Þrjú taka kast fyrir Ísland á HM Sindri Sverrisson skrifar 8. ágúst 2023 12:00 Hilmar Örn Jónsson var eini Íslendingurinn á HM í fyrra en nú fær hann góðan félagsskap. Getty/Dean Mouhtaropoulos Einn nýliði er í þriggja manna hópi Íslands sem keppir á heimsmeistaramótinu í frjálsum íþróttum í Búdapest í Ungverjalandi. Mótið fer fram dagana 19.-27. ágúst. Fulltrúar Íslands keppa allir í kastgreinum en það eru þau Hilmar Örn Jónsson úr FH og Guðni Valur Guðnason og Erna Sóley Gunnarsdóttir úr ÍR. Hilmar, sem keppir í sleggjukasti, fer á sitt þriðja heimsmeistaramót því hann var einnig með á HM í London 2017 og í Eugene í Bandaríkjunum í fyrra. Guðni keppir í kringlukasti á sínu öðru heimsmeistaramóti, eftir að hafa verið með í Doha í Katar árið 2019. Þeir Guðni og Hilmar komust báðir í úrslit í sinni grein á EM í fyrra. Kúluvarparinn Erna Sóley er hins vegar á leiðinni á sitt fyrsta heimsmeistaramót. View this post on Instagram A post shared by Frjálsíþróttasamband Íslands (@icelandathletics) Guðmundur Karlsson, afreks- og framkvæmdastjóri frjálsíþróttasambands Íslands, gleðst yfir því að Ísland eigi nú þrjá fulltrúa á HM. „Það er sérstaklega ánægjulegt að ná inn þremur keppendum á Heimsmeistaramótið að þessu sinni, síðustu tvö HM hefur einn keppandi náð tilskildum árangri og ljóst að við erum á uppleið. Öll eru þau á góðri vegferð og sem kastarar öll ung og eiga mikið eftir af ferlinum. Við hjá FRÍ erum fyrst og fremst stolt af árangrinum á árinu hingað til og þessi þrjú eiga stóran þátt í því. Við nálgumst þetta verkefni með bjartsýni, eftirvæntingu og skýrum markmiðum,“ segir Guðmundur á vef FRÍ. Með á fyrsta keppnisdegi Guðni Valur og Hilmar Örn kasta í undankeppni í kringlu- og sleggjukasti á fyrsta keppnisdeginum, mánudaginn 19. ágúst. Úrslitakeppnin fer fram á þriðjudeginum í sleggjukasti en á miðvikudeginum í kringlukasti. Erna Sóley kastar í undankeppni í kúluvarpi á áttunda keppnisdegi, laugardaginn 26. ágúst. Úrslitin fara fram sama dag. Frjálsar íþróttir Mest lesið „Þá sér maður að það brestur margur og klökknar“ Sport Heimi fannst Arnar byrja of bratt með Ísland Fótbolti Newcastle loks að fá leikmann Enski boltinn Enska augnablikið: Skellur þegar hann hrinti dómaranum Enski boltinn Hafa selt næstum alla vörnina en liðsstyrkur á leiðinni frá liði Hákonar Enski boltinn Sjáðu dramatísku sigurmörkin og Stjörnumenn skella Víkingum Íslenski boltinn Grealish lánaður burt en City vill ekki selja Savinho Enski boltinn Crystal Palace tapaði áfrýjun og þarf að spila í Sambandsdeildinni Enski boltinn Vilja dæma skíðastökkvarana í bann vegna saumaskandalsins Sport Mun Jake Paul mæta Anthony Joshua í hringnum? Sport Fleiri fréttir Spánn skiptir þjálfaranum út Með fyrsta þrjátíu tuttugu leikinn í sögu WNBA Fengu loksins leyfi til að spila spænskan deildarleik í Miami Enska augnablikið: Hlaupið út úr húsinu Ótryggður Giannis tekur ekki þátt í undirbúningi Grikklands Klappað fyrir fyrstu konunni sem dæmdi í MLB Hafa selt næstum alla vörnina en liðsstyrkur á leiðinni frá liði Hákonar „Þá sér maður að það brestur margur og klökknar“ Grealish lánaður burt en City vill ekki selja Savinho Vilja dæma skíðastökkvarana í bann vegna saumaskandalsins Crystal Palace tapaði áfrýjun og þarf að spila í Sambandsdeildinni Newcastle loks að fá leikmann Heimi fannst Arnar byrja of bratt með Ísland Delap með tvö í öruggum sigri í síðasta leik fyrir mót Sjáðu dramatísku sigurmörkin og Stjörnumenn skella Víkingum Palace stefnir á að selja fyrirliðann fyrir gluggalok Enska augnablikið: Skellur þegar hann hrinti dómaranum Viðbeinsbrotnaði þegar hann fagnaði sigri í Nascar Mun Jake Paul mæta Anthony Joshua í hringnum? Dagskráin í dag: Besta deild karla á sviðið Glasner: Myndi ekki skipta á skildinum fyrir sæti í Evrópukeppni félagsliða „Brugðumst vel við þeim aðstæðum sem leikurinn henti í okkur“ Þjóðverjar unnu Doncic lausa Slóvena „Rýr stigasöfnun í deildinni vissulega áhyggjuefni“ Halldór: Góð ákvörðun hjá þeim að hætta spila boltanum Barcelona rúllaði yfir Como Uppgjörið: Víkingur - Stjarnan 2-4 | Stjarnan sigraði Víking í viðburðarríkum leik Uppgjörið: KA - ÍBV 1-0 | Dagur Ingi tryggði KA mikilvæg stig Pólland missir NBA stjörnu fyrir Eurobasket Hallgrímur: Ef þú slakar á 1-3% er þetta fljótt að breytast Sjá meira
Fulltrúar Íslands keppa allir í kastgreinum en það eru þau Hilmar Örn Jónsson úr FH og Guðni Valur Guðnason og Erna Sóley Gunnarsdóttir úr ÍR. Hilmar, sem keppir í sleggjukasti, fer á sitt þriðja heimsmeistaramót því hann var einnig með á HM í London 2017 og í Eugene í Bandaríkjunum í fyrra. Guðni keppir í kringlukasti á sínu öðru heimsmeistaramóti, eftir að hafa verið með í Doha í Katar árið 2019. Þeir Guðni og Hilmar komust báðir í úrslit í sinni grein á EM í fyrra. Kúluvarparinn Erna Sóley er hins vegar á leiðinni á sitt fyrsta heimsmeistaramót. View this post on Instagram A post shared by Frjálsíþróttasamband Íslands (@icelandathletics) Guðmundur Karlsson, afreks- og framkvæmdastjóri frjálsíþróttasambands Íslands, gleðst yfir því að Ísland eigi nú þrjá fulltrúa á HM. „Það er sérstaklega ánægjulegt að ná inn þremur keppendum á Heimsmeistaramótið að þessu sinni, síðustu tvö HM hefur einn keppandi náð tilskildum árangri og ljóst að við erum á uppleið. Öll eru þau á góðri vegferð og sem kastarar öll ung og eiga mikið eftir af ferlinum. Við hjá FRÍ erum fyrst og fremst stolt af árangrinum á árinu hingað til og þessi þrjú eiga stóran þátt í því. Við nálgumst þetta verkefni með bjartsýni, eftirvæntingu og skýrum markmiðum,“ segir Guðmundur á vef FRÍ. Með á fyrsta keppnisdegi Guðni Valur og Hilmar Örn kasta í undankeppni í kringlu- og sleggjukasti á fyrsta keppnisdeginum, mánudaginn 19. ágúst. Úrslitakeppnin fer fram á þriðjudeginum í sleggjukasti en á miðvikudeginum í kringlukasti. Erna Sóley kastar í undankeppni í kúluvarpi á áttunda keppnisdegi, laugardaginn 26. ágúst. Úrslitin fara fram sama dag.
Frjálsar íþróttir Mest lesið „Þá sér maður að það brestur margur og klökknar“ Sport Heimi fannst Arnar byrja of bratt með Ísland Fótbolti Newcastle loks að fá leikmann Enski boltinn Enska augnablikið: Skellur þegar hann hrinti dómaranum Enski boltinn Hafa selt næstum alla vörnina en liðsstyrkur á leiðinni frá liði Hákonar Enski boltinn Sjáðu dramatísku sigurmörkin og Stjörnumenn skella Víkingum Íslenski boltinn Grealish lánaður burt en City vill ekki selja Savinho Enski boltinn Crystal Palace tapaði áfrýjun og þarf að spila í Sambandsdeildinni Enski boltinn Vilja dæma skíðastökkvarana í bann vegna saumaskandalsins Sport Mun Jake Paul mæta Anthony Joshua í hringnum? Sport Fleiri fréttir Spánn skiptir þjálfaranum út Með fyrsta þrjátíu tuttugu leikinn í sögu WNBA Fengu loksins leyfi til að spila spænskan deildarleik í Miami Enska augnablikið: Hlaupið út úr húsinu Ótryggður Giannis tekur ekki þátt í undirbúningi Grikklands Klappað fyrir fyrstu konunni sem dæmdi í MLB Hafa selt næstum alla vörnina en liðsstyrkur á leiðinni frá liði Hákonar „Þá sér maður að það brestur margur og klökknar“ Grealish lánaður burt en City vill ekki selja Savinho Vilja dæma skíðastökkvarana í bann vegna saumaskandalsins Crystal Palace tapaði áfrýjun og þarf að spila í Sambandsdeildinni Newcastle loks að fá leikmann Heimi fannst Arnar byrja of bratt með Ísland Delap með tvö í öruggum sigri í síðasta leik fyrir mót Sjáðu dramatísku sigurmörkin og Stjörnumenn skella Víkingum Palace stefnir á að selja fyrirliðann fyrir gluggalok Enska augnablikið: Skellur þegar hann hrinti dómaranum Viðbeinsbrotnaði þegar hann fagnaði sigri í Nascar Mun Jake Paul mæta Anthony Joshua í hringnum? Dagskráin í dag: Besta deild karla á sviðið Glasner: Myndi ekki skipta á skildinum fyrir sæti í Evrópukeppni félagsliða „Brugðumst vel við þeim aðstæðum sem leikurinn henti í okkur“ Þjóðverjar unnu Doncic lausa Slóvena „Rýr stigasöfnun í deildinni vissulega áhyggjuefni“ Halldór: Góð ákvörðun hjá þeim að hætta spila boltanum Barcelona rúllaði yfir Como Uppgjörið: Víkingur - Stjarnan 2-4 | Stjarnan sigraði Víking í viðburðarríkum leik Uppgjörið: KA - ÍBV 1-0 | Dagur Ingi tryggði KA mikilvæg stig Pólland missir NBA stjörnu fyrir Eurobasket Hallgrímur: Ef þú slakar á 1-3% er þetta fljótt að breytast Sjá meira