Fallegasta gatan í Árborg er Suðurengi á Selfossi Magnús Hlynur Hreiðarsson skrifar 13. ágúst 2023 20:06 Fallegasta gatan í Sveitarfélaginu Árborg 2023 er Suðurengi á Selfossi. Magnús Hlynur Hreiðarsson Íbúar í Suðurengi á Selfossi þurfa ekki að skammast sín fyrir götuna sína því hún var um helgina valin fallegasta gatan í Sveitarfélaginu Árborg. Elsti og yngsti íbúi götunnar afhjúpuðu sérstakt skilti þess efnis. Bæjarhátíðin Sumar á Selfossi fór fram um helgina þar sem fjölmargt skemmtilegt var í boði. Einn af hápunktunum alltaf er að velja fallegustu götuna í sveitarfélaginu en í ár var það gatan Suðurengi á Selfossi en þetta er í annað skipti á nokkrum árum, sem íbúar götunnar hljóta þessa viðurkenningu. Í götunni eru 36 hús. Íbúarnir komu saman á föstudaginn til að taka á móti viðurkenningunni en það kom í hlut elsta íbúa götunnar, Jóhannesar Guðmundssonar, 97 ára og þess yngsta, Axels Inga Svavarsson að afhjúpa skiltið. Það kom í hlut elsta íbúa götunnar, Jóhannesar Guðmundssonar, 97 ára og þess yngsta, Axels Inga Svavarsson að afhjúpa skiltið góða en hér er Axel í fangi pabba síns.Magnús Hlynur Hreiðarsson „Það er mjög mikið af fallegum vel hirtum görðum hérna, fallegar innkeyrslur og þetta gefur heildaryfirbragði götunnar, sem gerði það að verkum að hún endaði efst í stigakosningu nefndarinnar, svona heildaryfirbragð, sem er mjög snyrtilegt,” segir Bragi Bjarnason, formaður umhverfisnefndar Árborgar. Þetta er ansi skemmtileg hefð hjá sveitarfélaginu? „Já, þetta er ofboðslega skemmtilegt og þetta er eitt af þessu skemmtilega sem nefndin gerir á hverju ári en það er að fá að taka þátt í því að koma með tilnefningar og taka við tilnefningar frá íbúum og svo að velja og afhenda viðurkenningarnar.” Á Sléttusöngnum í gærkvöldi voru nokkrar viðurkenningar afhentar í viðbót, t.d. var Tröllhólar valin skemmtilegasta gatan á Selfossi og garðurinn við Lyngheiði 17 fallegasti garðurinn og á Eyrarbakka var það bærinn Óseyri, sem fékk verðlaun svo einhver dæmi séu tekin. Hluti af íbúum Suðurengis við skiltið góða, sem segir að gatan þeirra sé sú fallegasta í Árborg árið 2023.Magnús Hlynur Hreiðarsson Svo skemmtilega vildi til við athöfnina í Suðurengi að hjón í götunni, þau Fjóla Pálmarsdóttir og Hilmar Birgir Leifsson áttu 60 ára brúðkaupsafmæli. „Það er bara alveg gasalega spennandi Magnús. Mér finnst eiginlega meira spennandi að það eru 40 ár, síðan ég flutti í Suðurengi og ég ætla ekki að fara næstu fjörutíu árin,” segir Fjóla og skellihlær. Hún segir götuna frábæra enda búi svo yndislegt fólk í henni. Fjóla og Hilmar, sem áttu 60 ára brúðkaupsafmæli föstudaginn 11. ágúst.Magnús Hlynur Hreiðarsson Árborg Mest lesið Viðsnúningur og Helgi Bjartur færður bak við lás og slá Innlent Slapp óvænt við fangelsi og braut ítrekað á stjúpdóttur sinni Innlent Á batavegi eftir alvarlega líkamsárás á Höfða Innlent Vilja geta sett herlög á eyju norðan Íslands Erlent Vaktin: Mikilvæg fundarhöld í Washington Erlent Fékk afa sinn með sér á skólabekk Innlent Léttara yfir formanninum eftir þriggja tíma fund Innlent Stuðningur við Grænland ómetanlegur og hvetur Íslendinga til að mæta Erlent Tveir fulltrúar taka þátt í aukinni hernaðarviðveru Innlent Verðandi sendiherra grínaðist með að Ísland yrði 52. ríkið Erlent Fleiri fréttir Slapp óvænt við fangelsi og braut ítrekað á stjúpdóttur sinni Viðsnúningur og Helgi Bjartur færður bak við lás og slá Á batavegi eftir alvarlega líkamsárás á Höfða Léttara yfir formanninum eftir þriggja tíma fund Fékk afa sinn með sér á skólabekk Lögregluaðgerð beint gegn áfengissölu í Kópavogi Boðaður á fund í ráðuneytinu með stuttum fyrirvara Sögulegur fundur um framtíð Grænlands Tveir fulltrúar taka þátt í aukinni hernaðarviðveru Tveir handteknir vegna alvarlegrar líkamsárásar Kaus að styðja karlasamtök í stað lögreglu Ræddu undanþágu losunarheimilda Brutu stjórnsýslulög við útgáfu hvalveiðileyfis Jafnlaunavottunin verður lögð af á þessu ári Ljósvistarhönnuður hoppar hæð sína af gleði vegna breytinga Skoða dóma MDE í ráðuneyti og refsiréttarnefnd Hneykslan meðal kennara vegna rangfærslna Ingu í Kastljósi „Látið undan þrýstingi stóru fyrirtækjanna í búvöruframleiðslu“ Stóri-Boli boðar breytingar og klassískt vetrarveður Bleikja strauk út í sjó úr landeldi Fundað um Grænland og Inga vill aðgreina eftir íslenskukunnáttu Dómur MDE hljóti að vera stjórnvöldum alvarlegt umhugsunarefni Á skilorði eftir að hafa kýlt, skallað og bitið konu sína Verði að bregðast við vinsældum meintra iðnaðarmanna á Facebook Baráttan um Samfylkinguna í borginni nálgast suðumark 90 prósentum landsmanna þótti skaupið gott Kannast ekki við lýsingar leigubílstjóra Alþingi kemur saman í dag eftir jólafrí Vongóð um stuðning Miðflokksins Spyr hvort það hafi borgað sig að koma Flokki fólksins til valda Sjá meira
Bæjarhátíðin Sumar á Selfossi fór fram um helgina þar sem fjölmargt skemmtilegt var í boði. Einn af hápunktunum alltaf er að velja fallegustu götuna í sveitarfélaginu en í ár var það gatan Suðurengi á Selfossi en þetta er í annað skipti á nokkrum árum, sem íbúar götunnar hljóta þessa viðurkenningu. Í götunni eru 36 hús. Íbúarnir komu saman á föstudaginn til að taka á móti viðurkenningunni en það kom í hlut elsta íbúa götunnar, Jóhannesar Guðmundssonar, 97 ára og þess yngsta, Axels Inga Svavarsson að afhjúpa skiltið. Það kom í hlut elsta íbúa götunnar, Jóhannesar Guðmundssonar, 97 ára og þess yngsta, Axels Inga Svavarsson að afhjúpa skiltið góða en hér er Axel í fangi pabba síns.Magnús Hlynur Hreiðarsson „Það er mjög mikið af fallegum vel hirtum görðum hérna, fallegar innkeyrslur og þetta gefur heildaryfirbragði götunnar, sem gerði það að verkum að hún endaði efst í stigakosningu nefndarinnar, svona heildaryfirbragð, sem er mjög snyrtilegt,” segir Bragi Bjarnason, formaður umhverfisnefndar Árborgar. Þetta er ansi skemmtileg hefð hjá sveitarfélaginu? „Já, þetta er ofboðslega skemmtilegt og þetta er eitt af þessu skemmtilega sem nefndin gerir á hverju ári en það er að fá að taka þátt í því að koma með tilnefningar og taka við tilnefningar frá íbúum og svo að velja og afhenda viðurkenningarnar.” Á Sléttusöngnum í gærkvöldi voru nokkrar viðurkenningar afhentar í viðbót, t.d. var Tröllhólar valin skemmtilegasta gatan á Selfossi og garðurinn við Lyngheiði 17 fallegasti garðurinn og á Eyrarbakka var það bærinn Óseyri, sem fékk verðlaun svo einhver dæmi séu tekin. Hluti af íbúum Suðurengis við skiltið góða, sem segir að gatan þeirra sé sú fallegasta í Árborg árið 2023.Magnús Hlynur Hreiðarsson Svo skemmtilega vildi til við athöfnina í Suðurengi að hjón í götunni, þau Fjóla Pálmarsdóttir og Hilmar Birgir Leifsson áttu 60 ára brúðkaupsafmæli. „Það er bara alveg gasalega spennandi Magnús. Mér finnst eiginlega meira spennandi að það eru 40 ár, síðan ég flutti í Suðurengi og ég ætla ekki að fara næstu fjörutíu árin,” segir Fjóla og skellihlær. Hún segir götuna frábæra enda búi svo yndislegt fólk í henni. Fjóla og Hilmar, sem áttu 60 ára brúðkaupsafmæli föstudaginn 11. ágúst.Magnús Hlynur Hreiðarsson
Árborg Mest lesið Viðsnúningur og Helgi Bjartur færður bak við lás og slá Innlent Slapp óvænt við fangelsi og braut ítrekað á stjúpdóttur sinni Innlent Á batavegi eftir alvarlega líkamsárás á Höfða Innlent Vilja geta sett herlög á eyju norðan Íslands Erlent Vaktin: Mikilvæg fundarhöld í Washington Erlent Fékk afa sinn með sér á skólabekk Innlent Léttara yfir formanninum eftir þriggja tíma fund Innlent Stuðningur við Grænland ómetanlegur og hvetur Íslendinga til að mæta Erlent Tveir fulltrúar taka þátt í aukinni hernaðarviðveru Innlent Verðandi sendiherra grínaðist með að Ísland yrði 52. ríkið Erlent Fleiri fréttir Slapp óvænt við fangelsi og braut ítrekað á stjúpdóttur sinni Viðsnúningur og Helgi Bjartur færður bak við lás og slá Á batavegi eftir alvarlega líkamsárás á Höfða Léttara yfir formanninum eftir þriggja tíma fund Fékk afa sinn með sér á skólabekk Lögregluaðgerð beint gegn áfengissölu í Kópavogi Boðaður á fund í ráðuneytinu með stuttum fyrirvara Sögulegur fundur um framtíð Grænlands Tveir fulltrúar taka þátt í aukinni hernaðarviðveru Tveir handteknir vegna alvarlegrar líkamsárásar Kaus að styðja karlasamtök í stað lögreglu Ræddu undanþágu losunarheimilda Brutu stjórnsýslulög við útgáfu hvalveiðileyfis Jafnlaunavottunin verður lögð af á þessu ári Ljósvistarhönnuður hoppar hæð sína af gleði vegna breytinga Skoða dóma MDE í ráðuneyti og refsiréttarnefnd Hneykslan meðal kennara vegna rangfærslna Ingu í Kastljósi „Látið undan þrýstingi stóru fyrirtækjanna í búvöruframleiðslu“ Stóri-Boli boðar breytingar og klassískt vetrarveður Bleikja strauk út í sjó úr landeldi Fundað um Grænland og Inga vill aðgreina eftir íslenskukunnáttu Dómur MDE hljóti að vera stjórnvöldum alvarlegt umhugsunarefni Á skilorði eftir að hafa kýlt, skallað og bitið konu sína Verði að bregðast við vinsældum meintra iðnaðarmanna á Facebook Baráttan um Samfylkinguna í borginni nálgast suðumark 90 prósentum landsmanna þótti skaupið gott Kannast ekki við lýsingar leigubílstjóra Alþingi kemur saman í dag eftir jólafrí Vongóð um stuðning Miðflokksins Spyr hvort það hafi borgað sig að koma Flokki fólksins til valda Sjá meira