Hægja á vefsíðum fyrirtækja sem Musk er illa við Kjartan Kjartansson skrifar 16. ágúst 2023 08:55 Elon Musk, eigandi X, (t.v.) með Lindu Yaccarino, forstjóra fyrirtækisins. AP/Rebecca Blackwell Samfélagsmiðillinn X, sem hét áður Twitter, hefur kerfisbundið látið hlekki á vefsíður fyrirtækja sem Elon Musk er persónulega illa við opnast hægar en aðrir hlekkir. Samkeppnisaðilar eins og Facebook og fjölmiðlar eins og New York Times eru á meðal þeirra sem X hægði á. Um það bil fimm sekúndur tók fyrir notendur X að opna vefsíður sumra fyrirtækja samkvæmt athugun Washington Post. Þetta átti við um samfélagsmiðlana Facebook, Instagram, Bluesky og Substack en einnig fréttamiðla eins og Reuters og New York Times. Fyrirtækin eiga það sameiginlegt að hafa orðið fyrir háðsglósum eða árásum af hálfu Musk, eiganda X. Nokkrum klukkustundum eftir að Washington Post birti umfjöllun sína hætti X að hægja á sumum vefsíðunum. Hvorki Musk né X svaraði fyrirspurn um hvers vegna það hefði hægt á umferð til valdra vefsíðna. Talsmaður New York Times sagði að fjölmiðillinn hefði sjálfur veitt því eftirtekt hversu lengi hlekkir á vefsíðu hans opnaðist á X, Fyrirtækið hefði ekki fengið neinar skýringar frá samfélagsmiðlinum. Musk lýsti New York Times fyrr í þessum mánuði sem áróðursmiðli og líkti blaðinu við „niðurgang“ vegna umfjöllunar þess um suðurafrísk málefni. Musk á ættir sínar að rekja þangað. Rannsókn sem Google gerði á netumferð árið 2016 leiddi í ljós að meira en helmingur notenda hætti við að fara inn á vefsíðu ef hún væri lengur en þrjár sekúndur að opnast. Þegar Musk tók yfir Twitter í fyrra lýsti hann sjálfum sér sem einhvers konar harðlínutjáningarfrelsissinna. Hann hefur þó ekki hikað við að beita miðlinum gegn þeim sem honum mislíkar persónulega. Þannig bannaði hann sjálfvirkan reikning sem birti opinberar upplýsingar um ferðir einkaþotu hans og bannaði blaðamenn sem fjölluðu um þá uppákomu. Twitter Tækni Tengdar fréttir Twitter sektað fyrir að afhenda ekki gögn um Trump tímanlega Dómari sektaði Twitter um tugi milljóna íslenskra króna fyrir að afhenda ekki gögn um Donald Trump á réttum tíma. Sérstakur rannsakandi sem ákærði Trump fyrir að reyna að snúa við úrslitum forsetakosninganna 2020 fékk leitarheimild til þess að fá gögn um Twitter-notkun Trump. 10. ágúst 2023 11:40 Hóta samtökum gegn hatursorðræðu lögsókn Forsvarsmenn samtaka sem vakta hatursorðræðu á samfélagsmiðlum segja að þeim hafi borist hótunarbréf frá lögmönnum X Corp, áður Twitter. Í bréfinu segja lögmenn X Corp að samtökin The Center for Countering Digital Hate (CCDH) séu að reyna að skaða samfélagsmiðilinn sem nú heitir X og hóta þeir að höfða mál gegn samtökunum. 31. júlí 2023 13:56 Musk takmarkar tíst á Twitter Twitter hefur tímabundið takmarkað fjölda tísta sem notendur geta lesið á hverjum degi. 1. júlí 2023 21:16 Mest lesið Verkefnin í fyrra: Stelpupabbar, forðunarhegðun, mismunun og áherslan á jákvæðnina Atvinnulíf „Hef einstaklega gaman af þessari stanslausu niðurlægingu“ Atvinnulíf Furðar sig á blekkingarbrigslum Heimildarinnar Viðskipti innlent Sorpa endurskoðar verðskrá vegna losunar hrossataðs Neytendur Sjálfstætt starfandi fjölgar: Fljótlegt, einfalt og oft ódýrara Atvinnulíf Sjá fótgangendur með endurskin fimm sinnum fyrr Viðskipti innlent Sjálfstætt starfandi fjölgar: „Hvað gerist þegar forstjórinn veikist?“ Atvinnulíf Play telur ríkið geta sparað sér tugi milljóna Viðskipti innlent Góð kjör á afmælissýningu Toyota Samstarf Segja umfjöllun sem geri Carbfix tortryggilegt fulla af rangfærslum Viðskipti innlent Fleiri fréttir Meta birtir óumbeðnar gervigreindarmyndir af notendum Instagram Biden stöðvar japanska yfirtöku á US Steel Næstum allir nýir bílar í Noregi rafmagnsbílar Sjónvarpskóngur allur Gervigreindin sögð „bjargvættur“ jarðgassiðnaðarins Bölvað basl á Bond Halda áfram bitcoin-braski þrátt fyrir samkomulag við AGS Draga úr rafmyntarvæðingu til að fá lán frá AGS TikTok fær síðasta séns fyrir Hæstarétti Ræða samruna Honda og Nissan Bitcoin nær nýjum hæðum vegna Trumps Enn þynnri og samanbrjótanlegur iPhone Vesen á Messenger, Facebook og Instagram Verð á kaffi sögulega hátt Loka á aðgengi Bandaríkjamanna að mikilvægum málmum Dómari fellir aftur úr gildi 56 milljarða dala launapakka Musk Danska ríkið kaupir Kastrup Sjá meira
Um það bil fimm sekúndur tók fyrir notendur X að opna vefsíður sumra fyrirtækja samkvæmt athugun Washington Post. Þetta átti við um samfélagsmiðlana Facebook, Instagram, Bluesky og Substack en einnig fréttamiðla eins og Reuters og New York Times. Fyrirtækin eiga það sameiginlegt að hafa orðið fyrir háðsglósum eða árásum af hálfu Musk, eiganda X. Nokkrum klukkustundum eftir að Washington Post birti umfjöllun sína hætti X að hægja á sumum vefsíðunum. Hvorki Musk né X svaraði fyrirspurn um hvers vegna það hefði hægt á umferð til valdra vefsíðna. Talsmaður New York Times sagði að fjölmiðillinn hefði sjálfur veitt því eftirtekt hversu lengi hlekkir á vefsíðu hans opnaðist á X, Fyrirtækið hefði ekki fengið neinar skýringar frá samfélagsmiðlinum. Musk lýsti New York Times fyrr í þessum mánuði sem áróðursmiðli og líkti blaðinu við „niðurgang“ vegna umfjöllunar þess um suðurafrísk málefni. Musk á ættir sínar að rekja þangað. Rannsókn sem Google gerði á netumferð árið 2016 leiddi í ljós að meira en helmingur notenda hætti við að fara inn á vefsíðu ef hún væri lengur en þrjár sekúndur að opnast. Þegar Musk tók yfir Twitter í fyrra lýsti hann sjálfum sér sem einhvers konar harðlínutjáningarfrelsissinna. Hann hefur þó ekki hikað við að beita miðlinum gegn þeim sem honum mislíkar persónulega. Þannig bannaði hann sjálfvirkan reikning sem birti opinberar upplýsingar um ferðir einkaþotu hans og bannaði blaðamenn sem fjölluðu um þá uppákomu.
Twitter Tækni Tengdar fréttir Twitter sektað fyrir að afhenda ekki gögn um Trump tímanlega Dómari sektaði Twitter um tugi milljóna íslenskra króna fyrir að afhenda ekki gögn um Donald Trump á réttum tíma. Sérstakur rannsakandi sem ákærði Trump fyrir að reyna að snúa við úrslitum forsetakosninganna 2020 fékk leitarheimild til þess að fá gögn um Twitter-notkun Trump. 10. ágúst 2023 11:40 Hóta samtökum gegn hatursorðræðu lögsókn Forsvarsmenn samtaka sem vakta hatursorðræðu á samfélagsmiðlum segja að þeim hafi borist hótunarbréf frá lögmönnum X Corp, áður Twitter. Í bréfinu segja lögmenn X Corp að samtökin The Center for Countering Digital Hate (CCDH) séu að reyna að skaða samfélagsmiðilinn sem nú heitir X og hóta þeir að höfða mál gegn samtökunum. 31. júlí 2023 13:56 Musk takmarkar tíst á Twitter Twitter hefur tímabundið takmarkað fjölda tísta sem notendur geta lesið á hverjum degi. 1. júlí 2023 21:16 Mest lesið Verkefnin í fyrra: Stelpupabbar, forðunarhegðun, mismunun og áherslan á jákvæðnina Atvinnulíf „Hef einstaklega gaman af þessari stanslausu niðurlægingu“ Atvinnulíf Furðar sig á blekkingarbrigslum Heimildarinnar Viðskipti innlent Sorpa endurskoðar verðskrá vegna losunar hrossataðs Neytendur Sjálfstætt starfandi fjölgar: Fljótlegt, einfalt og oft ódýrara Atvinnulíf Sjá fótgangendur með endurskin fimm sinnum fyrr Viðskipti innlent Sjálfstætt starfandi fjölgar: „Hvað gerist þegar forstjórinn veikist?“ Atvinnulíf Play telur ríkið geta sparað sér tugi milljóna Viðskipti innlent Góð kjör á afmælissýningu Toyota Samstarf Segja umfjöllun sem geri Carbfix tortryggilegt fulla af rangfærslum Viðskipti innlent Fleiri fréttir Meta birtir óumbeðnar gervigreindarmyndir af notendum Instagram Biden stöðvar japanska yfirtöku á US Steel Næstum allir nýir bílar í Noregi rafmagnsbílar Sjónvarpskóngur allur Gervigreindin sögð „bjargvættur“ jarðgassiðnaðarins Bölvað basl á Bond Halda áfram bitcoin-braski þrátt fyrir samkomulag við AGS Draga úr rafmyntarvæðingu til að fá lán frá AGS TikTok fær síðasta séns fyrir Hæstarétti Ræða samruna Honda og Nissan Bitcoin nær nýjum hæðum vegna Trumps Enn þynnri og samanbrjótanlegur iPhone Vesen á Messenger, Facebook og Instagram Verð á kaffi sögulega hátt Loka á aðgengi Bandaríkjamanna að mikilvægum málmum Dómari fellir aftur úr gildi 56 milljarða dala launapakka Musk Danska ríkið kaupir Kastrup Sjá meira
Twitter sektað fyrir að afhenda ekki gögn um Trump tímanlega Dómari sektaði Twitter um tugi milljóna íslenskra króna fyrir að afhenda ekki gögn um Donald Trump á réttum tíma. Sérstakur rannsakandi sem ákærði Trump fyrir að reyna að snúa við úrslitum forsetakosninganna 2020 fékk leitarheimild til þess að fá gögn um Twitter-notkun Trump. 10. ágúst 2023 11:40
Hóta samtökum gegn hatursorðræðu lögsókn Forsvarsmenn samtaka sem vakta hatursorðræðu á samfélagsmiðlum segja að þeim hafi borist hótunarbréf frá lögmönnum X Corp, áður Twitter. Í bréfinu segja lögmenn X Corp að samtökin The Center for Countering Digital Hate (CCDH) séu að reyna að skaða samfélagsmiðilinn sem nú heitir X og hóta þeir að höfða mál gegn samtökunum. 31. júlí 2023 13:56
Musk takmarkar tíst á Twitter Twitter hefur tímabundið takmarkað fjölda tísta sem notendur geta lesið á hverjum degi. 1. júlí 2023 21:16