Murdoch kominn með nýja upp á arminn Kjartan Kjartansson skrifar 16. ágúst 2023 11:42 Rupert Murdoch veður greinilega í tækifærum þrátt fyrir að hann sé á tíræðisaldri. Vísir/EPA Fjölmiðlamógúllinn Rupert Murdoch er sagður byrjaður að hitta nýja konu, aðeins fjórum mánuðum eftir að hann sleit skyndilega trúlofun sinni við íhaldssaman útvarpsþáttastjórnanda. Nýja parið hefur siglt um Miðjarðarhafið undanfarnar vikur. Sú nýja heitir Elena Zhukova. Murdoch er sagður hafa kynnst henni á stórri fjölskyldusamkomu sem Wendi Deng, fyrrverandi eiginkona hans, skipulagði. Zhukova er 66 ára gamall vísindamaður en ástralski auðjöfurinn 92 ára. Hún var áður gift bresk-rússneska milljarðamæringnum Alexander Zhukov, að sögn The Guardian. Darja Zhukova, dóttir Zhukovu, var gift Roman Abramovitsj, rússneskum ólígarka og fyrrverandi eiganda enska knattspyrnuliðsins Chelsea, til ársins 2018. Leigusnekkjan sem Murdoch og Zhukova hafa notið lífsins á er sögufræg. Hún var áður í eigu Aristotle Onassis og er hann sagður hafa gert hosur sínar grænar fyrir Jackie Kennedy, ekkju Johns F. Kennedy Bandaríkjaforseta, á henni. Murdoch var trúlofaður Ann Lesley Smith, fyrrverandi fyrirsætu og útvarpsþáttastjórnanda. Ástæðan fyrir því að hann sleit trúlofuninni stuttu eftir að sagt var frá henni opinberlega var sögð sú að honum hafi þótt kristilegur trúarofsi Smith óþægilegur. Zhukova er önnur konan sem Murdoch leggur lag sitt við frá því að hann skildi við Jerry Hall, fjórðu eiginkonu sína, í ágúst í fyrra. Fjölmiðlar Hollywood Tengdar fréttir Rupert Murdoch er trúlofaður Ástralsk-bandaríski fjölmiðlamógúllinn Rupert Murdoch og kærasta hans Ann Lesley Smith eru trúlofuð. 20. mars 2023 14:27 Mest lesið „Ég var búinn að syrgja þetta líf“ Lífið Feginn að losna við kvíðann sem fylgdi drykkjunni Lífið Fréttatía vikunnar: Golfklúbbur, Fossvogsbrú og fasteignasali Lífið Eyddu sleikjufærslum spjallmennis: „Ég er feitur fæðingarhálfviti“ Lífið Katrín Halldóra snýr aftur til Tenerife Lífið Hrátt og sjarmerandi einbýlishús listapars í Höfnum Lífið Fyrsta súperstjarna Íslands stendur á tímamótum Lífið Vonlaust í víkinni Gagnrýni Grunaði alltaf að hann væri ekki sonur föður síns Lífið Fimm fáránlegar biðraðir Íslendinga Menning Fleiri fréttir Katrín Halldóra snýr aftur til Tenerife „Ég var búinn að syrgja þetta líf“ Fréttatía vikunnar: Golfklúbbur, Fossvogsbrú og fasteignasali Eyddu sleikjufærslum spjallmennis: „Ég er feitur fæðingarhálfviti“ Bjóða til sögulegrar tölvuleikjaveislu Hrátt og sjarmerandi einbýlishús listapars í Höfnum Sjáðu nýtt klifurhús fyrir norðan: Frá Hjalteyri yfir til Akureyrar Feginn að losna við kvíðann sem fylgdi drykkjunni Allt um brjóstastækkun Simone Biles „Skref í rétta átt“ en ekki útséð um þátttöku Íslands Breyta reglum um atkvæðagreiðslu og kynningu laga í Eurovision Samfélagsmiðlastjörnur máluðu Akureyri rauða Þessi hús og lóðir hlutu fegrunarviðurkenningar Reykjavíkurborgar Var úthúðuð af skipuleggjanda en sigraði í Ungfrú alheimi Fyrsta súperstjarna Íslands stendur á tímamótum „Sjónvarpssonur“ John Travolta látinn Tilkynntu hver jólagjöf ársins væri Halla átti ánægjulegan fund með Karli Bretakonungi Edwald-feðgar kaupa hlið við hlið Grunaði alltaf að hann væri ekki sonur föður síns Óhuggulegt fall fegurðardrottningar Sonur tónlistarparsins fæddur og nefndur Óttaðist um líf sitt: „Það var erfiðasti dagur lífs míns“ Játaði sig sigraða: „Mér fannst það algjört tabú áður“ Mobb Deep kemur fram í KR-höllinni í mars Nýsloppin við vinstra vókið þegar það hægra mætti Ætluðu að taka þakið í gegn en urðu óvænt að byrja á kjallaranum Opnar sig um dulið fósturlát RAX hlýtur verðlaun Konunglega ljósmyndafélagsins Æskuheimili Bríetar til sölu: „Epic staður til að alast upp“ Sjá meira
Sú nýja heitir Elena Zhukova. Murdoch er sagður hafa kynnst henni á stórri fjölskyldusamkomu sem Wendi Deng, fyrrverandi eiginkona hans, skipulagði. Zhukova er 66 ára gamall vísindamaður en ástralski auðjöfurinn 92 ára. Hún var áður gift bresk-rússneska milljarðamæringnum Alexander Zhukov, að sögn The Guardian. Darja Zhukova, dóttir Zhukovu, var gift Roman Abramovitsj, rússneskum ólígarka og fyrrverandi eiganda enska knattspyrnuliðsins Chelsea, til ársins 2018. Leigusnekkjan sem Murdoch og Zhukova hafa notið lífsins á er sögufræg. Hún var áður í eigu Aristotle Onassis og er hann sagður hafa gert hosur sínar grænar fyrir Jackie Kennedy, ekkju Johns F. Kennedy Bandaríkjaforseta, á henni. Murdoch var trúlofaður Ann Lesley Smith, fyrrverandi fyrirsætu og útvarpsþáttastjórnanda. Ástæðan fyrir því að hann sleit trúlofuninni stuttu eftir að sagt var frá henni opinberlega var sögð sú að honum hafi þótt kristilegur trúarofsi Smith óþægilegur. Zhukova er önnur konan sem Murdoch leggur lag sitt við frá því að hann skildi við Jerry Hall, fjórðu eiginkonu sína, í ágúst í fyrra.
Fjölmiðlar Hollywood Tengdar fréttir Rupert Murdoch er trúlofaður Ástralsk-bandaríski fjölmiðlamógúllinn Rupert Murdoch og kærasta hans Ann Lesley Smith eru trúlofuð. 20. mars 2023 14:27 Mest lesið „Ég var búinn að syrgja þetta líf“ Lífið Feginn að losna við kvíðann sem fylgdi drykkjunni Lífið Fréttatía vikunnar: Golfklúbbur, Fossvogsbrú og fasteignasali Lífið Eyddu sleikjufærslum spjallmennis: „Ég er feitur fæðingarhálfviti“ Lífið Katrín Halldóra snýr aftur til Tenerife Lífið Hrátt og sjarmerandi einbýlishús listapars í Höfnum Lífið Fyrsta súperstjarna Íslands stendur á tímamótum Lífið Vonlaust í víkinni Gagnrýni Grunaði alltaf að hann væri ekki sonur föður síns Lífið Fimm fáránlegar biðraðir Íslendinga Menning Fleiri fréttir Katrín Halldóra snýr aftur til Tenerife „Ég var búinn að syrgja þetta líf“ Fréttatía vikunnar: Golfklúbbur, Fossvogsbrú og fasteignasali Eyddu sleikjufærslum spjallmennis: „Ég er feitur fæðingarhálfviti“ Bjóða til sögulegrar tölvuleikjaveislu Hrátt og sjarmerandi einbýlishús listapars í Höfnum Sjáðu nýtt klifurhús fyrir norðan: Frá Hjalteyri yfir til Akureyrar Feginn að losna við kvíðann sem fylgdi drykkjunni Allt um brjóstastækkun Simone Biles „Skref í rétta átt“ en ekki útséð um þátttöku Íslands Breyta reglum um atkvæðagreiðslu og kynningu laga í Eurovision Samfélagsmiðlastjörnur máluðu Akureyri rauða Þessi hús og lóðir hlutu fegrunarviðurkenningar Reykjavíkurborgar Var úthúðuð af skipuleggjanda en sigraði í Ungfrú alheimi Fyrsta súperstjarna Íslands stendur á tímamótum „Sjónvarpssonur“ John Travolta látinn Tilkynntu hver jólagjöf ársins væri Halla átti ánægjulegan fund með Karli Bretakonungi Edwald-feðgar kaupa hlið við hlið Grunaði alltaf að hann væri ekki sonur föður síns Óhuggulegt fall fegurðardrottningar Sonur tónlistarparsins fæddur og nefndur Óttaðist um líf sitt: „Það var erfiðasti dagur lífs míns“ Játaði sig sigraða: „Mér fannst það algjört tabú áður“ Mobb Deep kemur fram í KR-höllinni í mars Nýsloppin við vinstra vókið þegar það hægra mætti Ætluðu að taka þakið í gegn en urðu óvænt að byrja á kjallaranum Opnar sig um dulið fósturlát RAX hlýtur verðlaun Konunglega ljósmyndafélagsins Æskuheimili Bríetar til sölu: „Epic staður til að alast upp“ Sjá meira
Rupert Murdoch er trúlofaður Ástralsk-bandaríski fjölmiðlamógúllinn Rupert Murdoch og kærasta hans Ann Lesley Smith eru trúlofuð. 20. mars 2023 14:27