„Fyrsta skipti sem við erum með átján manna hóp“ Árni Gísli Magnússon skrifar 15. ágúst 2023 22:16 Pétur væri eflaust til í tvo leikmenn til viðbótar. vísir/Diego Valur vann 3-2 sigur á Þór/KA norður á Akureyri í dag í 16. umferð Bestu deildar kvenna. Leikurinn var opinn og skemmtilegur en Valsliðið var ívið betra í dag og vann sanngjarnan sigur.Pétur Pétursson, þjálfari Vals, var nokkuð léttur að leik loknum og skemmti sér vel yfir leiknum. „Mér fannst þetta bara hrikalega skemmtilegur leikur hjá tveimur góðum liðum. Spennandi leikur og mikið af góðum sóknum þannig mér fannst þetta bara góður leikur hjá okkur.“ Leikurinn var opinn og skemmtilegur þar sem bæði lið fengu fjöldann allan af færum. Kom það Pétri á óvart hversu líflegur leikurinn var? „Nei í rauninni ekki. Þessir leikir, Valur – Þór/KA, eru alltaf svona leikir einhvern veginn. Við höfum nú oft tapað hérna fyrir norðan og ég er allavega mjög sáttur með að vinna leikinn.“ Þór/KA vann 1-0 sigur á Val í Boganum í 2. umferð á síðasta tímabili og eins Pétur nefnir hefur Valsliðið oft átt í erfiðleikum fyrir norðan. Var það auka mótívering fyrir leikmenn komandi í þennan leik? „Já örugglega líka en við náttúrulega förum í alla leiki til að vinna en þetta eru alltaf erfiðir leikir.“ Valskonur hafa alls náð í fimm nýja leikmenn í félagaskiptaglugganum. Í dag var tilkynnt um skipti danska varnarmannsins Laurie Frank frá Fortuna Hjörring í Danmörku. Hvernig leikmaður er hún? „Ég hef ekki hugmynd um það, ég hef ekki séð hana“, sagði Pétur og skellti upp úr og bætti síðan einfaldlega við: „Hún er danskur varnarmaður og góð í því.“ Eru þessar leikmannastyrkingar einfaldlega gerðar til þess að halda leikmönnum á tánum og auka samkeppni? „Það eru sjö farnar í staðinn þannig þú getur reiknað. Við höfum verið með 17 manna hóp undanfarið í dag er í fyrsta skipti sem við erum með 18 manna hóp og við erum að fara í erfitt prógram, Meistaradeildina og annað og við þurftum að bæta í hópinn.“ Valur á eftir að mæta Tindastóli á útivelli og Keflavík á heimavelli áður en deildinni verður tvískipt. Valur komst með sigrunum þremur stigum á undan Breiðablik sem getur þó endurheimt toppsætið á morgun með sigri en aðeins markatala skildi liðin að fyrir leik. Hvernig horfir Pétur í lokasprettinn? „Það er farið í minn gamla heimabæ næst á Krókinn. Það hafa nú alltaf verið erfiðir leikir þannig það er bara næsti leikur hjá okkur“, sagði Pétur sem endaði viðtalið á þessari ódauðlegu klisju. Fótbolti Íslenski boltinn Valur Besta deild kvenna Mest lesið Kærustupar á leið á Ólympíuleika þar sem þau fá ekki að vera saman Sport Hélt uppi meira en aldar gamalli hefð Enski boltinn Sjáðu sigurmark Rios og öll hin frá St. James' Park Enski boltinn Sjáðu gullstrákana í Vestra fagna: „Vorum bara miklu stærra lið“ Íslenski boltinn Græddu meira en milljarð á kokteilum á US Open Sport Gagnrýndu Bruno: „Hann átti skelfilegan leik“ Enski boltinn Fyrsta félagið með tvö fórnarlömb skotárása í liðinu Sport Rio setti nýtt Liverpool met Enski boltinn Segir að Dowman sé eins og Messi Enski boltinn Van Dijk um Rio: Draumabyrjun en hann verður að vera auðmjúkur Enski boltinn Fleiri fréttir Fall reyndist fararheill hjá Eyjakonum Sjáðu Örvarnar hitta í mark á Meistaravöllum Sjáðu gullstrákana í Vestra fagna: „Vorum bara miklu stærra lið“ Óskar Hrafn: Stundum hata ég fótbolta Jökull: Förum ekki hærra með svona frammistöðu Örvar: Tökum þessa þrjá punkta og förum brosandi heim Uppgjör: KR-Stjarnan 1-2 | Örvar kom Stjörnunni inn í titilbaráttuna Markvörður ÍBV kominn með fimm gul spjöld í sumar Sjáðu dramatíkina í Krikanum og mörkin fyrir norðan „Við eigum bestu stuðningsmenn á landinu“ „Óskar seldi mér bara hugmyndina sína“ Fer í aðgerð á föstudag og frá í sex til átta mánuði Töpuðu 15-0 í síðasta leik og mættu ekki til leiks í gær Uppgjörið: FH - ÍBV 1-1 | Alvöru dramatík í uppbótartíma Uppgjörið: KA - Fram 2-0 | Sanngjarn sigur heimamanna Myndaveisla frá sögulegri stund Vestra „Það er æfing á morgun“ „Flottasta mark sem ég hef skorað á ferlinum“ Patrick sleit hásin og verður frá út tímabilið „Lið úr bæ þar sem eru fleiri fiskar og kindur en fólk“ Uppgjörið: Valur - Vestri 0-1 | Vestri bikarmeistari í fyrsta sinn Uppgjörið: Breiðablik - Tindastóll 5-0 | Blikar fóru illa með laskaða Stóla Sjáðu mörkin: Borðtennis í Garðabæ og tveggja mánaða bið tók enda á Akureyri „Erum við virkilega í fituprósentum 2025?“ „Spark í rassinn til að gíra okkur upp í þetta“ „Stór og merkilegur viðburður fyrir okkur“ „Vilji, kraftur, ákveðni og hugarfar hjá mínum stelpum“ Arna Eiríksdóttir: „Við töpuðum tveimur stigum í dag“ Uppgjör og vitöl: Stjarnan-FH 2-2 | FH að missa Blikana frá sér Uppgjör: Þór/KA-FHL 4-0 | Norðankonur í stuði á móti botnliðinu Sjá meira
„Mér fannst þetta bara hrikalega skemmtilegur leikur hjá tveimur góðum liðum. Spennandi leikur og mikið af góðum sóknum þannig mér fannst þetta bara góður leikur hjá okkur.“ Leikurinn var opinn og skemmtilegur þar sem bæði lið fengu fjöldann allan af færum. Kom það Pétri á óvart hversu líflegur leikurinn var? „Nei í rauninni ekki. Þessir leikir, Valur – Þór/KA, eru alltaf svona leikir einhvern veginn. Við höfum nú oft tapað hérna fyrir norðan og ég er allavega mjög sáttur með að vinna leikinn.“ Þór/KA vann 1-0 sigur á Val í Boganum í 2. umferð á síðasta tímabili og eins Pétur nefnir hefur Valsliðið oft átt í erfiðleikum fyrir norðan. Var það auka mótívering fyrir leikmenn komandi í þennan leik? „Já örugglega líka en við náttúrulega förum í alla leiki til að vinna en þetta eru alltaf erfiðir leikir.“ Valskonur hafa alls náð í fimm nýja leikmenn í félagaskiptaglugganum. Í dag var tilkynnt um skipti danska varnarmannsins Laurie Frank frá Fortuna Hjörring í Danmörku. Hvernig leikmaður er hún? „Ég hef ekki hugmynd um það, ég hef ekki séð hana“, sagði Pétur og skellti upp úr og bætti síðan einfaldlega við: „Hún er danskur varnarmaður og góð í því.“ Eru þessar leikmannastyrkingar einfaldlega gerðar til þess að halda leikmönnum á tánum og auka samkeppni? „Það eru sjö farnar í staðinn þannig þú getur reiknað. Við höfum verið með 17 manna hóp undanfarið í dag er í fyrsta skipti sem við erum með 18 manna hóp og við erum að fara í erfitt prógram, Meistaradeildina og annað og við þurftum að bæta í hópinn.“ Valur á eftir að mæta Tindastóli á útivelli og Keflavík á heimavelli áður en deildinni verður tvískipt. Valur komst með sigrunum þremur stigum á undan Breiðablik sem getur þó endurheimt toppsætið á morgun með sigri en aðeins markatala skildi liðin að fyrir leik. Hvernig horfir Pétur í lokasprettinn? „Það er farið í minn gamla heimabæ næst á Krókinn. Það hafa nú alltaf verið erfiðir leikir þannig það er bara næsti leikur hjá okkur“, sagði Pétur sem endaði viðtalið á þessari ódauðlegu klisju.
Fótbolti Íslenski boltinn Valur Besta deild kvenna Mest lesið Kærustupar á leið á Ólympíuleika þar sem þau fá ekki að vera saman Sport Hélt uppi meira en aldar gamalli hefð Enski boltinn Sjáðu sigurmark Rios og öll hin frá St. James' Park Enski boltinn Sjáðu gullstrákana í Vestra fagna: „Vorum bara miklu stærra lið“ Íslenski boltinn Græddu meira en milljarð á kokteilum á US Open Sport Gagnrýndu Bruno: „Hann átti skelfilegan leik“ Enski boltinn Fyrsta félagið með tvö fórnarlömb skotárása í liðinu Sport Rio setti nýtt Liverpool met Enski boltinn Segir að Dowman sé eins og Messi Enski boltinn Van Dijk um Rio: Draumabyrjun en hann verður að vera auðmjúkur Enski boltinn Fleiri fréttir Fall reyndist fararheill hjá Eyjakonum Sjáðu Örvarnar hitta í mark á Meistaravöllum Sjáðu gullstrákana í Vestra fagna: „Vorum bara miklu stærra lið“ Óskar Hrafn: Stundum hata ég fótbolta Jökull: Förum ekki hærra með svona frammistöðu Örvar: Tökum þessa þrjá punkta og förum brosandi heim Uppgjör: KR-Stjarnan 1-2 | Örvar kom Stjörnunni inn í titilbaráttuna Markvörður ÍBV kominn með fimm gul spjöld í sumar Sjáðu dramatíkina í Krikanum og mörkin fyrir norðan „Við eigum bestu stuðningsmenn á landinu“ „Óskar seldi mér bara hugmyndina sína“ Fer í aðgerð á föstudag og frá í sex til átta mánuði Töpuðu 15-0 í síðasta leik og mættu ekki til leiks í gær Uppgjörið: FH - ÍBV 1-1 | Alvöru dramatík í uppbótartíma Uppgjörið: KA - Fram 2-0 | Sanngjarn sigur heimamanna Myndaveisla frá sögulegri stund Vestra „Það er æfing á morgun“ „Flottasta mark sem ég hef skorað á ferlinum“ Patrick sleit hásin og verður frá út tímabilið „Lið úr bæ þar sem eru fleiri fiskar og kindur en fólk“ Uppgjörið: Valur - Vestri 0-1 | Vestri bikarmeistari í fyrsta sinn Uppgjörið: Breiðablik - Tindastóll 5-0 | Blikar fóru illa með laskaða Stóla Sjáðu mörkin: Borðtennis í Garðabæ og tveggja mánaða bið tók enda á Akureyri „Erum við virkilega í fituprósentum 2025?“ „Spark í rassinn til að gíra okkur upp í þetta“ „Stór og merkilegur viðburður fyrir okkur“ „Vilji, kraftur, ákveðni og hugarfar hjá mínum stelpum“ Arna Eiríksdóttir: „Við töpuðum tveimur stigum í dag“ Uppgjör og vitöl: Stjarnan-FH 2-2 | FH að missa Blikana frá sér Uppgjör: Þór/KA-FHL 4-0 | Norðankonur í stuði á móti botnliðinu Sjá meira