Venjulegar vinkonur Hanna Björg Vilhjálmsdóttir skrifar 14. ágúst 2023 09:30 Vinkonuhópur úr grunnskóla hittist eftir aðskilnað í áravís. Þær eru 22 ára. Það eru fagnaðarfundir, margt á dagana drifið og frá mörgu að segja gleði og sorg – væntingar og vonbrigði. Eins og lífið er. Þegar hallar að kvöldi og trúnó tekur völdin stígur ein þeirra upp og segir frá ofbeldi sem þjálfarinn hennar beitti hana. Hún hafði verið efnileg í sinni íþrótt, metnaðarfull, sterk, hæfileikarík. Smásaman byrjaði hún að molna undan endalausi áreitni. Duldu hótanirnar, samfélagsmiðlaeineltið og óviðeigandi snertinganar báru hana ofurliði – og skömmin tók yfir – enginn að snúa sér til – hver myndi trúa henni? Hann hafði valdið og virðinguna og hver var hún? Hún hætti – gafst upp. Vinkonuhópurinn er sleginn – þögn slær á hópinn. Þar til næsta segir frá sinni sögu. Þær vissu allar að mamma hennar var í neyslu þegar hún var yngri, hún var sjö ára þegar kærasti mömmu hennar leitaði á hana sofandi. Hún sagði frá – enginn trúði henni. Seinna réðist kærasti hennar á hana og nauðgaði henni þar sem hún svaf. Svo kom sú þriðja – hún hitti strák á útihátíð – hann króaði hana af og nauðgaði á bak við klósett. Allar vinkonurnar höfðu orðið fyrir kynferðisofbeldi. Allir gerendurnir voru karlar. Ekkert samþykki, engin virðing, engin mörk – eingöngu yfirgangur, ofbeldi og fyrirlitning. Það sem vinkonuhópurinn átti sameignlegt eftir obeldið sem þær höfðu verið beittar, var að þær höfðu strögglað – harkað af sér – brutt jaxla – reynt að láta sem ekkert sé – og þjáðst – hvern dag. Í viðbót við kynferðisofbeldið – árásina á líkama þeirra og kynverund - þá hafði verið ráðst á sjálfsmynd þeirra, lífsgleði, hugarró og tengslamyndun. Hvernig gat einhver gert þeim þetta? Þær sitja saman í þögn. Hver og ein hugsar – er þetta virkilega það sem fylgir því að vera stelpa? Lenda allar konur í kynferðisofbeldi? Af hverju? Af hverju þær? Þær spyra sig. Hver og ein burðast með skömm og sjálfsásökun því þær eru allar meðvitaðar um hvernig er talað um þolendur kynferðisofbeldis í samfélaginu – drusluskammaðar, sakaðar um lygar og athygissýki í viðleitni sinni að leita réttlætis. Seiglan, styrkurinn og úthaldið í vinkonuhópnum er takmarkalaus – þrátt fyrir allt þá halda þær áfram með bakpokana að framan og aftan. Hefur þú lesandi góður svar fyrir þennan vinkvennahóp? Er einhver í þínum vinahóp sem þessar sögur eiga við? Við sem samfélag getum ekki haldið áfram að láta sem ekkert sé. Við sem samfélag þurfum að breyta því hvernig við tölum um þolendur kynferðisofbeldis. Við þurfum að trúa þeim, reyna að skilja afleiðingarnar og gera betur þegar við dettum í pytt drusluvæðingar og gerendameðvirkni. Við þurfum að eiga samtal við drengina okkar um mörk, samþykki, virðingu, kynlíf og klám. Við þurfum að byrja snemma, halda áfram og aldrei hætta fyrir en kynferðisofbeldi gegn stúlkum og konum er útrýmt. Foreldrar, skólakerfið og samfélagið allt ber ábyrgð – við þurfum að taka höndum saman og mennta drengina okkar. Höfundur er kennari. Viltu birta grein á Vísi? Sendu okkur póst. Senda grein Kynferðisofbeldi Hanna Björg Vilhjálmsdóttir Mest lesið Mamma fékk fjórar milljónir fyrir að eignast þig í apríl Guðfinna Kristín Björnsdóttir Skoðun Umferðarslys eða umhverfisslys Baldur Sigurðsson Skoðun Þegar Inga Sæland sendir reikninginn á næsta borð Einar Þorsteinsson Skoðun Þreytta þjóðarsjálfið Starri Reynisson Skoðun Síðan hvenær var bannað að hafa gaman? Hópur stjórnarmanna í Uppreisn Skoðun Vextir eins og í útlöndum? Björn Berg Gunnarsson Skoðun Berjumst gegn fátækt á Íslandi! Eyjólfur Ármannsson Skoðun Milljarðarnir óteljandi og bókun 35 Haraldur Ólafsson Skoðun Nei, veiðigjöld eru ekki að hækka! Hanna Katrín Friðriksson Skoðun Opinber áskorun til prófessorsins Brynjar Karl Sigurðsson Skoðun Skoðun Skoðun Frá friði til vígvæðingar: Höfnum nýrri varnar- og öryggisstefnu utanríkisráðherra Steinunn Þóra Árnadóttir,Einar Ólafsson skrifar Skoðun Þungaflutningar og vegakerfið okkar Haraldur Þór Jónsson skrifar Skoðun Stærsta öryggismál barna í dag eru samskipti, mörk og viðbrögð við grun um ofbeldi Arnrún María Magnúsdóttir skrifar Skoðun Stöðvum ólöglegan flutning barna Þorbjörg S. Gunnlaugsdóttir skrifar Skoðun Þegar Inga Sæland sendir reikninginn á næsta borð Einar Þorsteinsson skrifar Skoðun Erlendar rætur: Hornsteinn framfara, ekki ógn Nichole Leigh Mosty skrifar Skoðun Virðingarleysið meiðir Sigurbjörg Ottesen skrifar Skoðun Kjarninn og hismið Magnús Magnússon skrifar Skoðun „Hættu að kenna innflytjendum um að tala ekki íslensku. Við erum ekki vandamálið“ Ian McDonald skrifar Skoðun Brjálæðingar taka völdin Elín Ebba Ásmundsdóttir skrifar Skoðun Ég og Dagur barnsins HRÓPUM á úrlausnir … Hvað með þig? Ólafur Grétar Gunnarsson skrifar Skoðun 16 daga átak gegn kynbundnu ofbeldi Guðbjörg S. Bergsdóttir,Rannveig Þórisdóttir skrifar Skoðun Ætti Sundabraut að koma við í Viðey? Ólafur William Hand skrifar Skoðun Ekki klikka! Því það er enginn eins og Julian Íris Björk Hreinsdóttir skrifar Skoðun Þess vegna er vond hugmynd hjá Reykjavíkurborg að tekjutengja leikskólagjöld Halla Gunnarsdóttir skrifar Skoðun Mamma fékk fjórar milljónir fyrir að eignast þig í apríl Guðfinna Kristín Björnsdóttir skrifar Skoðun 34 milljónir fyrir póstnúmerið Elliði Vignisson skrifar Skoðun Spyrnum við fótum – eflum innlenda fjölmiðla, líka RÚV Kristján Ra. Kristjánsson skrifar Skoðun Staðreyndir um fasteignagjöld í Reykjanesbæ Guðný Birna Guðmundsdóttir,Sverrir Bergmann Magnússon,Sigurrós Antonsdóttir,Halldóra Fríða Þorvaldsdóttir,Bjarni Páll Tryggvason,Díana Hilmarsdóttir,Helga María Finnbjörnsdóttir skrifar Skoðun Þegar rykið sest: Verndartollar ESB og áhrifin á EES Hallgrímur Oddsson skrifar Skoðun Stormur í vatnsglasi eða kaldhæðni örlaganna? Arnar Sigurðsson skrifar Skoðun Síðan hvenær var bannað að hafa gaman? Hópur stjórnarmanna í Uppreisn skrifar Skoðun Ísland slítur sig frá þriggja áratuga norrænu menntasamstarfi Hópur fyrrverandi UWC-nema skrifar Skoðun Frá skjá til skaða - ráð til foreldra um stafrænt ofbeldi Stella Samúelsdóttir skrifar Skoðun Barnaskattur Vilhjálms Árnasonar Þórður Snær Júlíusson skrifar Skoðun Hertar og skýrari reglur í hælisleitendamálum Sigurður Helgi Pálmason skrifar Skoðun Skelin Guðmundur Ingi Þóroddsson skrifar Skoðun Ójöfn atkvæði eða heimastjórn! Sigurður Hjartarson skrifar Skoðun Sirkus Daða Smart Jens Garðar Helgason skrifar Skoðun Bændur fá ekki orðið Jóhanna María Sigmundsdóttir skrifar Sjá meira
Vinkonuhópur úr grunnskóla hittist eftir aðskilnað í áravís. Þær eru 22 ára. Það eru fagnaðarfundir, margt á dagana drifið og frá mörgu að segja gleði og sorg – væntingar og vonbrigði. Eins og lífið er. Þegar hallar að kvöldi og trúnó tekur völdin stígur ein þeirra upp og segir frá ofbeldi sem þjálfarinn hennar beitti hana. Hún hafði verið efnileg í sinni íþrótt, metnaðarfull, sterk, hæfileikarík. Smásaman byrjaði hún að molna undan endalausi áreitni. Duldu hótanirnar, samfélagsmiðlaeineltið og óviðeigandi snertinganar báru hana ofurliði – og skömmin tók yfir – enginn að snúa sér til – hver myndi trúa henni? Hann hafði valdið og virðinguna og hver var hún? Hún hætti – gafst upp. Vinkonuhópurinn er sleginn – þögn slær á hópinn. Þar til næsta segir frá sinni sögu. Þær vissu allar að mamma hennar var í neyslu þegar hún var yngri, hún var sjö ára þegar kærasti mömmu hennar leitaði á hana sofandi. Hún sagði frá – enginn trúði henni. Seinna réðist kærasti hennar á hana og nauðgaði henni þar sem hún svaf. Svo kom sú þriðja – hún hitti strák á útihátíð – hann króaði hana af og nauðgaði á bak við klósett. Allar vinkonurnar höfðu orðið fyrir kynferðisofbeldi. Allir gerendurnir voru karlar. Ekkert samþykki, engin virðing, engin mörk – eingöngu yfirgangur, ofbeldi og fyrirlitning. Það sem vinkonuhópurinn átti sameignlegt eftir obeldið sem þær höfðu verið beittar, var að þær höfðu strögglað – harkað af sér – brutt jaxla – reynt að láta sem ekkert sé – og þjáðst – hvern dag. Í viðbót við kynferðisofbeldið – árásina á líkama þeirra og kynverund - þá hafði verið ráðst á sjálfsmynd þeirra, lífsgleði, hugarró og tengslamyndun. Hvernig gat einhver gert þeim þetta? Þær sitja saman í þögn. Hver og ein hugsar – er þetta virkilega það sem fylgir því að vera stelpa? Lenda allar konur í kynferðisofbeldi? Af hverju? Af hverju þær? Þær spyra sig. Hver og ein burðast með skömm og sjálfsásökun því þær eru allar meðvitaðar um hvernig er talað um þolendur kynferðisofbeldis í samfélaginu – drusluskammaðar, sakaðar um lygar og athygissýki í viðleitni sinni að leita réttlætis. Seiglan, styrkurinn og úthaldið í vinkonuhópnum er takmarkalaus – þrátt fyrir allt þá halda þær áfram með bakpokana að framan og aftan. Hefur þú lesandi góður svar fyrir þennan vinkvennahóp? Er einhver í þínum vinahóp sem þessar sögur eiga við? Við sem samfélag getum ekki haldið áfram að láta sem ekkert sé. Við sem samfélag þurfum að breyta því hvernig við tölum um þolendur kynferðisofbeldis. Við þurfum að trúa þeim, reyna að skilja afleiðingarnar og gera betur þegar við dettum í pytt drusluvæðingar og gerendameðvirkni. Við þurfum að eiga samtal við drengina okkar um mörk, samþykki, virðingu, kynlíf og klám. Við þurfum að byrja snemma, halda áfram og aldrei hætta fyrir en kynferðisofbeldi gegn stúlkum og konum er útrýmt. Foreldrar, skólakerfið og samfélagið allt ber ábyrgð – við þurfum að taka höndum saman og mennta drengina okkar. Höfundur er kennari.
Skoðun Frá friði til vígvæðingar: Höfnum nýrri varnar- og öryggisstefnu utanríkisráðherra Steinunn Þóra Árnadóttir,Einar Ólafsson skrifar
Skoðun Stærsta öryggismál barna í dag eru samskipti, mörk og viðbrögð við grun um ofbeldi Arnrún María Magnúsdóttir skrifar
Skoðun „Hættu að kenna innflytjendum um að tala ekki íslensku. Við erum ekki vandamálið“ Ian McDonald skrifar
Skoðun Þess vegna er vond hugmynd hjá Reykjavíkurborg að tekjutengja leikskólagjöld Halla Gunnarsdóttir skrifar
Skoðun Mamma fékk fjórar milljónir fyrir að eignast þig í apríl Guðfinna Kristín Björnsdóttir skrifar
Skoðun Staðreyndir um fasteignagjöld í Reykjanesbæ Guðný Birna Guðmundsdóttir,Sverrir Bergmann Magnússon,Sigurrós Antonsdóttir,Halldóra Fríða Þorvaldsdóttir,Bjarni Páll Tryggvason,Díana Hilmarsdóttir,Helga María Finnbjörnsdóttir skrifar
Skoðun Ísland slítur sig frá þriggja áratuga norrænu menntasamstarfi Hópur fyrrverandi UWC-nema skrifar