Köllum þær hvolpasveitina og nennum varla að elta þær Sindri Sverrisson skrifar 11. ágúst 2023 10:32 Ásta Eir Árnadóttir og Nadía Atladóttir, fyrirliðar Breiðabliks og Víkings. Önnur þeirra fær að taka við bikarnum í kvöld. vísir/Einar Nadía Atladóttir mun leiða Víkinga út á Laugardalsvöll í kvöld sem fyrirliði, í fyrsta bikarúrslitaleik kvennaliðs Víkings frá upphafi, þegar liðið mætir Breiðabliki. Nadía hefur spilað með liði Víkings frá því að samstarfinu við HK var slitið haustið 2019, en liðið hefur spilað í Lengjudeildinni og er þar á toppnum sem stendur. Sumarið hefur gengið eins og í sögu því Víkingar hafa svo slegið út Selfoss og FH, tvö lið úr Bestu deildinni, og þannig komið sér í úrslitaleik Mjólkurbikarsins. En hver er galdurinn? „Við erum búnar að spila lengi saman og höfum fengið góða leikmenn til að bæta inn í hópinn. Selma [Dögg Björgvinsdóttir] og Erna [Guðrún Magnúsdóttir] eru búnar að vera hérna í stuttan tíma en samt er eins og þær hafi alltaf verið hérna. Fleiri leikmenn; Linda [Líf Boama], Kolla [Kolbrún Tinna Eyjólfsdóttir]… Við erum geggjaður hópur og getum gert kraftaverk með þennan hóp,“ segir Nadía. Klippa: Nadía um bikarúrslitaleikinn í kvöld Svo er vert að nefna ungu leikmennina sem spilað hafa lykilhlutverk í sumar. EM-farinn Sigdís Eva Bárðardóttir skoraði tvennu bæði í sigrinum gegn FH og gegn Selfossi, en hún er fædd 2006 eins og markvörðurinn Sigurborg K. Sveinbjörnsdóttir. Í sigrinum gegn FH lauk Víkingur leik með fjóra leikmenn fædda 2006 eða 2007 innan vallar. „Við köllum þetta hvolpasveitina. Þær eru hrikalega góðar og öflugar, og það er ekkert eðlilega leiðinlegt að vera að dekka þær á æfingu. Þær hlaupa út um allt. Maður er bara: „Jæja, ókei, hlaupið bara. Við nennum ekki að elta ykkur.“ Þær eru bara geggjaðar. En við viljum ekki binda of miklar vonir eða setja of mikla pressu á þær. Við sem hópur getum allar staðið saman og gert vel sem hópur,“ segir Nadía. Kæru Víkingar. Upphitun fyrir úrslitaleik Mjólkurbikarsins byrjar kl. 16:00 í Safamýri. Dagskrá inniheldur m.a. :- Andlitsmálning- Hjaltested borgarar- Víkings varningur á staðnum- Baddi tekur lagiðSvo förum við öll saman í skrúðgöngu á leikinn! Áfram Víkingur Miðasala pic.twitter.com/ffj1q5CUvs— Víkingur (@vikingurfc) August 10, 2023 „Þetta er bara geggjað tækifæri“ Ljóst er að flestir líta á viðureignina í kvöld sem leik Davíðs gegn Golíat en Nadía lætur engan bilbug á sér finna. „Við ætlum að vera duglegar og reyna að halda í boltann, beita sterkum og góðum skyndisóknum, en bara spila okkar bolta og breyta ekki of miklu fyrir þennan leik. Halda okkar striki og því sem við höfum verið að gera vel í sumar,“ segir Nadía og það er enginn saddur í Víkinni þrátt fyrir velgengnina hingað til í sumar: „Alls, alls ekki. Maður er aldrei saddur. Þetta er bara geggjað tækifæri og við ætlum að gera allt til að vinna þennan leik. Það er algjörlega planið. Það er alltaf spenna í kringum þetta. Þetta er auðvitað alveg geggjað og Víkingur er búinn að tjalda öllu til, svo þetta er geggjuð vika sem við fáum að upplifa. En við erum samt ekki að breyta miklu. Æfum vel og gerum eins og fyrir flesta leiki í sumar. Þetta eru geggjaðir stuðningsmenn sem Víkingar eiga og ég ætla rétt að vona að allir mæti líka til að styrkja okkur eins og strákana. Það var geggjað í Krikanum og líka góður stuðningur á móti Selfossi, og stuðningurinn hefur verið fínn í allt sumar. Ég vona því að allir mæti og styðji okkur,“ segir Nadía. Leikur Breiðabliks og Víkings hefst klukkan 19 á Laugardalsvelli í kvöld og verður í beinni textalýsingu á Vísi. Mjólkurbikar kvenna Víkingur Reykjavík Breiðablik Tengdar fréttir „Skilst að við séum að tapa þeirri baráttu“ „Þetta verður ekkert auðveldari leikur en undanfarið,“ segir Ásmundur Arnarsson, þjálfari Breiðabliks, um bikarúrslitaleikinn við Víkinga á Laugardalsvelli annað kvöld, þó að heil deild skilji á milli liðanna. Hann óttast að stemningin verði meiri hjá Víkingum í stúkunni. 10. ágúst 2023 15:30 Eltir gulrót Arnars og þrífur húsið fyrir mömmu John Andrews er nýklipptur og klár í slaginn fyrir morgundaginn þegar hann verður fyrsti þjálfari sögunnar til að stýra kvennaliði Víkings í bikarúrslitaleik, gegn Breiðabliki á Laugardalsvelli. 10. ágúst 2023 12:31 „Búin að vera í mikilli sjálfsvorkunn en núna snýst þetta um liðið“ Ásta Eir Árnadóttir tók á móti bikarnum sem fyrirliði Breiðabliks þegar liðið varð síðast bikarmeistari, fyrir tveimur árum. Hún missti hins vegar af úrslitaleiknum í fyrra vegna meiðsla og varð svo aftur fyrir því óláni að meiðast fyrir úrslitaleikinn við Víking sem fram fer á Laugardalsvelli annað kvöld. 10. ágúst 2023 10:30 Mest lesið Tveir látnir úr sitthvorri áhöfninni í siglingakeppni í Sydney Sport Liverpool í litlum vandræðum eftir að hafa lent undir Enski boltinn Ætla að áfrýja rauða spjaldinu Enski boltinn Andri skoraði fyrir Gent í fyrsta sinn síðan í september Fótbolti Skoraði beint úr hornspyrnu eftir að United missti mann af velli Enski boltinn Butler sagður vilja burt frá Miami sem fyrst Körfubolti Dagskráin í dag: Pílan hefst aftur eftir hlé Sport Stefndi allt í sigur Chelsea en Fulham hafði aðrar hugmyndir Enski boltinn Willum í byrjunarliðinu er Birmingham tók toppsætið Enski boltinn Látnir gista líka á æfingasvæðinu Enski boltinn Fleiri fréttir Semur við félagið sem bæði mamma og pabbi spiluðu fyrir Drottning Lengjudeildarinnar ætlar að vera með Fram í Bestu Gumma komin heim eftir átta ára fjarveru Logi Ólafs kveður eftir áratugastarf í MH Yfirlögfræðingur KSÍ verður framkvæmdastjóri Víkings KA-fólk fær sérútgáfu af bókinni Íslensk knattspyrna í ár Mikil sorg hjá Fram-fjölskyldunni Nauðsynlegt og löngu tímabært Stefán Þór Þórðarson í þjálfarastarf hjá Skagamönnum Fyrirliði Selfoss til liðs við Þróttara Vinna að lagningu gervigrass hafin í Vesturbæ „Hef mínar pælingar sem mér finnst gaman að taka áfram“ Blikar kveðja Damir og óska honum góðs gengis í Brúnei Mist Funa komin heim Víkingar seldu Bjarka Björn til Eyja Mætti syni sínum „Ég get ekki beðið að koma aftur til Íslands“ Ef launin væru svo há hefði ég gert fimm ára samning Verður áfram í grænu næsta sumar Arnór ráðinn yfirmaður knattspyrnumála hjá Val Eiður Gauti skoraði tvö á Mosfellsbræðurna í fyrsta leik Opnar sig um brjálæðið á Skaganum: Fékk áfall og átti erfitt með svefn Vuk í Fram Bankastarfsmaðurinn sem fór úr 3. deild í KR „Gaman að heyra hann öskra á bakvið mann“ Þungavigtarbikarinn hefst í janúar „Heyrt margar reynslusögur“ Bræðurnir saman í Mosó og Íslandsmeistari mættur Framkvæmdastjóraskipti hjá Val Fyrsta skóflustunga tekin og KR spilar á gervigrasi Sjá meira
Nadía hefur spilað með liði Víkings frá því að samstarfinu við HK var slitið haustið 2019, en liðið hefur spilað í Lengjudeildinni og er þar á toppnum sem stendur. Sumarið hefur gengið eins og í sögu því Víkingar hafa svo slegið út Selfoss og FH, tvö lið úr Bestu deildinni, og þannig komið sér í úrslitaleik Mjólkurbikarsins. En hver er galdurinn? „Við erum búnar að spila lengi saman og höfum fengið góða leikmenn til að bæta inn í hópinn. Selma [Dögg Björgvinsdóttir] og Erna [Guðrún Magnúsdóttir] eru búnar að vera hérna í stuttan tíma en samt er eins og þær hafi alltaf verið hérna. Fleiri leikmenn; Linda [Líf Boama], Kolla [Kolbrún Tinna Eyjólfsdóttir]… Við erum geggjaður hópur og getum gert kraftaverk með þennan hóp,“ segir Nadía. Klippa: Nadía um bikarúrslitaleikinn í kvöld Svo er vert að nefna ungu leikmennina sem spilað hafa lykilhlutverk í sumar. EM-farinn Sigdís Eva Bárðardóttir skoraði tvennu bæði í sigrinum gegn FH og gegn Selfossi, en hún er fædd 2006 eins og markvörðurinn Sigurborg K. Sveinbjörnsdóttir. Í sigrinum gegn FH lauk Víkingur leik með fjóra leikmenn fædda 2006 eða 2007 innan vallar. „Við köllum þetta hvolpasveitina. Þær eru hrikalega góðar og öflugar, og það er ekkert eðlilega leiðinlegt að vera að dekka þær á æfingu. Þær hlaupa út um allt. Maður er bara: „Jæja, ókei, hlaupið bara. Við nennum ekki að elta ykkur.“ Þær eru bara geggjaðar. En við viljum ekki binda of miklar vonir eða setja of mikla pressu á þær. Við sem hópur getum allar staðið saman og gert vel sem hópur,“ segir Nadía. Kæru Víkingar. Upphitun fyrir úrslitaleik Mjólkurbikarsins byrjar kl. 16:00 í Safamýri. Dagskrá inniheldur m.a. :- Andlitsmálning- Hjaltested borgarar- Víkings varningur á staðnum- Baddi tekur lagiðSvo förum við öll saman í skrúðgöngu á leikinn! Áfram Víkingur Miðasala pic.twitter.com/ffj1q5CUvs— Víkingur (@vikingurfc) August 10, 2023 „Þetta er bara geggjað tækifæri“ Ljóst er að flestir líta á viðureignina í kvöld sem leik Davíðs gegn Golíat en Nadía lætur engan bilbug á sér finna. „Við ætlum að vera duglegar og reyna að halda í boltann, beita sterkum og góðum skyndisóknum, en bara spila okkar bolta og breyta ekki of miklu fyrir þennan leik. Halda okkar striki og því sem við höfum verið að gera vel í sumar,“ segir Nadía og það er enginn saddur í Víkinni þrátt fyrir velgengnina hingað til í sumar: „Alls, alls ekki. Maður er aldrei saddur. Þetta er bara geggjað tækifæri og við ætlum að gera allt til að vinna þennan leik. Það er algjörlega planið. Það er alltaf spenna í kringum þetta. Þetta er auðvitað alveg geggjað og Víkingur er búinn að tjalda öllu til, svo þetta er geggjuð vika sem við fáum að upplifa. En við erum samt ekki að breyta miklu. Æfum vel og gerum eins og fyrir flesta leiki í sumar. Þetta eru geggjaðir stuðningsmenn sem Víkingar eiga og ég ætla rétt að vona að allir mæti líka til að styrkja okkur eins og strákana. Það var geggjað í Krikanum og líka góður stuðningur á móti Selfossi, og stuðningurinn hefur verið fínn í allt sumar. Ég vona því að allir mæti og styðji okkur,“ segir Nadía. Leikur Breiðabliks og Víkings hefst klukkan 19 á Laugardalsvelli í kvöld og verður í beinni textalýsingu á Vísi.
Mjólkurbikar kvenna Víkingur Reykjavík Breiðablik Tengdar fréttir „Skilst að við séum að tapa þeirri baráttu“ „Þetta verður ekkert auðveldari leikur en undanfarið,“ segir Ásmundur Arnarsson, þjálfari Breiðabliks, um bikarúrslitaleikinn við Víkinga á Laugardalsvelli annað kvöld, þó að heil deild skilji á milli liðanna. Hann óttast að stemningin verði meiri hjá Víkingum í stúkunni. 10. ágúst 2023 15:30 Eltir gulrót Arnars og þrífur húsið fyrir mömmu John Andrews er nýklipptur og klár í slaginn fyrir morgundaginn þegar hann verður fyrsti þjálfari sögunnar til að stýra kvennaliði Víkings í bikarúrslitaleik, gegn Breiðabliki á Laugardalsvelli. 10. ágúst 2023 12:31 „Búin að vera í mikilli sjálfsvorkunn en núna snýst þetta um liðið“ Ásta Eir Árnadóttir tók á móti bikarnum sem fyrirliði Breiðabliks þegar liðið varð síðast bikarmeistari, fyrir tveimur árum. Hún missti hins vegar af úrslitaleiknum í fyrra vegna meiðsla og varð svo aftur fyrir því óláni að meiðast fyrir úrslitaleikinn við Víking sem fram fer á Laugardalsvelli annað kvöld. 10. ágúst 2023 10:30 Mest lesið Tveir látnir úr sitthvorri áhöfninni í siglingakeppni í Sydney Sport Liverpool í litlum vandræðum eftir að hafa lent undir Enski boltinn Ætla að áfrýja rauða spjaldinu Enski boltinn Andri skoraði fyrir Gent í fyrsta sinn síðan í september Fótbolti Skoraði beint úr hornspyrnu eftir að United missti mann af velli Enski boltinn Butler sagður vilja burt frá Miami sem fyrst Körfubolti Dagskráin í dag: Pílan hefst aftur eftir hlé Sport Stefndi allt í sigur Chelsea en Fulham hafði aðrar hugmyndir Enski boltinn Willum í byrjunarliðinu er Birmingham tók toppsætið Enski boltinn Látnir gista líka á æfingasvæðinu Enski boltinn Fleiri fréttir Semur við félagið sem bæði mamma og pabbi spiluðu fyrir Drottning Lengjudeildarinnar ætlar að vera með Fram í Bestu Gumma komin heim eftir átta ára fjarveru Logi Ólafs kveður eftir áratugastarf í MH Yfirlögfræðingur KSÍ verður framkvæmdastjóri Víkings KA-fólk fær sérútgáfu af bókinni Íslensk knattspyrna í ár Mikil sorg hjá Fram-fjölskyldunni Nauðsynlegt og löngu tímabært Stefán Þór Þórðarson í þjálfarastarf hjá Skagamönnum Fyrirliði Selfoss til liðs við Þróttara Vinna að lagningu gervigrass hafin í Vesturbæ „Hef mínar pælingar sem mér finnst gaman að taka áfram“ Blikar kveðja Damir og óska honum góðs gengis í Brúnei Mist Funa komin heim Víkingar seldu Bjarka Björn til Eyja Mætti syni sínum „Ég get ekki beðið að koma aftur til Íslands“ Ef launin væru svo há hefði ég gert fimm ára samning Verður áfram í grænu næsta sumar Arnór ráðinn yfirmaður knattspyrnumála hjá Val Eiður Gauti skoraði tvö á Mosfellsbræðurna í fyrsta leik Opnar sig um brjálæðið á Skaganum: Fékk áfall og átti erfitt með svefn Vuk í Fram Bankastarfsmaðurinn sem fór úr 3. deild í KR „Gaman að heyra hann öskra á bakvið mann“ Þungavigtarbikarinn hefst í janúar „Heyrt margar reynslusögur“ Bræðurnir saman í Mosó og Íslandsmeistari mættur Framkvæmdastjóraskipti hjá Val Fyrsta skóflustunga tekin og KR spilar á gervigrasi Sjá meira
„Skilst að við séum að tapa þeirri baráttu“ „Þetta verður ekkert auðveldari leikur en undanfarið,“ segir Ásmundur Arnarsson, þjálfari Breiðabliks, um bikarúrslitaleikinn við Víkinga á Laugardalsvelli annað kvöld, þó að heil deild skilji á milli liðanna. Hann óttast að stemningin verði meiri hjá Víkingum í stúkunni. 10. ágúst 2023 15:30
Eltir gulrót Arnars og þrífur húsið fyrir mömmu John Andrews er nýklipptur og klár í slaginn fyrir morgundaginn þegar hann verður fyrsti þjálfari sögunnar til að stýra kvennaliði Víkings í bikarúrslitaleik, gegn Breiðabliki á Laugardalsvelli. 10. ágúst 2023 12:31
„Búin að vera í mikilli sjálfsvorkunn en núna snýst þetta um liðið“ Ásta Eir Árnadóttir tók á móti bikarnum sem fyrirliði Breiðabliks þegar liðið varð síðast bikarmeistari, fyrir tveimur árum. Hún missti hins vegar af úrslitaleiknum í fyrra vegna meiðsla og varð svo aftur fyrir því óláni að meiðast fyrir úrslitaleikinn við Víking sem fram fer á Laugardalsvelli annað kvöld. 10. ágúst 2023 10:30