Húðlatt (og rauðeygt) foreldri skrifar um leikskólamál Halla Gunnarsdóttir skrifar 11. ágúst 2023 13:00 Nú kemur sá árstími að rauðeygðu fólki fjölgar í nágrenni leikskóla að morgni til. Þetta eru foreldrar ungra barna sem eru að aðlagast leikskólalífi. Sum börn fara létt með þessa breytingu, hjá öðrum getur þetta tekið verulega á. Viðskilnaðurinn getur orðið erfiður og við erum nokkuð mörg sem höfum þurft að hinkra við og ná tökum á tárunum, áður en haldið er áfram inn í daginn og alla dagana sem á eftir koma í breyttu lífi. Í opinberri umræðu um leikskólamál eru hinir rauðeygðu foreldrar þó oft málaðir upp sem fólk sem getur ekki beðið eftir að losna við börnin sín og koma þeim í geymslu á opinberum stofnunum. Þessi þemu hafa gert vart við sig í þeirri umræðu sem hefur spunnist í kjölfar ákvörðunar bæjarstjórans í Kópavogi að snarhækka leikskólagjöld í bæjarfélaginu. Þótt engin töluleg gögn hafi verið sett fram um hvaða áhrif stytting vinnuvikunnar hefur þegar haft á dvöl barna á leikskólum, er umræðan á þá lund að foreldrar vilji bara áfram „geyma“ börnin sín á leikskólum á meðan þeir sjálfir njóti styttri vinnutíma og lengra sumarorlofs. Með öðrum orðum þá séu foreldrar dagsins húðlatir og við því verði aðeins spornað með fjárhagslegum hvata þannig að (hinn hæfilegi) sex stunda leikskóladagur sé gjaldfrjáls en allt umfram það skuli greitt dýru verði. En í hvaða stöðu eru þessir (húðlötu) foreldrar? Stærstur hluti foreldra leikskólabarna vinnur á almennum vinnumarkaði þar sem stytting vinnuvikunnar hefur ekki verið sú sama og hjá hinu opinbera. Stysti mögulegi vinnutími samkvæmt kjarasamningi VR, sem er langstærsta stéttarfélag landsins, er um 7,6 klukkustundir á dag, að því gefnu að starfsfólk taki sér hálftíma matarhlé. Ungt fólk er líklegt til að eiga 24 daga orlof en leikskólar eru lokaðir 26 daga á ári vegna orlofs og starfsdaga. Jafnframt hafa langflestir foreldrar þurft að fullnýta frítökurétt sinn og gott betur en það til að brúa hið alræmda umönnunarbil áður en barnið fær pláss á almennum leikskóla. Þetta tímabil einkennist af óöryggi, auknum kostnaði og miklum aðstöðumun milli fjölskyldna og þar með barna. Starfsfólk á almennum vinnumarkaði missir rétt til uppsafnaðs orlofs meðan á fríi stendur (öfugt við starfsfólk hins opinbera). Flestir foreldrar sem snúa úr fæðingarorlofi eru því með skert orlof a.m.k. fyrsta leikskólasumarleyfi barnsins síns og jafnvel lengur. Skerðingar á leikskólastarfi skila sér jafnframt í því að foreldrar ganga enn frekar á orlofsrétt sinn eða heimild til launalauss leyfis, sem veikir stöðu þeirra á vinnumarkaði. Þau leikskólabörn sem nú kveðja leikskólann og halda í skóla bjuggu við skert leikskólastarf í samkomutakmörkunum og öðrum sóttvarnatakmörkunum vegna COVID og hafa nánast öll misst úr daga og jafnvel vikur á leikskóla vegna manneklu, mygluvandamála og verkfalla. Það er því rangt að gera að því skóna að foreldrar eigi heilan helling af frítíma sem þeir tími ekki í börnin sín. Ákvörðun bæjarstjórans í Kópavogi á sér rætur í pólitík sem mun seint vera til þess fallin að styrkja leikskólastarf eða búa almennt betur að leikskólabörnum og fjölskyldum þeirra. Markmiðið er mun fremur að draga úr opinberum útgjöldum með því að skerða þjónustu, draga úr „launakostnaði“ (skerða kjör) og auka á gjaldtöku. Þótt jákvætt væri að stytta leikskóladag barna, þá er hér verið að byrja á öfugum enda. Á Íslandi hefur verið byggt upp samfélag þar sem báðir foreldrar (séu þeir tveir) eru á vinnumarkaði. Ekki eingöngu þarf tvær fyrirvinnur til að halda úti heimili, heldur er það líka svo að fjarvera af vinnumarkaði dregur úr bæði tekjumöguleikum og lífeyrisréttindum, fyrir utan hin augljósu jafnréttisáhrif í landi þar sem konur axla ennþá meiri ábyrgð á uppeldi og heimilishaldi og karlar fá ennþá hærri laun. Ef breyta á þessu skipulagi þá þarf fyrst að skipuleggja vinnumarkaðinn, menntakerfið, tilfærslukerfin og opinbera þjónustu upp á nýtt. Kjör og starfsaðstæður á leikskólum hljóta að vera ofarlega á aðgerðalistanum. Það er ekki hægt að byrja á því að þrengja enn frekar að foreldrum ungra barna, sem eru þegar að ganga í gegnum tímabil svefnleysis, óöryggis og tekjuskerðinga. Slíkt getur ekki verið börnunum fyrir bestu, alveg sama hvernig snúið er upp á röksemdarfærsluna. Höfundur er foreldri leikskólabarna og á sæti í stjórn VR Viltu birta grein á Vísi? Sendu okkur póst. Senda grein Leikskólar Kópavogur Vinnumarkaður Halla Gunnarsdóttir Mest lesið Halldór 10.05.2025 Halldór Flokkar sem telja almenning of vitlausan til að vita hvað sé sér fyrir bestu Þórður Snær Júlíusson Skoðun Þétting í þágu hverra? Sara Björg Sigurðardóttir Skoðun Úlfar sem forðast sól! Jóna Guðbjörg Árnadóttir Skoðun Hver á auðlindir Íslands? – Kallar á nýja og skýra löggjöf Einar G. Harðarson Skoðun Hann valdi sér nafnið Leó Bjarni Karlsson Skoðun Byggðalína eða Borgarlína Guðmundur Haukur Jakobsson Skoðun Til hvers þá að segja satt? Pólitískt baktjaldamakk og upplýsingafölsun í Suðurnesjabæ Ari Gylfason Skoðun Hvenær er nóg nóg? Ása Berglind Hjálmarsdóttir Skoðun Misskilin sjálfsmynd Finnur Thorlacius Eiríksson Skoðun Skoðun Skoðun Fátækt á Íslandi: Áskoranir, viðkvæmir hópar og leiðir til úrbóta Friðþjófur Helgi Karlsson skrifar Skoðun Verndum vörumerki í tónlist Eiríkur Sigurðsson skrifar Skoðun Hann valdi sér nafnið Leó Bjarni Karlsson skrifar Skoðun Misskilin sjálfsmynd Finnur Thorlacius Eiríksson skrifar Skoðun Hvenær er nóg nóg? Ása Berglind Hjálmarsdóttir skrifar Skoðun Byggðalína eða Borgarlína Guðmundur Haukur Jakobsson skrifar Skoðun Úlfar sem forðast sól! Jóna Guðbjörg Árnadóttir skrifar Skoðun Aldrei aftur Halla Hrund Logadóttir skrifar Skoðun Tala ekki um lokamarkmiðið Hjörtur J. Guðmundsson skrifar Skoðun Hver á auðlindir Íslands? – Kallar á nýja og skýra löggjöf Einar G. Harðarson skrifar Skoðun Þétting í þágu hverra? Sara Björg Sigurðardóttir skrifar Skoðun Flokkar sem telja almenning of vitlausan til að vita hvað sé sér fyrir bestu Þórður Snær Júlíusson skrifar Skoðun Til hvers þá að segja satt? Pólitískt baktjaldamakk og upplýsingafölsun í Suðurnesjabæ Ari Gylfason skrifar Skoðun POTS er ekki tískubylgja Hanna Birna Valdimarsdóttir,Hugrún Vignisdóttir skrifar Skoðun Er niðurstaðan einstök? Ársreikningur Hveragerðisbæjar 2024 Friðrik Sigurbjörnsson,Eyþór H. Ólafsson skrifar Skoðun Hvað er verið að leiðrétta? Ægir Örn Arnarson skrifar Skoðun Loftslagsaðgerðir eru forsenda velsældar til framtíðar – ekki valkostur: Svargrein við niðurstöðum rannsóknar sem kynnt var á Velsældarþingi í gær Laura Sólveig Lefort Scheefer skrifar Skoðun Afsökunarbeiðni til fyrri kynslóða – og þeirra sem erfa munu landið Arnar Þór Jónsson skrifar Skoðun 75 ár af evrópskri samheldni og samvinnu Clara Ganslandt skrifar Skoðun Sigurður Ingi í mikilli mótsögn við sjálfan sig! Magnús Guðmundsson skrifar Skoðun Vetrarvirkjanir Sigurður Ingi Friðleifsson skrifar Skoðun Yfirgnæfandi meirihluti vill þjóðaratkvæði Jón Steindór Valdimarsson skrifar Skoðun Smábátar eru framtíðin, segir David Attenborough Kjartan Sveinsson skrifar Skoðun Leiðrétting veiðigjalda mun skila sér í bættum innviðum Arna Lára Jónsdóttir skrifar Skoðun Hvað er verið að leiðrétta? Gabríel Ingimarsson,Sverrir Páll Einarsson,Alexander Hauksson,Ingvar Þóroddsson,María Ellen Steingrimsdóttir,Oddgeir Páll Georgsson,Ingunn Rós Kristjánsdóttir skrifar Skoðun Efnahagslegur hagvöxtur þýðir ekki endilega samfélagslegur hagvöxtur Davíð Routley skrifar Skoðun Börn innan seilingar Árni Guðmundsson skrifar Skoðun Hallarekstur í Hafnarfirði Jón Ingi Hákonarson skrifar Skoðun Hvers konar Evrópuríki viljum við vera? Magnús Árni Skjöld Magnússon skrifar Skoðun Orðskrípið sem bjarga á veiðigjaldinu Ólafur Adolfsson skrifar Sjá meira
Nú kemur sá árstími að rauðeygðu fólki fjölgar í nágrenni leikskóla að morgni til. Þetta eru foreldrar ungra barna sem eru að aðlagast leikskólalífi. Sum börn fara létt með þessa breytingu, hjá öðrum getur þetta tekið verulega á. Viðskilnaðurinn getur orðið erfiður og við erum nokkuð mörg sem höfum þurft að hinkra við og ná tökum á tárunum, áður en haldið er áfram inn í daginn og alla dagana sem á eftir koma í breyttu lífi. Í opinberri umræðu um leikskólamál eru hinir rauðeygðu foreldrar þó oft málaðir upp sem fólk sem getur ekki beðið eftir að losna við börnin sín og koma þeim í geymslu á opinberum stofnunum. Þessi þemu hafa gert vart við sig í þeirri umræðu sem hefur spunnist í kjölfar ákvörðunar bæjarstjórans í Kópavogi að snarhækka leikskólagjöld í bæjarfélaginu. Þótt engin töluleg gögn hafi verið sett fram um hvaða áhrif stytting vinnuvikunnar hefur þegar haft á dvöl barna á leikskólum, er umræðan á þá lund að foreldrar vilji bara áfram „geyma“ börnin sín á leikskólum á meðan þeir sjálfir njóti styttri vinnutíma og lengra sumarorlofs. Með öðrum orðum þá séu foreldrar dagsins húðlatir og við því verði aðeins spornað með fjárhagslegum hvata þannig að (hinn hæfilegi) sex stunda leikskóladagur sé gjaldfrjáls en allt umfram það skuli greitt dýru verði. En í hvaða stöðu eru þessir (húðlötu) foreldrar? Stærstur hluti foreldra leikskólabarna vinnur á almennum vinnumarkaði þar sem stytting vinnuvikunnar hefur ekki verið sú sama og hjá hinu opinbera. Stysti mögulegi vinnutími samkvæmt kjarasamningi VR, sem er langstærsta stéttarfélag landsins, er um 7,6 klukkustundir á dag, að því gefnu að starfsfólk taki sér hálftíma matarhlé. Ungt fólk er líklegt til að eiga 24 daga orlof en leikskólar eru lokaðir 26 daga á ári vegna orlofs og starfsdaga. Jafnframt hafa langflestir foreldrar þurft að fullnýta frítökurétt sinn og gott betur en það til að brúa hið alræmda umönnunarbil áður en barnið fær pláss á almennum leikskóla. Þetta tímabil einkennist af óöryggi, auknum kostnaði og miklum aðstöðumun milli fjölskyldna og þar með barna. Starfsfólk á almennum vinnumarkaði missir rétt til uppsafnaðs orlofs meðan á fríi stendur (öfugt við starfsfólk hins opinbera). Flestir foreldrar sem snúa úr fæðingarorlofi eru því með skert orlof a.m.k. fyrsta leikskólasumarleyfi barnsins síns og jafnvel lengur. Skerðingar á leikskólastarfi skila sér jafnframt í því að foreldrar ganga enn frekar á orlofsrétt sinn eða heimild til launalauss leyfis, sem veikir stöðu þeirra á vinnumarkaði. Þau leikskólabörn sem nú kveðja leikskólann og halda í skóla bjuggu við skert leikskólastarf í samkomutakmörkunum og öðrum sóttvarnatakmörkunum vegna COVID og hafa nánast öll misst úr daga og jafnvel vikur á leikskóla vegna manneklu, mygluvandamála og verkfalla. Það er því rangt að gera að því skóna að foreldrar eigi heilan helling af frítíma sem þeir tími ekki í börnin sín. Ákvörðun bæjarstjórans í Kópavogi á sér rætur í pólitík sem mun seint vera til þess fallin að styrkja leikskólastarf eða búa almennt betur að leikskólabörnum og fjölskyldum þeirra. Markmiðið er mun fremur að draga úr opinberum útgjöldum með því að skerða þjónustu, draga úr „launakostnaði“ (skerða kjör) og auka á gjaldtöku. Þótt jákvætt væri að stytta leikskóladag barna, þá er hér verið að byrja á öfugum enda. Á Íslandi hefur verið byggt upp samfélag þar sem báðir foreldrar (séu þeir tveir) eru á vinnumarkaði. Ekki eingöngu þarf tvær fyrirvinnur til að halda úti heimili, heldur er það líka svo að fjarvera af vinnumarkaði dregur úr bæði tekjumöguleikum og lífeyrisréttindum, fyrir utan hin augljósu jafnréttisáhrif í landi þar sem konur axla ennþá meiri ábyrgð á uppeldi og heimilishaldi og karlar fá ennþá hærri laun. Ef breyta á þessu skipulagi þá þarf fyrst að skipuleggja vinnumarkaðinn, menntakerfið, tilfærslukerfin og opinbera þjónustu upp á nýtt. Kjör og starfsaðstæður á leikskólum hljóta að vera ofarlega á aðgerðalistanum. Það er ekki hægt að byrja á því að þrengja enn frekar að foreldrum ungra barna, sem eru þegar að ganga í gegnum tímabil svefnleysis, óöryggis og tekjuskerðinga. Slíkt getur ekki verið börnunum fyrir bestu, alveg sama hvernig snúið er upp á röksemdarfærsluna. Höfundur er foreldri leikskólabarna og á sæti í stjórn VR
Flokkar sem telja almenning of vitlausan til að vita hvað sé sér fyrir bestu Þórður Snær Júlíusson Skoðun
Til hvers þá að segja satt? Pólitískt baktjaldamakk og upplýsingafölsun í Suðurnesjabæ Ari Gylfason Skoðun
Skoðun Fátækt á Íslandi: Áskoranir, viðkvæmir hópar og leiðir til úrbóta Friðþjófur Helgi Karlsson skrifar
Skoðun Flokkar sem telja almenning of vitlausan til að vita hvað sé sér fyrir bestu Þórður Snær Júlíusson skrifar
Skoðun Til hvers þá að segja satt? Pólitískt baktjaldamakk og upplýsingafölsun í Suðurnesjabæ Ari Gylfason skrifar
Skoðun Er niðurstaðan einstök? Ársreikningur Hveragerðisbæjar 2024 Friðrik Sigurbjörnsson,Eyþór H. Ólafsson skrifar
Skoðun Loftslagsaðgerðir eru forsenda velsældar til framtíðar – ekki valkostur: Svargrein við niðurstöðum rannsóknar sem kynnt var á Velsældarþingi í gær Laura Sólveig Lefort Scheefer skrifar
Skoðun Afsökunarbeiðni til fyrri kynslóða – og þeirra sem erfa munu landið Arnar Þór Jónsson skrifar
Skoðun Hvað er verið að leiðrétta? Gabríel Ingimarsson,Sverrir Páll Einarsson,Alexander Hauksson,Ingvar Þóroddsson,María Ellen Steingrimsdóttir,Oddgeir Páll Georgsson,Ingunn Rós Kristjánsdóttir skrifar
Skoðun Efnahagslegur hagvöxtur þýðir ekki endilega samfélagslegur hagvöxtur Davíð Routley skrifar
Flokkar sem telja almenning of vitlausan til að vita hvað sé sér fyrir bestu Þórður Snær Júlíusson Skoðun
Til hvers þá að segja satt? Pólitískt baktjaldamakk og upplýsingafölsun í Suðurnesjabæ Ari Gylfason Skoðun