Sport

Tveir af bestu glímu­mönnum heims miðla reynslu sinni í Mjölni

Aron Guðmundsson skrifar
Craig Jones (lengst til hægri) er ekki bara einn besti glímumaður heims. Hann er einnig einn af þjálfurum UFC meistarans Alexander Volkanovski
Craig Jones (lengst til hægri) er ekki bara einn besti glímumaður heims. Hann er einnig einn af þjálfurum UFC meistarans Alexander Volkanovski Vísir/Getty

Glímukapparnir Cra­ig Jones og Lachan Giles eru um þessar mundir með BJJ æfinga­búðir í Mjölni. Ástralarnir eru hér með viku æfinga­búðir sem hófust í dag, mánu­dag, og klárast á föstu­daginn.

Jones og Giles eru meðal bestu glímu­manna heims í dag í BJJ senunni. Þeir hafa báðir unnið til verð­launa á stærstu glímu­mótum heims á borð við ADCC, I­BJJF World Champions­hips, Polaris, EBI, NAGA World Champions­hip, Kasai og UAEJJF Abu Dhabi Pro.

Og aðdráttarafl þeirra er mikið. Hátt í 70 er­lendir gestir koma sér­stak­lega hingað til lands fyrir æfinga­búðirnar en Jones og Giles eru hátt skrifaðir þjálfarar og mikil eftir­spurn eftir þjálfun frá þeim. 

Jones er meðal annars aðal BJJ þjálfari Alexander Volka­novski, fjaður­vigtar­meistara UFC sem hefur farið með himinskautum hjá bardagasambandsins og er sem stendur í 2.sæti á lista yfir pund fyrir pund bestu bardagamenn sambandsins. 

Alexander Volkanovski er fjaðurvigtarmeistari UFC. Hann varði belti sitt í síðasta mánuði gegn Yair Rodriguez Vísir/Getty

Þá stendur Jones einnig í ströngu á sínum bardagaferli en hann á fyrir höndum glímu við fyrrum UFC harðhausinn Luke Rockhold þann 21.september næstkomandi en glíma þeirra mun fara fram á Pais leikvanginum í Jerúsalem. 

Jones var lengi vel hluti af liði John Dana­her en stofnaði sitt eigið lið í Texas, The B-Team, árið 2021. Giles er með sitt eigið lið í Ástralíu, Ab­solute MMA.

Jones er einn besti glímumaður heims í BJJ senunni. Hér lenti andstæðingur hans í kröppum dansi.Vísir/Getty
MMA



Fleiri fréttir

Sjá meira


×