Vestfirðir verði áfram jaðarsettir í nýrri samgönguáætlun Ólafur Björn Sverrisson skrifar 9. ágúst 2023 21:59 Guðmundur Fertram Sigurjónsson, stofnandi Kerecis ritar undir umsögn fyrirtækis síns. Vísir/Arnar Lækningavörufyrirtækið Kerecis lýsir yfir miklum vonbrigðum með fyrirliggjandi samgönguáætlun og segir Vestfirði áfram verða jaðarsetta, verði hún að veruleika. Fyrirtækið segir skattgreiðslur af nýlegri sölu fyrirtækisins duga einar og sér til að koma vegum landshlutans, sem eru sagðir með öllu óviðunandi, í viðunandi horf. Þetta kemur fram í umsögn fyrirtækisins um samgönguáætlun sem birt var í samráðsgátt stjórnvalda. Undir umsögnina ritar forstjórinn Guðmundur Fertram Sigurjónsson. Sigurður Ingi Jóhannsson innviðaráðherra kynnti samgönguáætlun til næstu fimmtán ára í júní. Þar er gert ráð fyrir að 909 milljarðar króna verði varið í samgöngur á tímabilinu. Auknu fjármagni verði varið í innanlandsflugvelli og einbreiðum brúm á hringveginum útrýmt. Kerecis var í júlí á þessu ári selt danska fyrirtækinu Coloplast á 176 milljarða íslenskra króna.vísir/arnar Skatttekjur Kerecis dugi til að koma vegasamgöngum í lag Í umsögn Kerecis segir að vegakerfi Vestfjarða sé það lang lakasta á landinu og svo verði staðan ennþá árið 2038. „Vestfirðir þurfa að njóta forgangs þegar fjármunum til samgöngumála er úthlutað þannig að hægt sé að vinna upp þá samgönguskuld sem byggst hefur upp á svæðinu frá upphafi vegagerðar á Íslandi,“ segir í umsögninni.“ Þá er fjallað um skatttekjur sem muni hljótast af sölu Kerecis til danska fyrirtækisins Koloplast, sem og tekjur af laxeldi og öðrum atvinnugreinum muni nema 150 milljörðum króna „innan nokkurra ára“. Þessar tvær atvinnugreinar hafi auk þess snúið við neikvæðri íbúaþróun á síðust árum. „Útflutningsverðmæti af fiskafurðum snarhækkar, áhrifin á gengi krónunnar eru jákvæð og skattsporið af starfseminni er stórt. Þannig má færa rök fyrir því, að skattgreiðslur í kjölfar nýlegrar sölu Kerecis dugi einar og sér til að koma vegasamgöngum milli Ísafjarðar og Reykjavíkur í viðunandi horf.“ Vestfjarðarlína Lagt er til nútíma gatnakerfi sem er sagt „leiðrétta samgönguskuld“ sem hafi orðið til við Vestfirði undanfarna áratugi. Úr umsögn Kerecis. Rautt: „Vestfjarðalína“, láglendisvegur til höfuðborgarsvæðisins. Svart: Jarðgöng á meginlínu. Fjólublátt: Jarðgöng á hliðarlínu.skjáskot „Hún er grunnur þess að efnahagsævintýrið sem er í uppsiglingu á Vestfjörðum haldi áfram og byggir á borgararéttindum Vestfirðinga, þörfum atvinnulífs og mannlífs á Vestfjörðum. Vestfjarðarlínan samanstendur af nútíma gatnakerfi með þremur meginjarðgöngum (Brattabrekka, Klettsháls, Dynjandisheiði) og þremur bæjarfélagajarðgöngum sem tengja Patreksfjörð, Tálknafjörð, Bíldudal og Súðavík með láglendisveg við Vestjarðalínuna. Drögin að samgönguáætlun ganga miklu skemur að umfangi en Vestfjarðarlínan sem er óásættanlegt.“ Efnahagsævintýri sem verður að halda áfram Þá segir að samgöngur til Ísafjarðar eigi að vera sambærilegar þeim til Akureyrar. „Höfuðstaðir landshlutanna gegna mikilvægu hlutverki og brýnt að opinberir aðilar gæti jafnræðis við úthlutun fjár sem á að auka lífsgæði íbúa. Samgöngusamanburður við Akureyri er afar óhagstæður fyrir Ísafjörð, bæði varðandi vega- og flugsamgöngur.“ Að lokum segir: „Til að þetta efnahagsævintýri geti haldið áfram og vægi Vestjarða náð aftur sínum fyrri styrk, og borgaraleg réttindi Vestfirðinga varðandi samgöngur til jafns við aðra nái fram, er lífsnauðsynlegt að forgangsraða fjármunum til samgönguuppbyggingar til Vestfjarða á kostnað annarra landshluta. Núverandi drög að samgönguáætlun gera það ekki og er áætlunin því ósásættanleg.“ Ísafjarðarbær Byggðamál Samgöngur Ríkisstjórn Katrínar Jakobsdóttur Jarðgöng á Íslandi Tengdar fréttir 909 milljarðar í samgöngur og einbreiðum brúm á þjóðvegi 1 útrýmt Tillaga Sigurðar Inga Jóhannssonar innviðaráðherra að samgönguáætlun til næsti fimmtán ára gerir ráð fyrir að 909 milljarðar króna verði varið í samgöngur á tímabilinu. Auknu fjármagni verði varið í innanlandsflugvelli og einbreiðum brúm á hringveginum útrýmt. 13. júní 2023 13:20 Svona lítur forgangslisti Vegagerðar og Sigurðar Inga fyrir jarðgöng út Fjarðarheiðargöng eru efst á forgangslista Sigurðar Inga Jóhannssonar innviðaráðherra í tillögum hans að samgönguáætlun fyrir árin 2024-2038. Þetta kemur fram í drögum að samgönguáætlun í Samráðsgátt stjórnvalda. Áætlunin var kynnt á blaðamannafundi í dag. 13. júní 2023 13:00 Coloplast kaupir Kerecis fyrir 176 milljarða króna Danska fyrirtækið Coloplast hefur samþykkt að kaupa íslenska fyrirtækið Kerecis fyrir 1,3 milljarð Bandaríkjadala, eða 176 milljarða íslenskra króna. 7. júlí 2023 08:20 Mest lesið Mexíkó og Kanada svara tollum Trump með sínum eigin Erlent Segir ljóst að Sigurjón skorti hæfi Innlent Hviður yfir 40 metra á sekúndu á morgun Veður Þung staða og „ekki hægt að útiloka“ verkföll í fyrramálið Innlent Kennarar með viðbótarkröfur og fundi frestað Innlent Ók á móti umferð á flótta frá lögreglunni Innlent Grænlendingar í sókn frekar en vörn þökk sé Trump Innlent Sakar Helgu um „helvítis lygar“ Innlent Klakastykki stórskemmdi bíl Innlent Pálína 84 ára stendur vaktina alla daga á Landvegamótum Innlent Fleiri fréttir Óbreytt staða í Karphúsinu Hættir sem formaður Siðmenntar Sakar Helgu um „helvítis lygar“ Um 500 nýjar íbúðir byggðar í Árnesi í Skeiða- og Gnúpverjahreppi Grænlendingar í sókn frekar en vörn þökk sé Trump Þung staða og „ekki hægt að útiloka“ verkföll í fyrramálið Hvað þýðir tollastríð Trumps fyrir Ísland? Hagræðingartillögur, styrkir til flokkanna og Grænland á Sprengisandi Ók á móti umferð á flótta frá lögreglunni Segir ljóst að Sigurjón skorti hæfi Ógnaði fólki með barefli í bænum Pálína 84 ára stendur vaktina alla daga á Landvegamótum Kennarar með viðbótarkröfur og fundi frestað Klakastykki stórskemmdi bíl Áfram óvissustig á Austfjörðum en aflétt á Vesturlandi Ærandi þögn í Karphúsinu, fangaskipti og biðlistar sem lengjast Íslendingar fá leiðbeiningar um viðbrögð við stríði Viðræður á viðkvæmu stigi og fjölmiðlafólki hent út Loðnuleitin skilaði enn lægri mælingu og engar veiðar ráðlagðar Annasamt hjá björgunarsveitum vegna ofsaveðurs Landsvirkjun leitar að gistingu á Suðurlandi Óskandi að hægt væri að ljúka deilunni í dag Nokkur krapaflóð fallið yfir vegi og óvissustig vegna flóðahættu Baráttukonur minnast Ólafar Töru Bæjarskrifstofur og heimili rýmd „Búið að vera mjög mikið að gera síðasta sólarhringinn“ Vatnsleki, fjúkandi þakplötur og ófærir ökumenn Óttast að Evrópuför ríkisstjórnarinnar endi sem bjölluat Stórir pollar leika bílstjóra grátt Hellisheiði opin á ný Sjá meira
Þetta kemur fram í umsögn fyrirtækisins um samgönguáætlun sem birt var í samráðsgátt stjórnvalda. Undir umsögnina ritar forstjórinn Guðmundur Fertram Sigurjónsson. Sigurður Ingi Jóhannsson innviðaráðherra kynnti samgönguáætlun til næstu fimmtán ára í júní. Þar er gert ráð fyrir að 909 milljarðar króna verði varið í samgöngur á tímabilinu. Auknu fjármagni verði varið í innanlandsflugvelli og einbreiðum brúm á hringveginum útrýmt. Kerecis var í júlí á þessu ári selt danska fyrirtækinu Coloplast á 176 milljarða íslenskra króna.vísir/arnar Skatttekjur Kerecis dugi til að koma vegasamgöngum í lag Í umsögn Kerecis segir að vegakerfi Vestfjarða sé það lang lakasta á landinu og svo verði staðan ennþá árið 2038. „Vestfirðir þurfa að njóta forgangs þegar fjármunum til samgöngumála er úthlutað þannig að hægt sé að vinna upp þá samgönguskuld sem byggst hefur upp á svæðinu frá upphafi vegagerðar á Íslandi,“ segir í umsögninni.“ Þá er fjallað um skatttekjur sem muni hljótast af sölu Kerecis til danska fyrirtækisins Koloplast, sem og tekjur af laxeldi og öðrum atvinnugreinum muni nema 150 milljörðum króna „innan nokkurra ára“. Þessar tvær atvinnugreinar hafi auk þess snúið við neikvæðri íbúaþróun á síðust árum. „Útflutningsverðmæti af fiskafurðum snarhækkar, áhrifin á gengi krónunnar eru jákvæð og skattsporið af starfseminni er stórt. Þannig má færa rök fyrir því, að skattgreiðslur í kjölfar nýlegrar sölu Kerecis dugi einar og sér til að koma vegasamgöngum milli Ísafjarðar og Reykjavíkur í viðunandi horf.“ Vestfjarðarlína Lagt er til nútíma gatnakerfi sem er sagt „leiðrétta samgönguskuld“ sem hafi orðið til við Vestfirði undanfarna áratugi. Úr umsögn Kerecis. Rautt: „Vestfjarðalína“, láglendisvegur til höfuðborgarsvæðisins. Svart: Jarðgöng á meginlínu. Fjólublátt: Jarðgöng á hliðarlínu.skjáskot „Hún er grunnur þess að efnahagsævintýrið sem er í uppsiglingu á Vestfjörðum haldi áfram og byggir á borgararéttindum Vestfirðinga, þörfum atvinnulífs og mannlífs á Vestfjörðum. Vestfjarðarlínan samanstendur af nútíma gatnakerfi með þremur meginjarðgöngum (Brattabrekka, Klettsháls, Dynjandisheiði) og þremur bæjarfélagajarðgöngum sem tengja Patreksfjörð, Tálknafjörð, Bíldudal og Súðavík með láglendisveg við Vestjarðalínuna. Drögin að samgönguáætlun ganga miklu skemur að umfangi en Vestfjarðarlínan sem er óásættanlegt.“ Efnahagsævintýri sem verður að halda áfram Þá segir að samgöngur til Ísafjarðar eigi að vera sambærilegar þeim til Akureyrar. „Höfuðstaðir landshlutanna gegna mikilvægu hlutverki og brýnt að opinberir aðilar gæti jafnræðis við úthlutun fjár sem á að auka lífsgæði íbúa. Samgöngusamanburður við Akureyri er afar óhagstæður fyrir Ísafjörð, bæði varðandi vega- og flugsamgöngur.“ Að lokum segir: „Til að þetta efnahagsævintýri geti haldið áfram og vægi Vestjarða náð aftur sínum fyrri styrk, og borgaraleg réttindi Vestfirðinga varðandi samgöngur til jafns við aðra nái fram, er lífsnauðsynlegt að forgangsraða fjármunum til samgönguuppbyggingar til Vestfjarða á kostnað annarra landshluta. Núverandi drög að samgönguáætlun gera það ekki og er áætlunin því ósásættanleg.“
Ísafjarðarbær Byggðamál Samgöngur Ríkisstjórn Katrínar Jakobsdóttur Jarðgöng á Íslandi Tengdar fréttir 909 milljarðar í samgöngur og einbreiðum brúm á þjóðvegi 1 útrýmt Tillaga Sigurðar Inga Jóhannssonar innviðaráðherra að samgönguáætlun til næsti fimmtán ára gerir ráð fyrir að 909 milljarðar króna verði varið í samgöngur á tímabilinu. Auknu fjármagni verði varið í innanlandsflugvelli og einbreiðum brúm á hringveginum útrýmt. 13. júní 2023 13:20 Svona lítur forgangslisti Vegagerðar og Sigurðar Inga fyrir jarðgöng út Fjarðarheiðargöng eru efst á forgangslista Sigurðar Inga Jóhannssonar innviðaráðherra í tillögum hans að samgönguáætlun fyrir árin 2024-2038. Þetta kemur fram í drögum að samgönguáætlun í Samráðsgátt stjórnvalda. Áætlunin var kynnt á blaðamannafundi í dag. 13. júní 2023 13:00 Coloplast kaupir Kerecis fyrir 176 milljarða króna Danska fyrirtækið Coloplast hefur samþykkt að kaupa íslenska fyrirtækið Kerecis fyrir 1,3 milljarð Bandaríkjadala, eða 176 milljarða íslenskra króna. 7. júlí 2023 08:20 Mest lesið Mexíkó og Kanada svara tollum Trump með sínum eigin Erlent Segir ljóst að Sigurjón skorti hæfi Innlent Hviður yfir 40 metra á sekúndu á morgun Veður Þung staða og „ekki hægt að útiloka“ verkföll í fyrramálið Innlent Kennarar með viðbótarkröfur og fundi frestað Innlent Ók á móti umferð á flótta frá lögreglunni Innlent Grænlendingar í sókn frekar en vörn þökk sé Trump Innlent Sakar Helgu um „helvítis lygar“ Innlent Klakastykki stórskemmdi bíl Innlent Pálína 84 ára stendur vaktina alla daga á Landvegamótum Innlent Fleiri fréttir Óbreytt staða í Karphúsinu Hættir sem formaður Siðmenntar Sakar Helgu um „helvítis lygar“ Um 500 nýjar íbúðir byggðar í Árnesi í Skeiða- og Gnúpverjahreppi Grænlendingar í sókn frekar en vörn þökk sé Trump Þung staða og „ekki hægt að útiloka“ verkföll í fyrramálið Hvað þýðir tollastríð Trumps fyrir Ísland? Hagræðingartillögur, styrkir til flokkanna og Grænland á Sprengisandi Ók á móti umferð á flótta frá lögreglunni Segir ljóst að Sigurjón skorti hæfi Ógnaði fólki með barefli í bænum Pálína 84 ára stendur vaktina alla daga á Landvegamótum Kennarar með viðbótarkröfur og fundi frestað Klakastykki stórskemmdi bíl Áfram óvissustig á Austfjörðum en aflétt á Vesturlandi Ærandi þögn í Karphúsinu, fangaskipti og biðlistar sem lengjast Íslendingar fá leiðbeiningar um viðbrögð við stríði Viðræður á viðkvæmu stigi og fjölmiðlafólki hent út Loðnuleitin skilaði enn lægri mælingu og engar veiðar ráðlagðar Annasamt hjá björgunarsveitum vegna ofsaveðurs Landsvirkjun leitar að gistingu á Suðurlandi Óskandi að hægt væri að ljúka deilunni í dag Nokkur krapaflóð fallið yfir vegi og óvissustig vegna flóðahættu Baráttukonur minnast Ólafar Töru Bæjarskrifstofur og heimili rýmd „Búið að vera mjög mikið að gera síðasta sólarhringinn“ Vatnsleki, fjúkandi þakplötur og ófærir ökumenn Óttast að Evrópuför ríkisstjórnarinnar endi sem bjölluat Stórir pollar leika bílstjóra grátt Hellisheiði opin á ný Sjá meira
909 milljarðar í samgöngur og einbreiðum brúm á þjóðvegi 1 útrýmt Tillaga Sigurðar Inga Jóhannssonar innviðaráðherra að samgönguáætlun til næsti fimmtán ára gerir ráð fyrir að 909 milljarðar króna verði varið í samgöngur á tímabilinu. Auknu fjármagni verði varið í innanlandsflugvelli og einbreiðum brúm á hringveginum útrýmt. 13. júní 2023 13:20
Svona lítur forgangslisti Vegagerðar og Sigurðar Inga fyrir jarðgöng út Fjarðarheiðargöng eru efst á forgangslista Sigurðar Inga Jóhannssonar innviðaráðherra í tillögum hans að samgönguáætlun fyrir árin 2024-2038. Þetta kemur fram í drögum að samgönguáætlun í Samráðsgátt stjórnvalda. Áætlunin var kynnt á blaðamannafundi í dag. 13. júní 2023 13:00
Coloplast kaupir Kerecis fyrir 176 milljarða króna Danska fyrirtækið Coloplast hefur samþykkt að kaupa íslenska fyrirtækið Kerecis fyrir 1,3 milljarð Bandaríkjadala, eða 176 milljarða íslenskra króna. 7. júlí 2023 08:20