Sérfræðingur hjá eitrunarmiðstöð Landspítalans segir sífellt fleiri tilkynningar berast vegna barna sem innbyrða nikótínpúða. Móðir nítján mánaða drengs sem rétt náði að koma í veg fyrir að hann borðaði púða á leikvelli í vikunni segir þá algjöra plágu.
Þá ræðum við við Íslending sem búsettur er á Maui eyjunni á Havaí um gróðureldana sem hafa lagt heilan bæ í rúst. Gríðarleg sorg ríkir á svæðinu en eldarnir eru sagðir banvænustu náttúruhamfarir þar í áratugi.
Og við kíkjum á drag sýningu sem er hluti af Hinsegin dögum og skoðum málverkasýningu sem fer fram í glugga á tískuvöruverslun.
Þetta og fleira í kvöldfréttum Stöðvar 2 klukkan 18:30.