„Ef Blikar komast ekki í þessa Evrópukeppni þá er þetta tímabil algjört fíaskó“ Óskar Ófeigur Jónsson skrifar 10. ágúst 2023 12:00 Viktor Örn Margeirsson og félagar í Blikavörninni hafa verið mistækir í mörgum leikjum í sumar og það hefur verið liðinu dýrkeypt. Vísir/Hulda Margrét Breiðablik tapaði á móti KR í síðasta leik sínum í Bestu deild karla og stimplaði sig með því nánast út úr baráttunni um Íslandsmeistaratitilinn í ár. Meistararnir hafa oft ekki verið sannfærandi í deildarleikjum í sumar og Stúkan ræddi titilvörn Blikanna í þætti sínum í gær. Þorkell Máni Pétursson, sérfræðingur Stúkunnar, fór mikinn í umræðunni en hann hafði mjög sterkar skoðanir á Blikaliðinu. Efstir í XG Umræðan hófst á því að skoða töfluna yfir XG en þar kemur í ljós að Blikarnir væru á toppnum. „Ef að það væri borgað fyrir ‚expected goals' þá væru Blikarnir á toppnum og Víkingarnir í öðru sæti. Það segir okkur það að þetta hafi ekki verið arfaslakt hjá Blikum í sumar,“ sagði Þorkell Máni Pétursson. „Þessir hlutir sem eru að fara úrskeiðis hjá Blikunum virðist vera eitthvað andlegt þrot og menn eru ekki stilltir inn. Menn að velja sér leiki „Þetta er að einhverju leiti það að menn eru að velja sér leiki. Það er svona pínu eins og menn ætli að sleppa létt frá þessu. Þegar þú gerir svona mistök í varnarleik eins og við erum að sjá þarna í KR-leiknum þá segir það bara eitt að menn eru ekki með hugann alveg við verkefnið,“ sagði Atli Viðar Björnsson, sérfræðingur Stúkunnar, inn í en Blikar eru á fullu í Evrópukeppninni. Þorkell Máni vildi meina að þetta sé búið að vera svona hjá Blikunum í allt sumar. „Þetta er búið að vera frá því að tímabilið hófst þá byrja þeir að tapa fyrir HK og ÍBV. Það kom einhver smá taktur í þetta þegar þeir byrjuðu í Evrópukeppninni en annars hefur þetta allt verið svona,“ sagði Þorkell Máni. „Þetta minnir mann á það að Blikarnir voru svona áður en Óskar (Hrafn Þorvaldsson) tók við,“ sagði Þorkell Máni. Menn að renna út á samning hjá uppeldisfélaginu „Ég velti fyrir mér. Það eru menn þarna í öftustu varnarlínu sem eru að renna út á samning. Uppaldir Blikar að renna út á samning hjá uppeldisfélaginu sínu og það er ekki verið að semja við þá. Hvar er hausinn á þeim,“ spurði Þorkell Máni. „Niðurstaðan er sú að ef Blikar komast ekki í þessa Evrópukeppni þá er þetta tímabil algjört fíaskó,“ sagði Þorkell Máni.Það má finna alla umfjöllunina um Blikana hér fyrir neðan. Klippa: Stúkan: Staðan á Breiðabliksliðinu Besta deild karla Breiðablik Stúkan Mest lesið Kennir kynlífi með kærastanum um að hún féll á lyfjaprófi Sport Neitar að tjá sig um ósættið við Kristófer: „Á milli mín og hans“ Körfubolti Íslandsmethafinn segir enga virðingu borna fyrir íþróttafólkinu: „Út í hött“ Sport Ólympíufari dæmdur í 21 árs fangelsi fyrir barnaníð Sport Missti tönnina, tók hana upp og fór í bikarúrslit Handbolti Ekki lengur hægt að vera allsber og taka orminn Körfubolti Sektin hans Messi er leyndarmál Fótbolti Vilja banna fullorðnum leikmönnum að nota barnalegghlífar Fótbolti Magnús Orri tekur við formannsstólnum af Páli Íslenski boltinn Tekinn af velli eftir að hann fékk morðhótanir úr stúkunni Fótbolti Fleiri fréttir Magnús Orri tekur við formannsstólnum af Páli Atli Sigurjóns framlengir við KR Yngri bróðir Benoný Breka yfirgefur líka KR FH-ingar æfðu á grasi í febrúar Síðhærði Færeyingurinn snýr aftur norður Kemur meiddur til Víkings en þó á miklu betri stað Kveðst viss um eftirsjá Gylfa: „Hefðum unnið mótið í fyrra með hann“ ÍA fær Baldvin frá Fjölni Útlit fyrir að Kjartan fylli skarð Gylfa hjá Val „Held að fólk sé komið með leið á því að lesa um þessi félagsskipti“ Gylfi orðinn Víkingur Valsmenn settu sex gegn Grindavík Breki Baxter kórónaði endurkomu Eyjamanna Blikakonur áfram á fullu skriði í Lengjubikarnum KR-ingar áfram á mikilli sigurgöngu undir stjórn Óskars Hrafns Góður sigur Vestra og Fram tapaði gegn Lengjudeildarliði Samþykktu að taka áminningu af leikmönnum og fjölga útlendingum ÍR heldur áfram að hrella liðin úr Bestu deildinni Arnór Smára hættir sem yfirmaður knattspyrnumála hjá Val Sindri Kristinn á óskalista KA Býst við Grikkjunum betri í kvöld „Þetta er einstakur strákur“ Barðist við tárin þegar hann kvaddi Eru þetta stærstu félagsskiptin síðan Pétur fór í KR? „Einbeiti mér að allt öðru en einhverri dramatík á Íslandi“ Faðir Gylfa Þórs segir Börk hafa gert samkomulag við sig „Kemur pabba mínum ekki við hvar ég spila fótbolta“ Nýr lögfræðingur KSÍ á yfir fjögur hundruð leiki í meistaraflokki Umdeild frammistaða Gylfa í kveðjuleiknum Samskiptin furðuleg og fólk tengt Gylfa við stýrið Sjá meira
Meistararnir hafa oft ekki verið sannfærandi í deildarleikjum í sumar og Stúkan ræddi titilvörn Blikanna í þætti sínum í gær. Þorkell Máni Pétursson, sérfræðingur Stúkunnar, fór mikinn í umræðunni en hann hafði mjög sterkar skoðanir á Blikaliðinu. Efstir í XG Umræðan hófst á því að skoða töfluna yfir XG en þar kemur í ljós að Blikarnir væru á toppnum. „Ef að það væri borgað fyrir ‚expected goals' þá væru Blikarnir á toppnum og Víkingarnir í öðru sæti. Það segir okkur það að þetta hafi ekki verið arfaslakt hjá Blikum í sumar,“ sagði Þorkell Máni Pétursson. „Þessir hlutir sem eru að fara úrskeiðis hjá Blikunum virðist vera eitthvað andlegt þrot og menn eru ekki stilltir inn. Menn að velja sér leiki „Þetta er að einhverju leiti það að menn eru að velja sér leiki. Það er svona pínu eins og menn ætli að sleppa létt frá þessu. Þegar þú gerir svona mistök í varnarleik eins og við erum að sjá þarna í KR-leiknum þá segir það bara eitt að menn eru ekki með hugann alveg við verkefnið,“ sagði Atli Viðar Björnsson, sérfræðingur Stúkunnar, inn í en Blikar eru á fullu í Evrópukeppninni. Þorkell Máni vildi meina að þetta sé búið að vera svona hjá Blikunum í allt sumar. „Þetta er búið að vera frá því að tímabilið hófst þá byrja þeir að tapa fyrir HK og ÍBV. Það kom einhver smá taktur í þetta þegar þeir byrjuðu í Evrópukeppninni en annars hefur þetta allt verið svona,“ sagði Þorkell Máni. „Þetta minnir mann á það að Blikarnir voru svona áður en Óskar (Hrafn Þorvaldsson) tók við,“ sagði Þorkell Máni. Menn að renna út á samning hjá uppeldisfélaginu „Ég velti fyrir mér. Það eru menn þarna í öftustu varnarlínu sem eru að renna út á samning. Uppaldir Blikar að renna út á samning hjá uppeldisfélaginu sínu og það er ekki verið að semja við þá. Hvar er hausinn á þeim,“ spurði Þorkell Máni. „Niðurstaðan er sú að ef Blikar komast ekki í þessa Evrópukeppni þá er þetta tímabil algjört fíaskó,“ sagði Þorkell Máni.Það má finna alla umfjöllunina um Blikana hér fyrir neðan. Klippa: Stúkan: Staðan á Breiðabliksliðinu
Besta deild karla Breiðablik Stúkan Mest lesið Kennir kynlífi með kærastanum um að hún féll á lyfjaprófi Sport Neitar að tjá sig um ósættið við Kristófer: „Á milli mín og hans“ Körfubolti Íslandsmethafinn segir enga virðingu borna fyrir íþróttafólkinu: „Út í hött“ Sport Ólympíufari dæmdur í 21 árs fangelsi fyrir barnaníð Sport Missti tönnina, tók hana upp og fór í bikarúrslit Handbolti Ekki lengur hægt að vera allsber og taka orminn Körfubolti Sektin hans Messi er leyndarmál Fótbolti Vilja banna fullorðnum leikmönnum að nota barnalegghlífar Fótbolti Magnús Orri tekur við formannsstólnum af Páli Íslenski boltinn Tekinn af velli eftir að hann fékk morðhótanir úr stúkunni Fótbolti Fleiri fréttir Magnús Orri tekur við formannsstólnum af Páli Atli Sigurjóns framlengir við KR Yngri bróðir Benoný Breka yfirgefur líka KR FH-ingar æfðu á grasi í febrúar Síðhærði Færeyingurinn snýr aftur norður Kemur meiddur til Víkings en þó á miklu betri stað Kveðst viss um eftirsjá Gylfa: „Hefðum unnið mótið í fyrra með hann“ ÍA fær Baldvin frá Fjölni Útlit fyrir að Kjartan fylli skarð Gylfa hjá Val „Held að fólk sé komið með leið á því að lesa um þessi félagsskipti“ Gylfi orðinn Víkingur Valsmenn settu sex gegn Grindavík Breki Baxter kórónaði endurkomu Eyjamanna Blikakonur áfram á fullu skriði í Lengjubikarnum KR-ingar áfram á mikilli sigurgöngu undir stjórn Óskars Hrafns Góður sigur Vestra og Fram tapaði gegn Lengjudeildarliði Samþykktu að taka áminningu af leikmönnum og fjölga útlendingum ÍR heldur áfram að hrella liðin úr Bestu deildinni Arnór Smára hættir sem yfirmaður knattspyrnumála hjá Val Sindri Kristinn á óskalista KA Býst við Grikkjunum betri í kvöld „Þetta er einstakur strákur“ Barðist við tárin þegar hann kvaddi Eru þetta stærstu félagsskiptin síðan Pétur fór í KR? „Einbeiti mér að allt öðru en einhverri dramatík á Íslandi“ Faðir Gylfa Þórs segir Börk hafa gert samkomulag við sig „Kemur pabba mínum ekki við hvar ég spila fótbolta“ Nýr lögfræðingur KSÍ á yfir fjögur hundruð leiki í meistaraflokki Umdeild frammistaða Gylfa í kveðjuleiknum Samskiptin furðuleg og fólk tengt Gylfa við stýrið Sjá meira