Gætu frestað ákvörðun varðandi framtíð Greenwood þangað til í september Runólfur Trausti Þórhallsson skrifar 15. ágúst 2023 07:01 Mason Greenwood var meðal annars ákærður fyrir líkamsárás og tilraun til nauðgunar. Getty Images/Paul Currie Enska knattspyrnufélagið Manchester United hefur ekki enn tekið ákvörðun varðandi framtíð framherjans Mason Greenwood. Talið er líklegt að félagið gæti tilkynnt ákvörðun sína í landsleikjahléinu í næsta mánuði. Manchester United hóf tímabilið 2023-24 með naumum 1-0 heimasigri á Úlfunum í lokaleik 1. umferðar ensku úrvalsdeildarinnar á mánudagskvöld. Liðið var án nokkurra sóknarþenkjandi leikmanna, var Mason Greenwood þar á meðal. Félagið hefur ekki enn tekið ákvörðun varðandi framtíð framherjans en hinn 21 árs gamli Greenwood hefur ekki spilað fyrir félagið síðan í ársbyrjun 2022. Hann var þá settur til hliðar eftir að kærasta hans á þeim tíma áskaði hann um tilraun til nauðgunar sem og að hún sagði leikmanninn hafa beitt sig bæði líkamlegu og andlegu ofbeldi. Málið var á leið fyrir dómstóla en var á endanum látið niður falla eftir að lykilvitni drógu vitnisburð sinn til baka og ekki var lengur raunhæft að Greenwood yrði fundinn sekur. Leikmaðurinn hefur alltaf neitað sök. Mason Greenwood is not in the Manchester United squad tonight.The club have delayed the decision on his possible return.More from @lauriewhitwell https://t.co/LdupW7sEdi— The Athletic | Football (@TheAthleticFC) August 14, 2023 Eftir ákæruvaldið í Bretlandi ákvað að fara ekki lengra með málið ákvað Man United að hefja sína eigin rannsókn á því sem gerst hafði. Í frétt The Athletic segir að félagið hafi ætlað að opinbera ákvörðun sína áður en núverandi tímabil hófst. Það var hins vegar ekki gert og fór Greenwood ekki með liðinu til Bandaríkjanna á undirbúningstímabilinu. Í fréttinni segir jafnframt að félagið vilji útskýra niðurstöðu rannsóknarinnar fyrir þeim sem eiga hvað flest hlutabréf í félaginu. Þá verði ákvörðunin útskýrð fyrir kvennaliði félagsins sem og ráði sem er skipað stuðningsfólki Man Utd. Vegna þessa telur The Athletic líklegast að ákvörðunin verði gerð opinber í landsleikjahléinu í upphafi næsta mánaðar. Hver hún svo verður mun koma í ljós þegar fram líða stundir. Fótbolti Enski boltinn Mál Mason Greenwood Mest lesið Þessi tíu eru tilnefnd sem Íþróttamaður ársins 2025: 23 ára aldursmunur Sport Sagan ekki sönn: „Veit ekki hvaðan þetta á að hafa komið“ Íslenski boltinn Sakaður um niðurlægingu: „Við viljum ekki hafa hann sem þjálfara“ Handbolti Erfitt að vera í burtu þegar mamma greindist Fótbolti Glódís framlengir samninginn við Bayern Fótbolti Slot mun sakna Isak í tvo mánuði eftir „glórulausa tæklingu“ Enski boltinn Kansas frá Kansas til Kansas Sport Einn leikmaður með samning og völlurinn ólöglegur Fótbolti Áfallið staðreynd og Isak búinn í aðgerð Enski boltinn Tryggðu þrjú lið í úrslitakeppnina Sport Fleiri fréttir Arsenal - Crystal Palace | Síðasta lausa sætið í undanúrslitum „Tölfræðilega séð eiga þeir ekkert að vera í þessari stöðu“ Chelsea setur sig í samband við Semenyo Jiménez jafnaði bestu vítaskyttu sögunnar Slot mun sakna Isak í tvo mánuði eftir „glórulausa tæklingu“ Sjáðu „auma“ vítið sem skilaði Fulham sigri Fulham skildi Forest eftir við fallsvæðið Áfallið staðreynd og Isak búinn í aðgerð Fagnaði titli Liverpool sem óður maður um alla borg „Allir virðast elska hann“ „Þetta mun ekki buga okkur“ Guardiola mun vigta leikmenn Man City eftir jólin „Ef þið væruð Antoine Semenyo, hvert mynduð þið fara?“ Sjáðu mörkin: Rogers sá um Manchester United Óttast að Isak hafi fótbrotnað Tvenna frá Rogers tryggði Villa sigur gegn Manchester United Fimmta sinn sem Arsenal er á toppnum um jólin: Unnu ekki titilinn í fyrstu fjögur skiptin „Viljum við að okkar verði minnst fyrir að vera skræfur?“ „Ef dómarinn hefði sinnt sínu starfi almennilega hefði Romero ekki fengið spjald“ Haaland gaf barnabarni Hareide gjöf Sjáðu mörkin úr enska: Sviptingar, sænskt þema og svakalegar tæklingar Calvert-Lewin hættir ekki að skora Gyökeres skaut Arsenal aftur á toppinn Slot fámáll um stöðuna á Isak Gleði og sorg í sigri Liverpool Dramatík er Broja reyndist hetja Burnley Haaland frábær er Manchester City komst á toppinn Andri Lucas skoraði í langþráðum sigri Blackburn Chelsea vann upp tveggja marka forskot á St James' Park Ekkert fararsnið á Guardiola sem segir að City verði að vera undirbúið Sjá meira
Manchester United hóf tímabilið 2023-24 með naumum 1-0 heimasigri á Úlfunum í lokaleik 1. umferðar ensku úrvalsdeildarinnar á mánudagskvöld. Liðið var án nokkurra sóknarþenkjandi leikmanna, var Mason Greenwood þar á meðal. Félagið hefur ekki enn tekið ákvörðun varðandi framtíð framherjans en hinn 21 árs gamli Greenwood hefur ekki spilað fyrir félagið síðan í ársbyrjun 2022. Hann var þá settur til hliðar eftir að kærasta hans á þeim tíma áskaði hann um tilraun til nauðgunar sem og að hún sagði leikmanninn hafa beitt sig bæði líkamlegu og andlegu ofbeldi. Málið var á leið fyrir dómstóla en var á endanum látið niður falla eftir að lykilvitni drógu vitnisburð sinn til baka og ekki var lengur raunhæft að Greenwood yrði fundinn sekur. Leikmaðurinn hefur alltaf neitað sök. Mason Greenwood is not in the Manchester United squad tonight.The club have delayed the decision on his possible return.More from @lauriewhitwell https://t.co/LdupW7sEdi— The Athletic | Football (@TheAthleticFC) August 14, 2023 Eftir ákæruvaldið í Bretlandi ákvað að fara ekki lengra með málið ákvað Man United að hefja sína eigin rannsókn á því sem gerst hafði. Í frétt The Athletic segir að félagið hafi ætlað að opinbera ákvörðun sína áður en núverandi tímabil hófst. Það var hins vegar ekki gert og fór Greenwood ekki með liðinu til Bandaríkjanna á undirbúningstímabilinu. Í fréttinni segir jafnframt að félagið vilji útskýra niðurstöðu rannsóknarinnar fyrir þeim sem eiga hvað flest hlutabréf í félaginu. Þá verði ákvörðunin útskýrð fyrir kvennaliði félagsins sem og ráði sem er skipað stuðningsfólki Man Utd. Vegna þessa telur The Athletic líklegast að ákvörðunin verði gerð opinber í landsleikjahléinu í upphafi næsta mánaðar. Hver hún svo verður mun koma í ljós þegar fram líða stundir.
Fótbolti Enski boltinn Mál Mason Greenwood Mest lesið Þessi tíu eru tilnefnd sem Íþróttamaður ársins 2025: 23 ára aldursmunur Sport Sagan ekki sönn: „Veit ekki hvaðan þetta á að hafa komið“ Íslenski boltinn Sakaður um niðurlægingu: „Við viljum ekki hafa hann sem þjálfara“ Handbolti Erfitt að vera í burtu þegar mamma greindist Fótbolti Glódís framlengir samninginn við Bayern Fótbolti Slot mun sakna Isak í tvo mánuði eftir „glórulausa tæklingu“ Enski boltinn Kansas frá Kansas til Kansas Sport Einn leikmaður með samning og völlurinn ólöglegur Fótbolti Áfallið staðreynd og Isak búinn í aðgerð Enski boltinn Tryggðu þrjú lið í úrslitakeppnina Sport Fleiri fréttir Arsenal - Crystal Palace | Síðasta lausa sætið í undanúrslitum „Tölfræðilega séð eiga þeir ekkert að vera í þessari stöðu“ Chelsea setur sig í samband við Semenyo Jiménez jafnaði bestu vítaskyttu sögunnar Slot mun sakna Isak í tvo mánuði eftir „glórulausa tæklingu“ Sjáðu „auma“ vítið sem skilaði Fulham sigri Fulham skildi Forest eftir við fallsvæðið Áfallið staðreynd og Isak búinn í aðgerð Fagnaði titli Liverpool sem óður maður um alla borg „Allir virðast elska hann“ „Þetta mun ekki buga okkur“ Guardiola mun vigta leikmenn Man City eftir jólin „Ef þið væruð Antoine Semenyo, hvert mynduð þið fara?“ Sjáðu mörkin: Rogers sá um Manchester United Óttast að Isak hafi fótbrotnað Tvenna frá Rogers tryggði Villa sigur gegn Manchester United Fimmta sinn sem Arsenal er á toppnum um jólin: Unnu ekki titilinn í fyrstu fjögur skiptin „Viljum við að okkar verði minnst fyrir að vera skræfur?“ „Ef dómarinn hefði sinnt sínu starfi almennilega hefði Romero ekki fengið spjald“ Haaland gaf barnabarni Hareide gjöf Sjáðu mörkin úr enska: Sviptingar, sænskt þema og svakalegar tæklingar Calvert-Lewin hættir ekki að skora Gyökeres skaut Arsenal aftur á toppinn Slot fámáll um stöðuna á Isak Gleði og sorg í sigri Liverpool Dramatík er Broja reyndist hetja Burnley Haaland frábær er Manchester City komst á toppinn Andri Lucas skoraði í langþráðum sigri Blackburn Chelsea vann upp tveggja marka forskot á St James' Park Ekkert fararsnið á Guardiola sem segir að City verði að vera undirbúið Sjá meira