„Algjört grín“ og „vandræðalegt“ fyrir Liverpool Óskar Ófeigur Jónsson skrifar 15. ágúst 2023 10:31 Jürgen Klopp, knattspyrnustjóri Liverpool, fær ekki leikmaninn sem hann þarf á að halda aftarlega á miðju liðsins. Getty/Chris Brunskill Jamie Carragher og Gary Neville ræddu klúður Liverpool á leikmannamarkaðnum á Sky Sports en leikmenn sem Liverpool vill kaupa og eru tilbúnir að borga fyrir, vilja hreinlega ekki koma til Liverpool. Jamie Carragher er náttúrulega harður Liverpool maður en hann var ómyrkur í máli þegar hann ræddi síðustu sólarhringa hjá félaginu. „Liverpool hefur ekki náð að koma þessu yfir línuna og þetta hefur verið vandræðalegt allt saman,“ sagði Jamie Carragher. View this post on Instagram A post shared by Sky Sports (@skysports) „Sú staðreynd að þú byrjir á að elta Lavia en ert ekki tilbúinn að borga uppsett verð fyrir hann. Svo skipta menn um stefnu og fara að eltast við Caicedo,“ sagði Carragher sem vildi ekki gagnrýna eigendur Liverpool af því að þeir voru tilbúnir að borga 110 milljónir punda fyrir hann. „Að reyna við Caicedo þegar hann er búinn að vera að tala við Chelsea í þrjá mánuði. Nú snúa þeir sér aftur að Lavia. Þetta er algjör klúður og algjör grín,“ sagði Carragher. Gary Neville, sem er Manchester UnNited maður, var mjög hissa á því að sjá Liverpool gera slík mistök og að missa stjórn á atburðarásinni er ekki líkt því sem við sjáum vanalega á Anfield. „Að þeir skuli leyfa Milner, Henderson og Fabinho fara áður en þeir fundu menn í staðinn er mjög ólíkt Liverpool sem mér hefur alltaf fundist vera mjög skynsamir á markaðnum. Þeir hafa vanalega gengið frá sínum málum áður en allt kemur fram í dagsljósið,“ sagði Gary Neville. Neville taldi Liverpool missa stjórnina á miðjunni í leiknum á móti Chelsea af því að liðinu vantaði tilfinnanlega öflugan mann aftast á miðjuna. „Liverpool þarf að glíma við stórt vandamál núna og þeir munu panikka á leikmannamarkaðnum á næstu þremur vikum,“ sagði Gary Neville. Það má sjá þá félaga ræða stöðuna hér fyrir neðan. <a href="https://www.youtube.com/watch?v=t1NVHmcKFps">watch on YouTube</a> Enski boltinn Mest lesið Fáránleg hegðun á Hlíðarenda: Plastglas í höfuð og miðfingur á loft Fótbolti Allt liðið gekk út á völl í Súperman búningum Fótbolti Alfreð og fleiri jálkar með óvænt félagaskipti yfir í Augnablik Íslenski boltinn Er Liverpool að styrkja rangan enda vallarins? Enski boltinn Netverslun Liverpool hrundi vegna álags Enski boltinn Bein útsending: Dagur eitt á heimsleikunum í CrossFit 2025 Sport Lýsir því hvernig Dahlmeier dó Sport Nýju leikmenn Liverpool komnir með númer Enski boltinn Gaf tannlækninum teinanna sína Fótbolti Sagðir vilja borga helminginn fyrir Isak í ár og hinn helminginn ári síðar Enski boltinn Fleiri fréttir Liverpool tilbúið að hætta eltingaleiknum við Isak Newcastle hafnar tilboði Liverpool Sagðir vilja borga helminginn fyrir Isak í ár og hinn helminginn ári síðar Netverslun Liverpool hrundi vegna álags Er Liverpool að styrkja rangan enda vallarins? Paquetá hreinsaður af ásökunum um veðmálasvindl Nýju leikmenn Liverpool komnir með númer Liðin sem verða að gera betur á markaðnum Sænska landsliðskonan Zigiotti til liðs við Rauðu djöflana Sjáðu mörkin fjögur hjá United í nótt Arsenal skoraði ekki og tapaði í fyrsta leik Gyokeres Fjórtán er vinsælasta númer sumarsins Eigendur Liverpool eyða meira í Isak en í að kaupa fótboltafélag í Madrid Isak æfir hjá Orra Steini og félögum Breyttir tímar hjá Man. United: Höjlund skoraði í stórsigri Brady í Birmingham þáttum: Efaðist strax um Rooney og kallaði leikmennina lata Šeško nú helsta skotmark Rauðu djöflanna Wirtz með fyrsta markið sitt fyrir Liverpool Vefsíða Arsenal hrundi í miðju Gyokeres æði Bayern staðfestir kaupin á Diaz: „Lucho ist hier“ Flóðbylgjuviðvörunin hefur ekki áhrif á leik Liverpool Hvernig hefur Liverpool efni á Alexander Isak? Með á fótboltaspjöldum þrátt fyrir ákæru vegna nauðgunar Trafford segist hundrað sinnum betri í dag Liverpool nær í framherja frá félagi Beckham og Gary Neville Eddie Howe segir að Newcastle hafi ekki enn fengið tilboð í Isak Alisson flaug heim vegna persónulegra mála Gæti enn spilað í úrvalsdeildinni eftir að hafa fallið þrívegis Nýtt útlit hjá Guardiola Nýtt undrabarn hjá Arsenal Sjá meira
Jamie Carragher er náttúrulega harður Liverpool maður en hann var ómyrkur í máli þegar hann ræddi síðustu sólarhringa hjá félaginu. „Liverpool hefur ekki náð að koma þessu yfir línuna og þetta hefur verið vandræðalegt allt saman,“ sagði Jamie Carragher. View this post on Instagram A post shared by Sky Sports (@skysports) „Sú staðreynd að þú byrjir á að elta Lavia en ert ekki tilbúinn að borga uppsett verð fyrir hann. Svo skipta menn um stefnu og fara að eltast við Caicedo,“ sagði Carragher sem vildi ekki gagnrýna eigendur Liverpool af því að þeir voru tilbúnir að borga 110 milljónir punda fyrir hann. „Að reyna við Caicedo þegar hann er búinn að vera að tala við Chelsea í þrjá mánuði. Nú snúa þeir sér aftur að Lavia. Þetta er algjör klúður og algjör grín,“ sagði Carragher. Gary Neville, sem er Manchester UnNited maður, var mjög hissa á því að sjá Liverpool gera slík mistök og að missa stjórn á atburðarásinni er ekki líkt því sem við sjáum vanalega á Anfield. „Að þeir skuli leyfa Milner, Henderson og Fabinho fara áður en þeir fundu menn í staðinn er mjög ólíkt Liverpool sem mér hefur alltaf fundist vera mjög skynsamir á markaðnum. Þeir hafa vanalega gengið frá sínum málum áður en allt kemur fram í dagsljósið,“ sagði Gary Neville. Neville taldi Liverpool missa stjórnina á miðjunni í leiknum á móti Chelsea af því að liðinu vantaði tilfinnanlega öflugan mann aftast á miðjuna. „Liverpool þarf að glíma við stórt vandamál núna og þeir munu panikka á leikmannamarkaðnum á næstu þremur vikum,“ sagði Gary Neville. Það má sjá þá félaga ræða stöðuna hér fyrir neðan. <a href="https://www.youtube.com/watch?v=t1NVHmcKFps">watch on YouTube</a>
Enski boltinn Mest lesið Fáránleg hegðun á Hlíðarenda: Plastglas í höfuð og miðfingur á loft Fótbolti Allt liðið gekk út á völl í Súperman búningum Fótbolti Alfreð og fleiri jálkar með óvænt félagaskipti yfir í Augnablik Íslenski boltinn Er Liverpool að styrkja rangan enda vallarins? Enski boltinn Netverslun Liverpool hrundi vegna álags Enski boltinn Bein útsending: Dagur eitt á heimsleikunum í CrossFit 2025 Sport Lýsir því hvernig Dahlmeier dó Sport Nýju leikmenn Liverpool komnir með númer Enski boltinn Gaf tannlækninum teinanna sína Fótbolti Sagðir vilja borga helminginn fyrir Isak í ár og hinn helminginn ári síðar Enski boltinn Fleiri fréttir Liverpool tilbúið að hætta eltingaleiknum við Isak Newcastle hafnar tilboði Liverpool Sagðir vilja borga helminginn fyrir Isak í ár og hinn helminginn ári síðar Netverslun Liverpool hrundi vegna álags Er Liverpool að styrkja rangan enda vallarins? Paquetá hreinsaður af ásökunum um veðmálasvindl Nýju leikmenn Liverpool komnir með númer Liðin sem verða að gera betur á markaðnum Sænska landsliðskonan Zigiotti til liðs við Rauðu djöflana Sjáðu mörkin fjögur hjá United í nótt Arsenal skoraði ekki og tapaði í fyrsta leik Gyokeres Fjórtán er vinsælasta númer sumarsins Eigendur Liverpool eyða meira í Isak en í að kaupa fótboltafélag í Madrid Isak æfir hjá Orra Steini og félögum Breyttir tímar hjá Man. United: Höjlund skoraði í stórsigri Brady í Birmingham þáttum: Efaðist strax um Rooney og kallaði leikmennina lata Šeško nú helsta skotmark Rauðu djöflanna Wirtz með fyrsta markið sitt fyrir Liverpool Vefsíða Arsenal hrundi í miðju Gyokeres æði Bayern staðfestir kaupin á Diaz: „Lucho ist hier“ Flóðbylgjuviðvörunin hefur ekki áhrif á leik Liverpool Hvernig hefur Liverpool efni á Alexander Isak? Með á fótboltaspjöldum þrátt fyrir ákæru vegna nauðgunar Trafford segist hundrað sinnum betri í dag Liverpool nær í framherja frá félagi Beckham og Gary Neville Eddie Howe segir að Newcastle hafi ekki enn fengið tilboð í Isak Alisson flaug heim vegna persónulegra mála Gæti enn spilað í úrvalsdeildinni eftir að hafa fallið þrívegis Nýtt útlit hjá Guardiola Nýtt undrabarn hjá Arsenal Sjá meira