Tugir slasaðir í sprengingu í rússneskri verksmiðju Kjartan Kjartansson skrifar 9. ágúst 2023 12:20 Reykur stígur upp frá athafnasvæði Zargorsk-verksmiðjunnar í bænum Sergjev Posad, norðaustur af Moskvu. AP Mikil sprenging varð á athafnasvæði verksmiðju sem framleiðir sjóntæki fyrir rússneska herinn nærri Moskvu í dag. Á fimmta tug manna eru slasaðir, þar af sex alvarlega. Orsakir sprengingarinnar liggja ekki fyrir að svo stöddu. Sprengingin varð í vöruhúsi þar sem flugeldar voru geymdir á athafnasvæði Zagorsk-verksmiðjunnar, um 65 kílómetra norðaustur af Moskvu í dag. Rúður í nærliggjandi íbúðarblokkum splundruðust við hvellinn og svæðið í kring var rýmt. Fjörutíu og fimm slösuðust í sprengingunni, að sögn Andrei Vorobjov, ríkisstjóra Moskvuhéraðs. AP-fréttastofan segir að verksmiðjan framleiði meðal annars ýmis konar sjóntæki sem rússneskar öryggissveitir nota. Vorobjov neitaði því og fullyrti að verksmiðjan framleiddi aðallega flugelda. Á vefsíðu fyrirtækisins er þó fullyrt að það framleiði enn sjóntæki. A powerful explosion in Sergiyev Posad, a city in the Moscow region, has left up to 38 people injured, say local officials. https://t.co/rxUSQxgzbx pic.twitter.com/mgUxETWPS9— Kevin Rothrock (@KevinRothrock) August 9, 2023 Rússneskir embættismenn fullyrtu fyrr í dag að loftvarnarkerfi landsins hefði skotið niður tvo dróna sem stefndu á Moskvu í nótt. Héldu þeir því fram að Úkraínumenn hefðu sent þá til þess að gera árás á rússnesku höfuðborgina. Úkraínumenn tjáðu sig ekki um ásakanir Rússa en þeir hafa hvorki viljað staðfesta né hafna að þeir hafi staðið að sambærilegum drónaferðum yfir Rússlandi á undanförnum vikum. Reuters-fréttastofan hefur eftir rússnesku TASS-ríkisfréttastofunni að viðbragðsaðilar telji ekki að sprengingin í Zagorsk-verksmiðjunni hafi orðið að völdum úkraínsks dróna. Rússland Úkraína Innrás Rússa í Úkraínu Mest lesið Harpa Elín Haraldsdóttir er látin Innlent Lögreglan innsiglaði Flóka Innlent Snúin staða Sönnu og sameiginlegt framboð virðist ekki í kortunum Innlent Ítrekar hótanir sínar og hvetur íbúa til að kjósa Cuomo Erlent Ætlar ekki að láta „óða“ Demókrata kúga sig Erlent Tveir reyndir lögreglumenn ákærðir fyrir brot í starfi Innlent Með meðvitund fastur í rústunum en lést á leið á sjúkrahús Erlent „Við vorum komin með súrefniskúta heim“ Innlent Hyggjast banna klám sem sýnir kyrkingar Erlent Líklegast að Reykjavíkurleiðin taki breytingum eftir umsagnir Innlent Fleiri fréttir Með meðvitund fastur í rústunum en lést á leið á sjúkrahús Hyggjast banna klám sem sýnir kyrkingar Ítrekar hótanir sínar og hvetur íbúa til að kjósa Cuomo Ætlar ekki að láta „óða“ Demókrata kúga sig Ódæðin í Súdan mögulega glæpir gegn mannkyninu Handtekin fyrir að leka myndbandi af misþyrmingu á fanga Myndar stjórn með fjarhægriflokkum Miðaldaturn í Róm hrundi að hluta Áfengisneysla „Evrópumeistara í unglingadrykkju“ dregst saman Bandarískir erindrekar hótuðu evrópskum kollegum sínum Konur í Afganistan óttist raunverulega að heimurinn gleymi þeim Mamdani mælist með gott forskot degi fyrir kosningar Að minnsta kosti 20 látnir eftir stóran skjálfta í Afganistan Segir Bandaríkin ekki geta ráðist inn Konur í Afganistan óttist raunverulega að heimurinn gleymi þeim Annar hinna handteknu látinn laus: „Drepið mig, drepið mig, drepið mig“ Andrew sviptur síðustu hernaðartigninni Fjórir útskrifaðir af spítala en tveir enn í lífshættu Drónaumferð við herstöð í Belgíu Allt í loft upp í Færeyjum vegna Suðureyjarganga Níu í lífshættu eftir stunguárásina Margir sagðir særðir eftir árás í Cambridge-skíri Segir hernum að undirbúa árás á Nígeríu Stúlka fannst á lífi í kassa í órafjarlægð frá heimili sínu Kona ákærð fyrir ránið í Louvre Demókratar vilja yfirheyra Andrew Enn staðráðin í að lenda geimförum á tunglinu með Starship Gera sex hundruð gervihnetti fyrir „Gullhvelfinguna“ Sagður hafa skipað hernum að gera árásir í Venesúela Ljóst að D66 varð stærri en flokkur Wilders Sjá meira
Sprengingin varð í vöruhúsi þar sem flugeldar voru geymdir á athafnasvæði Zagorsk-verksmiðjunnar, um 65 kílómetra norðaustur af Moskvu í dag. Rúður í nærliggjandi íbúðarblokkum splundruðust við hvellinn og svæðið í kring var rýmt. Fjörutíu og fimm slösuðust í sprengingunni, að sögn Andrei Vorobjov, ríkisstjóra Moskvuhéraðs. AP-fréttastofan segir að verksmiðjan framleiði meðal annars ýmis konar sjóntæki sem rússneskar öryggissveitir nota. Vorobjov neitaði því og fullyrti að verksmiðjan framleiddi aðallega flugelda. Á vefsíðu fyrirtækisins er þó fullyrt að það framleiði enn sjóntæki. A powerful explosion in Sergiyev Posad, a city in the Moscow region, has left up to 38 people injured, say local officials. https://t.co/rxUSQxgzbx pic.twitter.com/mgUxETWPS9— Kevin Rothrock (@KevinRothrock) August 9, 2023 Rússneskir embættismenn fullyrtu fyrr í dag að loftvarnarkerfi landsins hefði skotið niður tvo dróna sem stefndu á Moskvu í nótt. Héldu þeir því fram að Úkraínumenn hefðu sent þá til þess að gera árás á rússnesku höfuðborgina. Úkraínumenn tjáðu sig ekki um ásakanir Rússa en þeir hafa hvorki viljað staðfesta né hafna að þeir hafi staðið að sambærilegum drónaferðum yfir Rússlandi á undanförnum vikum. Reuters-fréttastofan hefur eftir rússnesku TASS-ríkisfréttastofunni að viðbragðsaðilar telji ekki að sprengingin í Zagorsk-verksmiðjunni hafi orðið að völdum úkraínsks dróna.
Rússland Úkraína Innrás Rússa í Úkraínu Mest lesið Harpa Elín Haraldsdóttir er látin Innlent Lögreglan innsiglaði Flóka Innlent Snúin staða Sönnu og sameiginlegt framboð virðist ekki í kortunum Innlent Ítrekar hótanir sínar og hvetur íbúa til að kjósa Cuomo Erlent Ætlar ekki að láta „óða“ Demókrata kúga sig Erlent Tveir reyndir lögreglumenn ákærðir fyrir brot í starfi Innlent Með meðvitund fastur í rústunum en lést á leið á sjúkrahús Erlent „Við vorum komin með súrefniskúta heim“ Innlent Hyggjast banna klám sem sýnir kyrkingar Erlent Líklegast að Reykjavíkurleiðin taki breytingum eftir umsagnir Innlent Fleiri fréttir Með meðvitund fastur í rústunum en lést á leið á sjúkrahús Hyggjast banna klám sem sýnir kyrkingar Ítrekar hótanir sínar og hvetur íbúa til að kjósa Cuomo Ætlar ekki að láta „óða“ Demókrata kúga sig Ódæðin í Súdan mögulega glæpir gegn mannkyninu Handtekin fyrir að leka myndbandi af misþyrmingu á fanga Myndar stjórn með fjarhægriflokkum Miðaldaturn í Róm hrundi að hluta Áfengisneysla „Evrópumeistara í unglingadrykkju“ dregst saman Bandarískir erindrekar hótuðu evrópskum kollegum sínum Konur í Afganistan óttist raunverulega að heimurinn gleymi þeim Mamdani mælist með gott forskot degi fyrir kosningar Að minnsta kosti 20 látnir eftir stóran skjálfta í Afganistan Segir Bandaríkin ekki geta ráðist inn Konur í Afganistan óttist raunverulega að heimurinn gleymi þeim Annar hinna handteknu látinn laus: „Drepið mig, drepið mig, drepið mig“ Andrew sviptur síðustu hernaðartigninni Fjórir útskrifaðir af spítala en tveir enn í lífshættu Drónaumferð við herstöð í Belgíu Allt í loft upp í Færeyjum vegna Suðureyjarganga Níu í lífshættu eftir stunguárásina Margir sagðir særðir eftir árás í Cambridge-skíri Segir hernum að undirbúa árás á Nígeríu Stúlka fannst á lífi í kassa í órafjarlægð frá heimili sínu Kona ákærð fyrir ránið í Louvre Demókratar vilja yfirheyra Andrew Enn staðráðin í að lenda geimförum á tunglinu með Starship Gera sex hundruð gervihnetti fyrir „Gullhvelfinguna“ Sagður hafa skipað hernum að gera árásir í Venesúela Ljóst að D66 varð stærri en flokkur Wilders Sjá meira