Svörtu sandar fengu lofsamlega dóma í Wall Street Journal Stöð 2 14. ágúst 2023 11:17 Aldís Amah Hamilton leikur Anítu í Svörtu söndum ásamt því að vera einn þriggja handritshöfunda glæpaseríunnar. Mynd/Juliette Rowland. Glæpaserían Svörtu sandar fékk nýlega lofsamlega dóma í bandaríska stórblaðinu Wall Street Journal en serían er sýnd á Viaplay, Alibi, SBS og Disney+. Gagnrýnandi blaðsins, John Anderson, hrósaði leikurunum og skemmtilegum fléttum og mælti með hámhorfi en serían telur átta þætti. Baldvin Z, leikstjóri og einn þriggja handritshöfunda seríunnar, var ánægður að lesa þennan jákvæða dóm. „Ég veit í raun ekki mikið um viðtökur, en það litla sem ég veit er gríðarlega jákvætt. En ég er ekki mikið að velta mér upp úr því þessa dagana þar sem öll orkan fer í undirbúning á seríu tvö. Wall Street Journal er mjög stórt blað í Bandaríkjunum, það er það eina sem ég veit. Hins vegar veit ég að Viaplay voru mjög glöð með að fá þessa umfjöllun því það er erfitt að fá svona umfjöllun á erlendum seríum í svona stórum miðli og ekki skemmdi fyrir að umfjöllunin var hrikalega góð.“ Baldvin Z er leikstjóri og einn þriggja handritshöfunda Svörtu sanda. Mynd/Juliette Rowland. Svörtu sandar fjallar um Anítu, þrítuga lögreglukonu, sem neyðist til að sækja æskuslóðirnar heim en þaðan hafði hún flúið fjórtán árum áður. Uppgjöf við móður hennar er óumflýjanlegt en líkfundur breytir öllum plönum hennar. Aníta sogast niður í dimman hyl fortíðar í leit að mögulegum fjöldamorðingja og uppgjörið breytist í martröð. Aldís Amah Hamilton leikur Anítu og í öðrum aðalhlutverkum eru Steinunn Ólína Þorsteinsdóttir og Þór Tulinius. Svörtu sandar var sýnd á Stöð 2 um jólin árið 2021 en Glassriver er framleiðandi seríunnar. Steinunn Ólína Þorsteinsdóttir og Þór Tulinius fara með stór hlutverk í Svöru söndum. Mynd/Juliette Rowland. Sería tvö, eða seinni hluti eins og Baldvin kýs að kalla verkefnið, er alveg magnaður lokakafli sögunnar að hans sögn. „Allir sem horfðu og festust við voru með svipaðar spurningar í lok fyrstu seríu. Við munum fá svör við öllum þeim spurningum og meira til og halda áfram látunum á Glerársöndum. Í seinni hlutanum eru þrettán mánuðir liðnir frá harmleiknum í seríu eitt. Aníta er búinn að eignast barn og martröðin byrjar aftur þegar kona stígur fram og sakar frænda hennar Davíð um kynferðislega misnotkun 40 árum áður.“ Klippa: Svörtu sandar - gerð fyrstu seríunnar. Líkt og í fyrri seríunni verður spennandi að fylgjast með hverjir lifa og hverjir deyja segir Baldvin. „Því reglan í Svörtu söndum er einföld. Ef eitthvað vont gerist, þá gerist það á eins vondan hátt og hugsast getur. Fjórar risa leikkonur bætast í leikarahópinn, þær Halldóra Geirharðsdóttir, Sólveig Arnarsdóttir, Erla Ruth og Ólafía Hrönn ásamt fleiri frábærum leikurum. Þetta verður veisla.“ Mynd/Juliette Rowland. Bíó og sjónvarp Kvikmyndagerð á Íslandi Mest lesið Framkvæmdastjóri Eurovision bregst við ákvörðun Íslands Lífið Hvert er burðarþol íslensks almennings fyrir kjaftæði? Lífið Tóku áskoruninni og Joey Christ sver af sér sviðsetningu Lífið Svipt krúnunni eftir að hafa gert sig skáeygða Lífið Listaverkin í World Class sem gjarnan hafa verið á milli tannanna á fólki Lífið Umhugsunarefni fyrir foreldra vegna komu jólasveinanna Lífið Opnar sig loksins um sambandið umtalaða Lífið Nágrannar kveðja endanlega í dag Bíó og sjónvarp Spígsporandi górilla á fyndnustu dýralífsmynd ársins Lífið Þetta þykja flottustu jólaskreytingarnar í miðborginni Lífið Fleiri fréttir Árni Már og Unnar Ari opna vinnustofuna á laugardaginn Fólk hafði af því miklar áhyggjur að ég ætlaði að „pipra“ Fallegu jólagjafirnar fást í Maí Alvöru ítalskur veitingastaður í hjarta borgarinnar Pöbbkviss 5 söluhæsta spil landsins Gefðu töfrandi skemmtun í jólagjöf Epli með nýja stórglæsilega verslun Konfektleikur í tilefni 90 ára afmælis Nóa Síríus Samsæri á Paradísareyjunni Bjóða upp á jólakaffi allar helgar fram að jólum Fröken Dúlla og konurnar sem báru skömmina 48% aukið áhorf á sjónvarpsstöðvar Sýnar Snörp og áhrifamikil bók Jólagjafahugmyndir sem hitta í mark Vestfirsk náttúra skapar dulúð í nýjustu bók Margrétar S. Höskuldsdóttur Elvis heimsmeistari snýr aftur til Íslands Útreiðartúrinn leiðir lesendur inn í flókið net fjölskyldu, vináttu og leyndarmála Himnesk rúmföt úr egypskri bómull Nóvella sem leiðir lesandann inn í söguna á nýjan hátt Uppselt á stórtónleika Bubba – aukatónleikar fara í sölu á morgun Þegar vitvél fær spurningu um nasisma og allt fer í háaloft The Barricade Boys koma til Íslands með Broadway Party Nýtt lúxushótel við svarta strönd býður upp á kyrrð og fegurð Breyta bíóinu í risastórt skemmtisvæði í tilefni afmælis „Nýju hverfin eintómar stafsetningarvillur“ Nýjasta bók Gunna Helga sprengdi TikTok Skrímslaævintýri á Álftanesi varð að blómstrandi fjölskyldufyrirtæki Spennandi breytingar í GK Reykjavík – verslunin flutt í Evu Jólagjafir sem gleðja hárið og hjartað Gerður Kristný, Andri Snær og Þórunn Valdimars meðal upplesara í kvöld Sjá meira
Gagnrýnandi blaðsins, John Anderson, hrósaði leikurunum og skemmtilegum fléttum og mælti með hámhorfi en serían telur átta þætti. Baldvin Z, leikstjóri og einn þriggja handritshöfunda seríunnar, var ánægður að lesa þennan jákvæða dóm. „Ég veit í raun ekki mikið um viðtökur, en það litla sem ég veit er gríðarlega jákvætt. En ég er ekki mikið að velta mér upp úr því þessa dagana þar sem öll orkan fer í undirbúning á seríu tvö. Wall Street Journal er mjög stórt blað í Bandaríkjunum, það er það eina sem ég veit. Hins vegar veit ég að Viaplay voru mjög glöð með að fá þessa umfjöllun því það er erfitt að fá svona umfjöllun á erlendum seríum í svona stórum miðli og ekki skemmdi fyrir að umfjöllunin var hrikalega góð.“ Baldvin Z er leikstjóri og einn þriggja handritshöfunda Svörtu sanda. Mynd/Juliette Rowland. Svörtu sandar fjallar um Anítu, þrítuga lögreglukonu, sem neyðist til að sækja æskuslóðirnar heim en þaðan hafði hún flúið fjórtán árum áður. Uppgjöf við móður hennar er óumflýjanlegt en líkfundur breytir öllum plönum hennar. Aníta sogast niður í dimman hyl fortíðar í leit að mögulegum fjöldamorðingja og uppgjörið breytist í martröð. Aldís Amah Hamilton leikur Anítu og í öðrum aðalhlutverkum eru Steinunn Ólína Þorsteinsdóttir og Þór Tulinius. Svörtu sandar var sýnd á Stöð 2 um jólin árið 2021 en Glassriver er framleiðandi seríunnar. Steinunn Ólína Þorsteinsdóttir og Þór Tulinius fara með stór hlutverk í Svöru söndum. Mynd/Juliette Rowland. Sería tvö, eða seinni hluti eins og Baldvin kýs að kalla verkefnið, er alveg magnaður lokakafli sögunnar að hans sögn. „Allir sem horfðu og festust við voru með svipaðar spurningar í lok fyrstu seríu. Við munum fá svör við öllum þeim spurningum og meira til og halda áfram látunum á Glerársöndum. Í seinni hlutanum eru þrettán mánuðir liðnir frá harmleiknum í seríu eitt. Aníta er búinn að eignast barn og martröðin byrjar aftur þegar kona stígur fram og sakar frænda hennar Davíð um kynferðislega misnotkun 40 árum áður.“ Klippa: Svörtu sandar - gerð fyrstu seríunnar. Líkt og í fyrri seríunni verður spennandi að fylgjast með hverjir lifa og hverjir deyja segir Baldvin. „Því reglan í Svörtu söndum er einföld. Ef eitthvað vont gerist, þá gerist það á eins vondan hátt og hugsast getur. Fjórar risa leikkonur bætast í leikarahópinn, þær Halldóra Geirharðsdóttir, Sólveig Arnarsdóttir, Erla Ruth og Ólafía Hrönn ásamt fleiri frábærum leikurum. Þetta verður veisla.“ Mynd/Juliette Rowland.
Bíó og sjónvarp Kvikmyndagerð á Íslandi Mest lesið Framkvæmdastjóri Eurovision bregst við ákvörðun Íslands Lífið Hvert er burðarþol íslensks almennings fyrir kjaftæði? Lífið Tóku áskoruninni og Joey Christ sver af sér sviðsetningu Lífið Svipt krúnunni eftir að hafa gert sig skáeygða Lífið Listaverkin í World Class sem gjarnan hafa verið á milli tannanna á fólki Lífið Umhugsunarefni fyrir foreldra vegna komu jólasveinanna Lífið Opnar sig loksins um sambandið umtalaða Lífið Nágrannar kveðja endanlega í dag Bíó og sjónvarp Spígsporandi górilla á fyndnustu dýralífsmynd ársins Lífið Þetta þykja flottustu jólaskreytingarnar í miðborginni Lífið Fleiri fréttir Árni Már og Unnar Ari opna vinnustofuna á laugardaginn Fólk hafði af því miklar áhyggjur að ég ætlaði að „pipra“ Fallegu jólagjafirnar fást í Maí Alvöru ítalskur veitingastaður í hjarta borgarinnar Pöbbkviss 5 söluhæsta spil landsins Gefðu töfrandi skemmtun í jólagjöf Epli með nýja stórglæsilega verslun Konfektleikur í tilefni 90 ára afmælis Nóa Síríus Samsæri á Paradísareyjunni Bjóða upp á jólakaffi allar helgar fram að jólum Fröken Dúlla og konurnar sem báru skömmina 48% aukið áhorf á sjónvarpsstöðvar Sýnar Snörp og áhrifamikil bók Jólagjafahugmyndir sem hitta í mark Vestfirsk náttúra skapar dulúð í nýjustu bók Margrétar S. Höskuldsdóttur Elvis heimsmeistari snýr aftur til Íslands Útreiðartúrinn leiðir lesendur inn í flókið net fjölskyldu, vináttu og leyndarmála Himnesk rúmföt úr egypskri bómull Nóvella sem leiðir lesandann inn í söguna á nýjan hátt Uppselt á stórtónleika Bubba – aukatónleikar fara í sölu á morgun Þegar vitvél fær spurningu um nasisma og allt fer í háaloft The Barricade Boys koma til Íslands með Broadway Party Nýtt lúxushótel við svarta strönd býður upp á kyrrð og fegurð Breyta bíóinu í risastórt skemmtisvæði í tilefni afmælis „Nýju hverfin eintómar stafsetningarvillur“ Nýjasta bók Gunna Helga sprengdi TikTok Skrímslaævintýri á Álftanesi varð að blómstrandi fjölskyldufyrirtæki Spennandi breytingar í GK Reykjavík – verslunin flutt í Evu Jólagjafir sem gleðja hárið og hjartað Gerður Kristný, Andri Snær og Þórunn Valdimars meðal upplesara í kvöld Sjá meira