Gary Martin kom gestunum frá Selfossi yfir í leik dagsins en mörk Kára Kristjánsonar og Hinriks Harðarsonar veittu Þrótti 2-1 forskot í hléi. Jörgen Pettersen og Baldur Hannes Stefánsson skoruðu svo fyrir Þrótt í síðari hálfleiknum og dugði vítamark Guðmunds Tyrfingssonar og sjálfsmark Stefáns Þórðar Stefánssonar Selfyssingum skammt.
Þróttur fer upp í tíunda sæti með 18 stig og sendir Njarðvík niður í fallsæti, sem eru með stigi meira.
Selfoss og Grindavík eru stigi ofar en Þróttarar og Grótta og Þór eru þar fyrir ofan með 20 stig í jöfnum neðri hluta deildarinnar.