Neymar segist vilja endurskrifa íþróttasöguna Hjörtur Leó Guðjónsson skrifar 16. ágúst 2023 07:29 Neymar er mættur til Al-Hilal í sádiarabísku deildinni frá PSG til að endurskrifa íþróttasöguna. Jean Catuffe/Getty Images Brasilíska stórstjarnan Neymar gekk í gær í raðir sádiarabíska liðsins Al-Hilal frá franska stórveldinu Paris Saint-Germain. Hann segist vilja prófa sig fyrir utan Evrópu og um leið eiga þátt í því að endurskrifa íþróttasöguna. Al-Hilal greiðir um níutíu milljónir evra fyrir Neymar, en það samsvarar um þrettán milljörðum króna. Það er þó ekki kaupverðið sem vekur mesta athygli við samning leikmannsins við liðið, heldur eru það launin og fríðindin sem fylgja þeim. Neymar segist þó ekki vera að þessu fyrir peningana og fríðindin. Hann hafi einfaldlega viljað prófa sig fyrir utan Evrópu og finna sér nýja áskorun. „Ég er búinn að afreka mikið í Evrópu og hef notið tímans hér, en ég hef alltaf viljað vera alþjóðlegur leikmaður og prófa mig með nýjum áskorunum og tækifærum á nýjum stöðum,“ sagði Neymar. Neymar, sem er 31 árs gamall, varð árið 2017 dýrasti leikmaður heims þegar PSG festi kaup á honum frá Barcelona. Parísarliðið greiddi þá um 220 milljónir evra fyrir leikmanninn. Neymar virðist þó ekki lengur vera inni í myndinni hjá PSG og var hann ekki í hóp þegar liðið gerði markalaust jafntefli gegn Lorient í fyrstu umferð frönsku úrvalsdeildarinnar síðustu helgi. „Ég vil endurskrifa íþróttasöguna og sádiarabíska deildin býr yfir mikilli orku og frábærum leikmönnum á þessum tímabunkti,“ bætti Neymar við. „Ég er búinn að heyra mikið og hef komist að því að ég er að fylgja í fótspor margra brasilískra leikmanna sem hafa spilað í Sádi-Arabíu í gegnum árin, þannig að ég hef trú á því að ég sé kominn á réttan stað,“ sagði Neymar að lokum. Sádiarabíski boltinn Franski boltinn Mest lesið Heimir fékk tilboð: „Pabbi vill ekki vera þar sem stuðningsmenn vilja hann ekki“ Fótbolti „Það verða breytingar“ Fótbolti „Að fara frá heimahögunum og í borg óttans“ Íslenski boltinn Þungavigtin: Jói Kalli á Tene níu dögum fyrir bikarúrslitaleik Fótbolti Atli Viðar segir Vöndu ekki réttu manneskjuna til að leiða KSÍ inn í framtíðina Íslenski boltinn Malinovskyi vonar að Albert eigi ekki sinn besta dag Fótbolti Dagskráin í dag: Úrslitastund í Varsjá Fótbolti Arsenal að missa menn í meiðsli Fótbolti Hvernig umspil færi Ísland í? Fótbolti Rebrov: Karakterinn lykilatriði Fótbolti Fleiri fréttir Ungverjaland - Írland | Fer Heimir í HM-umspilið? Haaland þakklátur mömmu sinni Úkraína - Ísland | Úrslitaleikur í Varsjá Malinovskyi vonar að Albert eigi ekki sinn besta dag 200 gegn 18 þúsund „Það verða breytingar“ Heimir fékk tilboð: „Pabbi vill ekki vera þar sem stuðningsmenn vilja hann ekki“ „Að fara frá heimahögunum og í borg óttans“ Rebrov: Karakterinn lykilatriði Dagskráin í dag: Úrslitastund í Varsjá Arsenal að missa menn í meiðsli Vigdís Lilja á skotskónum Hákon: Þú vilt spila þessa leiki Spánn og Austurríki við það að komast á HM ´26 Åge Hareide glímir við sjúkdóm Leiðin á HM: Sögulegar sættir í Varsjá Arna og Sædís spiluðu í sigri Våleranga „Eggert kominn með stóra brosið og allir glaðir“ Belgar í brasi og þurfa að bíða eftir HM-sæti Svona var fundur Arnars fyrir „dramatík í níutíu mínútur“ Bökuðu botnliðið í miðjum slag við Blika Tólfan boðar til partýs í Varsjá Jói Kalli hættur fjölskyldunnar vegna og Fannar tekur við Lofar að fara sparlega með Isak Skrautlegur ferðadagur Hefði hætt ef Eriksen hefði ekki lifað af FCK-strákarnir tryggðu Íslandi sigur Veðbankar telja mun líklegra að Ísland falli úr leik Leikmenn dýrki Heimi sem ætti að fá nýjan samning Hvernig umspil færi Ísland í? Sjá meira
Al-Hilal greiðir um níutíu milljónir evra fyrir Neymar, en það samsvarar um þrettán milljörðum króna. Það er þó ekki kaupverðið sem vekur mesta athygli við samning leikmannsins við liðið, heldur eru það launin og fríðindin sem fylgja þeim. Neymar segist þó ekki vera að þessu fyrir peningana og fríðindin. Hann hafi einfaldlega viljað prófa sig fyrir utan Evrópu og finna sér nýja áskorun. „Ég er búinn að afreka mikið í Evrópu og hef notið tímans hér, en ég hef alltaf viljað vera alþjóðlegur leikmaður og prófa mig með nýjum áskorunum og tækifærum á nýjum stöðum,“ sagði Neymar. Neymar, sem er 31 árs gamall, varð árið 2017 dýrasti leikmaður heims þegar PSG festi kaup á honum frá Barcelona. Parísarliðið greiddi þá um 220 milljónir evra fyrir leikmanninn. Neymar virðist þó ekki lengur vera inni í myndinni hjá PSG og var hann ekki í hóp þegar liðið gerði markalaust jafntefli gegn Lorient í fyrstu umferð frönsku úrvalsdeildarinnar síðustu helgi. „Ég vil endurskrifa íþróttasöguna og sádiarabíska deildin býr yfir mikilli orku og frábærum leikmönnum á þessum tímabunkti,“ bætti Neymar við. „Ég er búinn að heyra mikið og hef komist að því að ég er að fylgja í fótspor margra brasilískra leikmanna sem hafa spilað í Sádi-Arabíu í gegnum árin, þannig að ég hef trú á því að ég sé kominn á réttan stað,“ sagði Neymar að lokum.
Sádiarabíski boltinn Franski boltinn Mest lesið Heimir fékk tilboð: „Pabbi vill ekki vera þar sem stuðningsmenn vilja hann ekki“ Fótbolti „Það verða breytingar“ Fótbolti „Að fara frá heimahögunum og í borg óttans“ Íslenski boltinn Þungavigtin: Jói Kalli á Tene níu dögum fyrir bikarúrslitaleik Fótbolti Atli Viðar segir Vöndu ekki réttu manneskjuna til að leiða KSÍ inn í framtíðina Íslenski boltinn Malinovskyi vonar að Albert eigi ekki sinn besta dag Fótbolti Dagskráin í dag: Úrslitastund í Varsjá Fótbolti Arsenal að missa menn í meiðsli Fótbolti Hvernig umspil færi Ísland í? Fótbolti Rebrov: Karakterinn lykilatriði Fótbolti Fleiri fréttir Ungverjaland - Írland | Fer Heimir í HM-umspilið? Haaland þakklátur mömmu sinni Úkraína - Ísland | Úrslitaleikur í Varsjá Malinovskyi vonar að Albert eigi ekki sinn besta dag 200 gegn 18 þúsund „Það verða breytingar“ Heimir fékk tilboð: „Pabbi vill ekki vera þar sem stuðningsmenn vilja hann ekki“ „Að fara frá heimahögunum og í borg óttans“ Rebrov: Karakterinn lykilatriði Dagskráin í dag: Úrslitastund í Varsjá Arsenal að missa menn í meiðsli Vigdís Lilja á skotskónum Hákon: Þú vilt spila þessa leiki Spánn og Austurríki við það að komast á HM ´26 Åge Hareide glímir við sjúkdóm Leiðin á HM: Sögulegar sættir í Varsjá Arna og Sædís spiluðu í sigri Våleranga „Eggert kominn með stóra brosið og allir glaðir“ Belgar í brasi og þurfa að bíða eftir HM-sæti Svona var fundur Arnars fyrir „dramatík í níutíu mínútur“ Bökuðu botnliðið í miðjum slag við Blika Tólfan boðar til partýs í Varsjá Jói Kalli hættur fjölskyldunnar vegna og Fannar tekur við Lofar að fara sparlega með Isak Skrautlegur ferðadagur Hefði hætt ef Eriksen hefði ekki lifað af FCK-strákarnir tryggðu Íslandi sigur Veðbankar telja mun líklegra að Ísland falli úr leik Leikmenn dýrki Heimi sem ætti að fá nýjan samning Hvernig umspil færi Ísland í? Sjá meira