaktinni Lífið Rúrik Gísla í glæsilegu eftirpartýi á Edition Lífið Málaferli og verktakadrama seinkar framkvæmdunum á höllinni í Frakklandi Lífið Simon og Garfunkel ná sögulegum sáttum: „Ég grét þegar hann sagði hversu mikið ég hefði sært hann“ Lífið Sjáðu stikluna: Zellweger, Firth og Grant öll í nýjustu Bridget Jones Lífið PlayStation 5 Pro: Eina leiðin til að spila, ef þú tímir því Leikjavísir Stórstjarna úr tónlistarheiminum í nýrri seríu White Lotus Bíó og sjónvarp Þurfti aðeins nokkrar sekúndur til að tryggja liði sínu áfram í undanúrslitin Lífið Smekklegt einbýli í hjarta Hafnarfjarðar Lífið Fleiri fréttir Meinta mannætan fékk ófrjósemisaðgerð í afmælisgjöf frá mömmu Hvað skal gera þegar tilhugsunin er meira sexý en kynlífið? Sjáðu stikluna: Zellweger, Firth og Grant öll í nýjustu Bridget Jones Smekklegt einbýli í hjarta Hafnarfjarðar Þurfti aðeins nokkrar sekúndur til að tryggja liði sínu áfram í undanúrslitin Rúrik Gísla í glæsilegu eftirpartýi á Edition Kynbomban Megan Fox ólétt Málaferli og verktakadrama seinkar framkvæmdunum á höllinni í Frakklandi „Svona getur þetta reynst smásálarlegt hérna“ Skreytum hús: Strákaherbergi með Star Wars ívafi Hagaskóli vann Skrekk Simon og Garfunkel ná sögulegum sáttum: „Ég grét þegar hann sagði hversu mikið ég hefði sært hann“ Gelluorkan í hæstu hæðum á Gugguvaktinni Sjá eftir að hafa beint börnum á klámsíðu Crocs skór nú einnig fyrir hunda Fiskikóngurinn kominn í gufuna Hlýleg hönnunarperla eftir Rut Kára í Mosó Steindi á æfingu hjá versta fótboltaliði Lundúna Viðkvæmur drengur sem var á brjósti til fimm ára aldurs og farinn að reykja Stjörnulífið: „Einhver þarna uppi heldur með mér“ Frægir flugfreyjubúningar í útgáfuhófi Loftleiðabókar Hrafnhildur hafnaði í öðru sæti í Miss Earth Þrjár íslenskar kvikmyndir hlutu verðlaun í Þýskalandi Krakkatía vikunnar: Handbolti, eldgos og Alþingi Glæsileg folaldasýning í Skálakoti undir Eyjafjöllum Bein útsending: Vikulöng þrekraun Einars Nammimaðurinn er allur Lifa hægara lífi í New York en á Íslandi Málningartrönur á miðri götu Berlínar breyttu gangi sögunnar Fréttatía vikunnar: Bubbi, Airwaves og kosningar Sjá meira
Hinn 49 ára gamli Williams greindi frá áralangri glímu sinni við líkamsskynjunarröskun (e. body dysmorphia) á Instagram-síðu sinni í síðasta mánuði. Líkamsskynjunarröskun er geðröskun sem einkennist af áleitnum hugsunum um útlitsgalla sem er þó ekki til staðar. Nú á sunnudag greindi hann frá fyrirhuguðum lýtaaðgerðum sínum í leit að hinum fullkomna líkama. „Allir horfa á lýtaaðgerðir og segja Guð nei, ekki gera það. En enginn sér góðar lýtaagerðir af því maður tekur ekki eftir þeim. Flestir í mínum bransa hafa farið í mjög góðar lýtaaðgerðir,“ sagði hann við The Sun. „Ég vil smá fyllingu í augun af því ég lít út fyrir að vera með sokkin augu. Það er fullt af hlutum sem við þurfum ekki sem við fáum okkur samt,“ sagði hann. Þá greindi hann einnig frá því að hann vildi halda hárinu sínu eins lengi og hann gæti. Hann hefði tvisvar reynt að fara í hárígræðslu en fengið neitun í bæði skiptin. Átakanleg barátta við slæma líkamsímynd Williams birti 17. júlí síðastliðinn færslu á Instagram. Á myndinni mátti sjá tvær teiknaðar fígurar þar sem önnur segir „Þetta hefur gengið of langt“ á meðan hin segir „Æjj, guð blessi þig“. Fyrir ofan fígúrurnar stóð „Fyrirmyndarlíkamsþyngd mín er að fólk hafi áhyggjur af mér“. Við færsluna skrifaði William langan texta um líkamsímynd sína í gegnum tíðina og sagðist vera með líkamsskynjunarröskun. Myndin sem Williams birti á Instagram-síðu sinni.Instagram „Ég gæti skrifað bók um sjálfshatur hvað varðar líkamsímynd mína. Algjört sjálfshatur, ljótleikinn við að líða ljótum,“ sagði Williams meðal annars í færslunni. „Þið getið ímyndað ykkur hvað hugur minn sér. Eða þið getið það kannski ekki, hvort sem er þá er þetta fokking hörmung. Þessa stundina er ég mjór... En verandi ég, hugsar heilinn Fokking frábært Rob, þér tókst að verða mjór og núna ertu orðinn gamall, til hamingju, golf-klapp.“ „Baráttan er raunveruleg, sorgin átakanleg. Ég hef haft þetta allt mitt líf. Og þetta mun ekki minnka,“ sagði hann einnig. Hér fyrir neðan má sjá færsluna í heild sinni. View this post on Instagram A post shared by Robbie Williams (@robbiewilliams)
Bretland Lýtalækningar Hollywood Tengdar fréttir Robbie Williams fór ekki út úr húsi vegna víðáttufælni Breski söngvarinn Robbie Williams opnaði sig á dögunum um víðáttufælni sem hann barðist við á árum áður í viðtali við SunOnline. 15. júlí 2019 13:50 Mest lesið „Svona getur þetta reynst smásálarlegt hérna“ Lífið Gelluorkan í hæstu hæðum á Gugguvaktinni Lífið Rúrik Gísla í glæsilegu eftirpartýi á Edition Lífið Málaferli og verktakadrama seinkar framkvæmdunum á höllinni í Frakklandi Lífið Simon og Garfunkel ná sögulegum sáttum: „Ég grét þegar hann sagði hversu mikið ég hefði sært hann“ Lífið Sjáðu stikluna: Zellweger, Firth og Grant öll í nýjustu Bridget Jones Lífið PlayStation 5 Pro: Eina leiðin til að spila, ef þú tímir því Leikjavísir Stórstjarna úr tónlistarheiminum í nýrri seríu White Lotus Bíó og sjónvarp Þurfti aðeins nokkrar sekúndur til að tryggja liði sínu áfram í undanúrslitin Lífið Smekklegt einbýli í hjarta Hafnarfjarðar Lífið Fleiri fréttir Meinta mannætan fékk ófrjósemisaðgerð í afmælisgjöf frá mömmu Hvað skal gera þegar tilhugsunin er meira sexý en kynlífið? Sjáðu stikluna: Zellweger, Firth og Grant öll í nýjustu Bridget Jones Smekklegt einbýli í hjarta Hafnarfjarðar Þurfti aðeins nokkrar sekúndur til að tryggja liði sínu áfram í undanúrslitin Rúrik Gísla í glæsilegu eftirpartýi á Edition Kynbomban Megan Fox ólétt Málaferli og verktakadrama seinkar framkvæmdunum á höllinni í Frakklandi „Svona getur þetta reynst smásálarlegt hérna“ Skreytum hús: Strákaherbergi með Star Wars ívafi Hagaskóli vann Skrekk Simon og Garfunkel ná sögulegum sáttum: „Ég grét þegar hann sagði hversu mikið ég hefði sært hann“ Gelluorkan í hæstu hæðum á Gugguvaktinni Sjá eftir að hafa beint börnum á klámsíðu Crocs skór nú einnig fyrir hunda Fiskikóngurinn kominn í gufuna Hlýleg hönnunarperla eftir Rut Kára í Mosó Steindi á æfingu hjá versta fótboltaliði Lundúna Viðkvæmur drengur sem var á brjósti til fimm ára aldurs og farinn að reykja Stjörnulífið: „Einhver þarna uppi heldur með mér“ Frægir flugfreyjubúningar í útgáfuhófi Loftleiðabókar Hrafnhildur hafnaði í öðru sæti í Miss Earth Þrjár íslenskar kvikmyndir hlutu verðlaun í Þýskalandi Krakkatía vikunnar: Handbolti, eldgos og Alþingi Glæsileg folaldasýning í Skálakoti undir Eyjafjöllum Bein útsending: Vikulöng þrekraun Einars Nammimaðurinn er allur Lifa hægara lífi í New York en á Íslandi Málningartrönur á miðri götu Berlínar breyttu gangi sögunnar Fréttatía vikunnar: Bubbi, Airwaves og kosningar Sjá meira
Robbie Williams fór ekki út úr húsi vegna víðáttufælni Breski söngvarinn Robbie Williams opnaði sig á dögunum um víðáttufælni sem hann barðist við á árum áður í viðtali við SunOnline. 15. júlí 2019 13:50
Simon og Garfunkel ná sögulegum sáttum: „Ég grét þegar hann sagði hversu mikið ég hefði sært hann“ Lífið
Simon og Garfunkel ná sögulegum sáttum: „Ég grét þegar hann sagði hversu mikið ég hefði sært hann“ Lífið