Handbolti

Óli Stef ó­vænt á kross­götum: „Þeirra á­kvörðun, þeirra missir“

Aron Guðmundsson skrifar
Ólafur Stefánsson finnur sig vel í þjálfuninni.
Ólafur Stefánsson finnur sig vel í þjálfuninni. Getty

Ó­vænt tíðindi bárust af hand­bolta­goð­sögninni Ólafi Stefáns­syni í dag en hann hefur samið um starfs­lok við þýska úr­vals­deildar­fé­lagið Erlangen. Ólafur hefur endur­upp­götvað ást sína á hand­boltanum upp á síð­kastið og vill núna á þessu stigi síns ferils stefna á starf sem aðal­þjálfari.

Ólafur hafði gegnt stöðu að­stoðar­þjálfara hjá Erlangen í tæpt eitt og hálft ár en breytingar urðu á hans högum ný­verið.

„Ég var að­stoðar­þjálfari þarna í 15 mánuði og starfaði þar með aðal­þjálfara sem var einnig í­þrótta­stjóri hjá fé­laginu. Sá maður á­kveður, með frekar stuttum fyrir­vara, að hætta sem þjálfari og ein­beita sér að í­þrótta­stjóra­stöðunni og í staðinn fyrir að taka mig inn sem aðal­þjálfara, á­kveður fé­lagið að ráða inn annan þjálfara í aðal­þjálfara­stöðuna.“

„Ég fékk allt í einu bara ást á í­þróttinni á nýjan leik og þá kannski aðal­lega í gegnum strákinn minn.“

Hart­mut Mayer­hof­fer, fyrrum þjálfari Göppin­gen, var ráðinn í starfið.

„Ég er bara á milli vita núna. Búinn að gera starfs­loka­samning við Erlangen og er bara að finna mér nýtt fé­lag.“

„Þeirra ákvörðun, þeirra missir“

Óli og fjöl­skylda hans eru úti í Erlangen í Þýska­landi og eru að skoða sín mál þessa dagana.

„Ég er til­tölu­lega ný­kominn inn í þennan heim, var að vonast til þess að for­ráða­menn Erlangen myndu treysta mér til þess að taka við þjálfara­stöðunni en það var bara ekki. Það er bara þeirra á­kvörðun, þeirra missir. Ég nota bara tímann núna til þess að skoða alla mögu­leika í stöðunni, fara yfir mín mál og gera mig til­búinn í næsta verk­efni.“

Ólafur Stefánsson á hliðarlínunni hjá HC Erlangen.Erlangen

„Ég er með um­boðs­menn sem eru að sinna þessum málum fyrir mig og svo sjáum við til hvað gerist. Auð­vitað er tíma­bilið hafið og þetta ber að með skömmum fyrir­vara. Ég gæti því alveg þurft að hinkra í ein­hverja mánuði, jafn­vel ár, þar til eitt­hvað kemur upp á borðið.

Ég er þrátt fyrir allt góður en auð­vitað vantar upp á þá til­finningu að vera með puttana í boltanum og ég reyni bara að bæta upp fyrir það með því að horfa á hand­bolta, vinna í XPS-inu og svo kannski laga þýskuna eitt­hvað að­eins.“

Stefnir á starf sem aðalþjálfari

Tíma­punkturinn á svona vendingum er aldrei góður en í til­felli Ólafs er staðan sú að stutt er í að tíma­bilið í helstu deildum evrópska boltans hefjist og ekki mikið um lausar stöður.

„Ég vil bara komast út í þjálfun á nýjan leik, helst í Þýska­landi. Orkan er góð og ég tel mig kunna þennan leik nokkuð vel. Þessir 15 mánuðir sem ég varði hjá Erlangen voru mjög góðir og lær­dóms­ríkir, núna þekki ég orðið þýsku úr­vals­deildina mjög vel sem og leik­manna­markaðinn í kringum deildina.

Ég var orðinn lé­legur í þeim þáttum eftir nánast tíu ára frí en ég tel mig kunna þennan leik nokkuð vel og kann ýmis­legt. Þá er ég alveg ó­trú­lega gíraður í hand­boltann eftir tíu ár á Ís­landi í allt öðru.“

Ólafur stefnir á aðal­þjálfara­starf.

„Svo það sé á hreinu. Það er komið gott af því að starfa sem að­stoðar­þjálfari nema ef eitt­hvað mjög skrítið gerist og ein­hver topp­þjálfari hringi.“

Hefurðu átt í við­ræðum við ein­hver fé­lög undan­farið?

„Við erum ekki komnir á þann stað, ég er bara ný­búinn að semja um starfs­lok við Erlangen. Þetta fer af stað hægt og bítandi og svo bíður maður bara eftir því að eitt­hvað komi upp á borðið og notar tímann í milli­tíðinni til þess að horfa á hand­bolta og halda sér við.“

Fann fyrir ástríðunni á ný í gegnum son sinn

Þannig að þú hefur al­gjör­lega fundið þína hillu á nýjan leik í hand­bolta­þjálfun?

„Já ég er bara kominn á þann stað. Ef ég tek að­eins heim­spekina á þetta þá sér maður fyrst fjallið eins og fjall, svo hættir maður að sjá fjallið sem fjall og svo fer maður aftur að sjá fjallið sem fjall. Þetta er svona klassísk búddísk setning.

Þegar að því kom þá sá ég hand­boltann sem hand­bolta í staðin fyrir fjall. Ég fékk allt í einu bara ást á í­þróttinni á nýjan leik og þá kannski aðal­lega í gegnum strákinn minn.“

Ólafur á þar við son sinn Einar Þor­stein sem spilar undir stjórn Guð­mundar Guð­munds­sonar hjá danska úr­vals­deildar­fé­laginu Fredericia.

„Ég var búinn að gera allt sem ég taldi mig geta gert á Ís­landi í átt að því að advókera fyrir skringi­leik, heim­speki og hinu ljóð­ræna. Ég er kominn á enda­stöð þar í bili og þá var hand­boltinn farinn að kalla alltaf meira og meira á mig aftur í gegnum strákinn minn.“

Einar Þorsteinn spilar undir stjórn Guðmundar Guðmundssonar hjá Fredericia í Danmörku. Faðir Einars er Ólafur Stefánsson, handboltagoðsögn.Vísir/Samsett mynd

„Það var því gott fyrir mig að komast aftur inn í þennan heim svo ég gæti séð hvort ég geti nýtt mér allt það sem ég bý að ferli mínum sem leik­maður sem og það sem ég lærði á þessum átta til níu árum mínum heima á Ís­landi. Hvort að þessi reynsla mín af þessum mis­munandi sviðum geti nýst mér í að gera eitt­hvað hand­bolta­fé­lag betra.“

Klippa: Gengið fram hjá Óla Stef



Fleiri fréttir

Sjá meira


×