Umfjöllun: Keflavík - Valur 1-1 | Bæði lið fúl heim Valur Páll Eiríksson skrifar 13. ágúst 2023 19:30 Birkir Már bjargaði stigi fyrir Valsmenn. Vísir/Diego Keflavík og Valur skildu jöfn 1-1 í Bestu deild karla í fótbolta. Mörkin tvö komu alveg í lokin eftir tíðindalitlar 90 mínútur. Keflavík mætti undir stjórn nýs þjálfara í dag, Haraldar Freys Guðmundssonar, sem fékk stöðuhækkun úr aðstoðarþjálfarastöðunni í kjölfar þess að Sigurður Ragnar Eyjólfsson var látinn taka poka sinn. Keflavík hafði þá áður tilkynnt að Sigurður myndi hætta eftir leiktíðina en breytti því snarlega eftir tap fyrir HK í Kórnum í síðasta leik. Keflvíkingar mættu ákveðnir og skipulagðir til leiks í blíðskaparveðri í Reykjanesbænum og gáfu fá færi á sér. Skemmst er frá því að segja að fyrri hálfleikur hafi verið tíðindalítill þar sem Valsmenn stýrði ferðinni lengst af en færin af skornum skammti. Patrick Pedersen fékk að vísu dauðafæri eftir að Kristinn Freyr Sigurðsson skallaði boltann fyrir fætur hans. Pedersen hitti ekki boltann úr dauðafæri, en þar eru færi fyrri hálfleiks upptalin. Staðan var markalaus í hálfleik. Fátt breyttist eftir hlé. Valsmenn voru meira með boltann en fundu fáar leiðir í gegnum Keflvíkinga. Engin teljandi færi litu dagsins ljós, hvoru megin vallar sem var. Keflvíkingar þurftu ekki að hafa mikið fyrir því að verjast gegn hægum sóknarleik gestanna en ber þó að hrósa fyrir sína baráttu og skipulag. Leikplan Keflvíkinga virtist ætla að ganga fullkomnlega upp þegar Sami Kamel kom liðinu yfir eftir skyndisókn á 95. Mínútu en Valsmenn köstuðu öllu fram í kjölfarið og tókst Birki Má Sævarssyni að skemma partýið skömmu síðar þegar hann tróð boltanum inn eftir innkast. Keflvíkingar taka öllum stigum fagnandi á botninum en vonbrigðin hins vegar gríðarleg eftir að hafa tekist að skora í lokin. Valsmenn fara líka fúlir heim þar sem þeir verða af tveimur stigum í annað sinn gegn botnliðinu í sumar. Af hverju varð jafntefli? Keflvíkingar vörðust vel gegn hægu Valsliði í rúmar níutíu mínútur og uppskáru óvænt mark í lokin. Það þurfti svo ekki nema örfáar sekúndur af einbeitingarskorti til að Valsmenn næðu marki. Hverjir stóðu upp úr? Fátt um fína drætti. Varnarlína Keflavíkur var öflug að mestu. Ernir Bjarnason var á meðal betri manna á miðju Keflavíkur og kláraði leikinn þrátt fyrir að leggjast tvisvar vegna meiðsla. Hvað mátti betur fara? Afskaplega fyrirsjáanlegur og hægur sóknarleikur Vals þarf að vera betri. Adam Ægir Pálsson hefur átt betri leiki í Reykjanesbæ, Patrick Pedersen var ósýnilegur eftir hlé og fleiri mætti telja til úr Valsliðinu. Hvað gerist næst? Valur fær Víking í heimsókn í toppslag eftir slétta viku. Mánudaginn í næstu viku heimsækir Keflavík lið Breiðabliks í Kópavog. Besta deild karla Keflavík ÍF Valur
Keflavík og Valur skildu jöfn 1-1 í Bestu deild karla í fótbolta. Mörkin tvö komu alveg í lokin eftir tíðindalitlar 90 mínútur. Keflavík mætti undir stjórn nýs þjálfara í dag, Haraldar Freys Guðmundssonar, sem fékk stöðuhækkun úr aðstoðarþjálfarastöðunni í kjölfar þess að Sigurður Ragnar Eyjólfsson var látinn taka poka sinn. Keflavík hafði þá áður tilkynnt að Sigurður myndi hætta eftir leiktíðina en breytti því snarlega eftir tap fyrir HK í Kórnum í síðasta leik. Keflvíkingar mættu ákveðnir og skipulagðir til leiks í blíðskaparveðri í Reykjanesbænum og gáfu fá færi á sér. Skemmst er frá því að segja að fyrri hálfleikur hafi verið tíðindalítill þar sem Valsmenn stýrði ferðinni lengst af en færin af skornum skammti. Patrick Pedersen fékk að vísu dauðafæri eftir að Kristinn Freyr Sigurðsson skallaði boltann fyrir fætur hans. Pedersen hitti ekki boltann úr dauðafæri, en þar eru færi fyrri hálfleiks upptalin. Staðan var markalaus í hálfleik. Fátt breyttist eftir hlé. Valsmenn voru meira með boltann en fundu fáar leiðir í gegnum Keflvíkinga. Engin teljandi færi litu dagsins ljós, hvoru megin vallar sem var. Keflvíkingar þurftu ekki að hafa mikið fyrir því að verjast gegn hægum sóknarleik gestanna en ber þó að hrósa fyrir sína baráttu og skipulag. Leikplan Keflvíkinga virtist ætla að ganga fullkomnlega upp þegar Sami Kamel kom liðinu yfir eftir skyndisókn á 95. Mínútu en Valsmenn köstuðu öllu fram í kjölfarið og tókst Birki Má Sævarssyni að skemma partýið skömmu síðar þegar hann tróð boltanum inn eftir innkast. Keflvíkingar taka öllum stigum fagnandi á botninum en vonbrigðin hins vegar gríðarleg eftir að hafa tekist að skora í lokin. Valsmenn fara líka fúlir heim þar sem þeir verða af tveimur stigum í annað sinn gegn botnliðinu í sumar. Af hverju varð jafntefli? Keflvíkingar vörðust vel gegn hægu Valsliði í rúmar níutíu mínútur og uppskáru óvænt mark í lokin. Það þurfti svo ekki nema örfáar sekúndur af einbeitingarskorti til að Valsmenn næðu marki. Hverjir stóðu upp úr? Fátt um fína drætti. Varnarlína Keflavíkur var öflug að mestu. Ernir Bjarnason var á meðal betri manna á miðju Keflavíkur og kláraði leikinn þrátt fyrir að leggjast tvisvar vegna meiðsla. Hvað mátti betur fara? Afskaplega fyrirsjáanlegur og hægur sóknarleikur Vals þarf að vera betri. Adam Ægir Pálsson hefur átt betri leiki í Reykjanesbæ, Patrick Pedersen var ósýnilegur eftir hlé og fleiri mætti telja til úr Valsliðinu. Hvað gerist næst? Valur fær Víking í heimsókn í toppslag eftir slétta viku. Mánudaginn í næstu viku heimsækir Keflavík lið Breiðabliks í Kópavog.
Uppgjörið: Króatía - Slóvenía 29-26 | Dagur stýrði Króötum til sigurs og sendi strákana okkar heim Handbolti
Uppgjörið: Króatía - Slóvenía 29-26 | Dagur stýrði Króötum til sigurs og sendi strákana okkar heim Handbolti