Caicedo hafnar Liverpool og vill bara Chelsea Sindri Sverrisson skrifar 11. ágúst 2023 11:21 Hart er barist um hinn 21 árs gamla Ekvadora Moisés Caicedo, sem kom til Brighton fyrir tveimur árum. Getty/Craig Mercer Enn ríkir algjör óvissa um að Mosies Caicedo gangi í raðir Liverpool frá Brighton, fyrir metfé í enskri knattspyrnu, þar sem að leikmaðurinn er sagður hafa fengið bakþanka. Fabrizio Romano, sennilega helsti sérfræðingur heims um félagaskipti knattspyrnumanna, segir Caicedo búinn að tjá Liverpool það að hann vilji eingöngu semja við Chelsea. Hann hafi verið búinn að semja við Chelsea um sín kaup og kjör í lok maí. Nú reyni Chelsea að ná samningum við Brighton. EXCLUSIVE: Moisés Caicedo has just informed Liverpool that he only wants to join Chelsea! #CFCCaicedo has decided to keep his word and only accept Chelsea as personal terms were agreed since end of May.Chelsea, set to bid again in order to get deal done with Brighton. pic.twitter.com/HI3geVVq9Z— Fabrizio Romano (@FabrizioRomano) August 11, 2023 Sky Sports fjallar einnig um málið í dag og segir að Caicedo og hans fulltrúar haldi kyrru fyrir í London. Þó hafi ekkert komið fram um hvort að Chelsea hafi lagt fram nýtt og endurbætt tilboð í miðjumanninn, eftir að kapphlaupinu á milli Liverpool og Chelsea virtist lokið. Sky Sports News has been told Moises Caicedo is having second thoughts about a move to Liverpool. The Player and his representatives remain in London pic.twitter.com/vMvgb613il— Sky Sports News (@SkySportsNews) August 11, 2023 Sky segir þó að Chelsea hafi ekki gefist upp en að mikið þurfi til að breytingar verði svona seint. Brighton hafi verið búið að setja ákveðin tímamörk og endað á að semja við Liverpool um 111 milljóna punda sölu. Brighton hafi ekki áhuga á frekari samningaviðræðum. Chelsea sé samt búið að bjóða Caicedo betri samning og vonist til að Caicedo láti eitthvað breytast með því að mótmæla því að fara til Liverpool og fullyrða að hann vilji eingöngu fara til Chelsea. Jürgen Klopp, stjóri Liverpool, var spurður á blaðamannafundi í dag út í kaupverðið á Caicedo út frá þeirri staðreynd að fyrir nokkrum árum sagðist hann aldrei myndu eyða 100 milljónum punda í einn leikmann. „Það hefur allt breyst. Er ég ánægður með það? Nei. Sá ég að ég hafði rangt fyrir mér? Já. Svona er þetta bara,“ sagði Klopp á blaðamannafundi vegna stórleiksins við Chelsea á sunnudaginn. „Sádi Arabía hjálpar ekki til við þetta. Á endanum snýst þetta um að við reynum að búa til eins gott lið og við getum,“ sagði Klopp. Enski boltinn Mest lesið Kári og Logi vilja henda Ými út úr landsliðinu Handbolti Fótboltamaður skotinn til bana Fótbolti Úr Bestu deild yfir í að slá í gegn í Meistaradeild: „Ég elska pressuna“ Fótbolti Óttast að besti leikmaður Liverpool verði frá Enski boltinn Hleyptu Þorsteini ekki heim og vilja ekki að hann fari á EM Handbolti Sagður utan hóps fyrir Bjarka og Orra Handbolti Snýr aftur á æfingar eftir 100 daga í burtu Fótbolti Snéri aftur í fótbolta eftir 35 ára hlé: „Kalla mig Jackie Grealish“ Enski boltinn Alcaraz sjokkerar tennisheiminn Sport Gat ekki komið í veg fyrir að City færi áfram Enski boltinn Fleiri fréttir „Sýnum kvennaíþróttir af því að þær eru frábærar“ Snéri aftur í fótbolta eftir 35 ára hlé: „Kalla mig Jackie Grealish“ Óttast að besti leikmaður Liverpool verði frá Ungstirnið skallaði meistarana áfram Gat ekki komið í veg fyrir að City færi áfram City sagt ætla að keppa við Liverpool og United um Semenyo Man United ósátt við Marokkó og FIFA Sápan trolluð: „Þetta er þessi klikkhaus með röddina“ Stjarnan fór í dulargervi: Setti stuðningsmann United á óþekka listann Garnacho skaut Chelsea áfram í undanúrslit Vísa á bug fullyrðingum Bruno sem hafa valdið fjaðrafoki Hlaut 21 árs dóm fyrir að aka inn í skrúðgönguna í Liverpool Bjarni segir Newcastle stærra félag en Tottenham Moyes ældi alla leiðina til Eyja Bróðirinn sendir Amorim skilaboð: „Frelsið Kobbie Mainoo“ „Besta frammistaða United undir stjórn Amorim“ Segir að Salah muni sjá eftir því að fara í janúar Sjáðu mörkin úr ótrúlegu átta marka jafntefli á Old Trafford Skemmtilegt fyrir fólkið heima og United verðskuldaði sigur Jafnt í ótrúlegum átta marka leik á Old Trafford Vildi ekki skýra ummælin um verstu 48 klukkutímana frekar Maresca hafi tekið blaðsíðu úr bók Salah og gert sér óleik Guardiola gagnrýndi Foden þrátt fyrir markið „Finnst þér ekki eins og hann sé þjakaður af pressu yfir því hvað hann sé lélegur?“ Fyrirliði Newcastle eftir tapið fyrir Sunderland: „Þetta er svo vandræðalegt“ Sjáðu klaufalegt sjálfsmark Woltemade í grannaslagnum og öll hin úr enska Amorim verður ánægður ef Mainoo ræðir við hann um lán „Sé ekkert annað en að dýrasti leikmaður deildarinnar verði áfram á bekknum“ „Í dag er dagurinn sem þú fæddist, í dag er dagurinn sem þú munt deyja“ Henderson heiðraði minningu Jota eftir fyrsta markið sitt í fjögur ár Sjá meira
Fabrizio Romano, sennilega helsti sérfræðingur heims um félagaskipti knattspyrnumanna, segir Caicedo búinn að tjá Liverpool það að hann vilji eingöngu semja við Chelsea. Hann hafi verið búinn að semja við Chelsea um sín kaup og kjör í lok maí. Nú reyni Chelsea að ná samningum við Brighton. EXCLUSIVE: Moisés Caicedo has just informed Liverpool that he only wants to join Chelsea! #CFCCaicedo has decided to keep his word and only accept Chelsea as personal terms were agreed since end of May.Chelsea, set to bid again in order to get deal done with Brighton. pic.twitter.com/HI3geVVq9Z— Fabrizio Romano (@FabrizioRomano) August 11, 2023 Sky Sports fjallar einnig um málið í dag og segir að Caicedo og hans fulltrúar haldi kyrru fyrir í London. Þó hafi ekkert komið fram um hvort að Chelsea hafi lagt fram nýtt og endurbætt tilboð í miðjumanninn, eftir að kapphlaupinu á milli Liverpool og Chelsea virtist lokið. Sky Sports News has been told Moises Caicedo is having second thoughts about a move to Liverpool. The Player and his representatives remain in London pic.twitter.com/vMvgb613il— Sky Sports News (@SkySportsNews) August 11, 2023 Sky segir þó að Chelsea hafi ekki gefist upp en að mikið þurfi til að breytingar verði svona seint. Brighton hafi verið búið að setja ákveðin tímamörk og endað á að semja við Liverpool um 111 milljóna punda sölu. Brighton hafi ekki áhuga á frekari samningaviðræðum. Chelsea sé samt búið að bjóða Caicedo betri samning og vonist til að Caicedo láti eitthvað breytast með því að mótmæla því að fara til Liverpool og fullyrða að hann vilji eingöngu fara til Chelsea. Jürgen Klopp, stjóri Liverpool, var spurður á blaðamannafundi í dag út í kaupverðið á Caicedo út frá þeirri staðreynd að fyrir nokkrum árum sagðist hann aldrei myndu eyða 100 milljónum punda í einn leikmann. „Það hefur allt breyst. Er ég ánægður með það? Nei. Sá ég að ég hafði rangt fyrir mér? Já. Svona er þetta bara,“ sagði Klopp á blaðamannafundi vegna stórleiksins við Chelsea á sunnudaginn. „Sádi Arabía hjálpar ekki til við þetta. Á endanum snýst þetta um að við reynum að búa til eins gott lið og við getum,“ sagði Klopp.
Enski boltinn Mest lesið Kári og Logi vilja henda Ými út úr landsliðinu Handbolti Fótboltamaður skotinn til bana Fótbolti Úr Bestu deild yfir í að slá í gegn í Meistaradeild: „Ég elska pressuna“ Fótbolti Óttast að besti leikmaður Liverpool verði frá Enski boltinn Hleyptu Þorsteini ekki heim og vilja ekki að hann fari á EM Handbolti Sagður utan hóps fyrir Bjarka og Orra Handbolti Snýr aftur á æfingar eftir 100 daga í burtu Fótbolti Snéri aftur í fótbolta eftir 35 ára hlé: „Kalla mig Jackie Grealish“ Enski boltinn Alcaraz sjokkerar tennisheiminn Sport Gat ekki komið í veg fyrir að City færi áfram Enski boltinn Fleiri fréttir „Sýnum kvennaíþróttir af því að þær eru frábærar“ Snéri aftur í fótbolta eftir 35 ára hlé: „Kalla mig Jackie Grealish“ Óttast að besti leikmaður Liverpool verði frá Ungstirnið skallaði meistarana áfram Gat ekki komið í veg fyrir að City færi áfram City sagt ætla að keppa við Liverpool og United um Semenyo Man United ósátt við Marokkó og FIFA Sápan trolluð: „Þetta er þessi klikkhaus með röddina“ Stjarnan fór í dulargervi: Setti stuðningsmann United á óþekka listann Garnacho skaut Chelsea áfram í undanúrslit Vísa á bug fullyrðingum Bruno sem hafa valdið fjaðrafoki Hlaut 21 árs dóm fyrir að aka inn í skrúðgönguna í Liverpool Bjarni segir Newcastle stærra félag en Tottenham Moyes ældi alla leiðina til Eyja Bróðirinn sendir Amorim skilaboð: „Frelsið Kobbie Mainoo“ „Besta frammistaða United undir stjórn Amorim“ Segir að Salah muni sjá eftir því að fara í janúar Sjáðu mörkin úr ótrúlegu átta marka jafntefli á Old Trafford Skemmtilegt fyrir fólkið heima og United verðskuldaði sigur Jafnt í ótrúlegum átta marka leik á Old Trafford Vildi ekki skýra ummælin um verstu 48 klukkutímana frekar Maresca hafi tekið blaðsíðu úr bók Salah og gert sér óleik Guardiola gagnrýndi Foden þrátt fyrir markið „Finnst þér ekki eins og hann sé þjakaður af pressu yfir því hvað hann sé lélegur?“ Fyrirliði Newcastle eftir tapið fyrir Sunderland: „Þetta er svo vandræðalegt“ Sjáðu klaufalegt sjálfsmark Woltemade í grannaslagnum og öll hin úr enska Amorim verður ánægður ef Mainoo ræðir við hann um lán „Sé ekkert annað en að dýrasti leikmaður deildarinnar verði áfram á bekknum“ „Í dag er dagurinn sem þú fæddist, í dag er dagurinn sem þú munt deyja“ Henderson heiðraði minningu Jota eftir fyrsta markið sitt í fjögur ár Sjá meira